Dagur - 24.10.1997, Blaðsíða 1

Dagur - 24.10.1997, Blaðsíða 1
Þrír in c ii n grunaðir um sjö rán, fiest vopn- uð. Óvenju mörg of- beldismál á skömm- umtíma. Þrír menn sitja nú í gæsluvarð- haldi grunaðir um hlutdeild í 7 ránum á tveimur mánuðum. I langflestum tilvikum er um vopnað rán að ræða. Handtaka þeirra kom í kjölfar vopnaðs ráns í versluninni Kvöldúlfi við Sund- laugarveg fimmtudagskvöldið 16. október þegar þrír hettuklæddir menn ógnuðu afgreiðslustúlku og viðskiptavini með hnífi og rændu um 50.000 krónum. Rán- in sjö eiga það sameiginlegt að ránsfengurinn nam aldrei stór- upphæðum. Hin málin eru þrjú fræg rán í sömu versluninni á skömmum tíma, Kjalfelli við Gnoðarvog. Þar ógnuðu hettuklæddir menn í tvígang lífi afgreiðslufólks með hnífi og rændu búðina eitt sinn án vopna. Einnig má nefna rán í versluninni Select og þegar öldruð kona var rænd um há- bjartan dag í Eskihlíðinni. Þrátt fyrir þessa glæpabylgju er langt frá því að höfuðborgarbúar séu hálfdrættingar á við ná- grannaþjóðirnar í ofbeldisránum. Þannig segja samanburðarskýrsl- ur að árið 1992 voru 16 ofbeldis- rán framin í Reykjavík, í um 100.000 manna borg, en sama ár kom upp 331 sambærilegt mál í Kaupmannahöfn á hverja 100.000 íbúa. — BÞ Sjá fréttaskýringu bls. 5 Fómarlamb ofbeldisgengisins sýnir hér vettvang árásar Benedikt Sigurðarson ritstjóri, Eyjólfur Eyvindsson og Gísli Gunnlaugsson hjá sjónvarpsstöðinni Aksjón voru kampakátir í gær enda hefur nýi fjölmiðillinn starfsemi sína á morgun. Meðal annars er stefnt að beinni útsendingu frá bæjarstjórnarfundum auk þess sem listalífi Eyjafjarðar verða gerð góð skil. - mynd brink Guönl vUl flugleyfi Að minnsta kosti þrjár umsókn- ir um flugrekstrarleyfi eru nú til afgreiðslu hjá Flugmálastjórn og samgönguráðuneytinu. Enginn umsækjendanna mun þó ætla sér innkomu í samkeppnina inn- anlands. Af þessum þremur um- sóknum vekur mesta athyglina umsókn frá Sunnu, fyrirtæki Guðna Þórðarsonar, en hinir að- ilarnir eru Iceavia ehf. og MK Flugfélagið ehf. Guðni segir rétt að hann hafi sótt um, en hann sé fyrst og fremst að endurnýja eldra leyfi Sunnu, en hafi ekki á prjónun- um starfsemi enn um sinn. „Það get ég sagt þér að ef ég fer af stað þá mun ég af fenginni reynslu ekki snerta á flugvél nema minnst 600 mílur utan okkar landhelgi. Það er bara sjálfsmorð að koma nálægt þessu hér á landi þar sem Kol- krabbinn er með allt á sínum örmum,“ segir Guðni. „Eg hef því ekki hug á að stunda flug- starfsemi hér á landi, en öðru máli gegnir hvort ég kunni að fljúga úti í heimi.“ — FÞG Glóaitdi faxtæM Faxtæki ríkissáttasemjara var rauðglóandi í gær vegna símbréfa sem baráttuglaðir kennarar voru að senda samninganefnd sinni. Skilaboðin voru öll á einn veg, þ.e. að gefa ekkert eftir í glímunni við samninganefnd sveitarfélaganna. Eiríkur Jónsson, formaður KI, segir að það sé einungis ávísun á enn frekari flótta kennara úr skól- unum ef ekki verður gengið að gagntilboði kennara sem hljóðaði uppá 40% launahækkun. Launa- nefnd sveitarfélaga ítrekaði í gær- kvöld sitt fýrra tilboð, en með „áhersIubreytingunV'. Ekki feng- ust formleg viðbrögð frá kennur- um en útlitið er dökkt. — GRH BBBH ■BBI Fínt að viiuia í íslenskiun fiski Blað 2 Lúpína gegn stóriðju- mengun Bls. 8 9 BUCKSlDECKER Handverkf æri ■p !Ös SINDRI B0RGARTUNI 31 • SIMI S62

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.