Dagur - 24.10.1997, Blaðsíða 4

Dagur - 24.10.1997, Blaðsíða 4
4-FÖSTUDAGUR 24.0KTÓBER 1997 FRÉTTIR Sex milljóna króna kiarasamningar Kostnaður Verkamannasambands íslands við gerð síðustu kjara- samninga nam ríflega sex milljónum króna í útlögðum peningum. Þessi kostnaður er skýrður með Iöngu samningaferli og breyttu um- hverfi vegna nýrrar vinnulöggjafar. Þótt þetta hafi valdið tímabundn- um erfiðleikum í rekstri sambandsins er þetta ekki talið vera neitt fjárhagsvandamál. Skatttekjur sambandsins á sl. ári námu tæpum 23 milljónum króna. Tekjur umfram gjöld voru hinsvegar 944.066 krón- ur í fyrra á móti 1.875.799 krónum árið 1995. Fólki fækkar í VMSÍ I ársbyrjun voru félagsmenn aðildarfélaga VlMSI alls 27.791. Það er l. 274 færri en í fyrra. Þar af hafði körlum fækkað um 923 og kon- um um 351. Konur eru nokkuð fleiri en karlar í VMSI, eða 14.637 en karlar 13.154. Engin breyting varð hinsvegar á fjölda aðildarfé- laga innan sambandsins á sl. ári og eru þau samtals 52. Styttri viimutími 1 lögum Verkamannasambandsins kemur fram að markmið þess sé m. a. að vinna að styttingu vinnutímans, rdnna að afnámi allrar yfir- vinnu, helgidagavinnu og næturvinnu sem ekki ber ítrasta nauðsyn til að unnin sé. Auk þess er kveðið á um það að sambandið beiti sér fyrir vinnuvernd bama og unglinga. Skipt á framsóknarmönuuui í kjör- nefnd I kjömefnd VMSI hefur sú breyting verið gerð að Þórði Olafssyni, formanni Boðans í Hveragerði og stjórnarformanni Atvinnuleys- istryggingasjóðs, hefur verið skipt út í staðinn fyrir Björn Snæbjörnsson, formann Einingar á Akureyri. Báðir eru þeir Þórður og Bjöm framsóknarmenn. Þórður hefur verið nær fastamaður í kjörnefnd fram til þessa. Astæð- an fyrir því að hann er ekki lengur í kjör- nefndinni er sögð vera vegna starfa hans í At- vinnuleysistryggingasjóðnum og fækkun út- hlutunarnefnda atvinnuleysisbóta. Aðrir í kjörnefnd eru þeir Hervar Gunnars- son, formaður Verkalýðsfélags Akraness, Kristján Gunnarsson, formaður Verkalýðs- og Sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis, Halldór Björnsson, formaður Dagsbrúnar og Þuríður Valtýsdóttir frá Verkakvennafélaginu Framsókn. Ef að líkum lætur kann það að verða siðferðilega erfitt lyrir nefndarmenn að stilla sjálfum sér upp til emb- ætta í stjórn VMSI. -GRH Þórður Ólafsson. Veltan 2 milljarðar Gögn um fjármál þjóðkirkjunnar sýna að heildarvelta helstu stofnana hennar var 1,6 milljarður króna á síðasta ári. Þar af kom 525,7 millj- óna króna framlag beint úr ríkissjóði, tekjur Kirkjumálasjóðs voru 93 milljónir, tekjur Jöfnunarsjóðs sókna 152 milljónir og hlutur þjóð- kirkjunnar í sóknargjöldum var upp á 820 milljónir. Ofan á 1,6 millj- arð má síðan bæta við tekjum ýmissa hliðarstofnana eða -sjóða, upp á rúmlega 400 milljónir króna. Þar er t.d. átt við Hjálparstofnun kirkjunnar, Kirkjugarðasjóð o.fl. Arsvelta kirkjunnar var því upp á tvo milljarða króna á síðasta ári. Vaxandi ásókn í fjölskylduráðgjöf A síðasta ári leituðu 328 fjölskyldur til Fjölskylduþjónustu kirkjunn- ar (FÞK) um aðstoð í hverskyns vanda. 19. september sl. höfðu 225 fjölskyldur leitað aðstoðar og hefur þeim fjölgað mikið á undanförn- um vikum, samkvæmt því sem fram kemur í skýrslu Þorvalds Karls Helgasonar, forstöðumanns FÞK. Bein viðtöl voru 768 á síðasta ári, en voru það sem af er ársins komin upp í 600 og eru nú að meðaltali 80 til 90 á mánuði. Athyglisvert er að af þeim 328 fjölskyldum sem Ieituðu aðstoðar f fyrra voru 114 í „Reykjavíkurprófastsdæmi eystra“, væntanlega Breiðholti, Arbæ og Grafarvogi. Ráðgjafamefnd um kynferðisbrot Starfshópur þjóðkirkjunnar um málsmeðferð á kynferðislegum brot- um innan kirkjunnar leggur til að kirkjumálaráðherra skipi þriggja manna ráðgjafarnefnd til að taka á málum er varða kynferðislega áreitni og ofbeldi. Fagt er til að starfið mótist af fyrirmynd frá Nor- egi. Ráðgjafarnefndina skipi einn Iögfræðingur, einn sálfræðingur eða geðlæknir og einn guðfræðingur. s****80*1. StmwV0*31 (00 Akurn0 jskkAoWUK**1 Svona lltur boðsbréfið út en það hefur valdið talsverðd m vandræðagangi þvi viðtakendur hafa ekki verið alveg vissir hvort þetta væri bara grin, eða grínagtug alvara. Sendiráð Akureyrar opnað í Reykjavík Ferðamálamiðstöð Eyjafjarðar stendur fyrir formlegri opnun sendiráðs „Sambands- lýðveldisins Akur- eyrar“ í Hafnarhúsinu við Tryggvagötn í dag. Til hátíðarinnar er boðið klukkan 17.00 og er þangað boðið ráð- herrum, alþingismönnum, for- svarsmönnum fyrirtækja, ferða- þjónustuaðila o.fl. Meðal dagskráratriða er ávarp menningarfulltrúa sendiráðsins, söngdagskrá frá Þjóðleikhúsi Sambandslýðveldisins, ávarp Jakobs Björnssonar, aðalflokks- ritara Sambandslýðveldisins og frú Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, ríkisstjóri Reykjavíkur, tekur við trúnaðarbréfi hr. Sigmundar Ernis Rúnarssonar, sendiherra Sambandslýðveldisins. Að loknum söng ríkislista- manns Sambandslýðveldisins, Michael Jóns Clark, verður tískusýning Sunneva Design, sem opinberar fágað hugvit og hönnun þegna Sambandslýð- veldisins sem á sér engin tak- mörk að mati Guðmundar Birgis Heiðarssonar, ferðamála- og ut- anríkisráðherra Sambandslýð- veldisins Akureyri. „Einstaka menn hafa skiiið þetta sem grín, en okkur er fúlasta alvara þó framsetningin sé í léttum dúr. Sú hugmynd að opna sendiráð kaupstaðar í höf- uðborginni þarf að markaðssetja með ákveðnum léttleika en þetta er ekki bara hugsað sem regnhlíf yfir ferðaþjónustuna heldur einnig matvælaframleiðendur sem margir hverjir munu kynna framleiðslu sína þarna. Hags- munir ferðaþjónustu og mat- vælaframleiðslu fara oft saman, m.a. ímynd hreinleika og gæða. Hér er ekki verið að opna skrif- stofu, enda verða Hafnarbúðir ERRO-safn í framtíðinni,“ sagði Guðmundur Birgir Heiðarsson, forstöðumaður Ferðamálamið- stöðvar Eyjafjarðar. Pétur Rafnsson, forstöðumað- ur Ferðamálasamtaka höfuð- borgarsvæðisins, segir að verið sé að markaðssetja vörur og þjón- ustu á Eyjafjarðarsvæðinu og umbúðirnar séu bæði húmorísk- ar og skemmtilegar. „Þessi framsetning og umgjörð vekur miklu meira umtal en formleg framsetning og nær til- gangi sínum. Þarna verður mun fleira fólk en ella mundi hafa orðið. Þeir sem taka þessu sem gríni og telja að gengið sé of langt eru húmorslausir. Það felst heldur ekki vottur af minnimátt- arkennd í þessu boði, sem betur fer, og eins gott að fleiri hugsð- uðu á svipuðum nótum í þessu landi. Þetta mun örugglega hafa töluverð áhrif á aukna sókn á „Gjugg í bæ“, þ.e. helgarferðir út á Iandsbyggðina, og ýtir undir notkun á íslenskum framleiðslu- vörum,“ sagði Pétur Rafnsson. — GG Skelfiskviimsla að hefjast á Hofsósi Rækjimes hf. í Stykk- ishólmi er að hefja vinnslu á skelfiski í húsnæði því á Hofsósi sem Skagaskel hafði sína framleiðslu í áður. Skelfiskveiðar hafa verið stund- aðar á Skagafirði frá því um mitt sumar en aflinn hefur verið fluttur að Hauganesi í Eyjafirði eða vestur í Stykkishólm til vinnslu. Eftir að frágangur húss- ins verður tilbúinn verður aflinn unnin á Hofsósi. Þegar vinnslan verður komin á fullt skrið munu um 15 manns starfa þar, og mun atvinnuleysi við það nánast til- heyra fortíðinni á Hofsósi. At- vinnuástand hefur verið mjög ótryggt þar undanfarin misseri eftir að Fiskiðjan-Skagfirðingur á Sauðárkróki lagði þar niður bolfiskfrystingu. Hjá salfiskverkunarfyrirtæk- inu Höfða á Hofsósi hafa starfað um 25 manns en vegna tölu- verðs háefnisskorts í september og október hefur stór hluti þess fólks aðeins unnið hálfan dag- inn. Starfsmenn voru ráðnir í hálft starf og vinna allan daginn því hrein viðbót hjá fólkinu. Sæmilega hefur fiskast þegar sótt hefur verið, en sjósókn hef- ur verið minni en gert var ráð fyrir. Allur bolfiskur til saltfisk- verkunarinnar hefur verið keypt- ur af fiskmörkuðum, aðallega frá Vestmannaeyjum. - GG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.