Dagur - 24.10.1997, Blaðsíða 11

Dagur - 24.10.1997, Blaðsíða 11
FÖSTVDAGVR 24.0KTÓBER 1997 - 11 ERLENDAR FRÉTTIR L A Sko er að heyra að allmargir múslimar þoli illa að „þeirra" stúlkur gefi sig að evrópskum karlmönnum. I lífshættu fyrir sínum nánustu DAGIJR ÞORLEIFS SON SKRIFAR Erfiðleikar í samskiptum inn- fæddra og nýbúa frá þriðja heim- inum í vestrænum ríkjum hafa verið til umræðu í fjölmiðlum í ýmsum vestrænum löndum að undanförnu, sem oftar. I svipinn virðist í þeirri umræðu bera hvað mest á tvennu, sem er raunar að miklu leyti samanofið. I fyrsta lagi er það kvíði inn- fæddra fyrir því að stefnt sé í óefni með margumræddum „múltikúltúralisma" (fjölmenn- ingarstefnu). I skjóli þeirrar stefnu sé horft framhjá því að nýbúar haldi fast við ýmsar hefð- ir og siði, sem stangist mjög á við hefðir og siði vesturlandaríkja og í ófáum tilvikum á við lög þeirra. Hætt sé við að þetta leiði til þess að hver þjóðernishópur hafi eig- in lög, skráð og óskráð, er stang- ist á við lög annarra þjóðernis- hópa. Það muni hafa þær afleið- ingar að engin sameiginleg Iög gildi í raun fyrir landið allt og það leiða af sér upplausn og þjóðastríð. Óttast föður sinn og bróður í öðru lagi er svo að sjá að ólík afstaða innfæddra og nýbúa (að því er virðist ekki síst múslíma) til kvenna leiði í vaxandi mæli til þykkju og óhugnanlegra atburða, og þá ekki síður innan nýbúa- samfélaga en í samskiptum ný- búa og innfæddra. A umræðu þessari er svo að heyra að margar nýbúakonur í ýmsum löndum Vestur-Evrópu hafi samið sig að siðum landa þessara og vilji t.d. sjálfar velja sér maka, gjarnan evrópskan. Allmikið virðist vera um ofbeldi gagnvart slíkum konum, þ.á m. morð. Morðingjarnir í þeim til- vikum eru oft nánustu ættingjar þeirra eða leigumorðingjar út- sendir af ættingjunum. Þetta er t.d. orðið verulegt vandamál í Norður-Englandi, þar sem fjöldi múslíma, einkum Pakistana, býr. Bandaríska blað- ið New York Times sagði t.d. ný- lega frá pakistanskri stúlku, fæddri í Bretlandi, sem undan- farin fimm ár hefur farið huldu höfði. Á þessum tíma hefur hún skipt um bústað 19 sinnum. Hún fer aldrei út fyrir dyr án þess að skyggnast um eftir göt- unni til beggja handa eftir grun- samlegum bílum, hefur alltaf þung húsgögn fyrir útidyrum íbúðar sinnar og hníf innan seil- ingarfæris. Þeir sem hún óttast eru faðir hennar og bróðir, sem svarið hafa þess eið að drepa hana vegna þess að hún neitaði að giftast manni í Pakistan, sem fjölskyldan hafði valið hana henni. Hún var þá 16 ára, hafði Baksvið tamið sér breskan hugsunarhátt í skóla, vildi halda áfram námi og ákveða sjálf hverjum hún giftist, ef einhverjum. (Og er nú gift Englendingi.) Fjölskyldan gaf sig Stúlkur í nýbúafjöl- skyldum á Vestur- löndum, er samið hafa sig að vestrænni menningu, rísa marg- ar gegn karl- og fjöl- skylduræði ættlanda sinna. Sú uppreisn kostar sumar þeirra lífið. ekki, stúlkan flýði að heiman og fjölskylda hcnnar dæmdi hana til dauða, sínum siðvenjum sam- kvæmt, þar eð samkvæmt þeim venjum var litið svo á að stúlkan hefði með óhlýðni sinni flekkað æru fjölskyldunnar. Mörg himdruð konur í feliun Fyrir nokkrum mánuðum vakti athygli Ijölmiðla mál annarrar pakistansk-breskrar stúlku, sem fjölskyldan hafði sent nauðuga til Pakistan til að giftast manni þar. Stúlkunni tókst að flýja það Iand, komst til Bretlands og sett- ist að í borg í Mið-Englandi. Nokkru síðar var stúlkan myrt á þann hátt að keyrt var yfir hana svo oft að Iík hennar flattist allt út og varð óþekkjanlegt. Móðir stúlkunnar þekkti þó að það var hún á einhverju í fatnaði hennar. En móðirin kvaðst ekki hafa hugmynd um hver morðinginn væri eða ástæður til morðsins. Lögreglu grunaði að fjölskylda stúlkunnar hefði fengið leigubíl- stjóra nokkurn, pakistanskan að ætt, til þess að drepa hana. Talið er að allmargar suður- asískar stúlkur hafi verið myrtar í Bretlandi af slíkum ástæðum undanfarin ár og eitthvað hefur verið um þessháttar morð t.d. í Danmörku. Fyrir nokkrum árum fór lögreglan í Vestur-Yorkshire, Englandi, að furða sig á því hve margar suðurasískar stúlkur þar frömdu sjálfsvíg - að sögn að- standenda - með því að kveikja í sér. Frásagnir aðstandenda af þeim atburðum voru að sögn lögreglu grunsamlega samhljóða. Breska lögreglan hefur reynst næsta máttvana í málum þess- um, því að aðstandendur stúlkn- anna standa yfirleitt saman eins og einn maður í því að neita allri vitneskju um dauðsföllin, eða segja þau vera sjálfsvíg. Fyrrver- andi lögreglufulltrúi í Vestur- Yorkshire segist vita um rúmlega 740 suðurasískar konur sem flú- ið hefðu heimili sín og lifðu í fel- um fyrir nánustu aðstandendum sínum hingað og þangað um Norður-England og Skotland. Tala kvenna þeirra suðurasískra, sem teldu sig vera í lífshættu fyr- ir nánustu skyldmennum sínum og Ieituðu þess vegna verndar hjá lögreglu, hækkaði með hverju ári. Hér eru komin til sögunnar landamæri, sem eru blóðug, milli menningarheildar Vestur- Ianda og annarra menningar- heilda. Benda má á í því sam- hengi að frá aldaöðli hafa konur í Norður-Evrópu að líkindum notið meiri réttinda og frelsis en víðast hvar annars staðar, að öllu athuguðu. Og viðkvæmt mál í samskiptum Vesturlanda og ísl- ams er mismunandi afstaða þessara menningarheilda til kvenna og spurningarinnar um það, hvaða viðhorf til þeirra og samskipta víð þær sé viðeigandi að karlmenn hafi. HEIMURINN Verðhnm hlutabréfa í Hong Kong HONG KONG - Mesta verðhrun á stærsta hlutabréfamarkaði I long Kong frá upphafi varð í gær, en svo virðist sem ótti hafi gripið um sig meðal hlutabréfaeigenda um að hagkerfi Hong Kong stafi hætta af efnahagsörðugleikum í öðrum Asíuríkjum. Þegar hlutabréfamarkaðn- um var lokað í gær hafði verð bréfa lækkað um 10 prósent þann dag- inn, og hefur þá lækkað um 23% það sem af er vikunni og um 37% frá því 7. ágúst. Mikil ólga er á verðbréfamörkuðum víðar í Asíu, og hrunið í Hong Kong olli líka töluverðri lækkun á hlutabréfamarkaði í Japan, og reyndar í Evrópu einnig. Tilraunir með reyklausar sígarettur BANDARÍKIN - Stærsta sígarettufyrirtæki heims, Philip Morris, hyggst gera tilraunir með ný munnstykki sem koma í veg fyrir mynd- un bæði ösku og reyks á sígarettum. Munnstykkið er á stærð við sím- boða, um 10 sm langt, og inniheldur bæði sígarettu og rafstýrðan kveikjara. Munnstykkið verður tekið í notkun í næsta mánuði í Bandaríkjunum og Japan, en einungis valinn hópur sígarettureykj- enda tekur þátt í tilrauninni. Flðð í Brasilíu BRASILIA - Um tuttugu þúsund manns hafa misst heimili sín í mikl- um flóðum í suðurhluta Brasilíu. Flóðin hafa eyðilagt mörg þorp meira eða minna, en verst hefur þó ástandið verið í bænum Rio Grande do Sul, þar sem áin Uruguay hefur flætt yfir bakka sína og fært um 15.000 hús í kaf. Sums staðar var vatnshæðin nærri 14 metra yfir því sem venja er til. VHl að refsiaðgerðum verði aflétt LÍBÍA - Nelson Mandela, forseti Suður- Afríku sem var í heimsókn hjá Muamar Gaddafí Líbíuforseta, hvatti í gær til þess að aflétt verði refsiaðgerðum á Líb- íu. Hann sagði þær vera „afrískum bræðrum okkar og systrum" til skaða og sakaði Bandaríkin um „siðleysi" vegna andmæla þeirra við heimsókn hans til Líbíu. Líbíubúar fögnuðu Mandéla sem þjóðhetju, en Bandaríkjunum var ekki skemmt því þau líta á Gaddafí sem einn höfuð óvin sinn vegna stuðnings hans við ýmis hryðjuverkasamtök. Mandela segist hafa viljað sýna Líbíu þakklæti sitt fyrir stuðning við baráttu Afríska þjóðarráðsins á tímum aðskiln- aðarstefnunnar í Suður-Afríku. Veitingahús loki á miðnætti DANMÖRK - Borgarstjórn Kaupmannahafnar hefur gripið til þess ráðs að láta veitingahúsin í sumum af vinsælustu hverfum miðborg- arinnar loka á miðnætti, að því er segir í Politiken, en mikið hefur ver- ið kvartað um árabil vegna ónæðis sem stafað hefur af veitingahúsun- um. í fyrstu munu þó eingöngu nýstofnuð veitingahús lúta þessum reglum, en þau sem eldri eru í hettunni þurfa að fylgja þeim næst þegar skipt verður um eigendur. I miðborg Kaupmannahafnar eru nú 315 veitingahús sem hafa mátt hafa opið ýmist til kl. 2 eða kl. 5. Norska krónan fylgi evróinu? NOREGUR - Kjell Magne Bondevik, hinn nýi forsætisráðherra Nor- egs, segir ekki útilokað að tengja norsku krónuna væntanlegri mynt Evrópska myntbandalagsins, evróinu. Hann segir að nú þegar sé far- in af stað athugun á því hvað slík tenging hefði í för með sér. Mynt- bandalagið var til umræðu á fundi Bondeviks og forsætisráðherra Hollands, Wim Kok, síðastliðinn miðvikudag. Fátækum fjölgar í Svíþjóó SVIÞJÓÐ - Hlutfallfátækra í Svíþjóð hefur aukist úr þremur prósent- um, sem það var komið niður í á árunum fyrir 1990, og upp í 7% árið 1995, að því er fram kemur í upplýsingum frá sænsku hagstofunni. Fjölgunin er mest hjá ungu fólki og foreldrum ungra barna. Það sem veldur er aukið atvinnuleysi og niðurskurður á velferðarkerfinu sem gripið hefur verið til í efnahagsörðugleikum undanfarin ár. Barnlaust fólk á miðjum aldri hefur hins vegar bætt kjör sín verulega á sama tíma.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.