Dagur - 24.10.1997, Blaðsíða 3

Dagur - 24.10.1997, Blaðsíða 3
 FÖSTUDAGUR 2A.OKTÓBER 1997 - 3 FRÉTTIR L Hallbjom brosir í gegnum tárin Þótt tjónaskoðunarmenn hafi úrskurðað Kántrýbæ ónýtan hefur Haiibjörn ástæðu tii að gleðjast. - mynd: gs Kántrýbær er metinn ónýtur en hjálpfúsir landsmenn sýna vilja sinn í verki og styðja Hallbjöm til endur- uppbyggingar. Þjóðin virðist mjög áfram um að Kántrýbæ verði ekki kippt út af kortinu ef marka má viðbrögðin sem Hallbjörn Hjartarson á Skagaströnd hefur fengið eftir að Kántrýbær brann. „Sfminn hefur ekki stöðvað og allir vilja allt fyrir mig gera. Páll Pálsson, ferðamálafrömuður í Vestmannaeyjum, reið á vaðið í Þjóðarsálinni og hét mér 100.000 kr. Þá hringdi forstjóri ISPAN og bauð mér allt gler í nýjan Kántrýbæ, sem er geysi- lega höfðinglegt. Ennfremur hafði byggingameistari samband og lofaði mér efni íyrir tugi þús- unda. Svo hafa fulltrúar tveggja hljómsveita haft samband, önn- ur er Ríó Tríó sem hefur boðist til að halda styrktartónleika með mér og láta allan ágóða renna til uppbyggingar Kántrýbæjar. Það verður nú ekki alveg á næstunni. Hin hljómsveitin er frá Akureyri og bauðst til að spila frítt fyrir mig ef af nýju húsi verður. Þá er ógetið þess fjölda fólks sem hef- ur hringt, vottað mér samúð og lýst yfir stuðningi. Þetta er allt ákaflega yndislegt og elskulegt,“ segir Hallbjörn. Ekld gat Hallbjörn þó sagt í gær að viðbrögð landsmanna fylltu hann bjartsýni. „Nei, það væri nú ofmælt að segja það. Eg er ennþá hálflamaður, en reyni að safna í mig orku, krafti og kjarki og þessi meðbyr hjálpar mér verulega í að ná mér fyrr. Þetta er geysileg hvatning fyrir mig að halda áfram, ótrauður á sömu braut." Tjónaskoðunarmenn mátu húsið í gær og dæmdu Kántrýbæ gjörónýtan. Því verður að byrja frá grunni, en Kántrý 2 eins og Hallbjörn kallar það, viðbygging- in, er ekki gjörónýt þótt rífa þurfi allt innan úr þeim hluta hússins. Hallbjörn sagði í viðtali við Dag í gær að hann hefði ekki verið vel tryggður. Hann skýtur á að tjón- ið nemi alls um 20 milljónum en ekki liggur fyrir hve mikið fæst út úr tryggingum. Eldsupptök eru rakin til bilaðs perustæðis á efri hæð hússins og rofa því tengdu. — BÞ Bent Scheving vann veggja- iiiálið Hæstiréttur Islands hefur fellt þann dóm að ákvörðun umhverf- isráðherra um niðurrif á veggjum í húsnæði húsfélagsins Efstaleiti 10, 12 og 14 hafi verið lögmæt og skuli standa. Hæstiréttur hafnaði einnig kröfum húsfélagsins á hendur Bent Scheving Thor- steinssyni, en hann hefur átt í stríði við húsfélagið um átta ára skeið, eftir að húsfélagið kom upp bar í sameign hússins. A sínum tíma ákvað húsfélagið, með fulltingi allra íbúa nema Bents, að í sameignarrými skyldi koma upp „afgreiðsluborði fyrir drykki og aðstöðu því tengdri“ eða með öðrum orðum bar eða innan- hússkrá. Þetta sameiginlega rými er nánast ofan í íbúð Bents, sem kveðst hafa orðið fyrir miklu ónæði vegna þess samkomuhalds sem af „barnum“ stafaði. Veggir voru með leyfi bygginganefndar borgarinnar reistir í tvennu Iagi til að hólfa svæðið af, en það þýddi um leið að Bent skyldi nota inngang í húshluta númer 14, þótt íbúð hans teldist í númer 12. Hann krafðist þess að veggirnir yrðu íjarlægðir svo hann fengi eðlilegt aðgengi að íbúð sinni. Húsfélagið taldi sig vera að bregðast við kvörtunum Bents og reisa veggina til að koma í veg fyr- ir að Bent væri „nánast berskjald- aður gagnvart athöfnum, sein voru á almenningssvæðinu". Umhverfisráðherra felldi leyfi bygginganefndar úr gildi og þá ákvörðun hefur Hæstiréttur nú staðfest. — FÞG Þingfulltrúar á aðalfundi Landssambands smábátaeigenda klæddust allir peysum með áletruninni: Smábátar - 3X meiri vinna. Með því vildu þeir leggja áherslu á þá atvinnu sem skapast af veiðum og vinnslu smábátaafla. - mynd: e.ól Binda vonir við Kyoto Atvinimlíf á Vest- fjörðum og SnæfeHs- nesi í uppnámi ef sóknardögum fjölgar ekki. Ráðherra neitar. Smábátasjómenn binda tölu- verðar vonir við að vistvænar veiðar þeirra fái liðsauka á ráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna í Kyoto í Japan, þar sem reynt verður að semja um áætlun um minnkun útblásturs. Þeir benda á að til að veiða eitt kíló af þorski á handfæri þarf aðeins 100 grömm af olíu, 300 grömm þeg- ar veitt er á línu en 1000 grömm, eða einn lítra, þegar togarar eiga í hlut. Þar fyrir utan sé öll orka við fiskvinnslu um borð í frysti- togurum fengin með olíu. A aðalfundi Landssambands smábátaeigenda á Hótel Sögu í gær kom fram að rúmlega 1400 störf sköpuðust af þeim 20.700 tonnum af þorski sem krókabát- ar veiddu á sl. fiskveiðiári. Af- leiðingarnar gætu orðið afdrifa- ríkar ef þessi afli yrði skorinn niður um 15.500 tonn með fækkun sóknardaga. Ahrifin yrðu einna mest á Reykjanesi, Vestur- landi og Vestþ'örðum þar sem 85% aflans var landað. Það eru hinsvegar litlar líkur á því að krókabátar fái úrlausn sinna mála. I ræðu sjávarútvegs- ráðherra kom fram að hlutdeild smábáta í heildarþorskveiði verð- ur ekki aukin. Þá er ráðuneytið einnig andvígt því að setja gólf í sóknardaga krókabáta. Ráðherra lagði áherslu á nauðsyn lang- tímasjónarmiða við nýtingu auð- lindarinnar, því ella væri hætt við að illa færi. — GRH ASÍ og VSÍ samaii með tillögur Alþýðusambandið og Viimuveitendur leggja í dag fram sam- eiginlegar tiUögur tH lausnar deUunni nni lífeyrissjóðakerfi landsmanna. „Við munum leggja fram tillögur sem við vonumst til að geti leyst málið. Þar er auðvitað byggt á því að viðhalda hóptryggingareðli Iíf- eyrissjóðanna," segir Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri Vinnveitendasambandsins. Full- trúar VSÍ og Alþýðusambandsins kynna sameiginlegar tillögur sín- ar á fundi í lífeyrissjóðanefndinni í dag. Það verður að lfkindum síðasti fundurinn hvort sem sam- komulag næst eða ekki. í nefndinni sitja auk fulltrúa ASI og VSÍ, menn frá stjórnar- Rokkunum og SAL, samtökum áhugafólks um lífeyrissparnað. Skylduaðild að lífeyrissjóðum er aðalágreiningsefnið. Vilhjálmur Egilsson, þingmaður og formað- ur nefndarinnar, hefur sagt að ekki sé hægt að una því að verka- Iýðshreyfingin geti skyldað fólk sem ekki er aðilar að kjarasamn- ingum hennar í ákveðna lífeyris- sjóði. SAL samtökin, en þar eru félagar í séreignarsjóðum fjöl- mennir, vilja einnig að einstakl- ingum verði frjálst að velja sér líf- eyrissjóð. Þórarinn V. Þórarinsson segir að það yrði atvinnupólitískt slys að breyta lífeyrissjóðunum nú. Þessu hafna verkalýðshreyfing- in og vinnuveitendur algjörlega. „Það væri mikið félagslegt og atvinnupólitískt slys, ef nú yrði knúið fram að breyta lífeyrissjóð- unum í líftryggingafélög, með einstaklingsbundnum trygging- um í staðinn fyrir hóptryggingar," segir Þórarinn. Hann bendir á að ef fólk fái að velja sér lífeyrissjóð, hljóti sjóðirnir að fara að meta hvern og einn og iðgjöldin taki þá m.a. mið af áhættunni af því að tryggja viðkomandi. Einsdæmi Það er ef til vill til marks um hversu harður slagurinn um lffeyrissjóðina er að Verslunarráð hefur óskað eftir því að Bankaeftirlitið kanni hvort lífeyrissjóðun- um sé heimilt að auglýsa starfsemi sína, eins og þeir hafa gert undanfarið. Versl- unarráðið telur vafasamt að þeim sé heimilt að ráðstafa peningum sjóðfélaga í tug- milljóna auglýsingaherferð. Forsvarsmenn sjóðanna segja auglýsingarnar hluta af kynningarstarfi þeirra og fjarri því að verið sé að hafa óeðlileg áhrif á skoðana- myndun almennings. Ýmsum þykir staða Vil- hjálms Egilssonar sérkenni- leg, en hann hefur sem for- maður lífeyrissjóðanefndar- innar unnið að því að ná samkomulagi, en hann er einnig framkvæmdastjóri Verslunarráðs, sem sigar bankaeftirlitinu á lífeyrissjóðina. Þórarinn kýs að tjá sig ekki um þetta. „Menn verða að meta það hver fyrir sig, hvað þessi tveir frakkar passa vel saman. En burtséð frá stöðu formanns nefndarinnar, þá held ég að það hljóti að vera einsdæmi í heimin- um að Verslunarráð kæri sjálfs- eignarstofnanir til opinberra að- ila fyrir að auglýsa starfsemi / i( sina. — VJ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.