Dagur - 24.10.1997, Blaðsíða 12

Dagur - 24.10.1997, Blaðsíða 12
12-FÖSTUDAGUR 2A.OKTÓBER 1997 Fiskiðjusamlag Húsavíkur Fundarboð Aðalfundur Fiskiðjusamlags Húsavíkur hf. verður haldinn á Hótel Húsavík föstudaginn 7. nóvember 1997. Dagskrá fundarins verður send hluthöfum og mun ásamt reikningum félagsins liggja frammi á skrifstofu félagsins þann 31. október næstkomandi. Hús og hús- búnaður Fimmtudaginn 30. október fylgir Degi aukablað um Hús og húsbúnað. Auglýsingapantanir þurfa að berast blaðinu fýrir kl. I2 mánudaginn 27. október. Símar auglýsingadeildar eru 460 6191,460 6I92, og 563 1615. BORGARSKIPULAG REYKJAVÍKUR Tilkynningar um breytt skipulag Borgartún 1A Auglýst er kynning á tillögu um afmörkun og upp- byggingu lóðarinnar Borgartún 1A, sem markast af Sæbraut, Snorrabraut, Sætúni og Borgartúni. Guiiengi /Borgavegur Auglýst er kynning á tillögu um afmörkun lóðar fyrir stóra bíla og bensínstöð og aðkomu að lóð- inni við Gullengi/Borgaveg. Kringlan Auglýst er kynning á breytingu á deiliskipulagi Kringlureits hvað varðar tengibyggingu milli Kringlunnar 4-6 og 8-12, breytingu á umferð og byggingu bílageymsluhúss. Laugavegur 92 Auglýst er kynning á tillögu um breytt mörk lóðar- innar Laugavegur 92 ásamt viðbyggingu við húsið. Kynningarnar fara fram í sal Borgarskipulags og Byggingarfulltrúa í Borgartúni 3, 1. hæð, kl. 9.00 - 16.00 og standa til 21. nóv. 1997. Ábendingum og athugasemdum vegna ofan- greindra kynninga skal skila til Borgarskipulags Reykjavíkur, eigi síðar en 21. nóv. I997. ÍÞRÓTTIR L. StórleiMr í kvðld Átta liða úrslit Eggjabikarkeppn- innar hófust í gærkvöld á Akra- nesi með leik ÍA og KR. KR- ingar sigruðu 59:75 og hafa því gott forskot fyrir heimaleikinn á laugardaginn. Keppnin heldur áfram í kvöld með þrem sann- kölluðum stórleikjum þar sem sterkustu lið landsins kljást, KFÍ-Keflavík, Tindastóll-Grinda- vík og Haukar-UMFN. LeiMr helgarinnai: Föstudagur kl. 20:00 KFÍ-Keflavík Haukar-UMFN TindastólI-UMFG Laugardagur kl. 18:00 KR-IA Sunnudagur kl. 20:00 Keflavík-KFÍ UMFN-Haukar U M FG-TindastóII Það er morgunljóst að margir verða til að leggja leið sína í íþróttahúsin í kvöld. Forráða- menn ísfirðinga búast við fullu húsi, vel á annað þúsund manns, sem leggur sitt af mörkum til skelfingar Keflvíkingum. Keflvík- ingar eru lítt vanir slíkum fjölda nema á heimavelli sínum og því má vera að fjöldinn verði sjötti maður Isfirðinga á vellinum. Njarðvíkingar eiga harma að hefna gegn Haukum sem unnu þá grænu, í Njarðvík, á dögun- um. Friðrik Ingi hefur væntan- lega fóðrað sína menn á Iýsi og Bandaríkjamanninn á spínati, að auki. Hann þarf að duga betur í kvöld en síðast er liðin mættust. Stólarnir og Grindvíkingar gætu sem best átt það undir stuðningsmönnum sínum hvern- ig þeirra viðureignir enda. I fyrra gerðu liðin jafnteíli á Króknum en Grindvíkingarnir mörðu sigur í seinni leiknum, á síðustu mín- útunum. Það verður því fátt eða ekkert gefið eftir hjá þessum lið- um um helgina. - GÞÖ Stórsigur Stuttgart gegn Ekeren Þýska liðið Stuttgart, sem sló Eyjamenn út úr Evrópukeppni bikarhafa eftir tvær jafnar viður- eignir, virðist nær öruggt um sæti í átta liða úrslitunum, eftir 4:0 útisigur á belgíska liðinu Ekeren. Fjölmargir Ieikir fóru fram í sext- án liða úrslitunum í Evrópu- keppni bikarhafa í knattspyrnu í gærkvöld. Fredi Bobic og Jonathan Akpo- borie, þeir sömu og skoruðu mörk Stuttgart í Ieiknum gegn IBV á Laugardalsvellinum, voru á skotskónum í gærkvöld. Bobic átti fyrsta orðið eftir hornspyrnu, rétt fyrir leikhlé, og Akpoborie komst á blað þegar tólf mínútur voru liðnar af síðari hálfleiknum. Hann reyndist belgíska liðinu erfiður í gærkvöld, Iagði upp mark lyrir Bobic og skoraði síðan sjálfur fjórða mark Stuttgart. Lengi var óvíst hvort heima- menn í Tromsö í Norður-Noregi gætu tekið á móti enska úrvals- deildarliðinu Chelsea. Dómarinn setti leikinn á með þeim fyrirvara að ef snjókoman ykist, þá mundi hann flauta Ieikinn af. Þrátt fyrir nokkra hríð um tíma í síðari hálf- leiknum var leikið til enda. Heimamenn voru fljótari í gang og skoruðu tvívegis á fyrstu tuttugu mínútum Ieiksins, en þrjú mörk voru skoruð á síðustu fimm mínútunum. Gianluca Vi- alli gerði tvö þeirra fyrir Chelsea, sem er með nokkuð vænlega stöðu fyrir heimaleikinn á Stam- ford Bridge. Þess má geta að Chelsea var fyrir leikinn talið lík- legasta liðið til að sigra í keppn- inni samkvæmt veðbönkum. Norska liðið var hins vegar talið eitt af þcim ólíklegri, eða með líkurnar 1 50-1. Sigur liðsins kom án efa mörgum á óvart, en hæp- ið er að eins marks forskot fyrir síðari leikinn í Lundúnum sé nóg. Úrslit urðu þessi í Evrópu- keppni bikarhafa: Tromsö-Chelsea 3:2 Nilson 6, Fermann 19, Arst 87 - Vialli 86, 90. Lokom. Moskva-Kocaelispor 2:1 Kharlachev 32, Dzhanashia 82 - Uzun 73 Shakhtar Donetsk-Vicenza 1:3 Zubov 62 - Luiso 1, 90, Beghetto 55. Real Betis- FC KaupmannahöIVi 2:0 AIKAþenu-Sturmgraz 2:0 Batista 74, Marcelo 84. Nice-Slavia Prag 2:2 Aulanier 5 (vsp) og 78 - Vacha 14, 35 Primorje Ajbovscina- Roda JS 0:2 Lawal 15, van de Luer 67. Ekeren-Stuttgart 0:4 Bobic 44, 63, Akpoborie 57,77. Síðari leikir liðanna fara fram 6. næsta mánaðar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.