Dagur - 24.10.1997, Blaðsíða 13

Dagur - 24.10.1997, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGVR 24-OKTÓBER 1997 - 13 HAJÍDBOLTI Bikarkeppni HSÍ Leikir í 32-Iiða úrslitum Föstudagur Breiðablik-Haukar kl. 20:00 Valur B-Víkingur kl. 20:00 ÍBV-KA kl. 20:00 UMFA B-ÍR B kl. 20:00 Stjarnan-ÍH kl. 20:00 Valur-Ögri kl. 18:00 Laugardagur FH-Fram kl. 16:00 Fylkir-Þór kl. 16:00 HM-ÍR kl. 14:00 Sunnudagur Ármann-UMFA kl. 20:30 Leikur KS við Gróttu/KR hefur verið færður til 31. október. HK, Hörður, Fjölnir, Selfoss og Austri/Valur sitja yfir í þessari umferð. KARFA Eggjabikariim 8-liða úrslit í keppninni hófust í gærkvöld. Nánari umljöllun um leikina er að finna annars staðar í opnunni. 1. deild karla Stafholtst.-Stjarnan kl. 20:00 Laugardagur Breiðablik-Leiknir kl. 16:00 Þór Þorl.-Höttur kl. 16:00 Sunnudagur Selfoss-Höttur kl. 13:00 Snæfell-ÍS kl. 20:00 L deild kvenna Laugardagur Grindavík-Breiðabl. kl. 14:00 ÍR-KR kl. 18:00 ERLENT Adams hætti eftir 13 daga Mickey Adams, eftirmaður Jan Mölby sem framkvæmdastjóri 3. deildarliðsins Swansea, hefur sagt upp störfum eftir aðeins þrettán daga. Adams hafði áður hótað að hætta, ef hann fengi ekki fé til leikmannakaupa. Ad- ams var framkvæmdastjóri Fui- ham, þangað til gengið var frá ráðningu Kevin Keegan í það starf fyrir stuttu. Ekki nógu góðir Varnarjaxlinn Tommy Smith, sem lék með Liverpool á gullald- arárum þess á áttunda áratugn- um, er einn þeirra sem gagnrýnt hafa frammistöðu Liverpool á þessu keppnistímabili og hann telur að margir Ieikmenn liðsins séu ekki þess verðir að klæðast rauða búningnum. „Ástæðan er einföld, þeir eru ekki nógu góð- ir. Menn tapa ekki svona mörg- um Ieikjum, ef þeir eru með gott lið,“ segir Smith. Svenson til Benfica? Svíinn Tommy Svenson, sem stýrði sænska landsliðinu fyrir nokkrum árum, hefur verið orð- aður sem næsti þjálfari portúg- alska liðsins Benfica. Svenson fer til viðræðna við forráðamenn Benfica á næstu dögum. Ben- fica hefur einnig sýnt áhuga á að fá Gordon Strachan, fram- kvæmdastjóra enska úrvals- deildarliðsins Coventry, en Strachan tók áhuga Portúgal- anna fálega í vikunni. GOLF Þorláksvöllur kemur á óvart Fyrir viku síðan lá leið undirrit- aðs ásamt um- sjónarmanni Golfsíðunnar til Þorlákshafnar til að leika hinn nýja Þorláksvöll en níu holur á vellinum voru teknar í notkun síðla sumars. Óhætt er að segja að völlur- inn hafi komið á óvart, því hann er mjög kreíjandi og virðist frekar byggður upp sem keppnisvöllur, en klúbbvöllur. Margar brautir eru langar og sandaður jarðvegur átti sinn þátt í því að þær virtust enn lengri. Lítil breidd á mörgum þeirra gerði þær enn erfiðari og utan þeirra er nóg af melgresi og vatnstorfærum sem geta hæg- lega refsað þeim kylfingum sem þangað rata um nokkur högg. Margar eftirminnilegar holur eru á vellinum, en rýnir má til með að benda á fjórðu holu vall- arins, sem er par 5 hola með vatnstorfæru meðfram henni hægra megin og fyrir framan flötina. Sú hola gæti miðað við lengd örugglega talist sem par 6. Annar rýnir blaðsins Ienti í mikl- um ævintýrum á brautinn, þegar bolti hans hafnaði út í eyju. Ekki var um annað að ræða en að taka undir sig stökk til að nálgast boltann og slá hann inn á flöt- ina. Sökum þess hve völlurinn er nýlegur og árstíminn til golfiðk- unar ekki sá besti getur varla tal- ist rétt að kvarta yfir misgrónum brautum, sem sums staðar mættu vera sléttari. Hins vegar mætti vel slá nokkra teiga sem voru frekar loðnir og koma upp lengdarhælar. í þeim tilfellum þar sem hælar voru til staðar, voru þeir á röngum stöðum og þjónuðu því ekki tilgangi sínum. íslenskir kylfingar eru vanir ýmsu að haust- og vetrarlagi og ef kylfingar taka góða skapið með sér á völlinn, ætti það að haldast gott út hringinn og von- andi miklu lengur. Það eru bæjaryfirvöld í Þor- lákshöfn og Landgræðslan sem fjármagna vallargerðina, en landið var áður óheftur sandur. Hannes Þorsteinsson, sem teiknað hefur mjög marga velli hér á landi, á heiðurinn af Þorláksvelli. Rétt er að geta þess að enn á eftir að koma upp stórum glompum eins og víða er að finna á skoskum sjávarvöllum og eiga í framtíð- inni eftir að gera völlinn enn erf- iðari og þá á holuskipan eftir að breytast. I stuttu máli er óhætt að mæla með því við höf- uðborgarbúa að þeir reyni Þorláksvöll. Um 35-40 mínútna akstur er á staðinn og vallargjaldið er 500 krónur. Ekki má svo yfirgefa Þorláks- höfn án þess að koma við í sölu- turninum Skálanum, en hann er líklega einn af örfáum stöðum í heiminum sem enn er með Tomma-hamborgara á boðstól- um. Þeir eru greinilega íhalds- samir Þorlákshafnarbúar. - koj/fe Reglum ujii vallarmat verður ekki breytt Ljóst er að Golfsam- bandið mun ekki hreyfa viö reglum um vaUarmat og ekki stendur til að endur- meta velli vegna þess. Að sögn Hannesar Þorsteinsson- ar, starfsmanns GSÍ, er um al- þjóðlegar reglur að ræða og vellir eru metnir út frá sömu forsend- um alls staðar þar sem notast er við þetta kerfi. Hins vegar segir Hannes að forgjafarreglurnar verði endurskoðaðar í vetur, en stjórn GSÍ mun skoða þau mál á næstu mánuðum og leggja tillög- ur sínar fyrir ársþing GSI sem fram fer í Garðabæ í febrúarlok. Margir kylfingar voru óánægðir með mat á heimavöllum sínum, samkvæmt hinu nýja Slope-kerfi og töldu margir að velurinn yrði notaður til að skoða hvað úr- skeiðis hefði farið. Hannes Þor- steinsson, starfsmaður GSÍ, segir að engra breytinga sé að vænta á þeim vettvangi, enda sé GSÍ ekki stætt á að breyta matsreglum. „Vellir eru reiknaðir út eftir bandarískri aðferð og mat á ísl- enskum völlum breytast, öðruvísi en að þeir séu endurmetnir vegna breytinga," sagði Hannes. Hann sagði að við fyrstu skoðun á loka- forgjöf meistaraflokkskylfinga f haust, hefði ekkert komið á óvart og fátt benti til þess að nýtt mat á völlum hefði haft nein afgerandi áhrif, frá gamla kerfinu. Hannes sagði hins vegar að bú- ast mætti við einhverjum breyt- ingum á forgjafarreglum. Notast hafi verið við reglur Congo-kerf- isins og það aðlagað að Slope- kerfinu. Meðal annars er verið að skoða hið umdeilda ákvæði um að hreyfingar á braulum lækki vallarmatið. Öll Norðurlöndin eru nú með Slope-kerfið, en útfærslurnar eru mismunandi. Danir reikna for- gjöf út frá höggafjölda, á svipað- an hátt og Islendingar hafa gert, en hinar þjóðirnar þrjár, Svíar, Norðmenn og Finnar, reikna skor yfir í stableford punkta. Að sögn Hannesar munu flestar Evrópu- þjóðirnar taka upp Slope-kerfið innan fárra ára. Aðspurður um það hvort ísl- enskir kylfingar muni ef til vill reikna forgjöf sína út frá punkt- um, sagði Hannes að ekki yrði breytt breytinganna vegna. Stefnt er að að forgjafarreglur allra að- ildarþjóða Evrópusambandsins verði eins, innan fárra ára. Engin stefnumörkun var sett á nýaf- stöðnu þingi Evrópusambands- ins, en þar kom fram að fundað yrði um málið á næsta ári og bú- ast mætti við fyrstu drögum að sameiginlegum reglum á næsta ári. Tiger Woods er bestur vestanhafs Tiger Woods gulltryggði sér sæmdarheitið kylfingur árs- ins í Bandaríkj- unum. Árang- ur kylfinga á bandarísku PGA-mótaröð- inni er reikn- aður til stiga og Tiger Woods hef- ur hlotið 98 stig og þegar ljóst að næstu kylfingar, sem eru þeir Davis Love með 60 stig og Greg Norman og Justin Leonard með 58 stig, geta ekki náð honum, þó enn sé tveimur mótum ólokið á mótaröðinni. Þrátt fyrir að hinn 21 árs gamli Woods hafi lítið náð að sýna á síðari þremur risamótunum og að frammistaða hans í Ryderbik- arnum hafi verið allt annað en góð, er því ekki að neita að hans fyrsta heila ár á PGA-mótaröð- inni hefur verið frábært. Hann sigraði í masterskeppninni með ævintýralegum yfirburðum, og hafði einnig sigur á Mercedes- boðsmótinu, Byron Nelson Classic og Opna Western. Tiger gæti orðið fyrsti spilarinn á móta- röðinni til að ná tveimur millj- ónum dala (Um 140 millj. kr.) á einu ári úr opinberum mótum. Til þess þarf hann aðeins að ná 40 þús. dölum úr síðustu tveim- ur mótum ársins, mótinu í Las Vegas um helgina og á meistara- keppni PGA-mótaraðarinnar. Crenshaw næsti liðs- stjóri Bandaríkjaima Ben Crenshaw var í vikunni út- nefndur næsti liðsstjóri Banda- ríkjanna í Ryderbikarnum, en keppnin mun næst fara fram í Brookline í Bandaríkjunum eftir tæp tvö ár. Crenshaw, sem er 45 ára gamall, var tekinn fram fyrir Curtis Strange, Hale Irwin og Larry Nelson, sem allir þóttu koma til greina í starfið. Crenshaw hefur Ijórum sinn- um tekið þátt í Ryderbikarnum sem leikmaður, en er ekkert með sérstakan árangur á þeim vett- vangi, eða þrjá sigra, átta töp og eitt jafntefli. Hann er öllu þekkt- ari fýrir að hafa sigrað á masters- mótinu tvívegis. Eftir ósigur bandaríska úrvalsins í síðasta Ryderbikar á Spáni í síðasta mán- uði hafa margir haft það á orði að nú væri kominn tími á liðsstjóra sem væri harður í horn að taka. Crenshaw fellur varla undir þá lýsingu, enda hefur hann hlotið viðurnefnið „Gentle Ben“ sem út- leggst gæti „hægláti Ben.“ Smith efstur á Nihe-mótimiun Nike-mótaröðinni lauk um síð- ustu heigi og þá kom í ljós hvaða fimmtán kylfingar skipuðu efstu sætin á mótaröðinni og unnu sér þannig sjálfkrafa sæti á mótum þeirra bestu á PGA-mótaröðinni. Bandaríkjamaðurinn Chris Smith varð efstur á peningalist- anum, fékk sem samsvarar 17 milljónum kr. á árinu. Margir frægir kylfingar hafa unnið sér sæti á PGA-mótunum með ár- angri á Nike-mótunum, meðal annars Tom Lehman (1991) og David Duvall, sem sigrað hefur á tveimur síðustu mótunum vest- anhafs.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.