Dagur - 24.10.1997, Blaðsíða 7

Dagur - 24.10.1997, Blaðsíða 7
FÖSTVDAGVR 24. OKTÓBER 1997 - 7 X^MT. ÞJOÐMAL íslenska heilbrigðisþjón- ustan er góð Ján Kristjánsson bendir á þaö í grein sinni aö á síðustu tveimur árum hafi veriö unniö aö miklum endurbótum á skipuiagi og búnaöi sjúkrahúsa og frekari átaka sé að vænta í þeim efnum. JÓN KRISTJÁNS- SON FORMAÐUR FJÁRLAGA- NEFNDAR Miðað við þá umræðu sem verið hefur um heilbrigðiskerfið mætti ætla að það væri í kaldakoli. Það er langt frá því að svo sé. Við Is- lendingar höfum góða heilbrigð- isþjónustu með góðu starfsfólki sem hefur náð mikum árangri. Við verjum miklum fjármunum til hennar, en útgjaldaþörfin er mikil til þess að vera samkeppn- isfærir í launum til heilbrigðis- stétta og taka inn nýjungar í há- tæknilækningum. A síðustu tveimur árum hefur verið unnið að miklum endur- bótum á skipulagi og búnaði sjúkrahúsa og áform eru um frekari átök í þessum efnum: I fyrsta Iagi hefur verið ákveð- ið að byggja barnaspítala sem verði risinn um aldamót. I öðru lagi hafa hjartadeild, barnadeild og krabbameinsdeild Sjúkrahúss Reykjavíkur verið endurskipulagðar og endurnýj- aðar af tækjum og tekið í notkun nýtt tölvusneiðmyndatæki. Á Ríkisspítölunum hafa skurðstof- ur, gjörgæsludeild og glasafijógv- unardeild verið endurskipulagð- ar og endurnýjaðar, línuhraðall hefur verið tekinn í notkun ásamt búnaði vegna hjartaað- gerða á börnum og æðarann- sóknastofa. í þriðja lagi hafa geðlækningar á Fjórðungssjúkrahúsinu áAkur- eyri verið efldar og komið á fót barnadeild. A Akranesi og Blönduósi hafa legudeildir feng- ið bætta aðstöðu og Ijölmörg tæki hafa verið tekin í notkun á sjúkrahúsum sem bæta þjónust- una. Hér er stiklað á stóru en þetta sýnir að það er langt í frá að allt sé í rúst í heilbrigðismálum, eins og stundum mætti ætla af um- ræðunni. Stöðugt er unnið að framþróun þessarar mikilvægu þjónustu. Vandamálin Nokkur erfið vandamál hafa skapað umræðuna um heilbrigð- ismálin. Þar ber fyrst til að taka kjaradeilur lækna. Það er algjört forgangsmál að leysa þær. Kjara- nefnd verður að flýta sinni vinnu varðandi kjör heilsugæslulækna, og finna verður lausn á sérfræð- ingadeilunni. I öllum þessum málum gildir það Iögmál samn- ingagerðar að báðir aðilar verða að leggja að sér til þess að finna lausn. í öðru lagi er Ijárþörf sjúkra- húsa mikil og biðlistar eru vandamál, þótt þeir hafi styst í nokkrum greinum meðal annars bæklunarlækningum. Skortir stefnumótun? Því hefur verið haldið fram að stefnumótun skorti í heilbrigðis- málum og það ásamt stöðugri Ijölmiðlaumræðu valdið ugg og óróa sjúklinga og starfsfólks. Það er alrangt að slíka stefnu- mörkun skorti. Eg vil riQa upp nokkur atriði í þeirri stefnu- mörkun sem núverandi heil- brigðisráðherra hefur verið í for- ustu fyrir: 1) Auknar forvarnir m.a. með stofnun forvarnasjóðs. 2) Uppbygging heilsugæslu sem grunneiningar í heilbrigðis- málum sbr. uppbyggingu í Reykjavík. 3) Stjórnskipulag heilbrigðis- stofnana skuli einfaldað og sam- starf aukið þar sem hagkvæmt þykir til þess að mæta aukinni útjgaldaþörf þessara stofnana. Hlutverk þessara stofnana skuli vel skilgreint. 4) Ný þjónustugjöld skuli ekki tekin upp. 5) Barnaspítali skuli byggður. Hins vegar er það svo að allar breytingar vekja andstöðu. Það er óþol í umræðunni, sem kann að stafa af því að umræðu um breytingar, samstarf og samruna til að mynda sjúkrahúsa í Reykja- vík hafa staðið allar götur síðan 1992. Hinar minnstu hræringar hafa ætfð verið ræddar í fjölmiðl- um utan dagskrár á Alþingi. Sú umræða hefur ekki skilað mikl- um árangri og reynt hefur verið að halda því fram að það séu áform stjórnvalda að minnka þjónustu og brjóta niður heil- brigðiskerfið. Það er víðs fjarri. Skipulagsbreytingar eiga að miða að betri nýtingu Ijármuna, betra vinnuumhverfi sem felst í því að hlutverk hverrar stofnunar sé skilgreint sem allra best og verkaskipting milli þeirra sé skýr. Þetta er afar mikilvægt fyrir sjúklinga sem auðvitað eiga að vera í forgangi og starfsfólk stofnananna. Erfið kjaradeila Þær kjaradeilur sem eru óút- kljáðar við lækna eru alvarlegar. Gallinn er sá, að læknastéttin kemur ekki einhuga að samn- ingaborðinu, og allir þekkja mis- munandi áherslur heilsugæslu- Iækna og sérfræðinga. Það er nauðsyn að yfirvöld heilbrigðis- mála fái stuðning til að leysa þessar deilur og Kjaranefnd skili sínu verki. Deilur við sérfræð- inga mega ekki með neinu móti verða til þess að sjúklingar missi tryggingavernd sína hjá Trygg- ingastofnun Ríkisins. Framlög til heilbrigðismála hafa aukist að raungildi síðustu ár. Hins vegar er það alveg ljóst að fjárþörfin vex og það þarf að nýta fjármuni sem allra best í þágu þeirra sem sjúkir eru. Grundvöllurinn er fyrir hendi. Góður gestur til Þroskahjálpar GERÐUR STEINÞÓRS- DÓTTIR FORMAÐUR FORELDRA SAM- TAKA FATLAÐRA SKRIFAR Áke Johansson mun flytja ávarp við setningu Iandsþings Landssamtakanna Þroskahjálpar á Hótel Sögu í kvöld. Hann er formaður Klippan, félags þroska- heftra í Svíþjóð. Á laugardaginn situr hann þing Átaks, félags þroskaheftra á Islandi, sem fjallar um sólarhringsstofnanir og bú- setu. Áke Johansson er gjörkunn- ugur báður þessum búsetuform- um. Hann var lokaður inni á stofnunum í 32 ár, en var sleppt út í samfélagið árið 1975. Síðan hefur hann starfað sem upplýs- ingafulltrúi um búsetumál fatl- aðra og er virtur og vinsæll fyrir- Iesari. Ævisaga Áke Johansson kom út í Svíþjóð 1993. Kristine Lund- gren ritar sögu hans og Bengt Westerberg, þáverandi félags- málaráðherra, skrifar formála. Rammi ævisögunnar er þrettán tíma flugferð frá Svíþjóð til Kanada á ráðstefnu. Á leiðinni rifjar hann upp aðra ferð, ævi sína, einkum á tveimur “fávita- stofnunum", sem nú kallast sólar- hringsstofnanir fyrir fatlaða. Það er merkilegt að fá innsýn inn í þennan heim sem er flestum lok- aður, og fáir vilja vita af. Mér fannst bókin áhrifamikil vegna þess að þarna talar maður sem var fórnarlamb fordóma og vanþekk- ingar. Stofnanalífið byggði á hræðilegri hugmyndafræði þar sem íbúarnir voru sviptir öllum mannréttindum, allri hlýju, öllum samskiptum við sína nánustu, en kennt að þegja og hlýða. Refsing- ar voru auðveldasta leiðin til að ná þessu markmiði. Enginn sem býr á stofnun kemst hjá því að hljóta skaða af. Hafi Áke Johans- son ekki verið þroskaheftur - hvort svo var veit ég ekki eftir lest- ur bókarinnar - þá varð hann það. Óhreinu bömin Ake Johansson fæddist í apríl 1931. Hann var af fátæku fólki kominn. Ungur veiktist hann af berklum og fékk síðan ensku veikina. Þetta varð til þess að hann varð líkamlega óburðugur. Þá átti hann við lestrarörðugleika að stríða, var lesblindur, en það orð fannst ekki þá. Þegar hann var níu ára kvað læknir upp dóm. Hann var á eftir i þroska og námi. Skýringalaust og án sam- ráðs við foreldra var hann fluttur á fávitastofnun. Tveimur árum síðar lést móðir hans, en fjöl- „Þetta er mitt her- bergi, ég á allt sem er hér inni. Engiirn get- ur rifið upp hurðina og öskrað á mig, ráð- ið yfir mér, skipað mér.“ skyldan hafði reynt árangurslaust að fá hann út af stofnuninni. Engum datt í hug að hann ætti að vera viðstaddur útför hennar. Þroskaheftir hafa engar tilfinn- ingar samkvæmt hugmyndafræð- inni. Átján ára gamall var hann síðan sendur til Rönneholm Slott á Skáni. Þetta var vinnuheimili fyrir þroskahefta. þar átti Áke að læra iðn. Hann var handlaginn, hafði t.d. gaman af að mála. En mest vann hann við garðyrkju- störf og kransagerð, minnst átta tíma á dag, þrátt fyrir það að hann væri talinn lélegur í fótum. Þarna komst hann óvænt að því hver hann var að mati stofnunar- innar. Á merkimiða á hlut sem hann hafði gert fyrir sýningu stóð: „Karlmaður, Áke Johans- son, greindarþroski níu og hálft ár.“ Systur hans tvær héldu sam- bandi við hann og unnu áfram að því að fá hann út af stofnuninni. En hvað má rödd ættingja við of- urvaldi sérfræðinga? Einn starfsmaður, ung stúlka, reyndist Áke fjarska vel, og hjart- næm er lýsingin af sambandi þeirra. Áke reis nú úr öskustón- ni, smátt og smátt. Út í samfélagið Áhrifarík er frásögnin af því þeg- ar Áke stígur út úr hinum lokaða heimi og inn í samfélagið. Það var júnídag 1975. Þá gat hann í fyrsta skiptið gengið inn í her- bergi, Iokað hurðinni og sagt: „Þetta er mitt herbergi, ég á allt sem er hér inni. Enginn getur rif- ið upp hurðina og öskrað á mig, ráðið yfir mér, skipað mér.“ Fljótlega höfðu Samtök þroskaheftra samband við hann. Þá fékk hann löngun og tækifæri til að tjá sig. Og það var hlustað á hann. Hann fann að hann hafði fengið hlutverk; að upplýsa aðra, gefa þroskaheftum rödd. Reynsla hans af þroskaheftum er sú að þeir séu fæstir grunn- hyggnir heldur þvert á móti. Samfélagið horfi ekki á þroska- hefta sem einstaklinga heldur hóp. (Það leiðir hugann að því að hér á landi er algengt að tala um þroskahefta sem „þetta fólk“.) Áke Johansson er þakklátur fyrir þau ár sem hann hefur búið úti í samfélaginu. Hann hefur fengið merkilegt og mikilvægt hlutverk, og hann nýtur þess. I sjónvarpsþætti þar sem fjallað var um gáfur, sagði hann að gáf- ur hefðu ekkert með manngildi að gera. Það ætti að meta fólk eftir mannkærleika og því sem það miðlaði samferðarmönnum sínum af þekkingu sinni. Þetta er vel og viturlega mælt.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.