Dagur - 24.10.1997, Blaðsíða 10

Dagur - 24.10.1997, Blaðsíða 10
10 -FÖSTUDAGVR 24. OKTÓBER 1997 - fyrir þigl Norðlenskir dagar Kynningar föstudag Harðfiskur frá Eyjafiski Hvítlauksbrauð frá Brauðgerð KJ Trítlar frá Opal Tilboð w Nautagúllas kr. 898 kg Hvítlauksbrauð smá kr. 199 l ú ^ nai pk Úrval af fyrsta flokks nautasteikum fyrir fyrsta Hrísalundur sér um sína FRÉTTIR Eftír harðlífið hefst þimglyndið Notkun siunra lyfja hefur dottið niður en annarra þotið upp í staðinn á þessum ára- tug. Lyfjakostnaður 2,6 milljörðum minni en spáð var 1990. Heildar lyfjakostnaður lands- manna var rúmlega 6,7 milljarð- ar króna á síðasta ári (sem svarar 100.000 kr. á hveija 4ra manna fjölskyldu). Þetta er 2,6 milljörð- um minna en spár um þróunina gerðu ráð fyrir. Salan hefur öll árin aukist miklu minna en spá- mennirnir áætluðu, síðast um helmingi minna í fyrra. Látlaus- um aðhaldsaðgerðum á tímabil- inu, til að draga úr lyfjanotkun og lyljakostnaði, er þakkað fyrir þann árangur. Frá 1990 hefur lyfjasala aðeins aukist um 12% að magni til en 50% í krónum talið. Þessar upplýsingar koma fram í nýrri skýrslu heilbrigðisráðu- neytisins, um lyljanotkun á ár- unum 1990-96. Heilarnotkun Iyfja var nánast óbreytt framan af áratugnum, svo 12% aukning- in er nær öll tilkomin á síðustu tveim árum. Notkun einstakra lyfjaflokka hefur breyst mjög mikið. Til dæmis má nefna að fólki á hægðalyfjum virðist hafa fækkað úr 9.200 niður í 2.800 að meðal- tali hvern dag ársins. En á sama tíma fjölgaði fólki á geðdeyfðar- lyfjum úr 4.500 upp í 10.500 að jafnaði á dag. Notkun kynhorm- óna, annarra en „pillunnar“ hef- ur líka meira en tvöfaldast á ■Lyfjakostnaður er mjög mismunandi frá einum tíma tii annars og svo virdist sem ein lyfjategund taki við af annarri þegar kemur að sölumetum. tímabilinu og kostnaðurinn margfaldast. Sala hefur einnig meira en tvöfaldast á astmalyfj- um, ónæmis/hemjandi/örfandi lyfjum og Iyfjum gegn bólum. Sala hefur þó tæpast vaxið meira á nokkurri einni lyíjategund en á Psproasoslyfi til útvortis notkun- ar eða 3630%. Lyf handa ölliun alla daga Magn seldra lyfja er mælt í svokölluðum ráðlögðum dags- skömmtum á hverja 1000 íbúa á dag. Þessir dagsskammtar voru um og undir 750 á árunum 1990-94 hafa svo hækkað tölu- vert síðustu tvö ár, i rúmlega 830 á síðasta ári. Það svarar til þess að 83% íslendinga (225 þúsund) hefðu tekið lyf hvern einasta dag ársins, þ.e. ef enginn hefði tekið fleira en eitt Iyf í einu. Hjarta/æðasjúkdómalyf og tauga/geðlyf eru langstærstu flokkarnir í skömmtum talið. Notkunin svarar til þess að 48 þúsund manns séu á hvorum þessara lyfjaflokka dag hvern. Aftur á móti hefur notkun maga- lyfja og sýkingalyfja minnkað umtalsvert, sem eru einmitt þeir lyfjaflokkar sem uxu hvað mest á síðasta áratug. I krónum talið eru geðlyfin langstærst, hafa aukist um 130% á áratugnum í 1.650 milljónir, sem er fjórðungur alls lyfjakostn- aðar landsmanna. Hjarta/æðalyf- in kostuðu um 800 milljónir, magalyfin litlu minna, öndunar- færalyf 700 milljónir (sem er 100% hækkun) og sýkingalyf rúmar 600 milljónir, sem er óbreytt upphæð frá 1990. - HEI Sameiginleg rcídslefna jafnadar- og félagshyggju- monna í Reykjaneskjördæmi verður holdin í Hraunholti í Hafnaifirði 25. okt, 1997. D agskrá: * Kl. 10.00 Setning og stjórnun Umsjón: Eyjólfur Sæmundsson og Páll Arnason. Kl. 10.20 Tekjur og útgjöld sveitarfélaga Umsjón: Guðmundur Oddsson. Þátttakendur: Jón Gunnarsson og Agúst Einarsson. Kl. 10.50 Umhverfismál og stjórnsýsla Umsjón: Eggert Eggertsson. Þátttakendur: Pétur Brynjarsson og Guðný Halldórsdóttir. Kl. 11.20 Fjölskylduvænt samfélag. Umsjón: Jóhann Geirdal. Þátttakendur: Valgerður Guðmunds- dóttir og Aslaug Kjartansdóttir. Kl. 12.00 Matarhlé Kl. 13.00 Umræðuhópar Umsjón: Rannveig Guðmundsdóttir, Sigríður Jóhannesdóttir og Guðmundur Arni Stefánsson. Kl. 14.30 Skýrslur frá hópum Kl. 15.30 Mikilvægi jafnaðar og félagshyggju í sveitarfélögum Pallborðsumræður Umsjón: Stefán Jón Hafstein. Þátttakendur: Valþór Hlöðversson, Hilmar Ingólfsson, Ingvar Viktors- son, Anna Margrét Guðmundsdóttir, ✓ Magnús Jón Arnason og Gizur Gottskálksson. Kl. 17.00 Ráðstefnuslit Ráðstefnan hefst kl. 10.00 Þátttökugjald er kr. 800,- Innifalið kaffi og léttur málsverður í hádeginu. Mætið vel og stundvíslega.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.