Dagur - 24.10.1997, Blaðsíða 6

Dagur - 24.10.1997, Blaðsíða 6
6- FÖSTVDAGUR 2A.OKTÓBER 1997 rD^tr ÞJÓÐMÁL Útgáfustjóri: eyjólfur sveinsson Ritstjórar: stefán jón hafstein ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Adstoðarritstjóri: birgir guðmundsson Framkvæmdastjóri: marteinn jónasson Skrifstofur: strandgöru 31, akureyri, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVfK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK Símar: 460 6ioo og soo 7080 Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is Áskriftargjald m. vsk.: 1.680 KR. Á mánuði Lausasöluverð: iso kr. og 200 kr. helgarblað Grænt númer: 800 7080 Slmbréf auglýsingadeildar: 460 6161 Símbréf ritstjórnar: 460 6i7i(AKUREYRl) 551 6270 (REYKJAVíK) Þeim ber að semja í fyrsta lagi Loksins núna þegar örfáir dagar eru þar til verkfall grunn- skólakennara á að hefjast hafa samninganefndirnar í Karphús- inu snúið sér að því stóra verkefni sem blasað hefur við þeim mánuðum saman; að takast á um bein laun kennara. Launa- nefnd sveitarfélaganna lagði fram á miðvikudag tilboð sem fól í sér tæplega 28 prósenta almenna kauphækkun á samnings- tímanum. Samninganefnd kennara svaraði í fyrrakvöld með gagntilboði þar sem nokkuð var slakað frá ítrustu kröfum en engu að síður farið fram á mun meiri kjarabætur en tilboð sveitarfélaganna gerði ráð fyrir - eða um 40 prósenta almenna launahækkun á nokkru skemmri samningstíma. í öðru lagi Þessar prósentuhækkanir eru að sjálfsögðu mun hærri en það sem aðrir launþegar hafa samið um, enda virðist almennur skilningur á því í þjóðfélaginu að nauðsynlegt sé að bæta kjör kennara sérstaklega umfram aðra. Það er hins vegar jafn aug- ljóst að ekki er hægt að ætlast til þess að sveitarfélögin bæti upp í þessum fyrstu kennarasamningum sínum allt það sem á hefur skort í mörgum undanförnum samningum kennara við ríkisvaldið. Báðir aðilar verða að sætta sig við að taka umtals- vert fyrsta skref í rétta átt nú um helgina og stefna síðan að öðru veigamiklu skrefi í næstu samningalotu við upphaf nýrr- ar aldar. í þriðja lagi Þótt talsmenn bæði sveitarfélaga og kennara fullyrði í hita leiksins að um ítrasta tilboð sé að ræða af þeirra hálfu er auð- vitað deginum Ijósara að Iendingin í þessum samningaviðræð- um hlýtur að verða einhvers staðar á milli fyrirliggjandi til- boða. Samningamönnum ber einfaldlega skylda til þess að ná slíku samkomulagi nú um helgina og koma þar með í veg fyr- ir að boðað verkfall komi til framkvæmda á mánudag og raski námi þúsunda barna víðs vegar um landið. Elias Snæland Jónsson. Lakkrís laekki, lýsi hækki Garri er kosningafíkill. Sjúk- dómslýsingin felst í því að í hvert sinn sem kosið er ein- hvers staðar í heiminum, heit- ir Garri því að láta það eiga sig að fylgjast með kosningun- um. Eftir nokkurn tíma stelst hann til að kíkja á nokkrar skoðanakannanir og lesa eina og eina grein eftir sérfræðinga sem meta stöðuna fyrir kosn- ingarnar. Þegar svo er komið bytjar að halla undan fæti í lífi Garra. Þá hefjast langar nætur þar sem leitað er á Interneti og legið í gervihnattarstöðvunum til að leita að einhverju um kosningarnar. Vanræksla í vinnunni og afskiptaleysi á heimili eru þá skammt undan. Svo kemur að kosningunum. Þá vakir Garri alla nóttina og spáir og spekúlerar um hvaða áhrif kosningarnar muni hafa á allt og alla. Að morgni rís svo Garri úr rekkju fullur iðr- unar og heitir því að sogast elcki framar inn í slíkt kosn- ingasvall. Lækning fundin Garri telur sig þó hafa fengið nokkra lækningu á þessum kvilla sínum og nái hann var- analegum afturbata verður það frambjóðendum Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík að þakka. Garri sá sína sæng upp reidda þegar allt þetta unga V sputniklið bauð sig fram. Hér var komið efni í spennandi og frumlega kosningabaráttu. Vonbrigðin eru gífurleg. Anna og útlitið var líklega ekki á landinu þegar síðast var kosið því hún býður borgar- búum lyklakippu að betri borg og hefur væntanlega fengið kippuna lánaða hjá Arna Sig- fússyni. Hann jiarf heldur ekki að nota hana því hann virðist ekki vera í prófkjöri. Auglýsingastofa Harðar Ágústa, Baltasar, Eyþór og Guðlaugur eru með heima- síðu sem er svo steril og form- föst að ætla mætti að Hörður Sigurgestsson hefði hannað kosningabaráttu þeirra. Ágústa er sú eina sem sýnir örlítinn frumleika með hug- mynd sinni um vatnshana í skólana. Garri óttast hins veg- ar að sú hugmynd verði til þess að um skóla borgarinnar glymji daginn út og inn: „Kennari má ég fara fram að pissa." Pólitískar hugmyndir þeirra eru að öðru leyti þannig að þær minna Garra á það þegar brúðan Palli alias Páll Vil- hjálmsson mætti með kröfu- spjald sem á stóð: Lakkrís lækki, lýsi hækki. GARRI. ODDUR ÓLAFSSON skrifar Talsverðu púðri er eytt í að telja bláeygum skattborgurum trú um göfugt uppeldisgildi íþrótta og að iðkun þeirra komi samfélags- heildinni eitthvað við. Og lát- laust er hamrað á því að allt það opinbera, sem innheimtir og út- deilir, láti aldrei nóg af hendi rakna til ósérhlífinna keppnis- íþrótta. Fjölmiðlar gera íþróttum hærra undir höfði en öllum öðrum fréttum og frásögnum. En um- fjöllun um íþróttir er að breytast talsvert og minna og minna er gert úr afrekum ýmis konar eða fróðleik um sjálfar íþróttagrein- arnar. Það sem máli skiptir er hve mikið er hægt að græða á íþróttum, hverjir eru að gera það gott á leikvelli viðskiptanna þar sem gróðavonin er sá hvati sem rekur afreksfólkið áfram. íjiróttir sem ekki er hægt að græða á eru einskis virði. Undir fölsku flaggi Viðskipti og gróðavonir Þriðjungur eða stundum helm- ingur íþróttafrétta dagblaðanna ætti fremur heima á viðskiptasíð- unum. Þær fréttir fjalla fyrst og síðast um kaup og sölu á íþrótta- mönnum, hvað þeir fá fyrir sinn snúð, og hvert gengið er á köpp- unum hverju sinni. í útlöndum eru keppnislið hlutafélög og eru oft í höndum harðvítugra fjár- málamanna, sem braska með þau og íþróttagarpana að vild. Þeir ganga kaupum og sölum og eru metnir eins og hver önnur sölu- vara á hlutabréfamarkaði. Þjálfarar eru undir sömu sök seldir og hér á landi er mikill fréttaflutningur af arðsömum viðskiptum þjálfara og íþróttafé- laga. íslenskir íþróttafréttamenn komast aldrei í feitari bita en þá, að skýra frá hvað einhver lið í út- löndum eru að bjóða í íslenska íþróttamenn. Hér eru þeir þjálfaðir á kostnað sveitarféíaga og þeir bestu gera svo mismun- andi hagstæða samninga við út- Iend hlutafélög, sem hafa þann eina tilgang að græða á íþróttum. Auglýsingatekjur af varningi sem kenndur er við íþróttir eru svimandi og þar eru gróðavonir gríðarlegar. Allt gerir þetta það að verkum að keppnisíþróttir eru viðskipti og ekkert annað. í sjálfu sér er það allt í lagi, bara viður- kenna það og vera ekki sífellt að ljúga því að þær hafi eitthvað annað og göfugra markmið. Þeir ríkustu og bestu Þegar verið er að lýsa kappleikj- um í sjónvarpi og einhverjir sýna þar snilldartakta, fylgir gjarnan með hvað hlutafélagið borgaði fyrir snillinginn og hvað hann fær mörg hundruð milljónir í sinn vasa fyrir að kunna að leika sér með útblásinn bolta. Það er nefnilega lítið varið í að vera flínkur í einhverri íþróttagrein ef maður græðir ekki á því. Og þeir sem mest þéna eru bestir og mestir og því aðdáunarverðastir. Það er opinbert Ieyndarmál að sveitarfélög, sem ekki hafa efni á að kosta skólastarf, eiga sum hver næga peninga til að halda úti boltaleikjaliðum og spara hvergi kaup né laun sigursælla leikmanna og þjálfara til að atast við önnur kappleikjalið. íþróttaiðkun og rekstur íþrótta er arðsamur atvinnuvegur með ótal hliðargreinum, sein ekki gefa síður vel af sér þegar vel tekst til. Þeir sem sjá um íþróttir í fjölmiðlunum viðurkenna þetta með sívaxandi upplýsingum um viðskiptahliðina og gróðavonina. Samt eru þeir svo hlálegir að láta ávallt í veðri vaka að einhver dul- arfull göfugmennska og hugsjón- ir búi að baki iðkun keppnis- íþrótta. Það er löngu Iiðin tíð og sigla íþróttafélögin undir fölsku flaggi til að láta auðtrúa sam- borgara styrkja gróðabrallið. snuria svaraö Er kostnadur frambjóð- enda í prófkjörum kom- inn út í öfgar? Kjartan Magnússon þátttaltandi íprófltjöri Sjálfstæðis- flokksins í Reyltjavík. Það hlýtur að vera mis- jafnt eftir frambjóð- endum. Ég hef lagt áherslu á að halda kostn- aði niðri, m.a. með því að gæta hófs í auglýsingum. I prófkjörsbaráttu skiptir máli að Ieita ódýrra leiða, t.d. sáu stuðn- ingsmenn mínir sjálfir um að dreifa kynningarbæklingi og sú aðgerð sparaði okkur 200 þús. kr. Eg gæti vel hugsað mér að frambjóðendur sammæltust um að stilla kostnaði í hóf og miða þá við hámarksupphæð sem mætti verja til baráttunnar. Lúðvík Bergvinsson þingmaðurjafnaðannanna. Það er að m i n n s t a kosti alveg ljóst að þátt- taka í stjórn- málum er ekki arðbær fjárfesting. Að öðru leyti hef ég ekki neina sér- staka skoðun á því hversu miklu fólk vill eyða af peningum f því skyni að koma sjálfu sér á fram- færi við kjósendur. Síðan er um- hugsunarefni út frá jafnræðis- sjónarmiðum hvort ekki eigi að setja hámark á þessi útgjöld. Ásgeir Hannes Eiríksson Jv. pylsusali og þingmaður. Að leggja kostnað í framboð sitt í prófkjöri getur skipt sköpum fyrir frambjóð- anda, sem er full alvara að ná kjöri og árangri. Sá sem ætlar sé að verða at- vinnumaður í pólitík fær þennan pening til baka. Kostnaðurinn deilist líka á milli stuðnings- manna - þannig að flugeldasýn- ingin er ekki jafn dýr og margur skyldi ætla. Steinunn Valdis Óskarsdótt- ir borgarfulitnii Reykjavíkurlista. Já, því eins- og mál hafa þróast eru prófkjör ekki eins Iýðræð- isleg og menn hafa viljað láta, og kostnað- ur takmark- ar þátttöku fólks í stjórnmálum. Það eru ekki allir sem treysta sér til eða hafa tækifæri á að sníkja peninga af fyrirtækjum, ættingj- um og vinum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.