Dagur - 28.10.1997, Page 6

Dagur - 28.10.1997, Page 6
22- ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 1997 Pálmi Gíslason, fyrrum formaður UMFÍ, var sæmdur Heiðursfélagakrossi Ungmennafélags íslands. Hér er hann, fyrir miðju, ásamt Sigurði Geirdal, Þorsteini Einarssyni og Hafsteini Þorvaldssyni sem áður höfðu verið sæmdir þessari æðstu viðurkenningu UMFÍ. Lengst til hægri er síðan formaður UMFÍ, Þórir Jónsson. Fertugasta sambandsþing Ung- mennafélags íslands var haldið í Grafarvogi um helgina á 90 ára afmæli hreyfíngarinnar. Herra Ólafur Ragnar Grímsson ávarpaði fundargesti í upphafi þings en á eftir honum töluðu meðal annars: Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Borgarstjóri og Þorsteinn Pálsson, dóms- og kirkjumálaráðherra. Þingað var á föstudag og laugardag en að fundi loknum var gestum boðið til kvöldverðar í Félagsmiðstöðina á Seltjarnarnesi þar sem aðalræðumaður kvöldsins var Finnur Ingólfsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Forseti íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, ávarpaði þingesti á 40. sambandsþingi UMFÍ. Að þingi loknu voru fjórir aðilar sæmdir Gulimerki UMFÍ. Finnur Ingólfsson, USVS, Ólína Sveinsdóttir, UMSK, Sigurlaug Þóra Hermannsdóttir, USAH og Matthías Lýðsson, HSS, eru hér ásamt formanni UMFÍ, Þóri Jónssyni. Umsjón Jóhann Ingi Árnason s: 568-2929 Ingibjör Sóirún Gísladóttir, borgarstjóri, og Snorri Hjaltason sem nú vermir 10. sætið á prófkjörslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík ræða hér framtíð Reykjavíkurborgar.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.