Dagur - 31.10.1997, Blaðsíða 1

Dagur - 31.10.1997, Blaðsíða 1
Verð ílausasölu 150 kr. 80. og 81. árgangur - 206. tölublað BLAÐ Aldraðir eru hreint engir öreigar Aldraðir héldu nýlega útifund til að mótmæla bágum kjörum sínum. Þrátt fyrir það er hlutur þeirra i„góðærinu" aðeins hársbreidd rýrari en annarra landsmanna. EinstaMingar, sjötug- ir og eldri, eru með 82.000 kr. á máuuði að meðaltali. 10% tekna fjármagnstekj- ur. Hlutur aldraðra í „góðærinu“ var aðeins lítillega rýrari en annarra landsmanna á síðasta ári. Tekjur þessa aldurshóps hækkuðu um 7,3% frá árinu áður, um 1% minna en hjá landsmönnum í heild. Athygli vekur að fjár- magnstekjur eru kringum 10% af tekjum aldraðra. Skattskýrslur leiða í ljós að meðaltekjur hjóna voru 161 þús. kr. og einhleypra 82 þúsund kr. á mánuði á fyrra ári. Hátt í helmingur teknanna kemur úr Tryggingastofnun og tæpur þriðjungurinn úr lífeyrissjóðum. 82 þúsund króna meðalmán- aðartekjur aldraðra má t.d. bera saman við 109 þús. kr. meðal- tekjur allra einhleypra kvenna. Tekjur kvennanna lækka í 103 þús. kr. að frádregnum lífeyrisið- gjöldum og stéttarfélagsgjöldum, sem aldraðir eru lausir við. beir eru líka lausir við hluti eins og afborganir námslána og barna- gæslu og borga einnig minna en þeir yngri t.d. vegna læknis- og lyfjakostnaðar, fasteignagjalda, sundlaugarferða, strætisvagna- ferða og jafnvel utanlandsferða svo nokkuð sé nefnt. Um 2/3 kverniaiuia einstædar Þessar meðaltekjur lýsa ekki kjörum hvers og eins, enda er tekjumunur hvergi meiri en í þessum hópi. „Yngri hópurinn" (71-75 ára) hefur mun betri tekjur en meðaltalið segir: karlar með 97 þúsund á mánuði og konur um 88 þúsund. Hjón hafa hátt í þau bæði til samans. „Eldri hópurinn" er með lægri tekjur og þar dregur hinn stóri hópur einstæðra kvenna 76 ára og eldri meðaltalið niður. Þær eru helmingur alls einhleyps fólks yfir sjötugt. Sá hópur hefur rúmar 74 þús. kr. meðaltekjur, en karlar á sama aldri um 85 þús. kr. á mánuði. A þessum aldri eru hlutfallslega margir komnir á stofnanir. Þegar komið er yfir sjötugt eru konurnar í töluverðum meiri- hluta og 2 af hverjum 3 þeirra orðnar einar, þ.e. ekkjur eða ógiftar. Dæmið snýst alveg við hjá körlunum, þar sem 2/3 þerrra eru enn í sambúð. Virðist því ljóst að tekjulega eru karlarn- ir í heild mun betur settir en konurnar. - HEI Pólgalliim mátadur á Akureyri Ólafur Ö. Haraldsson Það er eins gott að vera hlýlega klæddur á Suðurpólnum! Grænlandsjökulsfararnir þrír eru nú aftur komnir á stjá og ætla á Suðurpólinn. Ólafur Örn Haraldsson alþingismaður verð- ur fjarri fjárlagaþrefinu og sonur hans Haraldur Örn Ólafsson héraðsdómslögmaður með, ásamt þriðja manninum í kulda- bolatríóinu: Ingþóri Bjarnasyni sálfræðingi frá Akureyri. Þeir ganga 1200 km. á skíðum ef allt gengur eftir og styðjast ekki við birgðastöðvar eða utanaðkom- andi hjálp. Þeir safna áheitum fyrir fatlaða íþróttamenn á göngunni. Félagarnir halda blaðamannafund í Utilífi í dag, en í gær mátaði Ingþór heim- skautagalla frá Foldu á Akureyri. Vilja ekki pólitískan bæjarstjóra Sameiginlegi listinn, sem félags- hyggjuöflin hyggjast bjóða fram á Akureyri næsta vor, verður ekki með pólitískan bæjarstjóra í fararbroddi eins og upphaflega kom til umræðu. Heimildir Dags herma að ef samið verði um bæjarstjóraefni fyrir kosn- ingarnar verði sá hinn sami ekki á framboðslistanum. Samkomulag mun vera um að kalla þennan framboðslista Ak- ureyrarlistann, en hann fær ekki listabókstafinn A eða aðra bók- stafi sem þegar hafa verið notað- ir af framboðslista til bæjar- stjórnarkosninganna. Asgeir Magnússon, formaður atvinnuþróunarfélags Akureyrar, hefur verið nefndur til sögunnar sem mögulegur kandidat félags- hyggjumanna í bæjarstjórastól- inn. Sigríður Stefánsdóttir, odd- viti Alþýðubandalagsins, hefur sem kunnugt er ákveðið að gefa ekki kost á sér í kosningunum í vor og ekki er ljóst hvort oddviti Alþýðuflokksmanna í bænum, Gísli Bragi Hjartarson, verði í framboði. - GG BQRGARTÚN! 31 • SÍMI 562 722 Loðnu- samningi sagt upp Bls. 5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.