Dagur - 31.10.1997, Síða 10

Dagur - 31.10.1997, Síða 10
10- FÖSTUDAGUR 31.0KTÓBER 1997 FRÉTTIR Trillukarlar vilj a stækka við sig Smábátaeigendur telja að útgerdarmenn báta að 75 tonnum að stærð eigimeiri samleið með þeim en LÍÚ. Þessu vísar LÍÚ á bug og bendir á að fjöldi smábátaeigenda sækir um inngöngu hjá þeim á ári hverju. Landsamband smá- bátaeigenda verður hugsanlega opnað eig- endum báta allt að 75 tonnum, en núverandi lög miða við 10 tonna báta og minni. Svo kann að fara að eigendum báta allt að 75 tonn að stærð verði heimilt að gerast félagar í Landssambandi smábátaeigenda, LS, en núverandi lög sambands- ins miða bátastærð félagsmanna við 10 tonn og minni. Tillaga þess efnis fékk mjög jákvæðar undirtektir á nýafstöðnum aðal- fundi sambandsins en var vísað til afgreiðslu næsta fundar að ári. Orn Pálsson, framkvæmda- stjóri LS, segir að bátaflotinn að 75 tonnum eigi mun meiri sam- leið með þeim en togaraveldi LIU. Nái sambandið að halda trygg*nga*ðgj<ddum óbreyttum mun bátur í þessum útgerðar- flokki, sem er með vátryggingar- mat uppá 20 milljónir króna og fiskar fyrir annað eins á ári, spara sér 200 þúsund krónur á ári í lægri iðgjöldum og félagsgjöld- um. Ásókn í LÍÚ Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ, segist ekki óttast að það muni kvarnast úr samtökum út- vegsmanna þótt tillaga um stækkun Landssambands smá- bátaeigenda verði að veruleika. Útvegsmenn báta frá 12-75 tonnum séu góðir og gegnir fé- lagsmenn og afar ólíklegt að þeir hafi áhuga á að skipta um vett- vang. Þá sé þessi umræða um stækkun innan sambands smá- bátaeigenda ekki ný af nálinni án þess að nokkuð hafi gerst í þeim efnum. Hann vekur hinsvegar athygli á því að það sé alltaf eitthvað um það að smábátaeigendur banki uppá á skrifstofu LIÚ til að sækja um aðild. Þeim hefur hinsvegar ávallt verið vísað frá vegna þess að samþykktir LIÚ kveða á um að þeir einir geta gerst félagar í aðildarfélögum LlÚ sem eru með báta 12 tonn og stærri. Til merkis um það hvað sumir smá- bátaeigendur hafa sótt stíft að fá inngöngu í LIÚ nefnir hann að fyrir skömmu hefðu komið tveir og spurt hvort ekki væri hægt að leggja saman stærð bátanna svo þeir uppfylli ákvæði um lág- marksstærð. - GRH Vanur skotum ráðherra „Ég er vanur skotum sam- gönguráð- herra og kippi mér ekki upp við þau,“ seg- ir Jóhannes Gunnarsson, framkvæmda- stjóri Neyt- endasamtak- anna, vegna orða samgönguráð- herra í Degi í gær. Þar sakaði Halldór Blöndal Jóhannes um að ganga aðeins erinda Reykvík- inga í neytendapólitíkinni, en ekki landsins f heild. Jóhannes minnir á að óánægja landsmanna með gjaldskrár- breytingu Pósts og síma sé ekki minni á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu. Það er greinilegt að samgönguráðherra gengur erinda Pósts oog síma í þessu máli. Hann hreykir sér af þriggja milljarða króna hagnaði og segir landsmenn eiga þá fjár- hæð. En það eru Iíka landsmenn sjálfir sem þurfa að greiða fyrir þann hagnað." BÞ Sænskír gigtarsjúM- ingar til landsins Hópur sænskra gigtarsjúklinga er væntanlegur hingað tií lands á næstunni, og er heimsókn þeirra liður í rannsókna á áhrifum skammdegis og kulda á sjúkdóm- inn. Björn Guðbjörnsson, yfir- læknir á lyflækningadeild Fjórð- ungssjúkrahússins á Akureyri hefur verið beðin um að aðstoða hópinn þegar hann kemur. Björn segir ýmislegt benda til að veðurfar og Ioftþrýstingur hafi töluverð áhrif á ákveðna tegund gigtar. Nákvæmlega hvaða áhrif eru ekki kunn en Iiðagigtarsjúk- lingar á norðurslóðum fá oft góð- an bata á suðrænum ströndum. „Það varðar ekki bara verk og stirðleika heldur batnar bióðgild- ið oft einnig, sem segir til um á hvaða stigi sjúkdómurinn hefst við. Erfitt er að útskýra þetta vís- indalega en sólarljós hefur tölu- vert verið notað við meðhöndlun sjúklinga á norðurslóð sem ekki þola gigtariyf. I mörgum tilvikum tekst það mjög vel en hvernig það er útskýrt er arinað mál. Við vit- um einnig að í Skotlandi hafa verið athuguð áhrif lágþrýstings á tíðni heimsókna liðagigtarsjúk- linga til gigtlækna. Þar hefur einnig fundist samband. Þegar lægðir eru yfir skosku eyjunum sækjast gigtsjúklingar í auknum mæli eftir hjálp,“ segir Björn. Á morgun verður haldið mál- þing um gigtarsjúkdóma að í Menntaskólanum á Akureyri fyr- ir heilbrigðisstarfsfólk á Norður- landi. Læknafélag Akureyrar stendur að stefnunni í samráði við Norðausturlandsdeild hjúkr- unarfræðinga. Gestafyrirlesari verður Roger Hallgren en hann er einn eftirsóttasti fyrirlesari heims á þessu sviði. -BÞ Ákveðin tegund gigtar virðist algengari á fslandi en annars staðar. Kranamaður óskast HVRIMA EHR BYGGINGAVERKTAKI . TRÉSMIÐJA Dalsbraut 1 • 600 Akureyri • Sími 461 2603 • Fax 461 2604 Matvæla- og veitingasamband íslands boðar til almennra félagsfunda sem hér segir: A Akureyri miðvikudaginn 5. nóv. nk. á Fiðlaranum kl. 16 og í Reykjavík miðvikudaginn 12. nóv. nk. að Þarabakka 3 kl. 20. Fundarefni: 1. Trúnaðarmaður á vinnustað 2. Vinnustaðaþáttur kjarasamninga 3. Hvíldarákvæði 4. Onnur mál. Félagar fjölmennum.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.