Dagur - 31.10.1997, Qupperneq 11
FÖSTUDAGUR 31.0KTÓBER 1997 - 11
XWwr
ERLENDAR FRÉTTIR
L
Krcppa í náttúrn-
og efnahagsmálum
í Indónesíu eru nú verstu þurrk-
ar í sögu þess ríkis og veðurfræð-
ingar spá því að þeir muni
standa enn um hríð. Reykurinn
frá skógareldum þar, sem eink-
um eru á stóreyjunum Borneó og
Súmötru, blandast loftmengun-
inni frá borgum, iðnaði og um-
ferð. Sú óheillavænlega þoka
þekur nú ekki aðeins mestan
hluta Indónesíu, heldur liggur
hún yfir stærri eða smærri hlut-
um ríkjanna Malasíu, Filipps-
eyja, Singapúr, Taílands, Brunei
og Papúu-Nýju Gíneu.
Jafnframt á Suðaustur-Asía í
meiri erfiðleikum í fjár- og efna-
hagsmálum en verið hefur um
langt skeið. Þetta tvennt gerir að
verkum að margir eru um þessar
mundir daprir í hug og svartsýn-
ir í þessum heimshluta efna-
hagsundra.
Dóminó-áhrif í fjáimálum
Menn sem vilja teljast orð-
heppnir rifja í þessu samhengi
upp dómínókenningu Bandaríkj-
anna, sem einkum tengdist Suð-
austur-Asíu, og kom fram
snemma í kalda stríðinu. Sam-
kvæmt þeirri kenningu voru allar
líkur á þM að ef eitthvert landa
heimshlutans yrði „kommúnism-
anum að bráð“, liði ekki á löngu
áður en næsta land þar félli hon-
um í hendur og svo koll af kolli.
Svo fór ekki, en í fjár- og efna-
hagsmálasögunni hefur gangur
mála undanfarið verið í líkingu
við þetta. Kreppa sú sem hér um
ræðir hófst í Taílandi í júlíbyrjun
og breiddist síðan út til annarra
Suðaustur-Asíuríkja, einkum
Indónesíu og Malasíu. Framan
af gerðu margir ráð fyrir því að
kínversk/konlúsíanska heimin-
um, er sterkari væri fyrir í efna-
hagsmálum en nýáminnst Suð-
austur-Asíuríki og líklega með
meiri fyrirhyggju í stjórnun efna-
hagsmála, tækist að halda þess-
um vandræðum frá sér. En í
október komst bylgja þessa
ástands til Suður-Kóreu, Taívan
og Hongkong.
Þegar svo langt var komið fóru
einhverjir að kalla þetta asíuin-
flúensu í efnahagsmálum. Og
hún hélt sig ekki innan marka
Asíu, frekar en aðrir inflúensu-
faraldrar kenndir við þá álfu.
Þegar hér var komið sögu var
vandræðaástand þetta í efna-
hagsmálum Suðaustur- og Aust-
ur-Asíu, svo mikilvægt sem það
svæði er í fjár- og efnahagsmál-
um heimsins, búið að ná slíkri
breidd og dýpt að það breiddist
út til Japans og Vesturlanda,
langvoldugustu svæða heims í
efnahagsmálum, auk annarra
landa eins og ýmissa ríkja
Baksvið
Rómönsku Ameríku og Rúss-
lands, sem verr eru í stakkinn
búin en Vesturlönd til þess að
standast þesskonar.
í Indónesíu eru
mestu þurrkar og
skógareldar í sögu
þess ríkis og kreppa í
fjár- og efnahagsmál-
uiii Iirjáir suðaust-
urasísku efna-
hagsuudriu.
Plágur af mannavölduin
Ahrifamenn og sérfræðingar um
efnahagsmál segjast að vísu telja
að heimurinn muni sigrast á
þessum vandræðum innan ekki
rnjög langs tíma. En spárnar um
hversu langan tíma það taki eru
nokkuð á reiki frá degi til dags.
Og almennt álit í nefndum hóp-
um virðist vera að Suðaustur-
Asía, þar sem þetta alltsaman
byrjaði, muni verða lengst að ná
sér upp úr því og kannski all-
lengi.
Skógareldarnir í Indónesíu
fóru að breiðast verulega út um
sama leyti og kreppan hófst í
Taílandi. Um orsakir hvors-
tveggja er ýmislegt skrifað, en
margir virðast sammála um að
báðar þessar plágur séu mikið til
af mannavöldum. Hér hafi miklu
um valdið hömlulaus gróðafíkn,
spilling, spákaupmennska og fyr-
irhyggjuleysi.
Taíland hefur til þessa orðið
harðast úti í efnahagskreppunni.
Baht, gjaldmiðillinn þar, hefur
fallið um 40% gagnvart bandar-
íska dollarnum, og spáð er að
næsta ár verði hagvöxtur þar
rúmlega 2%, en sl. ár var hann
tæplega 7%. Þróunarbanki Asíu
spáir að verðbólga í Suðaustur-
Asíuríkjum að meðaltali verði
11,4% árið 1998 en 1996 var
hún 6,6%.
Fuglar falla dauðir
Skógareldarnir og þurrkarnir,
sem valda miklu um að eldarnir
hafa orðið svo skæðir sem raun
ber vitni, hafa eins og nærri má
geta leikið Indónesíu harðast.
Og áföll þessi af manna völdum
og náttúrunnar auka mjög efna-
hagsvandræðin þarlendis og þess
er raunar farið að gæta í grann-
löndum lndónesíu einnig. (E1
Nino-veðrinu á Kyrrahafi er
kennt um þurrkana, en margra
mál er að gróðurhússáhrifin séu
að einhverju leyti völd að því.)
Reykjarmökkurinn, sem víða er
svo þykkur að ekki sér til sólar,
og þurrkarnir hafa þegar komið
illa niður á akuryrkju í
Indónesíu, með þeim afleiðing-
um að þar er spáð matarskorti og
hækkandi verðlagi á mat. Reyk-
urinn fælir ferðamenn frá
Singapúr og baðströndum í
Taílandi.
Eldarnir hafa þar að auki vald-
ið stórtjóni á dýralífi og allmildu
tjóni á heilsu manna. Tígrísdýr,
fílar og órangútanar flýja undan
eldi og vegna matarskorts til
byggða manna, þar sem þau eru
drepin. Fuglar falla dauðir úr
lofti. Skólabiirn falla í yfirlið í
kennslustundum. Samkvæmt
einni frétt hafa hundruð rnanna
þegar látist í Indónesíu úr sjúk-
dómum og jafnvel hungri sem
skógareldunum og mökknum
eitraða er kennt um. Læknar
þarlendis spá hækkandi dánar-
tíðni um alllanga framtíð af völd-
um loftseitrunarinnar, einkurn
rneðal harna, aldraðs fólks og
fólks með sjúkdóma í öndunar-
færum.
Ætla að hittast árlega
BANDARÍKIN - Bill Clinton Banda-
ríkjaforseti og Jiang Zemin forseti Kína
voru ekkert að fara í felur með ágrein-
ingsefni sín að loknum kvöldverðar-
fundi sínum í fyrrinótt, og varða þau
einkum málefni Taívans, Tíbet og
mannréttindi. Var greinilegt að Clinton
hafði átt von á að Jiang yrði sveigjan-
legri en raun varð á. Engu að síður til-
k^mntí Clinton að Bandaríkin myndu
heimila sölu á kjarnakljúfum til Kína,
eftir að Jiang hafði heitið því að Kín-
verjar myndu ekki flytja út kjarnorku-
vopn. Þá gaf Clinton grænt ljós á sölu
flugvéla til Kína fyrir andvirði þriggja
milljarða dollara. Ennfremur ákváðu leiðtogarnir að hittast árlega
framvegis, og mun Clinton því gera sér ferð til Kína á næsta ári.
Clinton óhress með staðfestu
Jiangs.
Öryggisráðið gagn-
rýnir írak
IRAK - Oryggisráð Sameinuðu þjóð-
anna var einróma í gagnrýni sinni á Irak
í gær og krafðist þess að bandarískum
vopnaeftirlitsmönnum yrði gert kleift að
hefja aftur störf sín í samvinnu við írösk
stjórnvöld, að öðrum kosti mættu Irakar
búast við „alvarlegum afleiðingum.“
Engin merki voru um að Irakar byggð-
ust taka til baka ákvörðun sína um að
neita eftirlitsmönnunum að starfa í
landinu, en Saddam Hussein virðist Saddam Hussein: Treysti á óein-
hafa tekið þessa ákvörðun í þeirri von ingu i Öryggisráðinu.
að samstaða myndi ekki nást í Öryggis-
ráðinu vegna málsins.
Dauðadómur vegna túristamorða
EGYPTALAND - Herdómstóll í Egyptalandi dæmdi í gær tvo bræður
til dauða fyrir sprengjuárás í september síðastliðnum þar sem níu
þýskir ferðamenn og egypskur bifreiðarstjóri létu lífið, en að auki
slösuðust 26 manns í sprengingunni. Sex samverkamenn þeirra voru
einnig dæmdir í eins til tíu ára fangelsi. Sprengjuárásin hefur dregið
mjög úr ferðamannastraumi til landsins.
ímelda Marcos á sjúkrahús
FILIPSEYJAR - ímelda Marcos, ekkja Ferdinands Marcos fyrrum
einræðisherra á Filipseyjum, var í gær flutt með skyndi á sjúkrahús
vegna of hás blóðþrýstings. Imelda, sem nú situr á þingi, veiktist
stuttu eftir að hún hafði átt í harðorðum deilum við nokkra þingmenn
út af því að hún vildi endurheimta eigur eiginmanns síns, sem hald
var lagt á vegna þess að þær voru taldar illa fengnar.
Bjartsýni í Danmörku
DANMÖRK - 67% danskra fyrirtækja telja afkomu sína verða betri á
þessu ári en í fyrra, og eru Danir þar með í fremstu röð hvað bjart-
sýni varðar á efnahagsástandið ef marka má könnun sem gerð var
meðal forystumanna í 43 ríkjum.
Stolið salmonellukjöt á kreiki
SVÍÞJÓÐ - Um 300 kílóum af salmonellusmituðu kjöti frá Ítalíu var
stolið úr frystigárhi í bænum Gávle í Svíþjóð, og er ekki vitað hvar
kjötið er niður komið. Óttast stjórnvöld að margir geti veikst ef kjöt-
ið berst til neytenda. Kjötinu átti að skila aftur til Ítalíu og beið þess
í gáminum.
Grunsamlegur vöggudauði
NOREGUR - Norska lögreglan rannsakar nú lát fjögurra ungbarna
sömu móður á árunum frá 1990, en dauði þeirra var llokkaöur sem
vöggudauði. Telur lögreglan sig hafa rökstuddan grun um að um
refsivert athæfi móðurinnar hafi verið að ræða. Þeir sem kunnugir
eru Qölskyldunni eiga afar bágt með að trúa nokkru misjöfnu upp á
móöurina, og þekkja hana ekki að öðru en að vera barngóð með af-
brigðum.