Dagur - 31.10.1997, Page 13

Dagur - 31.10.1997, Page 13
 FÖSTUDAGUR 31.0KTÓBER 1997 - 13 ÍÞRÓTTIR GOLF Bergvíkm fékk flest stig Tuttugu kylfingar úr fimmtán golfklúbbum sáu um að velja bestu golfholur landsins, eftir- taldar holur fengu flest stig í val- inu. Par þrjú holur: 3. hola Hólmsvelli (48) 4. hola Jaðarsvelli (35) 13. hola Korpúlfsstaðav. (16) 18. hola Jaðarsvelli (16) 17. hola Vestmannaeyjav. (16) 2. hola Garðavelli (12) Aðrar holur fengu mun minna. Par IJögur holur: 12. hola Korpúlfsstöðum (26) 7. hola Grafarholtsv. (21) 12. hola Jaðarsvelli (20) 13. hola Vestmannaeyjav. (17) 10. hola Urriðavatnsvelli (17) 2. hola Hvaleyrarvelli (15) 17. hola U rriðavatn sd. (15) 6. hola Kiðjabergsvelli (13) 8. hola Ekkjufellsvelli (11) 7. hola Strandarvelli (11) Næstai í röðmni: 18. Hvaleyrarvelli, 2.og 4.holan á Hólmsvelli Leiru, 1. og 5. í Grafarholti, 7. í Grindavík, 4. á Nesvelli. Par fímm - Þær 8 bestu 15. hola Grafarholtsv. (45) 7. hola Hvaleyrarvelli (24) 4. hola Kötluvelli, Húsav. (23) 18. hola Hólmsvelli, Leiru (16) 3. hola Urriðavatnsvelli (14) 1 5. hola Korpúlfsstaðav. (10) 3. hola Korpúlfsstaðav. (10) 16. hola Vestmannaeyjav. (9) Til föður- húsaima Guðjón Guðmundsson, íþrótta- fréttamaður á Stöð 2, hafði sam- band við Dag vegna fréttar af gjaldþrotamáli knattspyrnu- deildar Fylkis, sem birtist í blað- inu í gær. Guðjón vildi koma því á framfæri að Kolbeinn Finns- son, formaður knattspyrnu- deildar Fylkis, hafi ekki farið með rétt mál þegar hann sagði að frétt sem birtist um málið, á Stöð 2, hafi verið röng vegna þess að náðst hefðu samningar við kröfuhafa. „Lögmaður Fylk- is, sem ekki kynnti sig, kom hér í hús kl. rúmlega 7 og sagði mér þá að náðst hefðu samningar og að gengið hafi verið frá málinu. Eg bað hann að senda mér þetta staðfest á faxi, þá myndi ég segja frá því. Svo sagði ég í lok minn- ar fréttar að upplýsingar hefðu borist í hús rétt áðan að líklega væri búið að semja um málið og málið væri í höfn,“ sagði Guðjón Guðmundsson og vísaði um- mælum Kolbeins Finnssonar til föðurhúsanna. - GI>Ö Tveir færeyskir lands- liðsmerai til Leifturs Tveir fastamenn í færeyska landsliðinu munu að öllum lík- indum ldæðast Leiftursbúningn- um næsta sumar. Um er að ræða markvörðinn Jens Martin Knut- sen sem er þrjátíu ára gamall og á um fimmtíu landsleiki að baki. Knutsen var þekktur fyrir að spila með húfu á höfðinu í fyrstu leikjum sínum með færeyska landsliðinu. Hinn leikmaðurinn er bakvörður, Össur Hansen, sem á tæpa fjörtíu landsleiki að baki, en báðir voru í Iiði Götu, sem Páll Guðlaugsson, núver- andi þjálfari Leifturs, stýrði í fyrra. „Þetta eru strákar með mjög milda reynslu og mér sýnist flest benda til þess að þeir verði með Leiftri. Þeir eru báðir spenntir fyrir því að leika hér á landi,“ sagði Páll, sem dvalist hefur í Færeyjum en flytur hingað til lands í dag. Páll dvaldist í Færeyjum sl. sumar, en hefur á undanförnum dögum kynnt sér leiki Leifturs- manna af myndböndum og sagð- ist vongóður um að liðið héldi sama styrkleika og í fyrra. „Það er líklegt að við styrkjum liðið fyrir sumarið með 2-3 íslenskum leik- mönnum, þó engin endanleg ákvörðun hafi verið tekin um það,“ sagði Páll. Fyrsta æfing Páls með Leift- ursliðið verður á morgun, en þá mun Leiftur leika æfingaleik gegn Dalvíkingum. Annars mun undirbúningur liðsins verða svip- aður og undanfarin ár, æft verð- ur bæði í Reykjavík og Ólafsfirði. Ljóst er að Gunnar Már Más- son og Pétur Björn Jónsson verða ekki í Leiftursbúningnum næsta sumar og óvíst er hvað verður með þá Davíð Garðarsson og Hörð Má Magnússon. Páll sagð- ist vonast til þess að aðrir leik- menn yrðu áfram og kapp yrði lagt á að halda Þorvaldi Makan Sigbjörnssyni, helsta markaskor- ara liðsins í fyrra. Gunnar Már í Vesturbæiim Gunnar Már Másson. JÓk AKUrúEYFII föstudaginn 31.10. og laugardaginn 01.11 Leifturs- og landsliðsmiðherjinn, Gunnar Már Másson, er eftirsótt- ur af mörgum liðum hér á landi. Hann hefur verið í Skotlandi síð- ustu daga þar sem hann þykir hafa staðið sig mjög vel. Dagur hefur heimildir fyrir því að gagn- kvæmur áhugi sé hjá Gunnari og KR að hann komi í Vesturbæinn, leiki hann hér á landi á næsta keppnistímabili. Hann tæki þá væntanlega við stöðu Ríkharðs Daðasonar, eins og hún var á sfð- asta ári, í fremstu víglínu KR. Gunnar, sem verið hefur einn af burðarásum Leifturs undanfarin fjögur ár, verður með Iausan samning við Ólafsljarðarliðið um áramótin. Að sögn Ægis Ólafs- sonar eru Leiftursmenn þessa dagana að ganga frá samningum við þá leikmenn sína sem eru með lausa samninga. Verið er að ganga frá samningum við Slobodan Mil- isic nú og samningar við aðra leikmenn komast á koppinn á næstu vikum. Hvað Gunnar Má varðar sagði Ægir að hans mál skýrðust ekki fyrr en hann kæmi heim úr Skotlandsreisunni í næstu viku. — GÞÖ INNLENT Stórskytta til KA Islandsmeistarar KA í hand- knattleik hafa gengið frá samn- ingi við handknattleiksmanninn Vladimir Goldin frá Hvíta-Rúss- landi og leikur hann með sínu nýja félagi gegn IR nk. miðviku- dag. Goldin verður KA-liðinu mik- ill styrkur í þeirri baráttu sem framundan er, bæði í Nissan- deildinni og Meistarakeppni Evrópu. Hann er réttbent skytta, um 1,98 metrar að hæð og hefur leikið 50 Iandsleiki fyrir Hvíta-Rússland. Undanfar- in misseri hefur hann leikið með Berlín f Þýskalandi og Bruck í Austurríki en kemur hingað frá SKA Minsk í Hvíta-Rússlandi. — GG Atli Már til Dalvíkur Atli Már Rúnarsson, sem stóð í marki 1. deildar Þórs í knatt- spyrnu, er genginn til liðs við 2. deildarlið Dalvíkur og mun væntanlega standa í marki iiðs- ins næsta sumar. Gunnar Magn- ússon, fyrrum markvörður Fram, sem sæti hefur átt í yngri landsliðum íslands, stóð á milli stanganna hjá Dalvík sl. sumar en mun ekki verða áfram með liðinu. Kynnumst eldunartækjum framtíðarinnar ||| \^^uc.ucuUcUu Sérstakt tilbod AEG ofn, helluborð og vifta á aðeins: 59.900,- var óður: 77.000,- Allt að 15% afsláttur ^índesíl- AEG Þýsk heimilistæki r Kæliskápar LWeneral frost —— Kæliskápar Raftæki.pottar og pönnur Leirvörur í gæðaflokki BOSCH Rafmagnsverkfæri AEG Handverkfæri miklu úrvali JltUmCcpo 15„/o afs|áttur BYGKAVORUR SÍMAR: 463 0311,463 0326 og 463 0323 Kynningd öli á öldur- húsum Akureyrar um helgina Sjónvörp jamq “THE SOUND OF EXCELLENCE” BOSCH Varahlutir og aukahlutir Má bjóða þér í alvöru bíó ... framtíðin í hljóði og myndum ör) PIOINIEER The Art of Entertainment Ljósritunarvélar, faxtæki, sjóðvéiar og skjávarpar triðon^ Ðilavarahlutir Bílaperur Verbindende Tecbnik Verkfæri, efnavara og rekstrarvörur VÉLAR& ÞJéNUSTA hf ÓSEYRI 1A • SlMI 461 4040 • FAX 461 4044

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.