Dagur - 04.11.1997, Blaðsíða 2

Dagur - 04.11.1997, Blaðsíða 2
18-ÞRIÐJUDAGUR 4.NÓVEMBF.R 1997 Dagiu- LIFIÐ I LANDINU Dagur • Strandgötu 31 • 600 Akureyri og Þverholti 14 • 105 Reykjavík Samstöðu,játakk. ' I! ■' J; * ■ ■.■■, Gudmundur Árni Stefánsson. Ég og fjölskylda mín höfum í mörg ár kosið Alþýðuflokkinn í Hafnarfirði. Ætli það hafi ekki verið uppgangstíminn í stjórnar- tíð Alþýðuflokksins og Alþýðu- bandalagsins og síðan áfram- haldandi uppsveifla undir frá- bærri stjórn Guðmundar Árna Stefánssonar, eftir áratuga óstjórn íhaldsins, sem réðu því að við hjónin og okkar fjölskylda tókum þessa afstöðu. Þá var menningarblær yfir Hafnarfirði og vonir og þrár fengu að rætast og blómstra sem aldrei fyrr. Bærinn okkar tók stakkaskiptum og jaðraði við kraftaverk. Allt ið- aði þá af fögru mannlífi og skemmtilegum viðburðum. Að undanförnu hefur það gerst sem að ég hugsa að enginn hefði trúað. Hafnfirskir stjórn- málamenn hafa keppst við að rífa niður og eyðileggja allt sem Hafnarfjörður hafði þá upp á að bjóða. Hafnarfjörður er eigin- lega í rjúkandi rúst, þar sem ekki stendur steinn yfir steini. Hvað er fólk að meina sem gerir svona lagað? Hér berast allir á banaspjótum undir forystu þeirra sem eiga að heita að stjórni bæjarfélagniu. Ofsóknir á hendur einstaklingum, Gróusög- ur, svik og Iygar eru orðið svo daglegt og hversdagslegt brauð meðal þessara ráðamanna að fréttamenn fjölmiðla eru algjör- lega búnir að gefast up á því að fjalla um Hafnarfjörð. Bæjarfull- trúar keppast við að fara f pontu í bæjarstjórn til að þakka einum aulanum fyrir frábærlega vel unnin störf, þegar niðurstaðan er sú að hann ber ábyrgð á margra milljóna tapi bæjarsjóðs vegna bjánalegrar og leiðinlegrar Djókhátíðar sem ætlar engan enda að taka og upphafinni vík- ingavitleysu sem er hvergi nærri jafn merkileg og venjulegt skáta- mót, þó að hún kosti mörgum sinnum meira. Síðan úthluta þessir piltar hver öðrum afskrift- ir upp á tugi milljóna, endalaus- um nefndarstörfum og rjóman- um af öllum framkvæmdunum í bænum á meðan bæjarbúar fylgjast með úr fjarlægð, skelf- ingu lostnir! Hvað er til dæmis að gerast í Setbergshverfi? Ibúarnir sviknir, skipulagið í rusli og allt í upp- námi. Hvað er að gerast í skóla- málum? Við erum komin langt aftur úr öðrum sveitarfélögum landsins. Hvar er Listahátíðin okkar góða? Allt menningarlífið er orðið steindautt og miðstýrt. Hvað með gjaldabyrði bæjarbúa til sveitarfélagsins? Sú hæsta sem um getur á landinu öllu. Hvað með rekstur sveitarfélags- ins? Með því verst rekna sem þekkist á landinu öllu, sam- kvæmt nýjustu úttektum. Allt er svikið og öllu er logið án þes að ráðamenn kunni að skammast sín. Það er orðið óþolandi að búa í Hafnarfirði við núverandi að- stæður. Hvenær þessir svoköll- uðu ráðamenn manna sig upp í að segja af sér og finna sér ann- að viðurværi, það veit ég ekki en tilefnið er löngu komið. Það var ánægjulegt að heyra í fréttum um daginn að framsýnir menn í Hafnarfirði hafi tekið sig saman um að stofna samtökin Samstöðu. Samtök um sameig- inlegt framboð þeirra sem Iáta sig varða velferð samborgar- anna. Ég og mitt fólk munum ekki ganga að kjörborðinu í vor nema að Samstaða verði í fram- boði. Við munum aldrei aftur gefa núverandi forystu í Alþýðu- flokknum tækifæri til þess eins að þeir komi bitlinganöglum íhaldsins að völdum. Við mun- um ekki kjósa Alþýðuflokkinn eða Alþýðubandalagið nema að sannfærandi umskifti verði á forystuliðinu og þá aðeins í sam- eiginlegu framboði félagshyggju- fólks. Ég skora á Hafnfirðinga alla að taka höndum saman við þetta fólk og styðja af öllu afli þetta framtak. Það verður að moka út skítnum í Hafnarfirði og koma í veg fyrir að þetta vandræðalið komist oftar til valda í bænum til að valda enn meiri skaða. Samstöðu, já takk. Óskar Óskarsson, Hafnfirðingur. I ^ Jl/leinfumtíð Pappírssóun Þegar fólk sækir póstinn sinn í póst- kassann hrynja út, um leið og póst- kassahurðin er opnuð, hvers konar r auglýsingablöð og spjöld frá ýmsum fyrirtækjum. Ég held að fyrirtæki geti ekki eytt auglýsingafé sínu á verri hátt en með þessum sneplum sem fylla póstkassa fólks. Ég þekki engan sem ekki hendir þessum pappír beint í ruslið og þá er komið að aðalatriði máls- ins, pappírssóuninni. Því er haldið fram að skóg- ar heimsins séu í hættu vegna vaxandi pappírs- notkunar. Hvers vegna þá að vera að eyða dýr- mætum pappír í auglýsingasnepla sem fara ólesnir beint í ruslafötuna? Hvers vegna nota fyr- irtækin ekki blöð og tímarit til að auglýsa vöru sína. Þau eru þó lesin og þar með vinnst tvennt. Auglýsingin kemst til skila og dýrmætur pappír sparast. Súnúm hjá lesendaþjónustimni: 563 1626netfang : ritstjori@dagur.is Símbréf: j<m «k*«n eða i ■460 6171eoa 551 6270 Bréf úr... Blöndudal . 'Æ tt /guðs bænum hættíði að mata börnin ykkkar á tómri vitleysu! Segir greinarhöfundur. Kakóbaukur eða Barbí? Vitiði að það er ekki öll vitleysan eins? Fyrir nokkrum dögum komu börnin heim úr skólanum ásamt fleiri börnum sem voru að koma í heimsókn eins og gengur. Hér er nefnilega skólabíll og þegar blessuðum börnunum ___________ okkar dettur í hug að fara heim með einhverjum eða koma heirn með einhvern, þá þurfum við foreldrar að sækja þau langar leiðir, og teljum það ekki eftir okkur því eitthvert fé- lagslíf eða samband þurfa börnin að hafa utan skóla. En það sem mér fannst nú merkilegt við þennan annars hversdagslega dag, var að þau voru mikið að ræða um það, að það hefði nú verið kominn tími til að banna þessi tölvugæludýr í skólanum. Og þar sem þau eru sveitabörn og vita ýmislegt um dýr, þá fannst þeim alveg ótrú- legt hvað fullorðið fólk byggi til heimskulegt dót handa börnum af því að ekkert venjulegt dýr þyrfti eins oft að fá að éta og þessi tölvugæludýr. Þau voru sammála um það að þegar dýr dæju ekki í alvörunni, þá yrði maður heldur ekki sorgmæddur í alvörunni og þeir sem vissu ekkert um dýr héldu kannski að lífið væri bara svona, það væri bara ýtt á tvo-þijá takka og þá lifnaði allt við aftur! Hvað á ég að gera? Mér fannst svo frábært að hlusta á þessa krakka, vera að tala saman um það hvað full- orðið fólk væri skrýtið (þau eru á aldrinum 6-9 ára), og spyrja mig til hvers fólk væri alltaf að búa eitthvað til handa börnum. Þau gætu alveg fundið sér eitt- hvað sjálf að gera! Það er nefnilega málið: Börn víða nú á dögum þurfa ekki að hafa fyrir því að finna sér eitt- hvað að gera, og þar af leiðandi missa þau allt frumkvæði, hug- myndir og skapandi hugsun. Þau spyrja bara: Hvað á ég að gera næst? Þú verður að finna eitthvað handa mér að gera. Oooo mér leiðist svo! Hvað á ég að gera þegar ég er búinn að því? Það er keypt leikjatölva og óteljandi leikir, og þar geta þau setið hálfan daginn eða allan, stjörf, þangað til þau fá leið á leikjunum sínum. Þá geta þau horft á spólur, Andrés, Mjall- hvíti, Konung ljónanna o.s.frv. Jóhanna Halldórsdóttir skrifar Og allt hitt draslið sem við foreldrar erum svo upptekin af að börnin okkar verði að eiga eins og öll hin börnin: Barbíhús og 150 Barbíur til þess að búa í húsinu sem þarf að vera svo fínt að það má helst bara horfa á það, alla geisladiska og barnaspólur sem gefnar eru út og rúmlega það. En ég veit að ég gæti talið svona endalaust áfram. Verið með bömunum! En ég veit líka að börn þurfa ekkert á þessu að halda, ókei, sumt af draslinu er kannski ágætt með í uppvextinum. En kæru foreldrar, farið þið nú og gerið eitthvað með börnunum ykkar, plantið tijám eða græn- meti næsta vor, farið með þau í bíó eða sund, eða bara litla gönguferð og sýnið þeim blóm- in, fuglaná, snjóinn, steinana, eða þegiði bara með þeim. I guðs bænum hættiði að mata börnin ykkkar á tómri vitleysu! í fyrsta Iagi eru þau yfirleitt svo skynsöm að þau gleypa ekki við henni, í öðru lagi verða þau leið á henni eftir smá tíma, og þá verðið þið að útvega nýja vit- leysu sem þau verða svo aftur leið á eftir smátíma, í þriðja lagi geta þau alveg eins dundað sér með kakóbauk í sandhaug eða drullupolli og það er líka mikið ódýrara og hollara. Á misjöfnu þrífast börnin best og þau hafa bara gott af því a ð verða svolítið óhrein og éta dálítinn skít. Þessi leikföng væru eldíi öll framleidd heldur, nema af því að foreldrar eru svo góðir kaup- endur, við viljum jú gefa börn- unum okkar allt það besta. Allt í lagi með það, þá skulum við gefa þeim tímann sem er að lfða, gefa þeim okkur sjálf og gera eitthvað með þeim! Til hvers eru þeir að eiga börn sem ekkert nenna fyrir þeim að hafa eða sinna þeim? Það er óskiljanlegt, en burt með tölvugæludýrin og Turtles- ana! Eins og dóttir mín sagði: Þá er nú betra að eiga fiska í búri, þeir pípa ekki á mann þegar þeir þurfa að éta. Þeir bara steinhalda kjafti! Hvað er best fyrir börnin? Það sem þau vilja, eða það sem við reynum að halda að þeim? Með stóru spurningarmerki úr Blöndudalnum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.