Dagur - 04.11.1997, Blaðsíða 10

Dagur - 04.11.1997, Blaðsíða 10
26 - ÞRIÐJUVAGUR 4 .NÓVEMBER 1997 LÍFIÐ í LANDINU D^tír- Ford Ka er framúrstefnulegur bíll í útliti, sannarlega flottasti bíllinn á markaðnum hérlendis í dag. MYND: OHR Olgeir Helgi Ragnarsson skrifar Ég get ekki sagt annað: Ford Ka er einfaldlega lang flottasti bíllinn sem er á markaðnum hérlendis. Punktur. Þarf ég að segja eitt- hvað fleira? Þetta er framúr- stefnulegur bíll í útliti og hönnun enda af- sprengni hinnar svokölluðu „edge design“ hjá Ford, ekki bíll sem við eigum að venjast. Aðrir framleiðendur láta sér nægja að smíða svokallaða „framtíðarbíla" fyrir bílasýn- ingar, en Ford hefur hugrekki til að láta slíkan bíl á markað og Brimborg hug- rekki til að flytja hann til landsins. Húrra fyrir því! Ford Ka sker sig verulega úr þeim hefðbundnu sem eru á markaðinum. Menn taka strax eftir útlitinu. Fram- ljósin eru þríhyrnd sem gefur hílnum skáeygðan og svolítið glannalegan svip. A stundum var beinlínis mannsöfn- uður að skoða bílinn og yfirlýsingarnar sem ég heyrði þegar ég var með bílinn voru yf- irleitt annað hvort „rosalega flottur" eða „ógeðslega ljótur.“ Eftir að hafa prófað bílinn og kynnst honum aðeins er ég í hópnum sem finnst hann rosalega flottur. Það kom mér reyndar á óvart að konur virðast fljótari að lýsa því yfir að bíllinn sé ljótur en karlmenn eru aftur á móti frekar til- búnir til að taka hann í sátt. Einn karl- maður á áttræðisaldri hældi honum meira að segja við mig. En reglan var sú að fólki líkaði bíllinn betur þegar það fór að líta nánar á hann. Ótrúlega nimgóður fyrir tvo Þetta er smábíll, skráður fyrir fjóra far- þega og vélin er 1300 rúmsentímetrar. Það segir ntanni að hann sé lítill og þröngur. En Ka er hreint ekki þröngur fyrir tvo, það kom mér reyndar á óvart hvað hann er rúmgóður fram í. Og til að sannfæra mig enn frekar fékk ég stærri mann en mig (hærri) til að setj- ast undir stýrið. Sá er 194 sm. á hæð og síður en svo pervisinn. Honum varð að orði þegar hann var sestur inn: „Hér er alveg pláss fyrir dýralækni." Og axla- plássið var yfirdrifið nóg fyrir okkur tvo þó við sætum hlið við hlið fram í bíln- um og fór í rauninni ágætlega um okk- ur. Mælaborðið er flott, það verður ekki af því skafið. Einfalt en flott. Það má segja það sama um alla hönnun bílsins; einföld en flott. Mælaborðið er í einni einingu, útvarpið og hvað eina, íbjúgt frá vinstri og lafir niður í miðjunni til hægri. Mjúkar línur og allt í stíl. Takkar FordKa er einifólks- bíllinn sem skersig verulega úrá íslensk- um markaði í dag. fáir, einfaldir, en öll stjórntæki liggja einkar vel við ökumanni. Töluvert bil er frá mælaborðinu niður á gólfið, ekki heill stokkur eins og yfirleitt í bílum, þannig að maður getur haft hægri fót- inn frjálsan. Aftur í er hins vegar heldur þrengra og of lágt undir loft fyrir mig þó ég sé ekki nema um 175 sm. á hæð. Aftur- sætin eru eiginlega hálfgerð barna- eða unglingasæti Það vantar Iíka að fram- sætin renni fram þegar maður veltir þeim fram til að ganga um aftursætin. Þessi önugleiki við sætisfærsluna hlýtur að lagast í næstu kynslóð Ka. Farang- ursrýmið er passlegt fyrir tvo meðal- stóra innkaupapoka. Hjólin eru mjög utarlega á bílnum og gerir það aksturseiginleika bílsins ótrú- lega góða, enda er þrælgaman að aka Ka. Hann er kvikur í hreyfingum og lip- ur en liggur þrælvel auk þess sem 1300 vélin skilar sér Ijómandi vel í þessum Iétta bíl sem er innan við 900 kíló. Fínn á malarvegunum en á lausamöl er þó rétt að gæta sín á því að ofbeita bílnum, hann er það léttur að afturendinn getur hlaupið út undan sér við slíkar aðstæður. Ka mældist eyða 8,2 lítrum á hundraðið í reynslu- akstrinum sem gefur sannarlega góð fyrirheit um sparneytinn bíl. Ford Ka kostar 998 þúsund krónur. Mundi ég? Mundi ég kaupa svona bíl? Já, alveg hiklaust ef ég væri orðinn ríkur og bú- inn að eignast túrbó-dísel jeppann sem ég mundi þá nota sem aðalbíl fjölskyld- unnar. Þá hentaði Ka ljómandi vel sem annar bíll í snattið, bæði hagkvæmur í rekstri og verðið innan við milljón. Maður fær ekki marga bíla á innan við milljón í dag í skattaáþján íslenskra bíl- eigenda. En sem fjölskyldubíll er hann ekki praktískur og kemur tæplega til greina sem slíkur. Fyrir eina manneskju að snúast eða tvo saman er hann hins vegar fínn og sannarlega frábær innan- bæjarbíll. Og það er allt í lagi fyrir börnin að vera aftur í en það er betra að þau séu orðin það gömul að þau geti komið sér þangað sjálf. Ég spái því að Ford Ka eigi eftir að verða algeng sjón á götunum hérlendis innan tíðar. Ýmsar stærðir Lengd Breidd Hæð Þyngd Hjólhaf Tankur Beygjuradíus 3620 mm 1631 mni 1368 mm 890 kg 2446 mm 42 I 4,95 m Peysa er flík sem maður er sett- ur í, þegar mömmu manns er kalt. Þetta sagði Iítill gutti eitt sinn, þegar hann var eitthvað ósáttur við fötin sín. Af hverju skyldi maður gera í dag það sem maður getur fengið aðra til að gera fyrir sig á morgun? Já af hverju eiginlega? Farðu með barnið þitt í gegnum lífið eins og þið séuð saman á ferðalagi og að þú hafir komið þarna áður. Þetta er nú fallega sagt, ekki satt?. Við getum varla sagt börnum okkar það lengur að peningar vaxi ekki á trjám, þau eru sannfærð um að þeir komi úr veggjum eftir að hafa séð alla hrað- bankana. Sumir fara snemma á fætur og eru eld- hressir, flestir hinna fara bara á fætur snemma. Blessað barnalán. Það hefur aldrei ver- ið til svo yndislegt barn, að móðir þess gleddist ekld þegar það var sofnað. Að læra mannasiði, er eins og að læra ökureglur. Þeir hjálpa okkur á vegi samskipta við annað fólk. HVAÐ Á É G A Ð GERA Afbiýðisemi Ég á tvær dætur, önnur er átta ára en sú yngri er fjögurra ára. Vandamál mitt er það að sú eldri er mjög afbrýðissöm út ( þá yngri. Ég hef reynt ýmislegt, veitt þeirri eldri athygli umÍTam þá yngri, rætt við hana sérstaklega um afbrýðisemi og annað á þeim nótunum. En ekkert virðist virka. Afbrýðissemi á milli systkina er mjög algeng. Eldri dóttir þín hefur vafalítið upplifað það sem innrás á sinn rétt þegar sú yngri fæddist, þá búin að vera einkabarn í fjögur ár. Þú bregst eins rétt við eins og hægt er, með því að ræða málið við hana og veita henni meiri athygli þegar hún kallar eftir lienni. En þetta er alltaf erfitt viður- eignar og inn í svona mál blandast alls- konar tilfinningar aðrar. Oft finna for- eldrar hjá sér óþol og jafnvel pirring í garð barnsins sem heimtar mesta at- hygli og er jafnvel ósanngjarnt í garð foreldra sinna hvað það snertir. Stöðug slagsmál og hávaði á milli systkina er þreytandi fyrir foreldra. Ef stúlkan þín lætur sér ekki segjast við það sem þú gerir til að leysa málið, þá er ef til vill ráð fyrir þig að leita til fjölskylduráð- gjafa eða skólasálfræðings til að fá fag- lega aðstoð. Vigdís svarar í símann! Ertu með ráð, þarffu að spyrja, viltu gefa eða skipta? Vigdís svarar í símann M. 9-12. Síminn er 563 1626 (beint) eða 800 7080 Pdstfang: Þverholt 14 Rvk. eða Strandgata 31 Ak. Netfang: ritstjori@dagur.is Ýmislegt gefíns Hver vill eiga BLÁA HJÓLIÐ með þremur gírum? Hvern vantar FUNDARBORÐ eða BORÐSTOFUBORÐ með rúnnuðum hornum, 2,10 x I m að stærð. Þeir sem hafa áhuga, geta fengið þessa hluti gefins í Kópavogi. Upplýsingar í síma 554 0163. Siirmatiir og kransæðar HTil mín hringdi kona sem sagðist hafa heyrt að fólk með kransæðasjúkdóma mætti borða feitt kjöt ef það væri lagt í súr. Hún vildi vita hvort þetta væri satt og ég hafði samband við Laufeyju Steingrímsdóttur næringarfræðing til að fá upplýsingar um þetta. Hún sagði að þetta væri útbreiddur misskilningur, en því miður hefði súrinn engin áhrif á fit- una. Hins vegar væri súrmatur mjög kalkríkur og b-vítamínríkur og því holl fæða. Sýran inniheldur nefnilega mikið kalk og b-vítamín. En hvað varðar kolesterol, verður fólk að bíta í það súra epli að mega ekki borða fituríka fæðu, hvorki súra né ósúra.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.