Dagur - 04.11.1997, Blaðsíða 11

Dagur - 04.11.1997, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 4 .NÓVEMBER 1997 - 27 LÍFIÐ í LANDINU SPJALL Flestir kannast við 911 þættinaí sjónavarpinu, þar sem endursköpuð eruatvikúrlífi fólks þarsem mikil hætta hefurskap- ast á því að einhver týni lífl eða slasist alvarlega. Neyðarlínan Hér á landi er það sími 112, Neyðarlínan, sem tók til starfa um áramót 1995-96. Fyrir nokkru var haldið námskeið fyrir starfsfólk Neyðarlínunar, nám- skeið sem miðar að því að starfs- fólkið sé betur starfi sínu vaxið. Elínborg Aðils vann áður hjá lögreglunni, en hóf störf hjá Neyðarlínunni í jan. 1996. „Það er helst að fólk sé svolít- ið feimið við að hringja vegna þess að það heldur að aðeins megi vera um líf og dauða að tefla. En neyð er neyð, hvort sem þar er um hjartaslag eða innbrot að ræða. Mælikvarðinn er einfaldlega upplifun fólksins á atburðinum. Það sem einn kallar neyð, er kannski smámál í augum annars, en veldur eigi að síður þeim fyrrnefnda miklum vandkvæðum11. A námskeiðinu var farið mjög nákvæmlega í alla símsvörun, leiðbeinendur voru tveir banda- rískir menn sem vinna við 911 kerfi í Bandaríkjunum. Ubúin voru kort sem starfsfólk fyllir út Fái eldri en 3 4 ára verk í brjósthol í Bandaríkjunum, er það flokkað sem hugs- anlegthjartaáfall. jafnóðum þegar hringt er og leiðbeina fólki samkvæmt þeim svörum sem fást. „Við eigum fyrst að spyrja sjö spurninga, það eru grunnspurn- ingar,“ segir Elfnborg. „Svo þeg- ar við höfum fengið svör við þeim, þá getum við farið í næstu spurningar, eftir því í hvaða flokki viðkomandi lendir, hvers- konar neyð er um að ræða. Við sem vinnum við Neyðarlínuna höfum öll grunnþekkingu í skyndihjálp og allir eru þjálfaðir í einhverju fleiru. Margir eru fyrrverandi Iögreglumenn, sjúkraflutningamenn eða hjálp- arsveitarmenn og hafa góða þekkingu á erfiðum aðstæðum". Elínborgu finnst þetta nám- skeið hafa gert mikið gagn. Betri samræming fáist þegar allt er til á blöðum, skipulagið allt í fast- ara formi og við það aukist verulega líkur á því að rétt svör- un verði. „Stundum er fólk dá- lítið óþolinmótt og skilur ekki af hverju ég er hin rólegasta að tala við það þegar því finnst að ég eigi að vera að senda því hjálp. Það gerir sér ekki grein fyrir því að á meðan ég er að tala við það, þá er hjálpin á leið- inni. Og með þeim \dðbótarupp- Iýsingum sem ég fæ, þá hafa sjúkraliðar og læknir betri að- stöðu þegar á staðinn er komið. Svo eru reyndar margir sem verða rólegri við það að talað er við þá á meðan þeir bíða. Það skiptir öllu máli að halda ró sinni og halda áfram að fá upp- lýsingar og segja fólki til. Sú að- stoð sem viðstaddir geta veitt á meðan beðið er, getur skipt höf- uðmáli, því oft er þetta spurning um mínútur,“ segir Elínborg að lokum. NÝJAR ÍSLENSKAR ÞJÓÐSÖGUR „Dansaðu þá“ Saga sú sem hér er höfð eftir, gerðist íyrir um það bil þrjátíu árum, en þetta var á þeim tíma þegar Hermann Gunnarsson, títtnefndur Hemmi Gunn, var nemandi í Verslunarskóla ís- lands. Þá, rétt einsog nú, fannst Hemma afar gaman að standa fyrir ýmiskonar gríni og gamni, og stóð hann fyrir ýmsum uppá- komum í því sambandi. Svo var það einhverju sinni sem haldið var heljarmikið skólaball í Versló, eða nemenda- mót einsog þessar samkomur heita á þeim bænum. Þangað var Hemmi mættur að vanda og vildi ekki láta sitt eftir liggja í gríninu. Hann tók sig því til og gekk að ungri stúlku sem sat þarna við borð og spurði hana hvort hún vildi dansa. Sú varð í fyrstu nokkuð hissa, enda hafði hún aldrei heyrt um sérstaka kunnáttu Hemma eða áhuga hans á dansmennt, þó seinna tækist honum reyndar að toppa alla sprengitenóra landsins með laginu Hvað er betra en að dansa. En vinkonan ákvað að láta slag standa. Og hún gekk með Hemma út á dansgólfið, en þangað leiddust þau hönd í hönd og þegar út á gólfið kom sleppti okkar maður handtakinu og sagði svo hina fleygu setn- ingu, sem margir hafa síðan í minni sér: „Jæja allt í lagi, dansaðu þá-“ Umsjón: Sigurður Bogi Sævarsson. SMÁTT OG STÓRT UMSJON Guðrún Helga Sigurðardóttir „Mér þykir þú hvass“... Háttvirtur símamálaráðherra, Halldór Blöndal, svaraði fyrir hækkun á gjaldskrá Pósts og síma í síðustu viku og sló þar í gegn eins og hans er von og vísa. Ráðherrann sneri vörn í sókn og tókst sérlega vel upp þegar hann ásakaði fjöl- Símamálaráðherrarm: „Þú vilt ekki svara“... Þegar vel er gert er vel gert. miðlamann: „Þú ert svo ungur, þú manst þetta ekki...“, „Vertu nú ekki að snúa út úr...“, „Mér þykir þú hvass“, „Það kom nú fram hjá mér áður í Morgun- blaðinu, ég geri ráð fyrir að þú hafir séð það, áhugamaður um þessi mál...“ og svo sneri ráð- herrann spurningaleiknum við, í stað þess að svara spurningum sagði hann ásakandi: „Þú vilt ekki svara þessum spurning- um“! Hver var að spyrja hvern? Þegar erfitt er að svara fyrir pólitískar gjörðir sínar verður maður vfst að grípa til annarra ráða. Þannig er lífið. Hverjum skal hrósað? I Hafnarfirði hefur verið stofn- að nýtt listafélag með það markmið að gera listir sýnilegri í bæjarlífinu og er það óneitan- lega löngu tímabært. Sigurður Einarsson arkitekt er einn af forvígismönnum þessa nýja fé- lags. I síðasta tölublaði af Fjarðarpóstinum skrifar hann grein og kvartar hann undan því að hönnun sé illa sinnt af bæjaryfirvöldum. Hann nefnir þó tvö dæmi um vel heppnaða hönnun, hönnun og byggingu tónlistarskóla og safnaðarheimilis við Hafnarfjarðarkirkju og svo endurbyggingu húss Verslunar Einars Þorgilssonar. Sigurður vann sjálfur það hönnunarverkefni. Sumir myndu kannski kynoka sér við að hrósa sjálfum sér opinberlega en þegar vel er gert er vel gert og ekkert fjas um annað. Jólahvað? Jólagjafavertíðin er byrjuð, svo sem sjá má í auglýsingum og verslunum. Sú var tíðin að börnin biðu með tilhlökkun í augunum eftir jólasveinunum í Rammagerðinni. Þegar þeir skrítnu karlar og konur voru komnir í gluggann í Hafnar- strætinu, og áður Suðurlands- brautina, þá voru jólin í nánd og ekki fyrr. Nú er tíðin önnur. Kaupmenn keppast um heimil- ispeningana fyrir jólin því að allir vilja stækka kökuna og fá sem stærstan hlut af henni. Kringlan og Holtagarðar vilja helst gleypa allt og alla og skilja ekkert eftir fyrir smælingjana. Þess vegna ryðjast menn áfram í auglýsingatímum sjónvarpsins og jafnvel má sjá ómerkilegar auglýsingar herrafataverslana fram- leiddar í útlöndum þar sem textinn er áberandi útlenskulegur. Er þetta boðlegt? Nei, segja sumir. Nú hefur Rammagerðin ekki lengur forystuna. Nú er það lögmál frumskógarins sem gildir. Héðan í fráog hingað tU Og í Tokin er vitnað í Friðrik Sophusson fjármálaráðherra sem hitti naglann á höfuðið og sagði svo ógleymanlega út yfir söfnuð eldri borgara fyrir utan Alþingishúsið fyrir nokkrum vikum: „Héðan ífrá og liingað til“... Og hvað skyldi það nú þýða? Jólin: lögmál frumskógarins gildir. „Héðan i frá“... „og hingað til“.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.