Dagur - 04.11.1997, Blaðsíða 12

Dagur - 04.11.1997, Blaðsíða 12
Enginn vandi að hætta! Leikaramir Valgeir Skagfjörð og Pétur Einarsson ætla að kenna reykingafólki að hætta fyrir lífstíð; það erenginn vandi, segja þeir. Leikararnir, leikstjórarnir og þús- undþjalasmiðirnir Valgeir Skag- ijörð og Pétur Einarsson ætla í næsta mánuði að hefja nám- skeiðahald fyrir reykingafólk sem vill hætta að reykja. Námskeiðið byggir á aðferð AUen Carr um auðveldu leiðina til að hætta, en hjá Valgeiri og Pétri verður mottóið: Enginn vandi að hætta. „Við viljum hjálpa langt gengnu reykingafólki að hætta að reykja og erum sannfærðir um að þessi aðferð er pottþétt. Reyndar svo sannfærðir að við tölum um 90% árangur og lofum endur- greiðslu ef fólk hættir ekki,“ seg- ir Valgeir í samtali við Dag. Engin trix - bara sannleikur Carr þessi skrifaði bók fyrir nokkrum árum, sem hefur farið sigurför um heiminn. Hann þró- aði námskeiðahald, sem tekið hefur verið upp í hverju landinu á fætur öðru og fengu Vaigeir og Pétur styrk frá tóbaksvarnanefnd til að kynna sér aðferðina. „Námskeið er kannski ekki rétta orðið, réttara væri að tala um ldíník og þerapíu. Ferlið er ekki flókið, við tökum fólk á fjög- urra klukkustunda námskeið eða meðferð og á meðan á því stend- ur má fólk reykja að vild. I lokin drepur fólkið samt í sinni síðustu sígarettu og fær svo „hypnoter- apíu“ eða Iétta dáleiðslu, sem þó er ekki dáleiðsla í venjulegum skilningi. Við tölum um 90% ár- angur og eigum við að flest öllum dugar eitt skipti, en fólk má koma aftur og aftur án þess að borga nema einu sinni. Ef ekkert gengur fær fólk pening sinn end- urgreiddan. Það eru engin trix í þessu. Við notum ekkert annað en sannleikann. Eg veit hvað ég er að tala um; sjálfum tókst mér Ioks að hætta með þessari aðferð, eftir 25 ára reykingar," segir Val- geir. -FÞG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.