Dagur - 04.11.1997, Blaðsíða 1
Bestu flatkökur í heimi!
Katrín er nokkuð ánægð með sig og flatkökurnar. Hún liggur ekkert á þvi' að hún baki bestu flatkökur í heimi og engin
furða að fjáröflun skyldi hafa gengið vel þarna um árið miðað við að þá fór þessi afurð fyrst á heimsmarkað. mynd: sjh.
„Það varfyrír 16 árum
að ég byrjaði að baka fyrír
Jjáröflun Kvenfélagsins, “
segirflatkökukonan
Katrín Brynjólfsdóttir í
Vík um það hvemig stóð
á því að húnfór að baka
flatkökur. „Þaðvarbesta
fjáröflunaráríð hjá okk-
ur“ segirhún.
Katrfn er nokkuð ánægð með sig og
flatkökurnar. Hún Iiggur ekkert á því
að hún baki bestu flatkökur í heimi
og engin furða að fjáröflun skyldi
hafa gengið vel þarna um árið miðað
við að þá fór þessi afurð fyrst á
heimsmarkað. „Heimsmarkað" er
kannski full stórt orð fyrir Kaupfélag-
ið í Vík. Gegnum það seldi Katrín
árum saman og vann tiltrú og holl-
ustu flatkökuunnenda. Um tíma var
einungis hægt að kaupa þessar dýrð-
arkökur á þremur stöðum í heimin-
um: í Kaupfélaginu, í bílskúrnum hjá
Katrínu og gegnum klíku í ákveðnu
útibúi Islandsbanka í Reykavík. Það
þurfti ekki meira: kökurnar seldu sig
sjálfar.
Nú aðcins hjá Katrínu
Nú fást kökurnar aðeins hjá Katrínu.
Hún rekur gistiþjónustu allan ársins
bring en kökurnar bakar hún í bíl-
skúrnum. Þar er húið að koma fyrir
einni góðri rafmagnshellu, haganlega
undir „reykháf" sem gleypir reyk inni
í dulitlu baksturshólfi og leiðir út.
Þarna situr hún á upphækkuðum
kolli á daginn og „það er svo assgoti
gott að hafa eitthvað að gera í ellinni"
segir hún; hlustar á Pétur Pétursson
á rás 1. Ekki alveg einsömul. Litla
barnabarnið, sex ára hnáta, er í gæslu
og drífandi í bakstrinum: „Amma eig-
um við ekki að fara að baka flatkökur"
er viðkvæðið hjá þeirri stuttu. Þetta
er rekstur með mjög litla yfirbygg-
ingu. Aðeins þessa túðu yfir raf-
magnshellunni sem hún bakar á, og
frystikistu sem hún bakar oní. „Þær
eru jafnvel betri úr frysti," segir
Katrín. Þær eru dýrlegar hvort heldur
sem er: beint af hellunni eða frosnar
10 saman í pakka.
Heilbrigðiseftirlitið
Jú jú, hún er með allt á hreinu, það
vantar ekki að heilbrigðiseftirlitið er
búið að koma að skoða og hún borg-
ar eftirlitsgjald árlega: „En svo koma
þeir bara ekkert aftur!“ segir hún og
hefur greinilega ekkert á móti því að
fá heimsókn fyrir gjaldið. Og svo
hefur hún aðgang að endurskoð-
anda sem telur fram, þetta er allt á
hreinu. Og tekjurnar? „Ja, ég er nú
búin að klæða húsið að utan og inn-
rétta aftur allt að innan fyrir kök-
urnar,“ segir hún. „Ellilaunin gera
ekki meira en hafa til að borða“.
Samt eru kökurnar ekki svo dýrar,
hún hefur frétt af þeim dýrari í Ás-
byrgi fyrir norðan og svo „kom hing-
að Grikki og honum fannst ég fá lít-
ið fyrir kökurnar!" Það eru alþjóð-
legir straumar á gistiheimilinu.
Leyndarmál!
Uppskriftin er leyndarmál. „NEI!“
segir Katrín harðákveðin þegar beðið
er um hana. „Magnús Skarphéðins-
son lét sig ekki fyrr en hann fékk hluta
af henni," segir Katnn brellin á svip
þegar hún segir „hluta af“. Magnús
var fastagestur lengi og Katrín lét
undan á einhveiju vafasömu augna-
bliki, en þó ekki meira en svo en halda
aðalatriðinu fyrir sig og sinn bílskúr.
Og Magnús? „Hann hefur ekki kom-
ið síðan!" í þessari sögu býr mikill
sannleikur um leyndardóm viðskipt-
anna. Hún hær dillandi hlátri.
Sálin í baksturinn
Snemma á morgnana koma barna-
börnin og fá að maula hjá henni
þangað til kominn er tími á skólann.
Þá fer hún niður í skúr „að baka flat-
kökur“; þegar hún segir þessi orð er
eins og manni hlýni öllum að innan.
Tónninn er þannig. Kankvís og sposk
á svip „að baka flatkökur"; sú litla
kemur stundum með ömmu sinni og
það er auðvelt að ímynda sér andrík-
ið yfir bakstrinum þegar þær tvær
eru að. Katrín er rösk til munns og
handa og enginn kemur að tómum
kofanum hjá henni, í orðsins fyllstu
merkingu: full kista af kökum og
uppbúin rúm í „Gistiheimili Katrín-
ar“, Vík í Mýrdal. -SJH.
! Veitum hagstæð
lán til kaupa á
landbúnaðawélum
SP-FJARMOGNUN HF
Vegmúli 3 • 108 Reykjavik • Simi S88-7200 • Fax 588-7201
Þoó tekur oöeins
eitrn m ■
■virkan
dag
aö kortta póstinum
þinum til skila
mim nctsiNUftt |
-JBUM
Tolli Og
Thor
skrifa
bók. bis. 21
1 verslnar-
ferð á
íslandi.
Bls. 19