Dagur - 04.11.1997, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 4.NÓVEMBER 1997 - 23
Tkyptr.
LÍFIÐ í LANDINU
Fjöliniðlaelítaii
skemintir sér
Ingó, Broddi, Leifur, Kristín - íslenska útgáfan affina og fræga fólkinu á laugardags-
kvöld.
Laun samkv. gildandi samningi viðkomandi stéttafélags og
fjármálaráðherra. Umsóknareyðublöð fást hjá starfsmannahaldi
Ríkisspítaia Þverholti 18 og í upplýsingum á Landspítala.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um
ráðningu hefur verið tekin.
v________________________________________________________________/
Yndælt stríd: Kveöjukossinn hjá Andreu og Sigurði G.
RAUTT Lj ÓS þý&i* RAUTT LJÓS
IUMFERÐAR
RÁÐ
óskast á kvennadeild frá 15. nóvmeber n.k. Um er að ræða
tvær stöður til sex mánaða eða eins árs í senn með mögu-
leika á framlengingu. Einnig kemur til greina ráðning til
skemmri tíma. Upplýsingar veitir Linda B. Helgadóttir, að-
stoðarlæknir, sími 560-1000, kalltæki. Umsóknir berist til
Jóns Þ. Hallgrímssonar yfirlæknis.
Hjúkrunardeildarstjóri
óskast á göngudeild geðdeildar, deild 31E, frá 1. janúar
1998. Á deildinni er veitt bráðaþjónusta, eftir- og stuðnings-
meðferð við einstaklinga og fjölskyldur. Æskilegt er að við-
komandi hafi reynslu af starfi á geðdeildum. Umsóknarfrest-
ur er til 1. desember n.k. Hægt er að sækja um húsnæði á
vegum deildarinnar. Upplýsingar veitir Guðrún Guðnadóttir
hjúkrunarframkvæmdastjóri í síma 560-2600.
Hjúkrunarfræðingar
óskast á eftirtaldar deildir:
Geðdeildir á Landspítalalóð, til að taka nætun/aktir, að
meðaltali tvær til þrjár vaktir á viku. Einnig er óskað eftir
hjúkrunarfræðingum á hinar ýmsu deildir geðdeildar. Um er
að ræða 100% störf eða hlutastörf á morgun- og kvöldvökt-
um. Upplýsingar veitir Guðrún Guðnadóttir hjúkrunarfram-
kvæmdastjóri í síma 560-2600
Taugalækningadeild.
Aðaláhersla er lögð á hjúkrun og endurhæfingu sjúklinga
með vefræna taugasjúkdóma. Fastar næturvaktir koma til
greina. Skipuleg fræðsla er á deildinni og starfsaðlögun með
reyndum hjúkrunarfræðingum. Starfsaðstaða á deildinni er
góð. Upplýsingar veitir Jónína Hafliðadóttir deildarstjóri í
síma 560-1650.
ÓH Palli í Rokklandi og Lísa á Lísuhól. Hann heldur víst að hann sé í Stones!
Útvarpsmenn og gestir þeirra
komu saman á laugardagskvöld-
ið til að kveðja gamla félaga:
Sigurð G., Kristínu Olafs og
Andreu Jóns, svona eins og við
sögðum frá í helgarblaðinu.
Tæknimenn Rúv höfðu soðið
saman kröftuga dagskrá með
völdum samklipptum atriðum
sem sögðu „sannleikann" um líf-
ið og útvarpið; söngtextar bein-
skeittir all nokkuð og hóflega
kneifað ölið. Svo duttu inn
gamlir jaxlar af Bylgjunni, sem
fengu miðbæjarleyfi (Guðrún
Gunnars, Kristófer og Ivar), og
af sjónvarpinu: Arni og Ingó,
(Ingólfur hafði reyndar kynnt
bók sína um Esra Pétursson
daginn áður í öðru boði - víðför-
ull drengur), Dagsljósfélagar
(gamli morgunhaninn Leifur og
litla stelpan í genginu); Dagstfð-
indamenn þarna líka og ljós-
myndari Se og hör; sem sagt
fjölmiðlaelítan eins og hún ger-
ist fegurst á laugardagskvöldi.
Undir miðnætti tók fráfarandi
dagskrárstjóri Sigurður G. Tóm-
asson hatt sinn og staf og kvaddi
með stuttri ræðu mállauss
manns. Kjarninn í henni var:
„mín var ánægjan.“
LANDSPITALINN
... / þágu mannúðar og vtsinda...
Aðstoðarlæknar
Föstudagurinn 31. október,
Iokakvöld Unglistarvikunnar ‘97.
Fyrsta atriði kvöldsins var af-
rakstur Spunadans- og skúlptur-
námskeiðs. Spunadansarar
dönsuðu í kringum skúlptur-
verkin undir takti drungalegrar
tónlistar með þemað mjúkt og
hart að leiðar ljósi. Atriðið hófst
á því að átta stúlkur sem að tóku
þátt í dansinum skriðu niður
veggi í einu horni kvosarinnar í
M.A. Skriðu síðan í átt að
miðju dansgólfi þar sem að
dansað var í kringum skurðgoð-
in (skúlpturverkin) og tilfinning-
aríkur dans þeirra hafði greini-
lega mikil áhrif á áhorfendur
sem voru mjög hrifnir.
Ræðukeppni milli Mennta-
skólans á Akureyri og Verslunar-
skóla íslands hófst kl.21:00 og
var það greinilegt að viss andi
kom yfir salinn þegar verslingar
mættu í salinn. Þeir komu eftir
að hefðbundinni dagskrá Ung-
listar var lokið. Greinilegt var að
liðin höfðu legið yfir umræðu-
efninu, sem gekk útá það hvort
ætti að einkavæða ríkisfyritæki
eða ekki, strax og liðstjóraræð-
um var lokið var báráttan hafin.
Þessi keppni varð síðan mjög-
Ræðulið Menntaskólans á Akureyri.
söguleg því að öllum áhorfend-
um var vísað úr salnum eftir að
greinilegt var að andinn sem að
sveif yfir salinn er verslingar
gengu inn var vínandi. Eftir öll
þessi ósköp var keppninni haldið
áfram og þrátt fyrir allt þá
skemmtu ræðumennirnir sér vel
og flutningur liðanna var góður.
En í lokin skildi mikill munur
liðin að eða 373 stig og má segja
að þar hafi reynsla verslinga
skipt höfuð máli þeir svöruðu
betur og mótrök þeirra voru
hnitmiðaðri. VÍ fékk 1440 stig á
móti 1067 MA og ræðumaður
kvöldsins var Hafsteinn Þór
Hauksson Ví.
Unglist lokið