Dagur - 04.11.1997, Blaðsíða 3

Dagur - 04.11.1997, Blaðsíða 3
PRIÐJVDAGVR A.NÓVEMBER 1997 - 19 LÍFIÐ í LANDINU Dýrogfín merki eru jniklu ódýmri á íslandi en í Bandaríkjunum og þvíumað geraað smala saman í skipu- lagðarþriggja daga verslunarferðir og hætta þessari klifun um hreintvatn og ómengað loft. Þetta hafa Samtök verslunarinn- ar, Miðbæjarsamtökin, Flugleið- ir, Kringlan og fleiri hagsmuna- aðilar ákveðið að nýta sér í kjöl- far mjög svo hagstæðra verðkannanna. Þannig eru t.a.m. hin vinsælu Alain mikli gleraugu 30% ódýrari hér en í Bandaríkjunum, breska Wedg- wood postulínið er dýrara í Hong Kong en hér og Rosenthal vörurnar eru 47% ódýrari á Laugaveginum en í Bandaríkj- unum. Paradís jólagjafakaupenda 1 gær kom til landsins hópur bandarískra ferðamanna í sér- staka þriggja daga ferð og er þessi 80 manna hópur sá fyrsti af sjö sem skunda munu niður Laugaveginn og í Kringluna í þeim tilgangi að versla ódýrt á Islandi. Byrjað var á að snæða hádeg- isverð á Hótel Loftleiðum og á meðan kynnti Heiðar Jónsson snyrtir tískusýningu sem hamp- aði vörum frá hinum ýmsu versl- unum sem selja merkjavörur og eins íslenskar hágæðavörur. Eftir matinn var farið með rútu að Laugaveginum og síðan í Kringluna, en í gærkvöldi var móttaka í boði borgarstjórnar. Haldið verður heim á miðviku- daginn en þá verður komið við í Bláa lóninu. Sem sagt allt gert til þess að létta undir við verslunina og láta kaupendunum líða vel. Að sögn Heiðars Jónssonar snyrtis, var hópnum sagt að skynsamlegt væri að halda í við sig í mat og drykk og kaupa þeim mun meira af fallegum vörum því dýrt væri að éta og drekka á landinu en hins vegar gætu menn glaðst yfir ódýrri merkjavöru sem aukin- heldur væri tollfrjáls. „Verðkönnun leiddi í ljós að merkjavara og dýrari vara er allt að 45% ódýrari á íslandi og þess vegna voru þessar pakkaferðir búnar til af Flugleiðum," segir Heiðar. „Við stöndum líka vel að vígi gagnvart mörgum Evr- ópulöndum, erum með tísku- vöru sem stenst fyllilega verð- samanburð og er oftar en ekki ódýrari. — Það er bara þetta með matinn og áfengiö og því er það bara megrun og uppþurrkun í þrjá daga.“ Heiðar segir að þetta sé framtíðaratvinnugrein á Is- Iandi, að selja lsland fólkinu Verslunin Lipurtá kynnti sína vöru. í hópnum var mikið um afa og ömmur sem kannski sáu þá eitthvaö sniðugt tii jóiagjafa. sem á pening. „Það þýðir ekki einungis að fá hingað fólk með bakpokann sinn, nú þurfum við að fara að selja vöruna okk- ar.“ Öðruvísi verslunarstaður Barbara Rankin sölufulltrúi Flugleiða í New Jersey og Tom Guinane leiða hópinn. „Þetta er Joyce Kushinka velur sér hér á diskinn sinn en bandaríski hópurinn snæddi hádegis- verð á Hótel Loftleiðum áður en haldið var í verslanir. Hún hefurþó meiri áhuga á land- inu sjálfu en verslunum í Reykjavík. mjög blandaður hópur, fólk á öllum aldri en kannski frekar menntafólk. Ferðin er hugsuð sem verslunar- og ævintýraferð því þótt allir séu spenntir fyrir því að versla hérna vilja þau einnig sjá eitthvað af landinu." Barbara segir að þótt fólkinu hafi verið kynnt- ar hagstæðar verðkannanir á merkjavöru fyrir ísland þá séu flestir í hópnum fremur á höttun- um eftir einhverju sérstaklega íslensku. „Hópurinn var í byrj- un mun minni en ísland hefur verið mikið í fjölmiðlum undan- farið og fólki finnst þetta ein- stakur staður að heimsækja, eitthvað öðruvísi." Dan Junier er rafmagnsverk- fræðingur og ákvað að koma til íslands eftir lesturinn á „The Jo- urney to the Center of the Earth“ eftir Jules Verne. „Síðan hefur mig langað að koma til eyjarinnar og mér fannst til- valið að geta verslað líka, keypt hluti sem ég mun ekki finna í Banda- ríkjunum. „ Ætlarðu að versla míkið? >Já, ég hef hugsað mér það. Sérstak- lega er ég að hugsa um ullar- vöruna til jólagjafa og síðan eitt- hvað fallegt handa sjálfum mér. Ég er með um 300$ í reiðufé og síðan er það VISA.“ Joyce Kushinka kenndi sögu í framhaldsskóla íyrir nokkrum árum og þá var einu sinni ís- lenskur skiptinemi í bekknum sem talaði svo fallega um landið Heiðar segirþetta framtíðaratvijinugrein á íslandi, að selja ís- landfólkinu sem á pening. að hana hefur sfðan langað að koma. „Ég hef ferðast víða en er loksins komin hingað til að sjá þetta fallega land. Mér fannst samt ágæt að fara í svona stutta ferð." Ætlarðu að kaupa mikið? „Það efast ég um, tíminn er naumur til að versla að ein- hverju viti. — En ég kaupi eitt- hvað handa barnabörnunum, eitthvað sérstaklega íslenskt þannig að þau geti með þeim hætti lært eitthvað um landið. Ég kem frekar í þeim tilgangi að læra um landið en til að versla enda þótt að ferðin hafi verið kynnt sem verslunarferð og miði að slíku.“ -MAR Dan Junier er líklega á fullu núna að leita að jólagjöfum, úr íslenskri ull sem honum var sagt að væri á sérlega hagstæðu verði. myndir: E.ól.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.