Dagur - 04.11.1997, Blaðsíða 6
22 — ÞRIDJUDAGVR 4.NÓVEMBER 1997
1997
Sorpa hlaut umhverfisverðlaun UMFÍ
Sorpa hlaut Umhverfisverðlaun Umhverfissjóðs verslunarinnar og Ungmennafélags íslands sem afhent voru í lok
október. Er þetta í annað sinn sem umhverfisverðlaun eru afhent en í sumar hlaut Hótel Geysir fyrstu
umhverfisverðlaunin. Á myndinni að ofan, sem er frá afhendingu verðlaunanna, eru: Ingimundur Sigurpálsson,
stjórnaformaður Sorpu, Þórir Jónsson formaður UMFÍ, Guðmundur Bjarnason umhverfisráðherra, Bjarni
Finnsson formaður umhverfissjóðs verslunarinnar og Ögmundur Einarsson framkvæmdastjóri Sorpu.
Fréttir frá HSK
Unglingamót í sundi
- 3 HSK met sett á mótinu
Fjölmennur hópur frá Selfossi, Þór og Garpi mætti til leiks á Unglingamóti HSK í sundi sem haldið var í
Sundhöll Selfoss s.l. fimmtudag, en keppt var í flokkum 12 ára og yngri og 13 og 14 ára. Sérstaka athygli
vakti þátttaka sundkrakka úr Garpi, en þeir hafa ekki tekið þátt í sundmótum HSK áður og var Inga Heiða
Heimisdóttir formaður sundnefndar HSK ánægð með að fá nýtt félag inn í sundstarfið innan sambandsins.
Tvíburabræðumir Daníel og Leifur Gunnarssynir, Selfossi, settu þrjú HSK met í sveinaflokki 12 ára og
yngri á mótinu. Leifur bætti 22 ára gamalt met Tryggva Helgasonar í 50 metra bringusundi sveina um 3
sekúndur, synti á 37.4. Daníel setti HSK met í 50 metra skriðsundi, synti á 31.6 og bætti met Þrastar
Ingvarssonar frá 1975 um 0.2 sekúndur og hann bætti einnig metið í 50 metra baksundi, synti á 37.0 en
gamla metið átti Huginn Harðarson frá 1975 sem var 37.5.
Selfyssingar unnu til 8 HSK meistaratitla á mótinu. Þór vann 3 titla og Garpur 2 titla og í stigakeppni
félaga vann Selfoss með yfirburðum hlaut 120 stig. Garpur varð í öðru sæti með 39 stig og Þór í þriðja
með 23.
Framfarabikar mótsins fyrir mesta bætingu milli móta vann Sigþór Magnússon, Þór, sem bætti sig um
17.5 sekúndur í skriðsundi sveina.
Hestamenn sameinast í ein
landssamtök
-félög iiman HSK sækja um að halda fslandsmótið 1999
Fjölmennur hópur frá sunnlenskum hestamannafélögum var á þingum Landsambands hestamanna og
þingi Hestaíþróttasambandsins sem haldin voru á Egilsstöðum um helgina. Sameining þessara samtaka
var samþykkt með miklum meirihluta atkvæða á báðum þingum þeirra urn helgina. Nýju samtökin heita
Landsamband hestamanna og munu starfa innan Iþróttasambands Islands, en Hestaíþróttasambandið hefur
verið aðili að ÍSÍ undanfarin ár.
Einn af stjómarmönnum nýrra samtaka kemur af sambandssvæði HSK, eða Sigurgeir Bárðarson á
Hvolsvelli. í varastjóm eiga sunnlendingar líka fulltrúa sem er Haraldur Þórarinsson í Laugardælum.
Birgir Sigurjónsson frá Sörla í Hafnarfirði var kosinn formaður og Jón Albert Sigurbjömsson úr Fák í
Reykjavík varaformaður.
Á þinginu sóttu 6 félög innan HSK sameiginlega um að halda íslandsmót í hestaíþróttum árið 1999 en
það ár eiga tvö stærstu félögin á svæðinu stórafmæli, Sleipnir verður 70 ára og Geysir 50 ára. Umsókninni
var vísað til stjómar, en þar sem aðrir sóttu ekki um mótið má reikna með að það verði haldið á Hellu eftir
tvö ár.
r
4. tölublað Skinfaxa er komið út en þar er meðal annars að finna
skemmtilegt viðtal við Forseta íslands, herra Ólaf Ftagnar Grímsson.
Skinfaxi kominn út
f síðustu viku kom 4.
tölublað Skinf'axa, tímarits
Ungmennafélags íslands, út.
Efni er ijölbreytt að vanda þótt
meginhluti blaðsins sé
tileinkaður 22. Landsmóti UMFÍ
sem haldið var í Borgarnesi í
sumar. Forseti fslands, herra
Ólafur Ragnar Grímsson, er í
skemmtilegu viðtali í blaðinu
þar sem hann kemur meðal
annars inn á kynni sín af
hreyfingunni allt frá því að
hann var ungur. Einnig eru
viðtöl við: Arna Þorgilsson,
formann HSK, Björgvin
Rúnarsson, handboltakappa á
Selfossi og Gunnar Oddson,
knattspyrnumann hjá Keflavík.
Hafir þú áhuga á að nálgast
blaðið getur þú hringt í
þjónustumiðstöð UMFÍ í sími:
568-2929.
Ný stjórn UMFI
Þórir Jónsson er áfram Jóhann Ólafsson, ritari, og
formaður Ungmennafelags
íslands en ekkert mótframboð
kom gegn honum á 40.
sambandsþingi UMFÍ. Ný
stjórn UMFÍ var kosin og hana
skipa auk Þóris: Björn B.
Jónsson, varaformaður,
Kristján Yngvason, gjaldkeri,
Margir á leið
Mörg héraðssambönd og
félög innan UMFÍ hafa sett
fræðslustarf vetrarins í gang og
pantað námskeið hjá Félags-
málaskóla UMFÍ á næstu
vikum.
Héraðssambandið Skarp-
héðinn heldur þrjú námskeið á
Hvolsvelli fyrstu þrjá
miðvikudagana í nóvember.
Þann 5. nóvember er námskeið
fyrir viðtakandi stjórn, þá
kemur námskeið um stjórnun
og rekstur félaga þann 12.
nóvember og loks námskeið um
ijármál félaga 19. nóvember.
Áhugasamir skrái sig hjá IISK í
síma 482-1189. Námskeiðin
taka öll þrjá tíma og eru létt og
skemmtileg.
Héraðssambandið Hrafna-
Flóki heldur líka námskeið um
HUmsjón
Jóhann Ingi
Árnason
s: 568-2929
Ingimundur Ingimundarson,
Kristín Gísladóttir og Siguður
Aðalsteinsson, meðstjórnendur.
í varastjórn voru kosnir: Páll
Pétursson, Sigurbjörn Gunnars-
son, Anna R. Möller og Helga
Guðjónsdóttir.
á námskeið
stjórnun og rekstur félaga
sunnudaginn 9. nóvember.
Nánari upplýsingar gefur UMFÍ
í síma 568-2929.
Eins og nöfn námskeiðanna
benda til er verið að Ijalla um
ýmsa hagnýta hluti í félagslffi.
Má þar nefna að koma
félagsskapnum á framfæri, gera
markvissar áætlanir um starfið,
virkja fleira fólk til starfa og
gera fundina styttri og
skemmtilegri. Einnig er ijallað
um verkefnin sem hvfia á
hverjum stjórnarmanni. Þess
vegna væri gaman að sjá heilu
stjórnirnar koma á námskeið
og eiga saman skemmtilega
kvöldstund.
Rétt er að geta þess að sumir
framhaldsskólar meta þessi
námskeið til eininga og ætti það
að vera hvetjandi fyrir ungt fólk
að sækja námskeiðin. Auk þess
þarf ekki að ijölyrða um það
hvað félagsleg þekking og leikni
er dýrmæt og nauðsynleg í
lífinu.
Allar nánari upplýsingar um
námskeið I?élagsmálaskólans
eru veittar hjá UMFÍ.