Dagur - 04.11.1997, Blaðsíða 5

Dagur - 04.11.1997, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGU R 4.NÓVEMBER 1997 - 21 X^MT. MENNINGARLÍFIÐ í LANDINU L „Þetta er samstarf þar sem bæði var gefið og þegið og ég er þakklátur fyrir okkar kynni. Bókin er ferðalag, þar sem annar hafði með sér pensilinn og hinn penn- ann, “ segir Tolli um samvinna sína og Thors. Stríðsmenn andans sameinast Stríðsmenn andans nefnist bók sem ThorVilhjálmsson ogTolli sendafrá sérá næst- unni. Þetta erfalleg bókþar sem Thorá textann ogTolli myndskreytingamar. Um hönnum sáu Magnús Arason ogMarteinn Viggósson. Tolli: „Það eru tvö ár síðan við Thor hitt- umst í Þingholtunum og ég hafði á orði við Thor hvort hann væri til í að koma í róður og leggja til orð. Hann hélt það nú.“ Thor: „Seinna kom ég í vinnustofu hans, stóran sal þar sem allt var á fleygiferð. Þegar sýnist vera að hægjast um rýkur Tolli til og málar mynd fyrir augum mér. Eg hreifst af eldmóði hans, tjöri og frumkvæði. Við höfum gaman af því að hittast og bregða á leik, erum báðir þannig gerðir að við förum okkar eigin leiðir. I þessari samvinnu höfðum við báðir frjálsar hendur og ófum á okk- ar máta.“ Tolli: „í mínum huga er Thor meistari. Það verður aldrei árekstur milli meistar- ans og nemandans. Þetta er samstarf þar sem bæði var gefið og þegið og ég er þakklátur fyrir okkar kynni. Bókin er ferðalag, þar sem annar hafði með sér pensilinn og hinn pennann." Thor: „Við erum að grafast fyrir um rætur mannsins í heimi sem er síkvikur. Við stefnum móti þeim öflum sem deyfa sálina. Okkar draumur er að vekja mann- inn og færa hann nær sjálfum sér. Fá manninn það til að skynja sjálfan sig og möguleikana sem búa í hugardjúpi hans.“ Tolli: „Þetta er vel mælt og engu við þau orð að bæta.“ Hringurínn, kulnoður eldur. Ein stendur hún utan hrings, í kaldri auðn, og snýrfrá. 1 hylgjum afgrænu hláu og rauðhleiku; meðan stórar flygsur afsnjó vígja nekt hennar til að lifa af mót nýjum undrum, nýjum galdri af þessum köldu svaltærandi töfrum. En óvissan... er enn ekki víst? Hvort sverfur til máls eða þagnar. Lausnarorðs eða þagnar. Finnast tónar til líknar, lífs? -KB Sigfús hugleiðir steina „í hlöðunum okkar sem við lesum daglega er nú varla nema um tvennt að velja: vitleysu eða óþverra". Svo orti Sigfús Daðason í bók sem nú kemur út að honum látn- um; eitt af stóru skáldum aldar- innar sendir samtímanum kveðju sína. Vitleysa eða óþverri dagsins er þó ekki verri en svo: þessi bók- artíðindi sem hljóta að vera fagn- aðarefni Ijóðaunnenda. „Og hug- Ieiða steina“ nefnist bókin sem Þorsteinn Þorsteinsson bjó til prentunar þegar skáldsins naut ekki lengur við. Ljóðin eru sögð nánast fullort af hálfu Sigfúsar, en tekið fram að sums staðar hafi þurft að beita getgátum: „Hlut- verk mitt (segir Þorsteinn) við út- gáfuna hefur verið að grafast fyr- ir um hinsta vilja skáldsins og velja þá gerð ljóðanna sem telja mætti að sýndi hann sem ótví- ræðast". „Brátt rennur upp nýtt árþúsund. - Að líkindum hið síðasta. Óþverrinn hrannast upp hvarvetna". Við því mun þurfa að húast að vitleysan ómenguð nái þáfullum undirtökum á hlöðunum okkar". Nöldurseggur að biðja eftirlif- endum bölbæna, lífsþreyttur og bitur? Ekki svo. Sigfús hefur víðari sýn en svo, t.d. Sumarsýn: „Nærri því alsvört nesin vogarnir hvítir... Og hálendið! Hálendið... Litvillt hálendið á svifi. “ í athugasemdum með ljóðunum er stefnuskrá bókarinnar eins og Sigfús lagði hana upp: * alveg einföld Ijóð um kontakt við heiminn, einkalegur tími * um söguna og heiminn og ör- lög og heimstíma. Ekki verður betur séð en skáldið hafi fylgt þessari stefnuskrá sinni þar sem tíminn gerist í tveimur lögum og varað við því að villast á milli; þar sem ófresk- ar konur og syndlausir menn fá einkunn; gruflað er yfir ávirð- ingu sem rifjast hafði upp. Og svo líka skemmtileg saga um draum þar Sigfús og Halldór Laxness eiga samtal á norsku um að „reyna að starta logni“. Komið víða við. Og merkileg hinsta kveðja skáldsins á ljóð- máli. Síðasta ljóðið? Fékk að minnsta kosti það vegarnesti að eiga vera allra aftast í bókinni: „Ferðaðist þá loksins langsóttan óvissan veg. Og til þess aðeins aðfá að hitta á ný alsktnandi apríl-lauf." Gamlir vinir og kunningjar Sig- fúsar Daðasonar fá álíka óvænt- an glaðing og Bítlaunnendur þegar John Lennon söng með félögum sínum eftirlifandi eins og yfir móðuna miklu. Einkunn eða „umsögn" hvað þá „dómur“ um þessa bók ekki nema ofur- mennum ætlandi er. Hún er ein- faldlega merk tíðindi og fagnað- arefni. Og ágætis lesefni á rit- stjórnum fjölmiðla ekki síður en annars staðar. Svona endar margítvitnað ljóð hér í þessari fregn: „Við því mun og þurfa að hiíast að vitleysan ómenguð nái þáfullum undirtökum á hlöðunum okkar sem við hljótum að sönnu að halda áfram að lesa ótrauð hvem dag sem Guð kann að hafa ætlað þeim aldur. “ -SJH

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.