Dagur - 04.11.1997, Blaðsíða 4

Dagur - 04.11.1997, Blaðsíða 4
20-ÞRIÐJUDAGUR 4. NÓVEMBER 1997 UMBÚÐALAUST Endar RtJV sem AB? GUÐMUNDUR AJVDRI THORSSON SKRIFAR Sjálfstæðismenn eru hættir við að selja Ríkisútvarpið - og hafa ákveðið að gefa sjálfum sér það. Þeir hafa sem sé komist að raun um að yrði það selt á frjálsum markaði gæti það lent í höndun- um á einhverjum sem ekki er treystandi til að ráða eintóma sjálfstæðismenn. I þessu máli kristallast furðu- legt og þversagnarkennt eðli þessa flokks sem er svo sundur- leitur að daglega hlýtur maður að undrast snilld Davíðs Odds- sonar að halda utan um allt sam- an. Flokkurinn er markaðssinn- aður og forræðissinnaður í senn; frjálslyndur og þröngsýnn; hann gætir hagsmuna þeirra sem eiga Island en býður einyrkjum líka skjól; í Sjálfstæðisflokknum varð til niðurgreiðslu- og hótakerfi landbúnaðarins á viðreisnarár- unum, en þar berja bumbur of- stækisíyllstu andstæðingar hvers kyns aðstoðar við bágstadda bændur; hann er flokkur kvóta- eigenda en jafnframt vettvangur hörðustu gagnrýnenda þessa óréttláta lénskerfis; hann er flokkur Pósts og síma; hann er flokkur neytenda; hann er fram- sóknarflokkurinn; hann er al- þýðubandalagið - hann rúmar flesta flokka landsins: Sjálfstæð- isflokkurinn er ekki stjórnmála- flokkur, hann er loftið sem við öndum hér að okkur. * * * Sjálfstæðisflokkurinn er ríkis- flokkurinn. Hann líkist kannski Kristilega demókrataflokknum í Þýskalandi, sökum stærðar sinn- ar og áhrifa sem ekki síst má þakka hugmyndum Olafs Thors og Bjarna Benediktssonar um auðhyggju með félagslegum sjónarmiðum - mannúðlegan kapítalisma. Samt líkist þessi flokkur kannski meira þeim flokkum sem haldið hafa um stjómvölinn í ýmsum nýfrjálsum Á forsíðu Dags, seinna blaðsins, um helgina gat að líta þrjú ákaflega glaðleg andlit. Allt saman framúrskarandi útvarpsfólk sem flokk- urinn hefur nú losað sig við. mynd: eól. ríkjum, til dæmis í Afríku. Sjálf- stæðisflokkurinn er þjóðarflokk- urinn, enda arfleifð sjálfstæðis- baráttunnar. Margir áhrifamiklir sjálfstæðismenn eiga afskaplega bágt með að skilja hvers vegna menn kjósa að standa utan þessa flokks og líta á það sem nokkurs konar óeðli - í Flokkn- um er nóg rúm handa öllum... I húsi föður míns eru margar vist- arverur, vitnaði Matthías Johannesen einhverju sinni í Jesúm og átti við Sjálfstæðis- flokkinn og bætti við að sá flokkur væri hinn eðlilegi vett- vangur þjóðmálaumræðu og - átaka. Matthías Johannesen líkti sem sé Sjálfstæðisflokknum við himnaríki. * * * Forræðishyggja flokksins er skýr- ust í menningarmálum; þar virð- ist frjálslyndið eiga erfiðast upp- dráttar. Þetta hefur bitnað sér- staklega á Ríkisútvarpinu sem er illa statt eftir áralöng afskipti Sjálfstæðismanna af stofnun- inni, en sjálfstæði hennar og óhæði virðist þeim fyrirmunað að skilja eða sætta sig við, og hafa ráðskast með hana eins og kommúnistaflokkur - um leið og þeir hafa gert starfsfólki lífið leitt með stöðugum hótunum um að selja allt klabbið. Það er brýnt að losa þessa stofnun við afskipti stjórnmála- manna, leggja niður hið fráleita útvarpsráð þar sem sitja silki- húfur utan úr bæ og skipta sér af mannahaldi og dagskrá án þess að hafa annað til þess unn- ið en að starfa ötullega fyrir flokka sína íyrir kosningar. Að fá að setjast í útvarpsráð virðist hér á landi sams konar umbun og sendaherraembætti eru í Banda- ríkjunum. A forsíðu Dags, seinna blaðs- ins, um helgina gat að Iíta þrjú ákaflega glaðleg andlit - það voru þau Kristín Ólafsdóttir, Andrea Jónsdóttir og Sigurður G. Tómasson, allt saman fram- úrskarandi útvarpsfólk sem Flokkurinn hefur nú losað sig við af Rás 2 til að rýma fyrir sínu fólki, enda mikilvægar kosningar í nánd. Það sem var mest áberandi við þessi andlit þrjú var léttirinn sem við manni blasti; nú gátu þau loksins farið að gera eitthvað skemmtilegra en að eiga við valdakerfi Flokks- ins innan stofnunarinnar. Þrí með síðustu aðgerðum sínum er Flokkurinn bersýnilega að herða tökin á Ríkisútvarpinu — og voru þó ærin fyrir — enda tökin á Morgunblaðinu dvínandi. I mál- efnum Ríkisútvarpsins hefur miðstýringareðli Flokksins orðið ofan á, og ekki um annað að ræða fyrir okkur hin, sem utan flokka stöndum, en að fara að æpa: Seljum rás tvö! Ella bíða Ríkisútvarpsins sömu örlög og Almenna bókafé- lagsins. Meimingarvaktin KOLBRÚN BERGÞÖRS DOTTIR SKRIFAR Veram óþekk Um helgina var ég svo smituð af einu viðfangsefni að ekkert ann- að komst að í huga mínum. Ég einbeitti mér að því að Ijúka við grein um töffara í Islendinga- sögum sem ég er að skrifa fyrir tímarit hér í bæ. Niðurstaðan er einföld. Töffararnir eru athyglis- verðari en glanshetjurnar. Töffararnir ögra reglum samfé- lagsins, marka sér sjálfstæða stefnu og halda henni óhikað. Frumkvæðið og sköpunargleðin hýr í þeim og sjálfstæði þeirra veldur því að þeir eru sífellt til vandræða. Eins og við ættum reyndar öll að vera ef dugur væri í okkur. Samfélag okkar er óvinveitt sjálfstæðri hugsun, enda miðast flest verk þess að því að steypa alla í sama mót. Skólinn er stofnun sem sinnir þessari normaliseringu af festu og kuldalegri skyldurækni. Þar er ekki ráðrúm til að sinna krelj- andi þörfum einstaklingsins því hagur heildarinnar þarf að vera í fyrirrúmi. Afleiðingin er sú að hópur ungra, skapandi einstakl- inga fær ekki að njóta hæfileika sinna. Þeim er eingöngu ætlað að vera stilltir og gera það sem þeim er sagt. Þeir eiga að vera hluti af hópnum og athafnir þeirra eiga að markast af því. Sýni þeir áberandi frávik er þaggað niður í þeim með óþol- andi blíðum umvöndunartón. Ég veit hvað ég er að ræða um því sjálf sinnti ég kennslu í fimm ár. Stundum var ég óþekk en aldrei nægilega mikið. Ég var ekki nægilega kjörkuð. Ég geri ekki ráð fýrir að fara aftur inn í kennslustofur. Mér hefur satt að segja alltaf þótt þær minna of mikið á fangelsi. Hóphugsun er mesta böl nú- tímasamfélags. Hún vængstýfir fólk og rænir það frumkvæði og sjálfstæði. Óþekktin er mikil- væg. Hún er uppspretta sköpun- ar. Góður listamaður lætur aldrei að stjórn. Heimspekingur sem tekur starf sitt alvariega ögrar viðteknum hugmyndum í Ieit að svörum um tilgang Iífs- ins. Stjórnmálamaður sem starfar af hugsjón lætur sér á sama standa um áfellisdóm sam- tímans og heldur sínu striki. Leitin er mikilvæg og það er áríðandi að menn þrjóskist við að meðtaka það sem þeim er fyr- irfram ætlað að viðurkenna sem sannleika. Sjálfstæð hugsun skiptir öllu og ætli menn að gangast henni á vald verða þeir að bregða sér í hlutverk töffar- ans og vera óþekkir. Stundum skelfing óþekkir. Verum óþekk!

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.