Dagur - 06.11.1997, Page 3

Dagur - 06.11.1997, Page 3
Sigurður Bogi Sævarsson, slær á þráðinn og kannar mannlífið i landinu. (' o i n .(5! i! i 'r h n x n ;■ i n n v ir c, > •» _ ít !„ FIMMTUDAGUR 6.NÓVEMBER 1997 - 19 MANNLIFIÐ I LANDINU Allt á und anhaldl Ásbjörn Þorgilsson, hótelstjóri í Hótel Djúpuvík. Jæja Ási, segðu mér af mannlífi á Ströndum, er fólk að flytja á brott einsog maður heyrir um? „Það fór ein fjölskylda úr Norðurfirði og það fólk fór til Reykjavíkur. Síðan voru tvær aldraðar konur, sem bjuggu hér £ Reykjafirði, sem fóru til Hólma- víkur. Þetta er einsog þú heyrir allt á undanhaldi og það á seint að bregðast við þessari þróun hér í Ár- neshreppi." - Hefur þú ráð á takteinum um hvernig mætti efla byggð á Ströndum og skjóta tryggum stoðum undir hana? „Eg held að það væri skynsamt að efla smábátaútgerð, því hún skapar flest störfin. Ef þróun í þeirri útgerð er óbreytt getum við gleymt Iandsbygðinni.“ - Var einhver ferðamannastraumur að ráði á Ströndum í sumar? „Já, það var mikið um það, sérstaklega í júlí og ágúst. Við héldum DjúpuHkurhátíð í ágúst svo sem hljóðfæraleik í gömlu síldarfabrikkunni og söng Jóns Kr. Olafssonar á Bíldudal." - Já, ertu að meina Jón sem söng lagið Ég er frjáls, sem varð feiknavinsælt í Oska- lögum sjúklinga og þeim þáttum? „Já, einmitt. Jón hefur margt gert um dagana og hefur rneðal annars lagt sig eftir að nálgast upplýsingar um gamla kirkjugarða og legstaði. Hann er kirkjugarðavörður á Bíldudal, en mér finnst verð- ugt verkefni að skrá þetta því tvöhundruð árum eft- ir að við erum dauð veit enginn hvar við liggj- um nema þessu sé haldið til haga.“ - Sæl Ágústa, er eitthvað á seyði fyrir austan. Eru ekld Ágústa Þorkelsdóttir á Refstað i allir í síldinni? Vopnafirði. „Já, fólk er alveg á fullu. Það er gaman að finna þessa fersku síldarlykt af fólkinu sem maður hittir. Síðan er ullarfitulykt af körlunum, en þeir eru að stampast í haustrúningi á fé þessa dagana, því besta verðið fæst fyrir haustrúna ull. Svona er nú hægt að þefa sig í gegnum lífið.“ - Hvað ertu síðan að dunda annars? „Heyrðu, það er fyndið að þú hringdir núna. Ég var að lesa í Degi þegar þú hringdir að sjötta hver miðaldra kona á íslandi væri öi-yrki. Síðan var talað um konur sem veik- ara kynið. Mér finnst þetta merkilegt, því ég sjálf er nú búin að búa lengi með karli og hef alltaf staðið í þeirri trú að konur væru sterkara kynið. Hinsvegar er hægt að fara svo illa með konur að þær verði veikari en karlarnir og þá algjörir örykjar. Sérstaklega þá konur sem eru fertugar og þar yfir. Sjálf var ég atvinnu- laus í tvö ár og ég var alveg að verða vitlaus. Hefði lent á Kleppi með sama áframhaldi." - Og hvað er til ráða í þessari baráttu gegn örorku kvenna? „Þú verður að tala við Finn ráðherra. Er hann ekki með 12.000 störf á lausu. Hann hlýtur að geta útvegað einni og einni konu vinnu, svona fram að hádegi." HaUgríms- kirkjaalltí lagi Auður Eir Vilhjálmsdóttir, prestur í rK°™du ,Sæl’ Auðuf’ mér í hu® “ð Spyrjf Um Kópavogi og Þykkvabæ hvað þer þætti um þessa ákvörðun biskups að ætla að ------------------ vígja nýjan biskup inn í embætti í Hallgrímskirkju, en ekki í dómkirkjunni einsog hefð hefur verið? „Mér líst alveg ágætlega á það, og það er í mfnum huga engin ófrávíkjanleg hefð að biskupsvígslur eigi að fara fram í Dómkirkjunni. En hinsvegar finnst mér eðlilegt að hver tali hér sínu máli og það er eðlilegt að sóknarbörn Dómkirkjunnar setji fram sín sjónarmið í þessum efnum.“ - Þannig að þú vilt ekki líta á þetta í kirkjupólitísku samhengi? „Nei, fyrst og fremst tel ég þetta vera vegna plássins. Biskupsvígsla verður fjölmenn athöfn og er öllum opin. Hana munu til dæmis sækja allir prestar landsins og fleiri gestir - og athöfnin er öllum opin.“ - En vígsluathafnir almennt hafa þær ekki farið fram í Dómkirkjunni? „Nei, það held ég ekki. Vígslubiskupar hafa verið vígðir frá öðrum dómkirkjum, til að mynda var sr. Sigurður Sigurðarson vígður í Skálholti og sr. Jónas Gíslason, fyrr- rennari hans.“ - Hefðir þú verið kjörin biskup, hvar hefðir þú viljað að vígsluathöfn þín færi fram? „Ég hef bara satt best að segja ekkert hugleitt það.“ - Sæll Hákon, mér datt í hug að slá á þráðinn. Hvernig hefur hreindýraveiðin verið? „Hún hefur verið þokkaleg og ég held að menn hafi komist nærri að fylla upp í kvótann sem eru 300 dýr. Hákon Aðalsteinsson, i Brekku- gerðishúsum við Lagarfljót. ----------------- - Hefur þú sjálfur gengið til fjalla með byssu um öxl? „Nei, ég hef ekkert verið í slíku. En ég hef verið leið- sögumaður bandarískra og spænskra fursta, alveg forríkra, sem horga morðfjár fyrir að skjóta eitt hreindýr hér norður á klakanum. Þeir eru búnir að stunda veiðar um allan hnöttinn og eiga þetta eftir. Ætli furstarnir hafi ekki veitt fimmtán dýr í þessum ferðum sem ég fór með þeim.“ - Þessi bók sem Sigurdór, sem er blaðamaður hér á Degi, var að skrifa um þig. Hvernær voruð þið að róa í þessu? „Við sátum saman í vor og sumar og hann var að hafa ýmislegt eftir mér. Þetta er svona yfirlit yfir þessa æviferð mfna.“ - Hvað heitir bókin og hver gefur hana út? „Hún heitir Það var rosalegt. Mér skilst að hún sé komin í bókabúðir á Akureyri og sjálfsagt víðar. Það er Bragi Þórðarson í Hörpuútgáfunni á Akranesi sem gefur út.“ - Það eru búin að koma mörg viðtöl við þig um dagana og víða heyrir maður þín get- ið. Nú er það bók, - heldur þú að það verði eins með þig og Eirík Kristófersson skip- herra sem skrifaðar voru um þrjár bækur í lifanda lífi? „Ja, ég skal ekki um það segja, það má vel vera. Ég hef frá nógu að segja.“ Reyndar gekk illa á Borgarfiröi eystra og á Suðurljörðun- um.“ Frá nógu að segja

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.