Dagur - 07.11.1997, Blaðsíða 1

Dagur - 07.11.1997, Blaðsíða 1
80. og 81. árgangur -211. tölublað Verð í lausasölu 150 kr. Nýr listi á Akureyri. Oddviti framsóknar óttalaus en mætir breyttum forsendum „Finn varla fleiriær lifandi“ „Ég fann þrjár kindur lifandi í dag, en það er varla mikil von úr þessu að ég finni fleiri á lífi því snjórinn er bæði harður og blautur í sér. Ég er búinn að finna 23 kindur dauðar en mig vantar ennþá eitthvað á milli 30 og 40,“ sagði Sigurður O. Pét- ursson, bóndi á Búlandi í Skaft- ártungu, í samtali við Dag í gær- kvöld. Bændur í Skaftártungu eru enn að leita fjár sem varð úti í áhlaupsveðri aðfaranótt sl. mánudags. MikiII fjöldi hefur fundist dauður, en talið er að úti hafi orðið vel á annað hundrað fjár frá bæjunum Gröf, Múla, Búlandi, Uthlíð, Ljótarstöðum og Hvammi. „Hér er er nánast auð jörð, en hinsvegar þessi mikli snjór í gjúfrum og þar hélt féð sig þegar þetta áhlaupsveður gerði. Það eru á milli 30 og 40 ár síðan svona áhlaup hefur komið hér á þessum tíma og þá gerði miklu verra veður og meiri snjó,“ sagði Sigurður Pétursson. Bændur í Skaftárhreppi ætla að leita aðstoðar Bjargráðásjóðs í bótaskyni. — SBS „Stórpólitísk tíðindi eru að eiga sér stað,“ sagði Sigríður Stef- ándóttir, fráfarandi oddviti Al- þýðubandalags og bæjarfulltrúi á Akureyri í gær þegar fulltrúar AI- þýðubandalags, Alþýðuflokks, Kvennalista og Grósku undirrit- uðu samkomulag um sameinað framboð ,Akureyrarlistans“ til bæjarstjórnar fyrir kosningarnar í maí á næsta ári. Hvorki Gísli Bragi Hjartarson, bæjarfulltrúi Alþýðuflokks, né Heimir Ingi- marsson, bæjarfulltrúi Alþýðu- bandalags, voru viðstaddir undir- skriftina í gær. Gísli Bragi er að skoða málið en skv. heimildum blaðsins eru minni líkur á að Heimir fari fram. Skrefi lengra en R listinn Sérstakt bæjarmálafélag verður stofnað að baki Akureyrarlistans sem verður framboðsaðili og bak- hjarl. „Þannig stígum við skrefi lengra en R-Iistinn, í Reykjavík,“ sagði Finnur Birgisson, Alþýðu- flokki. Bæjarmálafélagið mun hafa sjálfstæðan Qárhag og eigin kennitölu og bera fjárhagslega ábyrgð á kosningabaráttu listans. Ekki er búið að raða fólki á list- ann en hlutur alþýðubandalags- fólks verður mestur, enda á Hluti aðstandenda Akureyrarlistans. Sigríður Stefánsdóttir, fráfarandi bæjarfulltrúi Alþýðubandalags, Finnur Birgisson, jafnaðar- maður, Ása Arnfríður Kristjánsdóttir, Grósku, Hafliði Helgason, Grósku, Lilja Ragnarsdóttir, Alþýðubandalagi, Elín Antonsdóttir, Kvennalista, Oktavía Jóhannesdóttir, jafnaðarmaður og Sigrún Stefánsdóttir, Kvennalista. - mynd: brink flokkurinn nú tvo bæjarfulltrúa. Alþýðubandalagið fær I., 3. og 6. sæti. Alþýðuflokkur fær 2. og 5. sætið, Kvennalistinn 4. sæti og óflokksbundnir 7. sæti. Að lík- indum mun málefnaskrá Iiggja fyrir fyrr en um áramót. Ekki hefur verið tekin afstaða til bæj- arstjóraefnis en Sigríður Stefáns- dóttir sagði: „Ef við ráðum hver verður bæjarstjóri verður fyrst og fremst gætt faglegra sjónarmiða. Sigríður sagði að atkvæðin á bak við vinstri flokkana hefðu nýst illa fram til þessa. Við síð- ustu kosningar hefði sameigin- legur listi náð inn fjórum mönn- um í stað þriggja eins og nú er reyndin. „Við stefnum ótvírætt að hreinum meirihluta." Hefur áhrif á framsóknar- iueiiii Jakob Björnsson bæjarstjóri segir framsóknarmönnum ekki standa ógn af þessu nýja afli? „ Við mun- um þó taka tillit til þessara breyt- inga frá því sem verið hefur. Þetta mun hafa einhver áhrif á kosningabaráttu okkar framsókn- armanna, en nákvæmlega hver get ég ekki sagt um á þessu stigi. “Valgerður Hrólfsdóttir, bæjar- fulltrúi Sjálfstæðisflokks, sagðist ekki óttast nýtt sameinað afl. Hún taldi ekki Ifkur á að Akur- eyrarlistinn myndi fá fleiri at- kvæði nú en flokkarnir fengu áður. — BÞ Bændur í Skaftártungu leita enn fjár sem varð úti í áhlaupsveðrí í vikubyrj- un. Á annað hundrað fjár varð úti. (Mynd úr safni]. Stórpólitísk tíð- indi á Akureyri 400.000 krónur vegna nauðgunar Nauðgaði stúUcu í Heiðmörk og rukkað- ur uiii 400.000 krón- ur í bætur. Þjániuga- bætur aðeius þrjú þúsund krónur. Hæstiréttur hefur dæmt Rafn Benediktsson til að greiða stúlku 400 þúsund króna miskabætur, en Rafn var sak- felldur fyrir að hafa nauðgað stúlkunni eftir að hafa ekið henni síðla nætur gegn vilja hennar á afvikinn stað í Heið- mörk. Upphafiega sýknaður Rafn var upphaflega sýknaður í undirrétti en málinu skotið til Hæstaréttar, sem úrskurðaði 5. júnf sl. að dómur undirréttar skyldi ómerktur og málið tekið fyrir að nýju. Við síðari meðferð málsins var Rafn sakfelldur, en Hæstiréttur hafði gert kröfu um að nánar yrði fjallað um trúverð- ugleika framburðar ákærða og kæranda. Taldist framburður stúlkunnar vera trúverðugur og styrkjast af sýnilegum sönnun- argögnum en framburður Rafns ótrúverðugur og að sumu leyti fráleitur. Sakarmat undirréttar var því ekki véfengt og tók Hæstiréttur sérstakt tillit til þess að Rafn hafði ráð stúlkunnar algerlega í hendi sér hina örlagaþrungnu nótt. Stúlkan fór fram á einnar milljónar króna miskabætur, en Hæstiréttur dæmdi henni 400.000 krónur. Hæstiréttur samþykkti einnig kröfu stúlkunnar um þjáningarbætur í fjóra daga - en krafan var upp á aðeins tæplega 3 þúsund krón- ur. - FÞG 75 störf úr sögunni Tekjur Skútustaðahrepps myndu lækka um helming, eða 55 milljónir, ef starfsemi Kísil- iðjunnar yrði hætt skv. úttekt Byggðastofnunar. Þá myndu 75 ársverk hverfa úr Mývatnssveit. Um 470 manns búa í sveitinni og hafa þar af um 210 manns beint eða óbeint lífsviðurværi af verksmiðjunni. Að auki yrðu margvísleg áhrif verða önnur á atvinnulíf jafnt í Mývatnssveit sem á Húsavík. — BÞ Illugi og valdið Blað 2 “í s; j. Tóbaks- loggau vel á verði Bls. 2 Perfectac Hringrgsordælur SINDRI ^ -sterkurí verki BOHGAHTURrrr'* SÍMI SS2 7222 • BREFASÍMI 562 1024

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.