Dagur - 07.11.1997, Blaðsíða 3

Dagur - 07.11.1997, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 7.NÓVEMBER 1997 - 3 FRÉTTIR Öryggismál eiga ekki að snúast nm atvinnu Utanríkisráðimeytið á netinu Fram kom í ræðu utanríkisráð- herra að vegabréfaeftirlit milli Norðurlanda og annarra Schengen ríkja verður ekki af- numið fyrr en árið 2000. Hann sagði koma til greina að leggja Schengen málið í heild sinni fyr- ir Alþingi að nýju, þar sem ýmsar forsendur hefðu breyst frá upp- haflegum samningi. Þá kom fram að utanríkisráðu- neytið hefur opnað nýjar heima- síður á netinu, þar sem er að finna almennar upplýsingar um utanríkismál, EES samninginn og Þróu narsamvi n n u stofn u n. Athygli vakti í umræðunum í gær að þeir sem harðast deildu um utanríkismálin voru þing- menn Alþýðubandalags og Al- þýðuflokks, en stofnanir flokk- anna taka einmitt um helgina af- stöðu til samfylkingar þeirra. -Vj um kjötrisa Viðræður hafa verið í gangi um samvinnu eða sameiningu Af- urðastöðvarinnar í Borgarnesi, Hafnar-Þríhyrnings á Selfossi og kjötiðnaðar KASK á Höfn í Hornafirði, samkvæmt heimild- um blaðsins. Forsvarsmenn fyrir- tækjanna staðfesta að viðræður um sameiningarmál hafi átt sér stað, en vilja ekki staðfesta með hvaða módel að sameiningu sé unnið. „Það er nauðsyn að einingum í kjötiðnaði fækki og þær stækki. IVlenn hafa skoðað ýmsa mögu- Ieika til sameiningar en ekki fundið réttan takt í viðræðum, sem hafa leitt til lausnar,11 sagði Þórir Páll Guðjónsson, kaupfé- lagsstjóri í Borgarnesi og stjórn- armaður í Afurðastöðinni. Um- talsvert tap hefur verið af rekstri þess fyrirtækis á síðustu miss- erum, en Þórir Páll segir að af sinni hálfu geti allir möguleikar um samvinnu eða sameiningu verið opnir, sýnist þeir ábatasam- ir. „Kjötiðnaðurinn er þungur og menn hafa verið tilbúnir til að skoða ýmsa möguleika um sam- starf eða sameiningu," sagði Kjartan Ólafsson, stjórnarfor- maður Hafnar-Þríhyrnings. Kjartan sagði að í sjálfu sér væru hugmyndir um sameiningu eða samvinnu Hafnar-Þríhyrnings við áðurnefnd fyrirtæki ekki nýj- ar. „En menn eru að tala saman og þú getur Iíka nefnt eitthvað allt annað módel, sem líka hefur verið skoðað," segir Kjartan. - I sama streng tók Pálmi Guð- mundsson, kaupfélagsstjóri á Höfn. Þess má geta að Höfn-Þríhyrn- ingur er meðal annars í eigu Hagkaupa og tengdra fyrirtækja. Ferskar kjötvörur í Reykjavík eru í eigu Hofs hf., eignarhaldsfélags Hagkaupa, og mun fyrirtækinu hafa verið boðið að vera með í áðurnefndum viðræðum, en for- svarsmenn þess ákváðu að standa utan þeirra. — SBS Frá kyrmingu skýrslu Afívaka í fyrradag. Nú viröist koma í Ijós að ýmsir útreikningar í henni séu afar vafasamir og spurning hvort skýrslan sé ekki ómark? Vafasamir útreikn- ingar í styrkjaúttekt Ný Aflvakaskýrsla vekur athygli á að lög- gæslukostnaður á íbúa sé þrefalt hærri á laitdshyggðinni en á SV-hominu - þðtt í raiiTi sé hann lægri á landshyggðinni. Að kostnaður við löggæslu sé 5.700 kr. á íbúa í Reykjavík og Reykjanesi en tæplega 15.400 á Iandsbyggðinni er dæmi sem sér- staklega er undirstrikað í nýrri Aflvakaskýrslu: Framlög ríkis- valdsins, Landsbyggð - höfuð- borgarsvæði. Vísað er til Ríkis- reiknings 1995 sem heimildar. Þegar nánar er að gáð kemur í ljós að Iögreglan í Reykjavík (995 m.) er eini löggæslukostnaður- inn sem reiknað er með á SV- horninu. Á landsbyggðinni er deilt í heildarkostnað af rekstri sýslumannsembættanna (1.440 m.), sem er bara að hálfu vegna löggæslu. Ódýrari - ekki þrefalt dýrari Samkvæmt Ríkisreikningi er lög- gæslan sem slík dýrari í Reykja- vík og Reykjanesi, eða 7.400 kr. á íbúa (tæpar 1.300 milljónir) borið saman við 7.000 kr. á íbúa landsbyggðarinnar (rúmlega 650 milljónir). I skýrslu Aflv'aka er al- veg litið framhjá rösklega 310 milljóna löggæslukostnaði á veg- um sýslumannsembættanna í Kópavogi, Hafnarfirði og Kefla- vík. Löggæslan, sem tilgreind er sérstaklega í Ríkisreikningi, er bara eitt af mörgum sviðum sýslumannsembættanna. Þau reka líka „gjaldheimtur“, um- boð Tryggingastofnunar og toll- gæslu, auk hinna hefðbundnu starfa; við þinglýsingar/aflýsing- ar, vottorð, skráningar, lögbönn, nauðungarsölur, firmaskráning- ar, hjónavígslur og skilnaði svo nokkuð sé nefnt. Allt þetta telur skýrsluhöfundur til löggæslu á landsbyggðinni - en ekki í Reykjavík. „Ekki heppilegasti saman- burdurinn“ „Ég get verið sammála því að þetta er ekki heppilegasti saman- burðurinn á löggæslukostnaði per íbúa,“ sagði höfundur Afl- vakaskýrslunnar, Þórður H. Hilmarsson rekstrarhagfræðing- ur. „Ef ég ætlaði að vera sam- kvæmur sjálfum mér hefði ég átt að leggja saman embætti lög- reglustjóra og sýslumennina og svo hefðu menn getað boxað um hvað þær tölur segðu í rauninni. Þá hefði þetta orðið um 9.600 hér en 1 5.400 á landsbyggðinni, sem eru samanburðarhæfar töl- ur að öðru leyti en því, að það kann vel að vera að sýslumanns- embættin úti á landi sinni fjöl- þættari verkefnum. Tilgangurinn með þessu er m.a. að vekja upp umræður um slíkt." Eru hinar tölumar áreiðan- legri? Er kannski - með því að feitletra þrefaldan verðmun - verið að gera út á fjölmiðlauppslátt? Eða hvaða möguleika hefur almenn- ingur til að átta sig á, t.d. hvað býr að baki talnanna? „Hvaða möguleika hafa menn yfir höfuð, þar með talin ég og þú, til að kafa í smáatriðum ofan í þetta. Það sem við getum gert er að gefa upp þessa nálgun með þessum hætti." Má þá treysta því að aðrar tölur Aflvakaskýrsl- unnar séu áreiðanlegri? „Þú verður hara að spyrja þig að því. Ég hef bara farið í gegn um ríkisreikningana með þeim sundurliðunum sem þar liggja fyrir. Eg get fullyrt að það hefur verið unnið upp úr þeim sam- kvæmt bestu samvisku," sagði Þórður H. Hilmarsson, rekstrar- hagfræðingur. — HEl Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, segir íslendinga verða að hefja vinnu við að meta þarfir landsins fyrir hervarnir. UtanríMsráðherra gagnrýnir að umræða imi vamarmál snúist oft uin atvinnumál, rekstur flugstöðvar og verktaka en ekki raun- veruleg öryggismál ís- lands. „Það er enginn launung á því að við erum undir stöðugum þrýst- ingi frá samstarfsríki okkar í varnarmálum um að spara í út- gjöldum vegna varnarstöðvarinn- ar,“ sagði Halldór Ásgrímsson, ut- anríkisráðherra, í umræðum um utanríkismál á Alþingi. Hann sagði að íslendingar yrðu að hefja vinnu við að meta hvaða varnir væru landinu nauðsynlegar. Tryggja þyrfti áfram trúverðugar varnir, efla þátttöku landsins í friðarsamstarfi og íslendingar þyrftu að taka ábyrgan þátt í mót- un nýs öryggiskerfis í Evrópu. „Umræðan um varnarmál hef- ur oftar snúist frekar um atvinnu- mál, flugstöðvarrekstur og verk- töku, en raunveruleg öryggismál. Þessir þættir eru auðvitað mikil- vægir vegna þeirra þjóðhagslegu áhrifa sem þeir hafa en mega ekki vera ráðandi í umræðunni um varnarmál," sagði Halldór. Ilitalagnir í gönguleiðir Meirihluti skipulags- og umferð- arnefndar vill láta kanna mögu- leika og kostnað \ið að leggja hitalagnir í gönguleiðir frá þjón- ustumiðstöðvum Reykjavíkur- borgar og ljölmennustu íbúa- kjörnum aldraðra að nærliggjandi biðstöðvum SVR og verslunar- kjörnum. Þessi vinna verði gerð í tengslum við gerð Ijárhagsáætl- unar fyrir árið 1998, auk þess sem mörkuð verði sú stefna að slíkar hitalagnir verði Iagðar á næstu árum. I bókun meirihluta nefndarinnar um málið er því beint til borgarráðs að við gerð fjárhagsáætlunar verði gert ráð fyrir upphitun gangstéttar við íbúðir aldraðra við Bólstaðarhlíð og biðstöðvar SVR við Háteigs- veg. Ráð í tíma tekið Iþrótta- og tómstundaráð hefur samþykkt fyrir sitt leyti umsókn Sjálfstæðisflokksins um að fá af- not af Laugardalshöll vegna landsfundar flokksins í mars árið 1999. Erindi flokksins var síðan vísað til íþróttabandalags Reykja- víkur, ÍBR. Á móti auglýsmgum í skólum Á fundi fræðslu- ráðs fyrir skömmu lét Svanhildur Kaaber bóka að hún væri alfarið á móti auglýsingum í skólum og þar með talið á bolum sem skólabörnum eru gefnir. Þetta kom fram þegar rætt var um erindi frá Græna lífs- seðlinum, átaksverkefni heil- brigðis- og tryggingaráðuneytis- ins og ÍSÍ. Þar var óskað eftir samvinnu við íþróttakennara grunnskóla við að gefa 12 ára börnum boli og epli í samvinnu við Manneldisráð og Tóbaks- varnanefnd. EftMit með búnaði skiðafólks Bláfjallanefnd hefur skipað þriggja manna nefnd til að vinna að auknu öryggi á skíðasvæðun- um í Bláfjöllum. Það verður m.a. gert með virku eftirliti með tækj- um og aðstöðu á skíðasvæðun- um, eftirliti með búnaði skíða- fólks og almennri fræðslu og leið- beiningum meðal starfsfólks og skíðaiðkenda. 1 drögum að fram- kvæmdaáætlun Bláfjallanefndar á árunum 1998-2000 er gert ráð fyrir að verja 33 milljónum króna í framkvæmdir á næsta ári. SkattMðindi fvrir eig- endur friðaðra húsa Áhugi er lyrir því meðal borgar- ráðsfulltrúa R-listans að nýta heimild í þjóðminjalögum og fella niður fasteignaskatta af friðuðum húsum í einkaeign í borginni. Til- gangurinn með því er að hvetja til að viðhaldi friðaðra húsa sé vel sinnt og umbuna þeim sem slíkt gera. Áður en heimildin verður nýtt þarf að liggja fy'rir staðfesting horgarminjavarðar að húsi sé vel við haldið. Tillaga þessa efnis var lögð fyrir borgarráð fyrir skömmu en afgreiðslu hennar var frestað. - GRH

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.