Dagur - 07.11.1997, Blaðsíða 6

Dagur - 07.11.1997, Blaðsíða 6
6- FÖSTUDAGUR 7.N Ó V E MB E R 1997 ÞJÓÐMÁL Útgáfufélag: Útgáfustjóri: Ritstjórar: Aðstoðarritstjóri: Framkvæmdastjóri: Skrifstofur: Sfmar: Netfang ritstjórnar: Áskriftargjald m. vsk.: Lausasöluverð: Grænt númer: Simbréf augiýsingadeiidar: Símbréf ritstjórnar: DAGSPRENT EYJÓLFUR SVEINSSON STEFÁN JÓN HAFSTEIN ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON BIRGIR GUÐMUNDSSON MARTEINN JÓNASSON STRANDGÖRU 31, AKUREYRI, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK 460 6100 OG 800 7080 ritstjori@dagur.is 1.680 KR. Á MÁNUÐI 150 KR. OG 200 KR. HELGARBLAÐ 800 7080 460 6161 460 6171 (AKUREYRI) 551 6270 (REYKJAVÍK) Boða njjar álögur í fyrsta lagi Stjórn Pósts og síma ætlar að taka ákvörðun í dag um hvernig og hve mikið símagjöldin eiga að hækka frá því sem þau voru í síðasta mánuði. Fyrirtækinu, sem hefur einkarétt á almennri símaþjónustu í landinu, hefur sem kunnugt er verið fyrirskip- að að taka á sig kostnað vegna lækkunar á símgjöldum til út- landa. Það þýðir að nokkuð verður skorið af þeirri gífurlegu hækkun á verði staðarsímtala sem kom til framkvæmda fyrsta nóvember síðastliðinn. Þrátt fyrir það verður hækkunin til- finnanlega mikil fyrir margar fjölskyldur víða um land. í öðru lagi Fyrirtækið sem er að skella þessari hækkun yfir landsmenn hefur verið og er rekið með gífurlegum hagnaði. Samkvæmt úttekt sem birtist í Viðskiptablaðinu í vikunni skilaði einka- réttur símans fyrirtækinu tæplega þrjú þúsund milljóna króna hagnaði á síðasta ári. Grátur ráðamanna Pósts og síma um að þeir tapi á þeirri breytingu á gjaldskránni sem væntanlega verður formlega ákveðin í dag miðast við óbreyttar símatekjur milli ára. En þegar gert er ráð fyrir hóflegum vexti þeirra tekna á komandi misserum, í samræmi við reynslu síðustu ára, sýna útreikningar Viðskiptablaðsins að fyrirtækið mun þvert á móti hagnast á breytingunni. í þriðja lagi Yfirlýsingar stjórnarformanns Pósts og síma að undanförnu benda til þess að sumir ráðamenn fyrirtækisins átti sig núna á því að hroki og yfirgangur er ekki lengur boðlegur í samskipt- um Pósts og síma við almenning. Vonandi skilar það sér í breyttum vinnubrögðum. Það lofar hins vegar ekki góðu fyrir fólkið í landinu að stjórnarformaðurinn boðar í viðtali við Dag að einokunarfyrirtækið með margra milljarða hagnaðinn ætli að skella enn frekari hækkunum á heimilin næstu misseri og ár. Það bendir til þess að framkvæmdastjóri Neytendasamtak- anna hafi hitt naglann á höfuðið þegar hann sagði hér í blað- inu: orustan hefur unnist en stríðinu er langt í frá lokið. Elías Snæland Jonsson. V l Raimverulegir skjól- stæðingar Nú er mælirinn fullur! Stjórn Byggðastofnunar hefur ákveðið að flytja hluta stofn- unarinnar til Sauðárkróks og formaður stjórnar, sjálfur Harmóniku-Egill, hefur gefið út yfirlýsingu um að flytja beri stofnunina alla út á land. Garri er hneykslaður á slíkri tilætlunarsemi. Því hví skyldu starfsmenn Byggðastofnunar þurfa að gera sjálfir það sem þeir eru að segja öðrum að gera? Hví skyldu þeir endilega þurfa að búa á landsbyggð- inni? Starfsmennirn- ir eru að vonum sár- móðgaðir en, það sem skiptir máli er hin pólitíska ákvörð- un málsins og það að skjól- stæðingar stjórnar Byggða- stofnunar fái nóg að gera. Tveir hópar Þjóðin virðist hins vegar ekki alveg hafa á hreinu hverjir eru skjólstæðingar stjórnar stofn- unarinnar. Garri tekur eftir því í fjölmiðlum að menn eru að tala um Byggðastofnun og landsbyggðina í einu og sama orði eins og eitthvert þoku- kennt hugtak, „landsbyggðin“ sé sérstakur skjólstæðingur stofnunarinnar. Það er auð- vitað alrangt. Hið rétta í mál- inu er að stjórn Byggðastofn- unar hefur staðið vörð um tvo hópa í samfélaginu. Starfs- menn sína annars vegar og svo hönnuði og bygginga- menn hins vegar. Til þessa hefur þessi umhyggja birst í því að stjórnin vill flytja stofn- unina milli húsa til þess að bæta við fermetrafjölda á starfsmann og halda í leiðinni uppi nægri hönnunar- og byggingavinnu fyrir innan- húsarkitekta og iðnaðarmenn við það að endurinnrétta skrifstofuhallirnar. Iimanbæjar- flutnmgur Þannig fékk Byggðastofnun sér nýtt hús við Engjateig í Beykjavík í fyrra eða árið þar áður. Kostn- aðurinn við breyting- arnar hljóp á hundr- uðum milljóna og jól- in stóðu allt árið hjá hönnuðum, innan- húsarkitektum, hús- gagnasmiðum, iðnað- armönnum og bygg- ingamönnum. Garra kæmi ekki á óvart þótt Egill sjálfur hal’i spilað undir í gleð- skapnum á nikkuna. En á Engjateignum var kátt í höll- inni vegna þess að báðir skjól- stæðingahóparnir voru ánægðir. Það sem nú fyllir mælinn er að dreifa á Byggð- stofnun unt landið á ntargar dýrar og fallegar skrifstofur, sem auðvitað er hið besta mál fyrir innanhúsarkitekta, hönn- uði og byggingamenn. Hins vegar er engan veginn hægt að sætta sig við að stjórn Byggða- stofnunar geri svona vel við annan hóp skjólstæðinga sinna en skilji hinn alveg út- undan. Foreldrar mega ekki mismuna börnum sínum. Þess vegna hlýtur krafan að vera sú að Byggðastofnun flytji ekki út á land, en flytji þess í stað enn einu sinni inn- an höfuðborgarsvæðisins þan- nig að allir geti verið ánægðir, starfsmenn og innréttingalið- ið. GARRI. DDIJR LAFSSON skrifar Byggöastefna Byggöa- stofniuiar Eftir því sem Byggðastofnun hamast meira við að viðhalda jafnvægi mótorbátaaldar í byggð landsins eykst fólksstraumurinn þaðan sem mestum peningum er dælt til og til þeirra staða þar sem þjóðarheill Egils á Seljavöll- um og hans nóta krefst, að hýsi sem fæsta landsmenn. Takmark Byggðastofnunar og allra þeirra sem að henni standa er, að end- urvekja byggðamynstur milli- stríðsáranna. Byggðastofnun hefur margt gert vel og það auðvitað merki- legast að viðhalda hringrás fjár- magnsins með því að pumpa því út í hitt og þetta með góðum ásetningi en litlum árangri. En einhveijir fengu aurana og það er fyrir mestu. Hetma er best Þegar Byggðastofnun er komin í harðastrand með að byggja upp atvinnulíf á stöðum þar sem mikill skortur er á innlendu vinnuafli, dettur henni helst í hug að efla landsbyggðina með sjálfri sér. A nú að flytja þróunar- deildina norður yfir heiðar. Er það vonum seinna, því að ef nokkur stofnun á heima í strjál- býlinu er það Byggðastofnun og hefði aldrei átt annars staðar að En þegar til á að taka bregður svo við að starfsfólkið með forstjórann í fararbroddi, snýst öndvert og vill hvergi búa né starfa nema í Reykjavík. Til að bæta gráu ofan á svart heldur liðið því svo fram að hvergi sé hægt að reka svona apparat almennilega nema í solli höfuðborgarinnar. Það eru undarleg örlög að sitja í glæsihúsi við Engjateig og reikna út nauðsyn þess að sem flestir búi og starfi á sem af- skekktustu stöðum þangað til kemur að eigin stofnun og bú- setu. Þá er landsbyggðinni fund- ið flest til foráttu og sýnt fram á með gildum rökum að hún hafi enga burði til að taka við svo merkilegri stofn- un og sprenglærðu og þjálfuðu starfs- fólki hennar. Hverjir græða? En með illu skal illt Byggðastofnun v/ð Engjateig. út reka og af því að höfuðborgin er meira en fullsetin af stofnunum og íbú- um að áliti Egils bónda á Selja- völlum og æðstráðanda byggða- styrkja, hvikar hann vonandi ekki frá þeim ásetningi að efla búsetu og atvinnulíf í öðrum byggðum með flutningi Byggða- stofnunar. Vel kemur til greina að dreifa henni um landið eins og raðsmíðaskipum, sem enginn borgar. Ef starfsfólki Byggðastofnunar væri dreift um landið gæti það kannski komist að því hvers vegna engar af spám þeirra og framreikningum standast. Þar sem mestu fé er varið til atvinnu- uppbyggingar er fólksfækkunin mest og atvinnulífi haldið uppi með aðfluttu vinnuafli. Má til sanns vegar færa að verið sé að ílytja vinnuna úr landi, þar sem margir útlendinganna senda launin heim, eða taka með sér þegar búið er að þéna nóg. En annars mun að óþarfi að senda starfsfólkið út á land til að komast að því hvernig stendur á þeirri byggðaþróun sem á sér stað. Nóg er að það svari ein- faldri spurningu: Hvers vegna er Byggðastofnun betur komin við Engjateig en á Sauðárkróki? svaurao er til ’ e g Er hreyfingin Konur í stjómarandstöðu að gera Kvennalistann óþarfan? Sigríður Airna Þórðardóttir þingmaðitr Sjálfstæðisflokksins. Kvennalist- inn hefur átt undir högg að sækja og kannski er þetta enn eitt því til v i ð b ó t a r. Mér hefur aldrei fund- ist þörf á Kvennalistanum sem sérstöku stjórnmálaafli, heldur hef ég litið svo á að vænlegra sé til árangurs fyrir konur að vinna skoðunum sínum fylgis innan stjórnmála- flokka þar sem bæði kyn starfa saman á jafnréttisgrundvelli. Kristtn Ástgeirsdóttir þingkom Kvenmlista. Ekki f o r m h r e y f i n g kvenna í stjórnarand- stöðu þó haldinn hafi verið einn fundur, sem ég átti enga aðild að. Kvennalistinn hefur enn verk að vinna, því margt er óunnið í mál- efnum kvenna. Hin pólítíska þróun hefur verið Kvennalistan- um í óhag og leita þarf nýrra leiða í kvennabaráttu. Því er tímabært að fara út í samfélagið og taka þar til hendi, í stað þess að setja plástur á máttlaust kerfi. Ásta Ragnheiður Jóhannes- dóttir þingmaður Þjóðvaka. I stjórnmál- um jafnað- a r m a n n a , meira að segja innan Kvennalista, eru konur sem vilja fara nýjar leiðir í bar- áttu fyrir kvenfrelsi. Því er vett- vangur þeirra innan stórrar hreyfingar, einsog og einn stór jafnaðarflokkur verður, sem býð- ur fram í næstu þingkosningum. Þetta eru konur í stjórnarand- stöðu sammála um og vilja með öllum ráðum vinna að. Siv Friðleifsdóttir þingmaðurFramsókmiflokks. F y I g i Kvennalist- ans er löngu orðið hverf- andi, óháð því hvort konur koma saman á vettvangi stjórnar- flokka, stjórnarandstöðu eða ein- hvers annars. Eg fagna því hins- vegar að konur, hvar sem þær í flokki standa, minni á að auka þarf hlut kvenna í stjórnmálum. Vonandi taka karlar jafnréttis- málin í ríkari mæli uppá sína arma í framtíðinni.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.