Dagur - 07.11.1997, Blaðsíða 5

Dagur - 07.11.1997, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGURR 7 .NÓVEMBER 1997 - 5 FRÉTTIR Mun forystan kljúfa? Hjörleifur Guttorms- son segir aö forysta Alþýðubandalagsins stefni leynt og ljðst í klofning með sam- fylldngarviðræðum. Hann viH nppgjör á landsfundi og sér- framboð flokksins til Alþingis. Hjörleifur Guttormsson alþing- ismaður vill uppgjör um sam- fylkingarmálin á landsfundi Al- þýðubandalagsins og sakar for- ystu þess um að stefna flokkn- um í klofning; hann sér engan ílöt á samfylkingu með Alþýðu- flokknum og skorar á sam- flokksmenn sína að „söðla um“ og skipta einfaldlega um flokk, standi vilji til samstarfs. „Eg hef enga trú á þessu,“ segir Hjörleifur um samfylking- aráform A-flokkanna. Hann segir að engin ástæða sé til að ýta málinu á undan sér fram á næsta sumar. Verði tillaga fram- kvæmdastjórnar samþykkt fær formaður umboð landsfundar til að ganga til málefnavinnu með Alþýðuflokknum. Um það segir Hjörleifur: „Málefnavinnan svokallaða sldptir ekki sköpum, það sem skiptir máli er hvort menn hafa yfirleitt trú á því að svona „naglasúpa" skili árangri.11 Þá trú hefur hann ekki. Endurkjöri Margrétar Frímannsdóttir sem formann Alþýðubandalagsins var lýst við upphaf landsfundar flokksins í gær. Margrét lýsti í setningarræðu 13.landsfundar flokksins vilja til samfylkingar jafnaðar- og félagshyggjumanna og kallaði einnig eft- ir skýrri stefnu i sjávarútvegsmálum, en nefndir flokks/ns hafa eki komið sér saman um hana. Hjörleifur Guttormsson sagði f ræðu í gærkvöld að enginn grundvöllur væri fyrir samfylkingu með Alþýðuflokki. Sakar Margréti um klofn- ingstilburði Hjörleifur sagði í ræðu í gær- kvöld á landsfundinum að menn ætluðu að „flytja flokka og fé- laga þeirra hreppaflutningi yfir í allt annað samhengi, á annan grundvöll en þeir hafa staðið fyrir.“ Hann sagði að slíkt væri ávísun á klofning og margt benda til að „það sé slíkur klofn- ingur sem núverandi forysta AI- þýðubandalagsins stefnir að, leynt og ljóst." Menn fari bara í Alþýðu- flokkinn „Hvað er þeim að vanbúnaði sem finna málefnalega sam- stöðu með Alþýðuflokknum að söðla um?“ segir Hjörleifur um þá samflokksmenn sína sem fara fyrir í samfylkingarumræð- unni. Að mati Hjörleifs væri æskilegt að fá botn i málið á fundinum sem nú stendur og taka ákvörðun um að Alþýðu- bandalagið standi á eigin fótum í næstu Alþingiskosningum. Margrét ítrekar samjylking- arvilja Margrét Frímannsdóttir, for- maður Alþýðubandalagsins, vill einnig að landsfundur taki skýra afstöðu í samfylkingarmálum. „Ég er fús að fara í það verk af alvöru að vinna að málefna- samningi milli þessara flokka,“ sagði hún í setningarræðu sinni. Margrét vill einnig að lands- fundurinn tali skýrt í sjávarút- vegsmálum. Starfshópur flokksins um sjávarútvegsmál hefur í 2 ár reynt að komast að samkomulagi um sjávarútvegs- stefnu, en árangurslaust. Mar- grét sagðist ekki geta sætt sig við það ranglæti sem viðgengist f núverandi kvótakerfi og er ósátt við að flokkurinn skuli ekki hafa komið sér saman um skýrar til- lögur til úrbóta. „Það er ekki hægt að kenna sig við róttæka vinstri stefnu en verja um leið það fyrirkomulag sem við búum við í sjávarútvegi og afleiðingar þess,“ sagði formaður Alþýðu- bandalagsins í setningarræðu á landsfundi flokksins í gær. - sjh/vj Tvísýnt hjá kcTimirum „Menn hefðu auðvitað viljað fá meira,“ segir Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands ís- lands, aðspurður um viðtökur grunnskólakennara við kjara- samningi þeirra. I dag, föstudag, lýkur atkvæða- greiðslu grunnskólakennara um nýgerðan kjarasamning. Atkvæði verða talin í næstu viku. Urslitin í kosningunum þykja nokkuð tvísýn, enda þykir mörg- um kennurum að samningurinn gefi þeim lítið í aðra hönd þótt hann feli í sér allt að 33% kaup- hækkun á samningstíma til árs- loka árið 2000. Sú kauphækkun er hlutfallslega mest í grunn- launum byrjenda en sýnu minni hjá þeim sem lengri starfsaldur hafa. Verði samningurinn felldur skellur á verkfall mánudaginn 17. nóvember nk. og lamar skólastarf um 40 þúsund grunn- skólanemenda. - GRH Sfðustu forvöð fyrir kennara að greiða atkvæði um kjarasamninginn. Kynningu er lokið og atkvæði talin i næstu viku. Eirikur Júnsson, formaður KÍ. Stuðningur ríkisvaldsins við landbúnað hefur minnkað verulega á síðustu árum. Landbúnað arfr amlög minnkað um helming Þar á ofan hafa framlög stórlega lækkað til: Búnaðarfélags Is- lands, sauðfjárveikivarna, fisk- eldislána, Jarðasjóðs og fleiri liða. Framlögin í landbúnaðarkerf- inu gagnast ekki landsbyggðinni eingöngu, þáf ' sem stofnanir greinarinnar eru margar hverjar á höfuðborgarsVæðinu. Aflvaka- skýrslan áætlar að „meintur ávinningur af fjárframlögum rík- isins til beinnar atvinnusköpunar á höfuðborgarsvæðinu vegna sauðfjár- og mjólkurframleiðslu sé á bilinu 400-500 milljónir króna“ - þ.e. næstum 10. hluti heildarframlaganna. - HEI Árleg framlög ríMsins gegnum landbúnaðar- kertfið hafa minnkað um næstum helming frá 1991. Um 400 500 miUjóna M. bú- vörustyrkir fara tH ReykjavHmr. Stuðningur ríkisvaldsins gegnum landbúnaðarkerfið hefur minnk- að um næstum helming á ára- lugnum, úr 10,2 milljörðum árið 1991 niður í 5,6 milljarða árið 1995, samkv'æmt útreikningum í skýrslu Aflvaka. Það ár voru framlögin öll vegna beingreiðslna vegna mjólkur- og sauðfjárfram- leiðslu. Einungis 700 milljónir voru þá eftir til annars, sem í rauninni renna að mestu til Reykvíkinga. Mest munar að útflutnings- uppbætur (3,5 milljarðar) lögð- ust af frá og með árinu 1993. Einnig hafa lagst af hundruð milljóna króna framlög til: Líf- eyrissjóðs bænda, Stofnlána- deildar, Hríseyjarstöðvarinnar, graskögglaverksmiðja og endur- greiðslu á gjöldum í landbúnaði. ALÞÝÐU- BANDALAGIÐ Verkalýðsforiitgj - ar hnykkja á sam- fýlkingarkröfu Breiðfylking verkalýðsforingja áréttaði í gærkvöld á landsfundi Alþýðubandalagsins kröfu um að flokkurinn gangi ákveðið til við- ræðna um samfylkingu fyrir næstu alþingiskosningar. Tillag- an gengur skrefi lengra en tillaga framkvæmdastjórnar sem fyrir Iandsfundinum lá. Sett er ákveð- in dagsetning við það að Alþýðu- bandalagið sker úr um þátttöku- vilja í samstarfi við aðra flokka í júní komandi. Þar með verði búið að ganga frá öllum málefn- um sem varða sameiginlegt framboð A-flokkanna og fleiri. Að tillögunni standa meðal ann- ars Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, Björn Grétar Sveinsson, forseti VMSÍ, Halldór Björns- son, formaður Dagsbrúnar og Guðmundur Þ. Jónsson, formað- ur Iðju. Klofnir í sjávarut- vegsmálum Alþýðubandalagsmenn virðist ekki aðeins klofnir í afstöðu til samfylkingar vinstri manna held- ur einnig í utanríkis- og sjávarút- vegsmálum, samkvæmt drögum að ályktunum sem liggja fyrir landsfundi flokksins. Starfshópi í sjávarútvegsmál- um tókst ekki að ná samkomu- lagi og eru þvf Iagðar fram grein- argerðir um 3 ólíkar leiðir. í einni er lagt til að veiðiheimildir verði leigðar út á opnum mark- aði, í annarri að tekin verði upp sóknarstýring og í þeirri þriðju að byggt verði á núverandi kerfi, en verslun með veiðiheimildir settar skorður og minni bátar lúti sóknartakmörkunum. Bamabætur ekki tekjutengdar I drögum um skattamál er lagt til að tekjutenging barnabóta verði afnumin; tekinn verði upp fjöl- þrepa tekjuskattur; þak verði sett á jaðarskatta, persónuafsláttur yngri en 20 ára verði millifæran- legur og tekin verði upp um- hverfisgjöld. Varaformaður kosinn í dag Varaformaður Alþýðubanda- lagsins verður kosinn á lands- fundinum í kvöld en ekki er vitað til þess að neinn hyggist bjóða sig fram gegn núverandi varaformanni, Jóhanni Geirdal. Ný fram- kvæmdastjórn flokksins verður kjörin á laugardag og verði tillög- ur að nýjum lögum flokksins samþykktar, kýs hún ritara og gjaldkera, en samkvæmt gildandi lögum eru þeir kosnir af lands- fundi. Jóhann Geirdal áfram varafor- maður?

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.