Dagur - 07.11.1997, Blaðsíða 10

Dagur - 07.11.1997, Blaðsíða 10
10 -FÖSTUDAGUR 7. NÚVEMBER 1997 A* .. róim> - KJORIN - FRAMIWIN - Dagskrá 13. Landsfundar Alþýðubandalagsins Borgartúni 6 dagana 6. - 9. nóvember 1997 FÖSTUDAGUR 7. nóvember 09:00 Lagabreytingar, framsaga - fyrri umræða 10:00 Nefndanefnd skilar niðurstöðu um nefndir 10:15 Sveitarstjómir - kosningar og fleira 12:30 Matarhlé 13:30 Kynning á málefnavinnu - drög að ályktunum (7 mín. framsög- ur) -kjaramál - skattamál - húsnæðismál - jafnréttismál - samvinna við aðra flokka - utanríkismál - sjávarútvegsmál - menntamál - umhverfismál - orkumál - reikningar 14:30 Kaffíhlé 15:00 Kjarabaráttan - stutt erindi forystumanna BHM, ASI og BSRB - fyrirspurnir 16:00 Almennar umræður um kynningar á málefnavinnu (5 mín.) 18:00 Lagabreytingar, seinni untræða, afgreiðsla 18:30 Kosning varaformanns, ritara og gjaldkera Tillögur að skipan í framkvæmdastjóm kynntar 19:30 Matarhlé 20:30 Hópar taka til starfa 23:30 Fundarhlé LAUGARDAGUR 8. nóvember 09:30 Kosning framkvæmdastjómar 10:30 Hópar starfa 12:00 Matarhlé - SELLUFUNDUR 13:30 Hópar skila niðurstöðum - kjömefnd kynnir uppstillingu í miðstjóm 16:00 Kaffthlé 16:30 Afgreiðsla ályktana Frestur til að bera fram tillögur um menn í miðstjóm rennur út kl. 18:00 19:30 Matarhlé 20:30 Landsfundarfagnaður - Asbyrgi Hótel Islandi - miðaverð 2.500.- SUNNUDAGUR 9. nóvember 09:30 Kosning í miðstjóm 11:00 Stjómmálaályktun - umræður - afgreiðsla 13:30 Ungt fólk - þeirra dagskrá 15:30 Landsfundi slitið Matvæladagur Sjávarútvegsdeildar Háskólans áAkureyri 8. nóvember 1997 í Oddfellowhúsi Formáli 13:00. Þorsteinn Gunnarsson (Rektor HA) Kynning á Sjávarútvegsdeild 13:10. Jón Þórðarson (Forstöðumaður Sjávarútvegs- deildar HA) 13:15. Hjörleifur Einarsson (Prófessor við Sjávarútvegs- deild HA) Matvælarannsóknir á íslandi 13:25. Sigurjón Arason (Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins) - Rannsóknir í fiskiðnaði. 13:40. Guðjón Þorkelsson (Rannsóknastofnun land- búnaðarins) - Rannsóknir í kjötiðnaði 14:00 - 14:30. Kaffi 14:30. Einar Matthíasson (Mjólkursamsala Reykjavíkur) - Rannsóknir í mjólkuriðnaði 14:45. Hannes Hafsteinsson (Iðntæknistofnun íslands) - Kynning á verkefnum tengdum matvælarannsóknum á Iðntæknistofnun íslands Pallborðsumræður Menntun og rannsóknir í matvælaiðnaði 15:30 -17:00 Stjórnandi: Sigurgeir Þorgeirsson, framkvæmdastjóri bændasamtakanna. Þátttakendur: Bjarni Kristinsson (Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar) Helgi Jóhannesson (Kjötiðnaðarstöð KEA) Elín Björk Jóhannesdóttir (Sól hf) Sigurjón Arason (Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins) Guðjón Þorkelsson (Rannsóknastofnun landbúnaðarins) Einar Matthíasson (Mjólkursamlag Reykjavíkur) Hannes Hafsteinsson (Iðntæknistofnun íslands) 17:00 - 18:30. Kynning matvælafyrirtækja á Eyjafjarðarsvæðinu. Allir velkomnir !!! FRÉTTTR rD^ir Lííeyrissjóðir taM við af rfldnu Formadur Trygginga- ráðs mælir með því að lifeyrissjóðir landsins taki að sár að greiða ellilífeyrinn sem fólk fær nn frá Trygginga- stofnun og ríkið end- urgreiði síðan sjóðun- um. Bolli Héðinsson, formaður Tryggingaráðs, telur rétt að fela lífeyrissjóðunum að reka opin- berar lífeyrisstryggingar fyrir rík- isvaldið. Tryggingastofnun ann- ast sem kunnugt er greiðslur á ellilífeyri almannatrygginga, en Bolli telur affarasælast að lífeyr- issjóðirnir greiði hann um leið og Bolli Héðinsson, formaður Trygginga- ráðs, mælti fyrir róttækum breytingum á almannatryggingakerfinu á ársfundi Tryggingastofnunar. greiddur er áunninn lífeyrir í við- komandi sjóði. í ræðu sem Bolli flutti á árs- fundi Tryggingastofnunar í gær sagði hann m.a. að til skamms tíma hefðu megintekjur stórs hluta ellilífeyrisþega verið frá Tryggingastofnun, en nú fengju æ fleiri jafnframt einhverjar greiðslur úr lífeyrissjóði. Spyrja mætti „hvort hagsmunum þeirra væri ekki betur borgið með þeim hætti að lífeyrissjóðirnir, sem þeir eiga hvort sem er aðild að, greiddu þeim út allan þann elli- lífeyri sem þeir eiga rétt á, en ríkissjóður endurgreiddi sjóðun- um lífeyrishluta ríkisins." Bolli sagði að vel mætti hugsa sér að sjóðirnir tækju einnig að sér að sjá um greiðslur til þeirra, sem ekki væru í neinum lífeyris- sjóði „og væri þá öllum eiginleg- um lífeyristryggingum hætt í Tryggingastofnun og þær fluttar alfarið til lífeyrissjóðanna." Kvótakerfið aldrei trygga ra í sessi Umhverfismál, menntim og vísindi á oddinn. Dægurmálin í skugga framtíðar. „Ég held að það sé hægt að segja það að kvótakerfið hafi ekki ver- ið f annan tíma tryggara í sessi. Bæði forsætisráðherra og utan- ríkisráðherra og áður sjávarút- vegsráðherra hafa lýst því skil- merkilega yfir að þetta sé það sem við ætlum að búa við og verði ekki notað sem skatttekju- stofn,“ segir Kristján Ragnars- son, formaður LIU. Þetta öryggi útvegsmanna með kvótakerfið og samstaða þeirra um fiskveiðistjórnunina hefur gert það að verkum þeir ætla sér meiri tíma til að horfa til fram- tíðar í stað þess að þurfa að ein- beita kröftum sínum alfarið til dægurmála. I það minnsta ekki í jafn ríkum mæli og verið hefur, þótt þeir þurfi jafnan að vera með á hraðbergi sjónarmið sín til kvótans og veiðileyfagjalds þegar á þarf að halda. Þeir ótt- ast ekki heldur gagnrýni sumra stjórnarandstæðinga á kvóta- kerfið og telja að það tryggi kerf- ið frekar í sessi en hitt. Undantekning Formaður LÍU segir að það hafi því þótt við hæfi að undirstrika þessa áherslubreytingu til fram- tíðar með opnuauglýsingu í Morgunblaðinu sl. þriðjudag. Þarna hafi hinsvegar verið um undantekningu að ræða fremur en að það sé stefna LIÚ að koma skilaboðum sínum á framfæri með auglýsingum eins og t.d. stjórnmálaflokkar. I þessari nýju útvegsstefnu er m.a. lögð áhersla á framfarir, þekkingu, arðsemi, réttindi og skyldur, umhverfið, jafnræði, umheiminn, fiskveiði- stjórnun, hlutafjárvæðingu, byggðaþróun, vísindi og kynn- ingu. Til merkis um samstöðuna innan útvegsmanna fylgdu með auglýsingunni eiginhandarárit- anir allra formanna aðildarfélaga LIÚ. í framhaldinu er síðan ætl- unin að setja á fót nefnd um um- hverfismál og aðra um menntun, vísindi og rannsóknir. Þeir sem valdir verða í þessar nefndir fá síðan 12 mánuði til að búa til stefnu útvegsmanna í þessum tveimur málaflokkum. — GRH Sigríðiir ekki Sigrún I tónlistargagnrýni blaðsins á miðvikudaginn var rangt farið með nafn söngkonu. Hún heit- ir Sigríður Gröndal og er beðist velvirðingar á rangherminu. R E S T AAU R A N T STRANDGÖTU 49 - SÍMI 461 1617 ‘fu ífá Ijf] Framreiðslumaður óskast Einnig starfsfólk í sal á Veitingahúsið Bing Dao, Strandgötu 49, Akureyri. Upplýsingar í síma 461 1617. Flokksstjórnarfundur Haldinn verður flokksstjórnarfundur hjá Alþýðuflokknum laugardaginn 8. nóv. kl. 13 á Grand hótel í Reykjavík. Fundarefni samstarf jafnaðarmanna.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.