Dagur - 07.11.1997, Blaðsíða 2

Dagur - 07.11.1997, Blaðsíða 2
2 —FÖSTVDAGUR 7.NÓVEMBER 1997 ro^*r FRÉTTIR Halldóra Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Akureyrar, og Valdimar Brynjólfsson, framkvæmdastjóri He/lbrigðiseftirlits Eyjafjarðar, brugðust skjótt við meintum tóbaksauglýsingum. mynd: brink Tóbakslöggan vel á verði KEA-Nettó setti upp sölu- kerfi fyrir sígarettur. Mis- tök urðu við uppsetning- una og tóbakslöggan skarst í leikinn. „Ef að þarna eru myndir af sígarettu- tegundum, þá er þetta skýlaust brot á tóbaksvarnalögunum," sagði Halldóra Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Akureyrar, þegar Dagur sagði henni frá söiukerfi í KEA- Nettó þar sem viðskiptavinir geta ýtt á takka þannig að þeirra tegund rennur inn á færibandið. „Ef þetta er sjálfsali, þá er það líka bannað." Halldóra brást skjótt við og mætti í KEA-Nettó ásamt Valdimar Brynjólfs- syni, framkvæmdastjóra Helbrigðiseft- írlits Eyjafjarðar, sem hefur opinbert eftirlit með því að verslanir virði tób- aksvarnalögin. Halldóra og Valdimar voru sammála um að sölukerfið, eins og það var sett upp, bryti í bága við lög- in. „Veit hann Júlíus af þessu,“ sagði Halldóra við starfsmann verslunarinn- ar og minnti á að verslunin hefði feng- ið viðurkenningu fyrir að veifa ekki tóbaki framan í viðskiptavini sína. Júlíus Guðmundsson verslunarstjóri var í fríi og í ljós kom að fyrirskipanir hans um uppsetningu búnaðarins höfðu ekki verið virtar. Júb'us sagði í samtali við Dag að það hefðu verið sín fyrimæli að takkar kérfisins væru hjá afgreiðslufólki og að þetta væri ekki sjálfsafgreiðsla. Hann sagði búnaðinn settan upp til að koma í veg fyrir rýrn- un og þetta kerfi kæmi í veg fyrir að börn og unglingar hnupluðu tóbaks- vörum. Einnig væri hugsunin sú að af- greiðslufólk þyrfti ekki að beygja sig eftir tóbaksvörum. Júlíus sagðist harma þennan misskilning og þessu yrði þegar f stað kippt í lag. Valdimar og Halldóra voru sátt við viðbrögð verslunarinnar og skýringar hennar á mistökunum. Halldóra tekur því ekki tóbaksvarnaviðurkenninguna af Júlíusi og hann fær kannski aðra fyr- ir að hefta enn frekar aðgengi unglinga að tóbaki. — HH FRÉTTAVIÐTA LIÐ Nú er orðið ljóst að kratar og aUaballar mætast á miðri leið í Rúgbrauðsgerðinni, þar sem lands- fundur Alþýðubandalagsins er haldinn. Þegar pottverjar rýndu í dagskrá landsfundarins sáu þeir að gert er ráð íýrir að fundarstörfuin á laug- ardag ljúki kiukkan 19.30. Á sömu mínútu verður húsið opnað iýrir krötum og öðrrnn þeim sem mæta í kveðjuhóf Jóns Baldvins Hannibals- sonar og Bryndísar Scram. Allaballar á útleið mæta sem sagt krötum á leiðinni iim, nema ein- hverjir þeirra kj ósi að vera eftir og taka þátt í far- vel Jón gleðskapnum. En það eru ekki allir alþýðubandalagsmenn jafn spenntir fyrir landsfundinum og í pottinn hcyr- ast áhyggjuraddir úr þremur kjördæmuin þar sem talsvert er af alþýðubandalagsbændum. Þetta er Norðurland vestra og eystra og Austur- land. Á þessum svæðum þykir það ekki vegs- auki meðal bænda að vera í slagtogi með kröt- um... Á Alþingi í gær munu menn liafa fylgst grannt með því þegar brotið var blað 1 þingsögunni. Þá tal- aði í fýrsta shtn sendilierra í umræðu um utanríkis- mál. Jón Baldvin þótti sér- lega ríkisstjórnarlegur í ináli sínu og þau fáu skeyti sem flugu lentu hjá allaböll- um... Pottverjar spá mikið í hvort Gísli Bragi Hjartar- son, bæjarfulltrúi og oddviti krata á Akueyri muni draga sig í hlé í pólitíkinni. í pottinum segja menn að stórlega hafi dregið úr líkum á því eftir að Sigríður Stefánsdóttir tilkynnti um að hún væri að hætta, en hún og Gísli Bragi hafa löngurn eldað grátt silfur hvort við annað og Sig- ríðarlaus í V___________ pólitíkbmi sé hann til alls vís!!. MiMQ kuxr meðal lækna Guðmundur Bjömsson formaður Læhnafélags íslands og yfirlæknir Heilsustofnunarinnar í Hveragerði. Læknastéttin í heild sinni erí kjarabaráttu og vígstöðv- amar em minnstþrjár. For- maður Læknafélagsins segir óánægju ríkjandi meðal lækna og segirfrá freistandi tilboðum að utan. - Er allt upp í loft í samningamálum læknastéttarinnar? „Það ríkir almenn óánægja hjá læknum með ganginn í samningamálum. Samningar eru Iausir hjá öllum, en lítil hreyfing á sér stað.“ - Læknasamtökin skiptast upp í nokkra hópa og viðsemjendurnir eru ólikir. Hvað er að frétta af heilsugæslulæknum? „Þeirra mál eru fyrir Kjaradómi og hafa verið það í rúmt ár. Það er mikil vinna í gangi og upplýsingasöfnun um kjör heilsu- gæslulækna, en lítið fréttist af því hvenær niðurstöðunnar er að vænta. Eg veit ekki hvort óeðlilegur dráttur hafi orðið á málum hjá Kjaradómi, en sennilega verður þetta að teljast mjög langur tími.“ - Eru heilsugæslulæknar eklii að gefast upp á hiðinni, einkum á landsbyggðinni? „Jú, það er mikil óvissa ríkjandi meðal þessara lækna um framtíð sína og þessarar þjónustu. Þessir Iæknar eru farnir að horfa til útlanda um vinnu og það hafa borist mik- il og feit tilboð. Meðal annars frá Norður- Noregi, þar sem bjóðast þreföld grunnlaun og það fyrir styttri vinnutíma. Og menn eru að tínast í þetta. Það hefur lengi rfkt kurr á þessum vettvangi, því það er búið að plokka ýmsa tekjumöguleika af þessum læknum, t.d. tekjur af apótekum og greiðslur vegna notkunar á einkabíl." - Sjúkrahúsalæknar hafa verið hjá sáttasemjara um nokkurra vikna skeið. Er þar hreyfing í gangi? „Já, samninganefndirnar eru komnar á góðan skrið, þótt seint gangi að ná endum saman. Þar er stórt mál að unglæknar hafa sagt upp sinni yfirvinnu frá 1. desember og vilja vinna í samræmi við EES-reglur um vinnutíma. Einnig er uppi á borðinu að umbuna á einhvern hátt þeim Iæknum sem helga sig sérstaklega vinnu á sjúkrahúsum og eru ekki með eigin stofu. Mér sýnist að báðir samningsaðilar séu jákvæðir." - Sérfræðingar hafa í hópum sagt upp samningum sínum við Tryggingastofnun. Hvað eru þeir margir og hver er staðan? „Yfir 50 sérfræðingar hafa sagt upp samn- ingum, en það eru fleiri að huga að upp- sögnum og sérfræðingar með samninga hafa verið hátt á annað hundrað. Þarna hef- ur lítið gengið saman, en meginkröfur sér- fræðinganna lúta að því að eðlilegt tillit verði tekið til þess kostnaðar sem af rekstri læknastofa stafar, m.a. vegna endurnýjunar á tækjabúnaði og framþróunar á hinum ýmsu sviðum. Því miður hefur ríkt lítill samningsvilji hjá Tryggingastofnun og raun- ar má tala um skilningsleysi af hálfu stofn- unarinnar." - Læknar á hinum ýmsu sviðum hafa oft tekist duglega á, svo sem séifræðingar og heimilislæknar. Eru innanbúðarmál lækna ekkert að flækjast fyrir um þessar mundir? „Það er mikill einhugur ríkjandi meðal lækna. Það er rétt að menn hafa stundum tekist á með tilþrifum, ekki síst í túlkun fjöl- miðlanna, en Iæknar hafa slíðrað sverðin og reyna að leysa sín ágreiningsmál með stefnumótunarvinnu um hlutverk og stöðu lækna og svo um heilbrigðisþjónustuna al- mennt. Samningaleiðin hefur orðið ofan á.“ - FÞG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.