Dagur - 07.11.1997, Blaðsíða 8

Dagur - 07.11.1997, Blaðsíða 8
8- FÖSTUDAGUR 7. NÓVEMBER 1997 FRÉTTASKÝRING Tfc^ui- VaxtarverMr hjá B Dalvíkingiiriim Krist- jáu Þór jiílíussoii hef- ur verið hæjarstjóri á ísafirði frá árinu 1994. Dvöliua þar segir haun hafa verið góðau skóla og fjöl- hreyttaii. Hörmung- amar í kjölfar snjó- fióðanna sem féHu á Súðavík og Flateyri spHa þar nokkuð stórt hlutverk. Þú varst bæjarstjóri á Dalvík í all- mörg ár áður en þú tókst að þér bæjarstjóraembættið á Isafirði. Er það mikil breyting að fara úr norðlenskum í vestfirskan bæjar- stjórastól? „Verkefnin eru í „prinsippinu“ þau sömu en auðvitað dregur það svolítið dám af landsvæðinu í hvaða verkum maður er hverju sinni. Maður sér það ekkert í upp- hafi starfs hvaða verkefni maður er að glíma við hverju sinni en þau hafa verið mjög íjölbreytt hér á ísafirði. I þessu nýja sameinaða sveitarfélagi, fsafjarðarbæ, hefur verið lögð höfuðáhersla á að ná tökum á sameiningu þessara sex sveitarfélaga og það hefur gengið alveg þokkalega vel. Þó hef ég ekki lent í neinu sáttasemjara- hlutverki, en maður finnur fyrir því að íbúar hvers hinna gömlu sveitarfélaga, jafnt hins smæsta sveitarfélags sem og hins stærsta, ísafjarðarkaupstaðar, hafi vissan vara á sér, og það er eðlilegt," seg- ir Kristján Þór Júlíusson. - Hafa íbúarnir skipað sér í íylkingar eftir því hvar þeir búa í þessu víðfeðma sveitarfélagi? „Það var stofnað hverfafélag á Flateyri af áhugasömum íbúum og það er gott mál ef íbúarnir stofna hagsmunasamtök. Þessi hagsmunasamtök verða ekki bara þrýstihópur á yfirstjórn sveitarfé- lagsins, þ.e. bæjarstjórn, bæjar- stjóra og aðra starfsmenn. Með stofnun þessa hverfafélags ætla íbúar Onundarfjarðar að rækta sína heimasveit og það er hið besta mál, mjög ánægjulegt fram- tak. Hér er líka annar félagsskap- ur sem heitir Landeigendafélag Sléttu- og Grunnahrepps, sem einnig er hagsmunafélag. Fleiri hagsmunafélög gætu einnig séð dagsins ljós, eins og t.d. á Þing- eyri, í Holtahverfi eða í Hnífsdal. Svo má einnig minnast á mjög starfsöm átthagafélög sem starfa í Reykjavík.“ - Þessi fjögur ár sem þú hefur verið bæjarstjóri á ísafirði hafa verið miklar sviptingar í útgerð- inni hér og þú fyrir hönd bæjarfé- lagsins tekið þátt í því. Hafa þessi mál þróast eins og gert var ráð fyrir í upphafi? „Bæjarfélagið kom inn í þetta sameiningarferli kringum Bása- fell með eignarhlut sínum í Sléttanesi og Togaraútgerð Isa- fjarðar. Það hafa verið vaxtarverk- ir í Básafelli síðan og það eru komnar upp vissar efasemdir nú um það hvort þarna liafi verið staðið rétt að málum. Eg hef ekki heyrt nein rök frá þessum úrtölu- mönnum, þetta eru fyrst og fremst sleggjudómar þar sem við- komandi hafa gefið sér að hlut- irnir hefðu getað gengið öðru vísi. En í mínum huga er enginn efi um það að þarna var stigið rétt spor, og það skref hefði raunar átt að stíga löngu áður. Eg bið alla góða menn að íhuga það hver staðan í útgerð og fiskvinnslu staðarins var áður en til þessarar sameiningar kom. A þeim tíma horfði mjög illa fyrir sumum lyr- irtækjum hér á ísafirði, m.a. þeim sem eru inni í sameinuðu Bása- felli og það lá fyrir mikill áhugi í nokkur þeirra víðs vegar að af landinu, m.a. frá Utgerðarfélagi Akureyringa í Norðurtangann og kvótann þar sem var töluverður. En það tókst að verja það fyrir- tæki, góðu heilli. Eg bíð því þá sem eru með efa- semdir nú að hugleiða þá stöðu sem var uppi áður en Básafell varð til. Það er mjög rnikið og erfitt verk framundan að „endur- gera“ Básafell sem varð til út frá mjög veikum grunni. Það er helst Togaraútgerðin sem var sterk, enda er hún burðarásinn í þessari sameiningu. Hlutur bæjarsjóðs ísafjarðar í Básafelli er að nafn- virði um 70 milljónir króna sem er um 10% af heildarhlutafénu. Það hefur verið rætt innan bæjar- stjórnar að bæjarfélagið yrði ekki til langframa hluthafi í félaginu. Þetta er í takt við tíðarandann." - Það liggja hér við bryggju á ísafirði mörg skip sem kvóti hefur verið færður af og eru á söluskrá, eins og t.d. Gyllir. Svíður fólki í útgerðarbæ eins og ísfirði ekki að sjá þessi skip bundin við bryggju? „Auðvitað svíður mörgum að sjá þessa fjárfestingu ónotaða, það á ekki bara við um sjávarút- veginn, heldur alla fjárfestingu í atvinnurekstri. En því miður er staðan þannig að fyrirtækin hafa ekki næg verkefni fyrir þessi skip, auðlindin er takmörkuð og að sama skaði úttektin úr henni, hún er bundin í kvótum. Afrakst- ursgeta fiskistofna okkar, aðal- lega botnfisks, er einfaldlega minni en afrakstursgeta flotans, það er hinn sári sannleikur. Ég er ekki viss um að það hafi verið rangt af Vestfirðingum að taka ekki þátt í kapphlaupinu um uppsjávarfiskakvóta, þ.e. síld og loðnu, en ég bendi á í allri um- ræðu um sjávarútvegsmál að Vest- firðingar hafa verið að vinna í sama umhverfi og aðrir lands- menn, það eru allir jafnt settir. Það er auk þess engin hefð fyrir loðnuvinnslu á Vestfjörðum, Bol- víkingar reka þó loðnubræðsluna Gná. Vestfirðingar hafa ekki farið ver út úr kvótakerfinu en aðrir landsmenn en Norðurland hefur grætt mest en Vestfirðingar hafa aðeins tapað um 3% á síðasta ára- tug eða svo. Umræðan hér er hins vegar mjög viðkvæm vegna þess hversu fámennt kjördæmið er og byggir nær eingöngu á fiski.“ - Þú gerðist stjórnarformaður Samherja hf. þegar fyrirtækið fór út á hlutabréfamarkaðinn. Tölu- verðar umræður urðu manna á meðal á ísafirði um það. Var það óheppileg ákvörðun fyrir þig sem bæjarstjóra, sérstaldega eftir að Samherji og Hrönn sameinuðust og togarinn Guðbjörg varð ekki lengur ísfirskur og þú jafnframt stjórnarmaður í Básafelli? „Ég hefði ekki tekið þetta að mér ef svo hefði verið. A öllum málum er fleiri en ein hlið, en ég vil taka sérstaklega fram að stjórnarstörfum í Samherja sinni ég í mínum frítíma og ef þannig ber undir, tek ég mína sumarleyf- isdaga í það. Ég gekk einnig út úr stjórn Básafells um leið og þessi ákvörðun lá fyrir. Sumir hafa alls konar áhugamál og sinna þeim, t.d. í íþróttum, klúbbstarfi o.fl. Það vilí svo til að mitt áhugamál liggur m.a. á sjávarútvegssviði, og ég er ekki í neinum klúbbi. Ég hef þó t.d. gengið til rjúpna og það amast vonandi enginn við þ/ « VI. - Liggur vaxtarbroddur byggðar á Vestfjörðum í einhverju öðru en sjávarútvegi? „Nei, hann verður að Iiggja í sjávarútvegi en Vestfirðingar hafa verið á eftir öðrum landshlutum í sameiningu og hagræðingu sjáv- arútvegsfyrirtækja, hvort sem mönnum Iíkar betur eða verr. Því öflugri sem sjávarútvegsfyrirtæk- in eru, því betur hefur þeim gengið að halda í við aðra í grein- inni. En sjávarútvegur er og verð- ur undirstaða atvinnulífs á Vest- fjörðum. Það er þó óhjákvæmi- legt að menn hafi eitthvað annað við að vera og sem betur fer eru hér fyrirtæki í öðrum greinum at- vinnulífsins. Við höfum t.d. skipasmíðastöð sem vissulega byggir á sjávarútvegi, en stjórn- endur hennar hafa sýnt visst frumkvæði í nýsmíði. Einnig væri hægt að nefna fyrirtæki eins og 3X-stál og Póls, og það er verið að undirbúa stofnun svokallaðs Þró- unarseturs sem ég bind miklar vonir við.“ .ar Kristján segir það sviða að sjá kvótalaus skip bundin við bryggju á ísafirði, rétt eins og það svíður að sjá alla ónýtta fjárfestingu í atv/nnulífinu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.