Dagur - 07.11.1997, Blaðsíða 4

Dagur - 07.11.1997, Blaðsíða 4
4-FÖSTUDAGUR 7.\ÓVEMBER 1997 FRÉTTIR Uppbyggmgu Háskólans hraðað Jakob Björnsson, bæjarstjóri á Akureyri, sagði á bæjarstjórnarfundi á þriðjudag að Háskólinn á Akureyri væri gleggsta merkið um að vænt- ingar um aukna menntun á landsbyggðinni befðu gengið eftir. Nokk- ur fjöldi nemenda væri af höfuðborgarsvæðinu og margir þeirra sett- ust að á landsbyggðinni að lokinni útskrift. Það tæki hins vegar allt of langan tfma að byggja skólann upp fyrir 700 nemendur, eða 30 ár ef núverandi IJárveitingar hækkuðu ekki. Kostnaður næmi um 800 milljónum króna. Menntamálaráðuneytið hefur skipað í nefnd um hraðari uppbyggingu skólans, en í henni sitja tveir fulltrúar mennta- málaráðuneytis, einn frá fjármálaráðuneyti og tveir frá Akureyrarbæ. Akureyringar aftur 15 þixsimd? Sigríður Stefánsdóttir, Alþýðubandalagi, sagði að vaxandi fjöldi fólks á Akureyri hefði áhyggjur af stöðu bæjarins, og það kæmi m.a. fram í viðtalstímum bæjarfulltrúa. Þar mætti nefna ógnvænlegan fólks- flutning af landsbyggðinni til höfuðborgarsvæðisins og að öll at- vinnuuppbygging Iandsins færi fram á suðvesturhorni Iandsins með fulltingi ríkisstjórnarinnar. Heimir Ingimarsson (G) taldi að í ljósi þróunar mannfjölda yrði Akureyrarbæjar að fagna 15 þúsundasta íbúanum að nýju í nánustu framtíð. Sigríður vakti athygli á því að á fundi Sambands sveitarfélaga nk. laugardag væri fyrirhuguð skoð- anakönnun um nýgerða kennarasamninga og hún varpaði fram þeirri spurningu hvar við værum stödd ef meirihluti þátttakenda væru and- vfgir samningunum. Málið yrði síðan enn viðkvæmara ef kennarar felldu samninginn, sem allt eins mætti búast við. Tryggingar á röngiim forsendum Gildanai tryggingasamningur Akureyrarbæjar við VÍS rennur út um næstu áramót og hefur bæjarráð fallist á tillögu bæjarlögmanns um að samningurinn yrði framlengdur um eitt ár. Þórarinn B. Jónsson, Sjálfstæðisflokki, sagði samninginn hafa hljóðað upp á 16,8 milljón- ir króna árið 1995 en 21,6 millj. króna á sl. ári og hann vildi fá skýr- ingar á hækkuninni. Hann sagðist líka undrast að bæjarlögmaður og hagsýslustjóri mæltu með endurnýjun VÍS-samningsins, það væri gert á röngum og villandi forsendum. Netþróunin má ekki stöðvast „Netveijar eru einhverjir bestu viðskiptamenn Pósts og síma og þeim er sífellt að fjölga. Það væri mjög einkennilegt viðhorf ef Póstur og sími fer að leggja ein- hveijar álögur á þennan hóp með þeim hætti að hann telji sér mis- boðið,“ segir Björn Bjarnason menntamálaráðherra. Björn hefur verið ötull baráttu- maður fyrir notkun Intemetsins og hann segir Islendinga standa vel að vígi. „Okkur hefur tekist á örfáum árum að komast í fremstu röð á þessu sviði. Bæði hvað varðar skólakerfið og eins tengingar heim- ila og einstak- linga. Það er mjög mikils virði fyrir fram- vindu þjóðfé- lagsins og nú- tímavæðingu að þessi þróun stöðvist ekki vegna ágrein- ings um gjald- skrá,“ segir menntamála- ráðherra. Björn Bjarnason menntamálarádherra segir einkennilegt ef Póstur og — gþ sími ætli að misbjóða netverjum. Ölöglegt eftirlitsgjald Lyfjaeftirlitsgjald hef- ilt ekki stoð í lögiun. Ríkið þarf að endur- greiða apótekum milljónatugi. Lyfjaeftirlitsgjald, sem Lyfjaeftir- lit ríkisins hefur innheimt af ap- ótekum landsins, er að dómi Héraðsdóms Reykjavíkur án nægilegrar stoðar í lögum og því ólögmætt að innheimta það. I vikunni var ríkið, fyrir hönd LyQaeftirlitsins, dæmt til að end- urgreiða Jóni Þórðarsyni, apótek- ara í Hveragerði, 130 þúsund krónur vegna lyíjaeftirlitsgjalds 1996, en ljóst er að dómurinn hefur fordæmi um gjaldtöku af öllum apótekum og því um mun hærri upphæðir að tefla, í heild varla undir 20 milljónum króna. Jón Þórðarson höfðaði mál gegn ríkinu sl. vor í því skyni að fá lyfjaeftirlitsgjaldið endurgreitt, með þeim rökum að reglugerð sem heilbrigðisráðherra setti um eftirlitsgjald vegna lyfjaeftirlits árið 1996 ætti sér ekki stoð í lyfjalögum. Apótekarafélagið mótmælti þessari gjaldtöku og var mál Jóns prófmál. Sækjendur vildu meina að um skatt væri að ræða en ekki þjónustugjald en því var dómarinn reyndar ósam- mála. - FÞG KVOLDSTUND MEÐ JÓNI BALDVINI 0G BRYNDÍSI Stjórn Alþýðuflokksins og aðrir vinir og félagar Jóns Baldvins og Bryndísar efna til kvöldfagnaðar til heiðurs þeim hjónum laugardaginn 8. nóvember n.k. í tilefni þess að þau hverfa nú senn til annara starfa. Kvöldfagnaðurinn verður í Borgartúni 6 (Rúgbrauðsgerðinni) og hefst kl. 19:30 með fordrykk. Klukkan 20:30 verður gengið tii borðs og snæddur veislukvöldverður. Fjölbreytt dagskrá verður í boði í umsjá listamanna úr hópi vina þeirra hjóna. Tónskáldin Atli Heimir Sveinsson og Hjálmar H. Ragnarsson hafa veg og vanda af flutningi hljómlistar og rithöfundarnir Guðmundur Andri Thorsson og Hallgrímur Helgason sjá um texta og talað mál. Töframaðurinn Pétur Pókus fremur galdra og gjörninga. Veislustjóri verður Jakob Frímann Magnússon, fjöllistamaður. Hljómsveit Andra Bachman leikur fyrir dansi. Verð miða er 2.500 kr. Pantanir óskast gerðar á skrifstofu Alþýðuflokksins, Jafnaðarmannaflokks íslands, Alþýðuhúsinu í Reykjavík, sími 552-9244, og þar verða miðar afgreiddir. Einnig má kaupa miða við innganginn. Allir vinir Jóns Baldvins og Bryndísar innan og utan Alþýðuflokksins eru hjartanlega velkomnir svo lengi sem húsrúm leyfir. Eigum góða og skemmtilega kvöldstund með Jóni Baldvini og Bryndísi! Vinir og félagar Jóns Baldvins og Bryndísar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.