Dagur - 08.11.1997, Blaðsíða 4

Dagur - 08.11.1997, Blaðsíða 4
4- LAUGARDAGVR 8.NÓVEMBER 1997 ro^tr FRÉTTIR Foreldrar þrýstn á uin einsetniugu Ásta Sigurðardóttir, Framsóknarflokki, formaður skólanetndar, sagði við umræður í bæjarstjórn í vikunni um einsetningu Síðuskóla og þau þrengsli sem nemendur og kennarar byggju við, að nefnd á vegum bæjarins hefði á árinu 1996 verið falið að hraða einsetningu skólans. Bréf hefði borist frá foreldrum sem hefðu verið mjög óánægðir með það að börnin væru í skólanum eftir hádegið, ekki síst vegna þess að þau nytu færri tækifæra til tómstundastarfs en jafnaldrar þeirra sem sæktu skóla á morgana. Á næstunni fara byggingaráform vegna Síðu- skóla frá skólanefnd til framkvæmdanefndar og þaðan til bygginga- nefndar. Einbjörn togar í Tvíbjörn og Tvíbjörn í Þríbjörn, eða hvað?! Setbekkjum fjölgar ekki þrátt fyrir bókauir Brynjólfur Brynjólfsson hefur sent bréf til bæjarstjórnar þar sem hann hvetur til fjölgunar setbekkja á Akureyri þar sem íbúar og ferða- menn gætu tyllt sér niður, og vakti það noklirar umræður í bæjar- stjórn. Ásta Sigurðardóttir taldi það þarft mál og lið í umhverfisátaki bæjarins. Fram kom að á síðasta áratug hefði sífellt verið bókað um ágæti setbekkja, en ekkert orðið um efndir. Fjórir fulltrúar skoða íþróttaskemui- ur á Norðurlöndum Mannvirkjanefnd Knattspyrnusambands Islands efnir til kynnisferð- ar til Norðurlandanna til að skoða Ijölnota íþróttahús o.fl. í ljósi þeirrar umræðu sem verið hefur hjá Ákureyrarbæ varðandi byggingu Ijölnota íþróttahúss og mikilvægi málsins telur Iþrótta- og tóm- stundaráð rétt að senda Ijóra fulltrúa í þessa ferð. Listafólk í Davíðshúsi Stöðug ásókn er í dvöl í gestaíbúð Davíðshúss á árinu og nýlega út- hlutaði menningarmálanefnd Akureyrar dvalarleyfum til 8. október. Styrkþegar þurfa að „kvitta“ fyrir dvölina í formi Iistsýninga, útgáfu rita o.s.frv. Frá áramótum til 10. mars verður Leikfélag Akureyrar vegna Auðar Bjarnadóttur leikstjóra og Messfönu Tómasdóttur, leik- mynda- og búningahönnuðar, með Davíðshús; 5. júní til 9. júlí verð- ur þar Sigrún Eðvaldsdóttir fiðluleikari; 31. júlí til 27. ágúst verður Friðrik G. Olgeirsson sagnfræðingur; 28. ágúst til 10. september verður Hallgrímur Oskarsson tónlistarmaður og 11. september til 8. október dvelur þar Helgi Guðmundsson rithöfundur. Menningar- málanefnd mun auglýsa innan tíðar eftir umsóknum um þann tíma sem enn er óráðstafað á árinu 1998. Fállið frá helgarlokun apóteka Áformuð lokun Akureyrar-apóteks og Stjörnu-apóteks á Akureyri um helgar og hátíðar var til umræðu á fundi bæjarráðs Akureyrar í sl. viku. Fallið hefur verið frá þeim áformum og verða apótekin opin frá klukkan 09.00 til 19.00 virka daga en 13.00 til 17.00 bæði laugar- daga og sunnudaga. Eftir sem áður verða apótekin opin sitt á hvað, eftir samkomulagi þeirra á milli. - GG HEIÐARSK0LI Kennarar - Kennarar Kennara vantar við Heiðarskóla í Leirársveit nú þegar. Um er að ræða kennslu yngri nemenda og íþróttakennslu frá áramótum. Upplýsingar gefa Jóhann aðstoðarskólastjóri í síma 433 8927 og formaður byggðasamlagsins í síma 433 8968. Aðalfundur ÍDL Aðalfundur (þróttadeildar Léttis verður haldinn í Skeifunni, sunnudaginn 16. nóv. kl. 16. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf, önnur mál. Stjórnin. Eiöur H. Haraldsson, framkvæmdastjóri verktakans Háfel/s, segir það vonbrigði að ekki hafi tekist að klára verkhlutann yfir Fljótsheiði i ár. Hann var hins vegar bjartsýnn þegar Dagur fylgdist meö verkinu fyrr f sumar. - mynd: gs Flj ótsheiðarveg- ur ekki opnaður Vegagerðin þarf að pirnga út 20 miUjón- inu krdna meira en verkáætlun gerði ráð íyrir. Efnismagn í veg- inn vanáætlað. Ekkert verður af opnun nýs veg- ar fyrir Fljótsheiði í Suður-Þing- eyjarsýslu í vetur eins og allar áætlanir gerðu ráð fyrir. Verktak- anum Háfelli tókst ekki að ljúka verkhluta þessa árs í tfma og þarf fyrirtækið að greiða dagsektir til Vegagerðarinnar í vetur. „Þetta eru vonbrigði, það munaði hársbreidd. Við byrjuð- um seint á verkinu en unnum allan sólarhringinn til að vinna það upp. Hins vegar þurfti meira magn í burðarlagið en áætlanir gerðu ráð fyrir og vegna vætutfð- ar í haust tókst okkur ekki að klára. Við erum búnir að semja við Vegagerðina um að greiða lít- ilsháttar dagsektir en þær eru óverulegar," segir Eiður H. Har- aldsson, framkvæmdastjóri Há- fells. Hann segir varla hægt að tala um feilreikning þótt áætlun hafi gert ráð fyrir minna efni en raunin varð. Auðvelt hefði verið að klára verkhlutann ef veðrið hefði ekki haft fyrrnefnd áhrif. Allt að 50 manns hafa verið að störfum á Fljótsheiðinni. Fullbúinn átti vegurinn að verða fyrsta ágúst næstkomandi en því seinkar um a.m.k. 10 daga eins og staðan er í dag. „Hins vegar er hægt að keyra veginn í þurru veðri og verður jafnvel hægt í allan vetur ef það frýs núna. Það eru miklu minni Iíkur á að þessi vegur teppist en hinn gamlí, hann stendur miklu hærra og við gengum þannig frá honum að hann er hættulaus,“ segir Eiður. Þessi vegagerð er með stærri vegaframkvæmdum síðari ára. Heildarkostnaður verður um 153 milljónir en upphaflega var gert ráð fyrir að hann yrði 20 milljónum kr. lægri. — Bf> Braut ekki jafnréttislög Hæstréttur segir að jafnréttislög hafi ekki verið brotm þegar sjúkrahúsið tók Haf- stein Gimuarsson framyfir Sigurlín Þóru Þorhergsdóttur. Hæstiréttur telur að Sjúkrahús Akraness hafi ekki brotið lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla þegar sjúkrahúsið réð Hafstein Gunnarsson í starf skrifstofumanns og valdi hann framyfir Sigurlín Þóru Þorbergs- dóttur. Kærunefnd jafnréttis- mála tapaði því málinu, sem það höfðaði í nafni Sigurlínar. Ráðning Hafsteins átti sér stað sumarið 1993, en hann og Sig- urlín voru meðal 25 umsækjenda um starfið. í janúar 1994 komst Kærunefnd jafnréttismála að þeirri niðurstöðu að sjúkrahúsið hefði brotið jafnréttislögin með því að taka Hafstein framyfir Sigurlínu, en Hæstiréttur telur að þar hafi vantað nákvæma og staðfesta Iýsingu á starfinu. Hæstiréttur telur þau bæði hæf til að gegna stöðunni eins og hún var auglýst. Hæstiréttur fellst á það með undirrétti að Sigurlín Þóra hafi haft meiri reynslu af bókhaldi en Haf- steinn, en telur ósannað að reynsla Sigurlínar hafi nýst henni þannig að hún verði talin hafa verið Hafsteini hæfari til að gegna starfinu. Auk þess taldi Hæstiréttur að sjúkrahúsið hefði sýnt fram á að kynferði hefði ekki ráðið vali í stöðuna, en á þremur skrifstof- um sjúkrahússins störfuðu á þessum tíma fjórtán konur á móti einum karli, þar af fjórar konur á móti einum karli á þeirri skrifstofu sem þessi staða flokk- aðist undir. — FÞG Geiri á Guggunni ekki að selja Ásgeir Guðbjartsson, fyrrum skipstjóri og einn eigenda Guð- bjargarinnar á Isafirði, segir það íjarri Iagi að hann sé að selja hlut sinn í Samherja. Ásgeir eignað- ist hlut í Samherja eftir að Hrönn, útgerð Guðbjargar, og Samherji sameinuðust. Hann bætti svo við hlut sinn eftir að Samherji fór á verðbréfamarkað- inn. Guðbjörgin er nú að veiða karfa og grálúðu við Grænland undir þýskum fána og landa í Reykjavík. Grálúðunni verður að landa í Færeyjum vegna ákvæða um veiðar skipa sem eru innan Efnahagsbandalagsins. „Ef þeir Samherjafrændur geta ekki rekið sjávarútvegsfyrirtæki á íslandi með sóma, þá held ég að fokið sé í flest skjól. Eg held því að fjárfesting í fyrirtækinu sé góður kostur,“ segir Ásgeir Guð- bjartsson sem þvertekur fyrir þrálátan orðróm um að hann hafi selt hluta sinn. - GG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.