Dagur - 08.11.1997, Blaðsíða 10
10 - LAU G A R DAG U R 8. NÓVEMBER 1997
Ðagur
ÞJÓÐMÁL
Innfhitningur á nýju
mj óDairkúákyni
BJÖRN S.
STEFÁNS-
SON
dr. scient. í
búnaðarhagfræði
skrífar
Búnaðarþing 1996 fól stjórn
Bændasamtakanna að undirbúa
innflutning gripa til mjólkur-
framleiðslu í tilraunaskyni.
Stjórnin Iagði fyrir búnaðarþing
1997 álit nautgriparæktarnefnd-
ar samtakanna um það, hvernig
standa mætti að innflutningn-
um. Nefndin hafði ekki kvatt
nefndar sérfræðistofnanir til að-
stoðar.
Andstæðingur innflutnings á
þinginu lagði til, að málið yrði
borið undir atkvæði kúabænda.
Formaður Landssambands kúa-
bænda, sem situr búnaðarþing
og hefur lengi verið kappsfullur
um innflutning, beitd sér hart
gegn því, taldi samþykkt tillög-
unnar yfirgang við Landssam-
band kúabænda, hét á fulltrúa
annarra búgreinafélaga að
standa vörð um réttindi þeirra
innan Bændasamtakanna með
því að greiða atkvæði gegn henni
og hafði í hótunum við Bænda-
samtökin, ef hún yrði samþykkt.
Tillagan var felld með 13 at-
kvæðum gegn 11, en þingið sitja
39. A flutningsmanni var að
heyra, að tillagan ætti stuðning
þingsins vísan. Eg spurði hann
eftir þingið, hvers vegna úrslitin
hefðu orðið önnur. Hann kvað
svo marga fulltrúa búgreinafé-
laga hafa snúist, þegar formaður
Landssambands kúabænda hét á
þá til stuðnings. Þingið sam-
þykkti svo með 15 atkvæðum að
beina þvf til stjórnar Bændasam-
takanna og Landssambands kúa-
bænda að vinna að innflutningi
með hliðsjón af greinargerð
nautgriparæktarnefndar.
Ágreinlngur um skipulag
Agreiningur er um skipulag
Bændasamtakanna. Þing þeirra
skipa 28 fulltrúar héraðssam-
banda og 11 fulltrúar búgreina-
félaga. Forystumenn sumra bú-
greinafélaga vilja, að samtökin
verði byggð upp af þeim einum,
en ekki héraðssamböndunum,
og meðal þeirra er Landssam-
band kúabænda. Til þessa valda-
t Degi sl. Iaugardag er grein um
framkvæmdastjórastarf vegna
Landsmóts hestamanna 1998.
Þar er fullyrt f undirfyrirsögn að
framkvæmdastjórn Landsmóts
hafi sagt Magnúsi Má Þorvalds-
syni upp störfum, áður en hann
hafi hafið störf. Með þessari fyr-
irsögn fylgir síðan nokkurt grein-
arkorn ræð mynd af téðum
Magnúsi. Ætla mætti eftir þann
lestur að Magnús hafi verið ráð-
inn 6 vikum áður en hann var
rekinn. Annað hvort hefur blaða-
maður Dags tekið vitlaust eftir
þegar hann ræddi við Magnús
eða viljandi sett ranga fyrirsögn á
stríðs vísaði formaður þess í bar-
áttu sinni gegn því, að Bænda-
samtökin stæðu að atkvæða-
greiðslu kúabænda um innflutn-
ing.
Nautgriparæktarnefnd rök-
styður, að ekki séu skilyrði til að
halda uppi ræktun á tveimur
kúastofnum í landinu, til þess
séu of fáir gripir í heild. Þótt
nefndin kalli ráð sín tiiraun, eru
með þeim í raun hafin full skipti
á kúastofni og þar með útrýming
íslenska kúastofnsins, eins og
sýna má fram á. Nefndin telur
rauðu norsku kýrnar álitlegasta
kynið og mælir með því að
standa þannig að innflutningi að
flytja fósturvísa til Hríseyjar í
einangrunarstöðina þar, Iáta ísl-
enskar kýr bera þá og nota sæði
úr nautum, sem þannig verða til,
á 80-120 kúabúum, þar sem gef-
ist samanburður við íslenskar
kýr. Að fenginni r'eynslu árið
2004 skuli ákveða, hvort útrýma
eigi kynblendingunum. Formað-
ur Landssambands kúabænda
hélt því fram á þinginu, að það
sé hin eiginlega ákvörðun um
innflutning, en ekki ákvörðun
um að sæða kýr á 80-120 kúabú-
um með norskum nautum. Að
lögum er innflutningi lokið, þeg-
ar gripir, sæði eða fósturvísar eru
fluttir úr einangrun í Hrísey til
lands.
Ræktunarstarf lamast
Ljóst er, að allt ræktunarstarf
íslenska stofnsins lamast, meðan
á þessari stórfelldu tilraun
stendur, og verðmæti fjósa, sem
ekki henta kúm af norskri stærð,
er teflt í tvísýnu. Viðbúið er, ef
nú verður hafinn innflutningur á
þennan hátt að bændum, sér-
fræðistofnunum og almenningi
forspurðum, að menn láti ekki
árið 2004 sitja við þá reynslu,
sem þá hefur fengist, heldur
haldi áfram, hver sem árangur-
inn hefur orðið, og hugmyndir
um verðmæti Ijósa og endurnýj-
un þeirra verða áfram í uppnámi.
Norrænir búfjárræktarmenn
hafa lengi átt samstarf. Meðal-
kýrnyt hér á landi er lítil hjá því
sem er í nágrannalöndum. Því
má vera, að samstarfið hafi ekki
verið Islendingum kinnroða-
laust. Framleiðslukostnaður
mjólkur er allmikill hér á Iandi
miðað við sömu lönd. Því er ekki
greinina, svona til að bragðbæta
hana svolítið. Þessi grein hefur
vakið umtal og umræður og því
sér framkvæmdastjórn sig knúna
til að koma leiðréttingu á fram-
færi. Hið rétta er að Magnús
Már var aldrei ráðinn sem fram-
kvæmdastjóri heldur höfðu að-
eins farið fram viðræður. Þær
viðræður leiddu ekki til ráðning-
ar og er raunar ekkert meira um
það að segja og vil ég ítreka það
sem áður hefur komið fram að
viðræðurnar eru ekki blaðamatur
frekar en viðræður við aðra sem
komið hafa til greina í þetta
starf.
nema von, að menn hafi hugsað
til þess að lækka hann með því
að bæta íslenska kúakynið með
rauðum nautum frá Noregi,
enda ályktaði aðalfundur Lands-
sambands kúabænda árið 1991
um að stofna til innflutnings til
samanburðar.
Lítill mimur á arðsemi
Árið 1994 fengu Færeyingar
kvígur frá Islandi til samanburð-
ar við norskar rauðar kvígur, sem
nú er kúastofn þeirra. Saman-
burðurinn staðfesti það, sem vit-
að var, að nyt íslensku kvígnanna
var talsvert minni en norsku
kvígnanna. Hins vegar sýndu út-
reikningar á arðsemi hverfandi
lítinn mun á stofnunum. Þegar
ég heyrði þetta, taldi ég auðvit-
að, að þeir, sem meta búhætti til
arðsemi, tækju ráðin af þeim,
sem meta búhætti eftir afurða-
magni á grip, og menn leituðu
annarra ráða til að lækka fram-
leiðslukostnað en að skipta út
kúakyninu með kyni, sem kallar
á milljarðakostnað við fjós.
Hugsúm okkur, að reynslan
árið 2004 sýndi hverfandi lítinn
mun á arðsemi kúastofnanna,
F.h. framkvæmdastjórnar
landsmóts 1998
Jón Ólafur Sigfússon form.
framkvæmdastjómar.
Aths. Dags. Jóni Olafi er vel-
komið að hafa hvaða skoðun sem
er á því hvað gerðist varðandi
viðræður við Magnús Má. Hins
vegar hefði verið eðlilegra hjá
honum að tjá sig um málið þegar
leitað ver eftir sjónarmiðum hans
við skrif fréttarinnar, í stað þess
að vera að gera blaðamönnum
upp annarlegar hvatir við frétta-
skrif.
eins og tilraunin í Færeyjum. Þá
er ekki líklegt, að menn tækju af
skarið frekar en nú að halda sig
við íslensku kýrnar, heldur vildu
halda „tilrauninni" áfram. Þá
hefðu byggingar og búrekstur
mótast af þeirri hugmynd, að
dagar íslenskra kúa væru taldir
og menn eignast hagsmuni að
verja um að halda áfram að
Kostnaðuriim við að
skipta uin mjólkur-
luíakyn í laudiuu hef-
ur ekki verið áætlað-
ur. í tilrauu í Færeyj-
um hallaði ekki á ísl-
enskar kýr í arðsemi í
samanhurði við rauð-
ar norskar kýr.
rækta innflutta kynið. Munurinn
á búrekstri sýnist verða sá, að
með norsku kúnum þyrfti meira
fjármagn og meira innflutt fóður,
en færri sveitaheimili gætu haft
afkomu af mjólkurframleiðslu.
Þetta eru ábendingar, sem grein-
argerð kunnáttumanna á stofn-
unum landbúnaðarins ætti að
meta, áður en lengra er haldið.
Formaður stjórnar Framleiðni-
sjóðs landbúnaðarins 1982-
1996 flutti erindi um íslenskan
landbúnað í tengslum við heims-
markað á ársfundi Rannsóknar-
ráðs ríkisins vorið 1996 og mælti
m.a. mjög gegn innflutningi kúa-
kyns af ýmsum ástæðum. Hann
kveðst aldrei hafa fengið eins
góðar undirtektir á þeim vett-
vangi. Fleiri dæmi mætti nefna
um, að afstaða almennings og
ráðamanna til innflutnings
mjólkurkúakyns er önnur en af-
staða til innflutnings kynbóta-
gripa annarra búfjártegunda,
sem samstaða hefur verið um
undanfarið meðal bænda og al-
menningur ekki fundið að.
Bændur mega varast að óvirða
almenningsálitið með vanreif-
uðu stórmáli.
Við gerð samnings bænda og
ríkisins um mjólkurframleiðslu
ríður á, að rekstrarskilyrði mjólk-
urframleiðslunnar verði traust
með því meðal annars að binda
það, að ekki verði flutt inn
mjólkurkúakyn, sem virðist geta
raskað milljarðaverðmætum
meðal kúabænda, nema bú-
fræðistofnanir hafi gert grein
fyrir því, hvort og hvernig inn-
flutningurinn yrði til hagsbóta.
Eftirmáli
Grein þessi var færð ritstjóra
Bændablaðsins, sem Bændasam-
tökin gefa út, til birtingar fyrir
rúmlega hálfu ári (14. apríl).
Henni hefur ekki verið hafnað.
Ritstjórinn var minntur á grein-
ina i júlílok og aftur í september-
byrjun, en þá var handritið horf-
ið honum. 19. september kvað
hann greinina kunna að birtast í
næsta blaði (30. september). Ég
taldi því víst, þegar það varð
ekki, að hún birtist í blaðinu 14.
október. Það varð samt ekki, og
án skýringar, og ekki heldur í síð-
asta blaði, 28. október, þótt ég
gengi þá eftir birtingu. Með
þessu hefur verið komið f veg
fyrir, að greinin berist þorra
bænda í Bændablaðinu tíman-
lega fyrir kynningarfundi um
innflutning á mjólkurkúakyni,
sem Landssamband kúabænda
stendur fyrir víða um land í
næstu viku.
Eins og kemur fram í grein-
inni, beitti formaður Landssam-
bands kúabænda sér hart gegn
skoðanakönnun meðal bænda á
búnaðarþingi. A aðalfundi lands-
sambandsins í haust var engu að
síður samþykkt, að slík skoðana-
könnun skyldi fara fram. A það
að gerast í lok kynningarfund-
anna og því aðeins meðal þeirra,
sem þá sækja. Á fundunum
verða fulltrúar sambandsins
málshefjendur, en ekki óháðir
starfsmenn rannsóknastofnana
eða bændaskóla. Fyrirspurnir
verða leyfðar.
Stefán Aðalsteinsson búfjár-
erfðafræðingar bar undir rit-
stjórn Freys og Bændablaðsins,
blaða Bændasamtakanna, grein,
sem hann hafði birt í Noregi, þar
sem hann var þá að störfum, um
samanburð á íslenskum og
norskum kúm. Honum var svar-
að því, að ráðunautur samtak-
anna í nautgriparækt, sá, sem
mest hefur unnið að innflutn-
ingsmálinu, teldi ekld ástæðu til
að birta hana, og henni var hafn-
að. Ég spurði Stefán um málið,
þegar svona var komið fyrir mér
um birtingu í Bændablaðinu. Þá
sagði hann mér merk tíðindi,
sem ég vona, að hann kynni
rækilega, en í stuttu máli var það
þetta. I mjólk er eggjahvítuefni,
sem getur verið orsök sykursýki.
Magn þessa efnis er mismikið
eftir kúakynjum. Það er mun
minna í íslenskum kúm en
norskum, enda er tíðni þeirrar
tegundar sykursýki, sem um
ræðir, í lægsta Iagi hér á landi. A
Nýja-Sjálandi væri þetta til vand-
ræða fyrir hag mjólkurframleið-
enda.
Athugasemd við grein um
uppsögn Magnusar Más