Dagur - 08.11.1997, Blaðsíða 11

Dagur - 08.11.1997, Blaðsíða 11
 ERLENDARFRÉTTIR Vmátta og stórviöskipti DAGUH 1 ÞORLEIFS SON • ■ .f' SKRIFAR Áhrifamenn í efnahags- og viðskiptamálum i Bandaríkjunum munu hafa lagt fast að Clinton að bæta samskiptin við Kína. Opinber heimsókn Jiangs Zemin, forseta Kína, til Bandaríkjanna er af ýmsum sögð hafa markað tímamót. Algengt er raunar að komast þannig að orði í fréttum af hinum og þessum viðburðum hingað og þangað í heiminum. Líta má á heimsókn þessa sem vott um að um þessar mundir fari samkomulag Bandaríkjanna og Kína batnandi. Æðstu menn stórvelda þessara hafa ekki heimsótt hvorir aðra síðan 1989, er George Bush fór til Kína, skömmu fyrir mann- drápin á andófsmönnum á Torgi hins himneska friðar. Anægðir forsetar Talið er að þeir báðir, Jiang og Bill Clinton, Bandaríkjaforseti, hafi ástæðu til þess að vera nokk- uð ánægðir með niðurstöður heimsóknarinnar. Hún sé líkleg til þess að verða þeim báðum til aukinnar virðingar og vinsælda heimafyrir, og til þess mun leik- urinn einkum hafa verið gerður af hálfu þeirra beggja. Gagnkvæmir hagsmunir í efna- hagsmálum og viðskiptum skipta í því samhengi hvað mestu máli. Stefna Jiangs í efnahagsmálum heimafjTÍr er að draga úr áætlun- arbúskap og auka kapítalisma. I kínverska kommúnistaflokknum, ríkisflokki landsins, óar marga við því og óttast þeir að þetta leiði til þess að flokkurinn missi valdaeinokunina. Efnahagsmála- stjórar Kína líta svo á að greiður aðgangur að bandaríska mark- aðnum sé skilyrði fyrir því að efnahagsmálastefna Jiangs beri tilætlaðan árangur. Clinton tók á móti Jiang af slíkri viðhöfn og virðingu að ýms- ir túlka það svo að Bandaríkin, sem talist hafa heimsins eina risaveldi frá því að Sovétríkin hrundu, séu með þessu að gefa til kynna að þau líti á Kína sem risaveldi að vissu marki, ekki eins voldugt og Sovétríkin áður en þó að nokkru hliðstætt þeim. Ekki er ólíklegt að ýmsum í Kína hafi einmitt skilist þetta svo og ætla má að það auki virðingu Jiangs heimafyrir. Margbrotin og hirð- siðakennd viðhöfn í tilvikum sem þessu er og Kínveijum sérlega vel að skapi sem slík. Vamingsflód frá Kína Áhrifamenn í efnahags- og við- skiptamálum í Bandaríkjunum munu hafa lagt fast að Clinton að bæta samskiptin við Kína. Stórfyrirtækin í iðnaði Bandaríkj- anna óttast að Bandaríkin muni að öðrum kosti fara mjög halloka á kfnverska markaðnum fyrir Jap- an og Vestur-Evrópu. Með hlið- sjón af því að ófáir gerast til þess að spá Kína hraðvaxandi gengi í efnahagsmálum er þetta einkar mikilvægt í margra augum. Sí- fellt hnattrænna efnahagslff hef- ur gert að verkum að í stórversl- unum Bandaríkjanna er fyrir Iöngu allt orðið fullt af vörum framleiddum í Kfna. Þetta er fatnaður af ýmsu tagi, skór, vasa- reiknar, leikföng og fleira og fleira. Þessi kínverski varningur er í til þess að gera háum gæða- flokki og tiltölulega mjög ódýr, vegna Iágra launa í Kína. Hann ryður sér því til rúms á bandar- íska markaðnum sem víðar. FyTÍr Baksvið Bandaríkin og Kína telja sér bráðnauð- synlegt að hafa greið- an aðgang að mörkuð- um hvors annars og reyna pví að hæta samskipti sín. sjö árum var viðskiptajöfnuður Bandaríkjanna við Kína óhag- stæður um tíu milljarða dollara; nú er sá jöfnuður óhagstæður um 40 milljarða dollara. Bandaríkjamenn vilja flytja út til Kína korn, sígarettur, þotur og kjarnakljúfa, svo að eitthvað sé nefnt, og inn þaðan í staðinn vefnaðarvörur, leikföng o.fl. Og Bandaríkjastjórn er mikið kapps- mál að draga úr gífurlega óhag- stæðum viðskiptajöfnuði sínum við Kína. I samhengi við heim- sóknina pantaði fCína 50 farþega- og flutningaflugvélar hjá bandar- íska Boeing. Jiang Iofaði að Kína skyldi hætta að selja Iran útbún- að er nota mætti til kjarnavopna- framleiðslu og í staðinn lofaði Bandaríkjastjórn að bandarísk fyrirtæki skyldu fá að byggja kjarnorkuver til friðsamlegra nota í Kína. Gera bandarísk stór- fyrirtæki sér vonir um mikinn gróða af þeim framkvæmdum. Einstein og Pearl Harbor Utlægir kínverskir andófsmenn, Taívanar, Tíbetar, trúaðir búdda- sinnar og kristnir menn, liðs- menn baráttusamtaka fyrir mannréttindum o.fl. gerðu með- an heimsókn Kínaforseta stóð yfir sitt besta til þess að láta hann verða varan við sig á ýmsum stöð- um, en talið er að á fundum for- setanna hafi mannréttindi í Kínaveldi ekki verið mjög til um- ræðu. Með hliðsjón af skoðunum fjölmargra Bandaríkjamanna um það efni lét Clinton að vísu koma fram, að Bandaríkjastjórn væri eftir sem áður óánægð með frammistöðu kínverskra valdhafa viðvíkjandi Iýðræði og mannrétt- indum. Jiang minntist á afstæðis- kenningu Einsteins og kvaðst telja að heimfæra mætti hana upp á lýðræði og mannréttindi. A Ieiðinni til Washington kom Jiang við á Hawaii og lagði blómsveig við minnismerki um Bandaríkjahermenn þá, sem fór- ust í loftárás Japana á Pearl Harbor 1941. Það þótti ýmsum athyglisvert vináttutákn. Með því var óhjákvæmilega minnt á að 1941 höfðu Bandaríkin og Kína verið bandamenn gegn sameigin- legum óvini - Japan. Ekki er víst nema vaxandi hlýleiki í samskipt- um Japans og Rússlands, sem þótti koma fram á nýafstöðnum æðstumannafundi þeirra í Síber- íu, sé af einhveiju leyti tilkominn með hliðsjón af virðingu þeirri allmikilli, sem þeir Clinton og Ji- ang auðsýndu hvor öðrum við umrædda heimsókn. Viðtalstímar bæjarfulltrúa Mánudaginn 10. nóvember 1997 kl. 20-22 verða bæjarfulltrúarnir Gísli Bragi Hjartarson og Valgerður Hrólfsdóttir til viðtals á skrifstofu bæjarstjóra að Geisla- götu 9, 2. hæð. Bæjarfulltrúarnir munu svara símaviðtölum eftir því sem að- stæður leyfa. Síminn er 462 1000. LAUGARDAGUR 8.NÓVEMBER 1997 - 11 Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför okkar elskulegu móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, RAGNHEIÐAR SIGURGEIRSDÓTTUR, Þingvallastræti 33, Akureyri. Álfhildur Vilhjálmsdóttir, Jón Trausti Björnsson, Friðgeir Vilhjálmsson, íris Svavarsdóttir, Sigríður Vilhjálmsdóttir, Ingvar Þóroddsson, barnabörn og barnabarn. Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður, tengdamóður og ömmu ARNBJARGAR STEINUNNAR GUNNARSDÓTTIR, Garðshorni, Glæsibæjarhreppi, Ólafur S. Ólafsson, Garðshorni, Ólafur R. Ólafsson, Guðrún Þorláksdóttir, Áskell Ólafsson, Hrafnhildur Haraidsdóttir, Sigurlaug Ólafsdóttir, Egill Sigurgeirsson, Ingveldur Ólafsdóttir, Magnús Magnússon, Gunnar Ólafsson, Halldóra Jóhannsdóttir, Tómas Ólafsson, Matthildur Stefánsdóttir og barnabörn. Hjúkrunarheimilið Skógarbær óskar eftir hjúkrunarfræðingum til starfa. í byrjun árs 1998 verður lokaáfangi hjúkrunar- heimilisins tekinn í notkun. Hjúkrunarfræðingar sem hafa áhuga á að vinna gefandi starf í fallegu um- hverfi við að móta nýja starfsemi eru vinsamlega beðnir að hafa samband og kynna sér aðstæður. Hjúkrunarheimilið Skógarbær er bæði fyrir eldri og yngri einstaklinga sem þurfa sólarhrings umönnun og stuðning við að lifa farsælu lífi þrátt fyrir fötlun og sjúkdóma. Um er að ræða störf í mismunandi starfshlutfalli eftir samkomulagi, einnig vantar hjúkrunarfræðinga á kvöld- og næturvaktir. Nánari upplýsingar gefur Rannveig Guðnadóttir, hjúkrunarforstjóri í síma 510 2100. VÉLBOÐA mykjudreifarar Stærðír: 4 -10 þús. lítra Flotdekk, hæöamælir, vökvadrifið lok á lúgu, Ijósabúnaður. VÉLBOÐI HF. Sími 565 1800 Hafnarfirði. MJöggott verö og greiöslukjör viö allra hæfí.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.