Dagur - 08.11.1997, Blaðsíða 8

Dagur - 08.11.1997, Blaðsíða 8
8 - LAUGARDAGUH 8.NÓVEMBER 19 9 7 ro^*r FRÉTTASKÝRING Glæpur og væg refj FRIÐRIK ÞÓR GUÐMUNDS- SON SKRIFAR Em dómarar landsins úr takt við tíðarand- ann og refsingar of vægar á íslandi frammi fyrir ört vax- andi fjölda ofbeldis- verka? Eða stafa áhyggjur almennings af hugarburði og hasarkenndri fjöl- miðlaumfj öllun? Dagur sat þing þar sem helstu dómarar, ákærendur og verjend- ur landsins hugleiddu málið upphátt. Ef það er eitthvað sem var sam- merkt með flestum frummælend- anna í umræðum dómsmálaþings um hvort refsingar séu of vægar á Islandi þá var það vörnin. Þetta á við um þá frummælendur úr dómsmálakerfinu sem tóku til máls; þeir héldu uppi vörnum gagnvart óvægnum fjölmiðlum og miskunnarlausu almenningsáliti. Hér verður gerð grein fyrir erind- um þeirra Sigurðar T. Magnús- sonar héraðsdómara, Þóris Odds- sonar vararíkislögreglustjóra, Eg- ils Stephensen saksóknara og Dr. Helga Gunnlaugssonar félags- fræðidósents. Lækkandi refsing fyrir lík- amsárásir? Sigurður sagði vald dómara á Is- landi meira en víðast annarsstað- ar. Fólk á oft erfitt með að skilja niðurstöður dómara og þeir fá oft falleinkunn og sagðir úr takti við tíðarandann. Hvers vegna er ver- ið að refsa, spurði Sigurður og sagði að almenningur teldi að það ætti að fjarlægja afbrotamenn svo venjulegt fólk gæti verið öruggt um líf sitt og heilsu. Sumir telja aftur á móti að það sé fremur frumstætt og ef til vill úrelt að svipta menn frelsi. Hvað sem því líður er varhugavert fyrir dóm- stóla að taka kollsteypur við ákvörðun refsingar. Sigurður full- yrti að dómarar hefðu góða til- finningu fyrir því hvernig skuli dæma og sagði fjölmiðla og al- menning vita minna um hvaða refsing er við hæfi. Sigurður greindi frá athugun á refsingum Hæstaréttar fyrir þjófnaðarbrot og líkamsárásir á árunum 1950-1959 og 1994- 1995. Fram kom að miðgildi nettórefsingar fyrir þjófnað hefur hækkað úr tæplega 6 mánuðum í rúma 8 mánuði. Hins vegar hefur miðgildí refsinga fyrir líkamsárás- ir lækkað úr 9 mánuðum í rúm- lega 6 mánuði. Sigurður sagði að í raun hefðu þó Iitlar sem engar breytingar orðið á þyngd refsinga í sambærilegum málum hér á landi í nær hálfa öld. Lokaorð hans voru að dómarar landsins verði að hlusta á almannaróminn, því ef til vill sé að myndast varan- legur trúnaðarbrestur. Að meðalfali 12 ár fyrir manndráp Þórir Oddsson velti því fyrir sér hvort barsmíðar séu að verða nokkurs konar afþreyingarefni hjá sumu fólki - þar sem ekkert Iiggur að baki ofbeldi. Hann sagði að rannsóknir á ofbeldisbrotum af grófari tegundinni hlytu að hafa forgang hér á landi. Þórir greindi frá tölum um refs- ingar fyrir manndráp, tilraunir til manndráps og líkamsárásir. Frá 1957 hafa fallið 33 dómar í manndrápsmálum og þar er með- alrefsingin 141 mánuður eða 11,7 ár. Frá 1953 hafa fallið 13 dómar þar sem um tilraun til manndráps var að ræða og þar var meðalrefsingin 4,7 ára fangelsi. Og hann greindi frá 29 líkams- árásardómum með meðalrefsingu upp á 39 mánuði eða rúm 3 ár. Þórir sagði refsimat hér á Iandi ekki í ósamræmi við það sem ger- ist á Norðurlöndunum og refsing- ar jafnvel þyngri, að Danmörku undanskilinni. Hann taldi hins vegar að skilorðsbindingu væri of mikið beitt á íslandi. Einnig nefndi Þórir að ekki mætti gleyma „hvítflibbaglæpunum", þar sem Iágar refsingar falla þótt brot sé alvarlegt fyrir þjóðina í heild. Að lokum hvatti Þórir til þess að innflytjendur fíkniefna væru teknir föstum tökum. Ákæruvaldið ánægt - áfrýjar sjaldan Egill Stephensen saksóknari íjall- aði fyrst um þá öldu vandlæting- ar sem riðið hefði yfir þar sem talað væri um allt of væga dóma á öllum sviðum. Alvarlegt væri ef þessi gagnrýni hefði við rök að styðjast. Egill segir það ekki létt verk að ákveða „hæfilega" refsingu og greindi frá tilvikum þar sem ákæruvaldið hefði áfrýjað dómum til refsiþyngingar. Arið 1995 voru áfrýjunarstefnur 68, þar af sjö að frumkvæði ríkissaksóknara. Arið 1996 voru áfrýjunarstefnur 81, þar af sex að frumkvæði ríkissak- sóknara. Það sem af er ársins 1997 eru áfrýjunarstefnur orðnar 62, þar af átta að frumkvæði rík- issaksóknara. Þessar tölur sýna að oftast er héraðsdómi unað af hálfu ríkissaksóknara og þeir því oftast taldir hvorki of þungir né of vægir. Þá skoðaði Egill þau tilvik frá 1992 þar sem Hæstiréttur hefði breytt niðurstöðu undirréttar hvað refsiþyngd varðar. I ljós kom að í 46 málum hefði Hæstiréttur þyngt dóma undirréttar 16 sinn- um, þar af um hálft ár í helmingi skiptanna. I fáeinum málum hefðu dómar verið lækkaðir, fyrst og fremst í tveimur málum frá 1985-86 og síðan ekki söguna meir. í 17 málum af þessum 46 var dómur undirréttar staðfestur óbreyttur. Niðurstaða Egils út frá þessu var að frá sjónarhóli ákæru- valdsins væri ekki tilefni til gagn- rýni. Egill taldi að gagnrýnin um of vægar refsingar endurspeglaði ekki ástand þessara mála hér á Iandi en nefndi að dómarar ættu í ríkari mæli en nú að skýra refsi- ákvarðanir sínar. Helst er það tilgangslausa of- beldið Dr. Helgi Gunnlaugsson fjallaði um þróun afbrota á Islandi og áhrif hertra refsinga. Hann greindi frá auknum áhyggjum landsmanna af afbrotum og að mikill meirihluti telur refsingar vera of vægar. Helgi upplýsti að innbrotum í bíla og fyrirtæki hef- ur fjölgað verulega, en fjöldi þjófnaða hefur ekki vaxið með sama hætti. Þá hefur dregið úr ýmsum auðgunarbrotum á borð við fjársvik, skjalafals og tékka- svik, e.t.v. vegna aðgerða inn- lendra peningastofnana. Samkvæmt gögnum RLR hefur fjöldi líkamsárása og -meiðinga verið tiltölulega stöðugur á síð- ustu árum eða jafnvel minnkað. Sama má segja um kynferðisbrot. Og frjöldi manndrápsmála er ekki meiri á þessum áratug en hinum síðasta. I raun bendir fátt til þess að fjöldi afbrota hafi farið úr böndunum að undanförnu og enn eru alvarleg afbrot hér hlut- fallslega fátíðari en í flestum öðr- um vestrænum ríkjum. Helgi taldi hins vegar mögulegt að eðli ofbeldisverka hefði breyst, sem gæti skýrt vaxandi áhyggjur. Tilviljunarkenndari og jafnvel grófara ofbeldi án sýnilegra ástæðna ætti sér stað gagnvart ókunnugum. Þá sagði Helgi að

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.