Dagur - 08.11.1997, Blaðsíða 5

Dagur - 08.11.1997, Blaðsíða 5
LAUGARDAGUR 8.NÓVEMBER 1997 - Hér leyn- ist fólk FRÉTTIR ' Lesendiun Dags Starfsmenn Dagsprents skoða Dag eftir breytingar sem á blaðinu voru gerðar á dögunum. F.v. Marteinn Júnasson framkvæmdastjóri, Birgir Guðmundsson aðstoðarritstjóri og Stefán Jón Haf- stein ritstjóri. Dagur hefur styrkt sig verulega í sessi að undanfömu meðal þjóðariunar ef litið er á nýja fjölmiðlaköun- un Félagsvísinda- stofnunar. 20% fleiri lesa nú blaðið daglega en í síðustu könnun. A landinu öllu þýðir þetta 12% meðallest- ur á tölublað. Aukningin er mest á höfuð- borgarsvæðinu, þar sem meðal- lestur hefur því sem næst tvö- faldast frá síðustu könnun. Einnig hefur blaðið styrkt stöðu sína á Iandsbyggðinni um eitt prósentustig og lesa nú 22% fólks utan höfuðborgarsvæðisins blaðið daglega samanborið við 41% sem Iesa Morgunblaðið. Er þessi aukning athyglisverð sér- staklega í ljósi þess að lestur DV og Morgunblaðsins stendur í stað en Morgunblaðið hefur þó tapað þremur prósentustigum á höfuðborgarsvæðinu frá síðustu könnun. Ekki virðist munur á vikudög- um þegar meðallestur Dags er skoðaður. Þannig sjá 12-13% þjóðarinnar blaðið, en bæði hjá DV og Morgunblaðinu er um nokkrar sveiflur að ræða. Dagur hefur ennfremur styrkt stöðu sína meðal ungs fólks á landinu. Þannig tvöfaldast lesendahópur 20-24 ára og 50% aukning er hjá 25-34 ára. Könnunin var gerð á tímabil- inu 12.-18. október, eftir að nafn Dags-Tímans var stytt í Dag. Jafnframt voru gerðar veigamikl- ar breytingar á blaðinu, það stækkað og útliti þess breytt. Auk þess var ritstjórn blaðsins stórefld með nýjum starfskröft- um, ásamt því að nýir efnisþætt- ir voru teknir upp. Þessar breyt- ingar virðast hafa fallið í góðan jarðveg hjá lesendum ef marka má könnun Félagsvísindastofn- unar nú. Umsjónarfé- lag ein- h v e r f r a stendur fyrir málþingi á sunnudag í R á ð h ú s i Reykjavíkur og fyrirlestri í dag á Akur- eyri um fötl- un ein- hverfra og fjölskyldur þeirra. Gestir málþingsins verða Sean og Judy Barron. Sean sem er einhverfur skrifaði bókina: „Hér leynist drengur" ásamt móður sinni. Bókin fjallar um einkenni einhverfu og áralanga baráttu þeirra við fötlunina og stórkostlega sigra. Erindi þeirra á Akureyri verð- ur í Stássinu í dag ldukkan 14.00 , en málþingið hefst á morgun klukkan 13.00. Forseti Islands Olafur Ragnar Grímsson mun ávarpa málþingið og auk mæðginanna munu fleiri fyrir- lesarar, bæði einhverfir og að- standendur þeirra flytja erindi. Málþingið er opið almenningi. Úlafur Ragnar Grímsson ávarpar þingið. Enn einn samningafundurinn var boðaður í deilu hljóðfæraleikara i Sinfóníuhljómsveitinni með viðsemjendum þeirra í Karphúsinu í gær. Þórir Einarsson sáttasemjari á því þó ekki að venjast að kröfugerðin sé sett fram með yndisfögrum fiðlutónum eins og tilfellið var í gær, enda brosir sáttasemjari mynd: e.ól Verkfall boðað hjá Sinfóníimiii Hjörleifur eiiui Lágmarkslaiui hækki miirnst í 100 þúsund krónur. Mótmæli í Háskólabíói. Tón- leikagestum hrugðið. Fastráðnir hljóðfæraleikarar hjá Sinfóníuhljómsveit Islands hafa samþykkt að boða til tímabund- ins verkfalls í lok mánaðarins hafi samningar ekki tekist fyrir þann tíma. AIls greiddu 63 af 70 hljóðfæraleikurum atkvæði um verkfall og samþykktu 60 verk- fallsboðunina sem afhent var samninganefnd ríkisins í Karp- húsinu í gær. Hlíf Sigurjónsdóttir, fiðluleik- ari og talsmaður hljóðfæraleik- ara í Sinfóníuhljómsveitinni, segir að þeir vilji að lágmarks- laun byrjenda hækki úr 80 þús- und krónum á mánuði í minnst 100 þúsund krónur. Hún bendir einnig á að flestir hljóðfæraleik- arar eigi að baki langt nám auk þess sem þeir leggja sjálfir til þau hljóðfæri sem þeir leika á. Tónleikagestiun brugðið „Þetta var svo áhrifamikið að það brá öllum. Eg sá fólk sem var að ganga inn í salinn að það stopp- aði í miðjum sporum,“ segir Hlíf um viðbrögð tónleikagesta við mótmælum hljóðfæraleikara um seinaganginn í samningaviðræð- um þeirra við ríkið. Þeir hafa verið samningslausir það sem af er þessu ári og varla fengið við- ræður um Iaunakröfur sínar. Mótmælin voru í því fólgin að rétt áður en sveitin hóf að leika 9. sinfóníu Mahlers í Háskóla- bíói í fyrrakvöld, afhentu hljóð- færaleikarar tónleikagestum dreifibréf með upplýsingum um gang kjaraviðræðna og starfsað- stöðu þeirra. Alíka uppákomur eru afar sjaldséðar hjá starfs- mönnum hljómsveitarinnar ef ekki einsdæmi. Hlíf segir að þetta endurspegli einungis þá uppsöfnuðu óánægju sem ríkir meðal hljóðfæraleikara. Hún minnir á að á sama tíma og nán- ast ekkert hefur verið að gerast í launamálum þeirra hefur verk- efnum sveitarinnar fjölgað með tilheyrandi álagi á starfsmenn. Hörður Sigurgestsson, stjórn- arformaður Sinfóníunnar og for- stjóri Eimskips, vildi ekki tjá sig um málið í gær og vísaði á Run- ólf B. Leifsson, framkvæmda- stjóra Sinfóníunnar. Ekki náðist í Runólf í gær sem svaraði ekki skilaboðum. -GRH Flest hendir til að málamiðlimartiHaga uin samfyUdngu vinstri ílokkaima verði samþykkt á landsfundi Alþýðu- handalagsins um helg- ina. Mikill meirihluti fulltrúa á landsfundi Alþýðu- bandalagsins virðist fylgjandi því að látið verði á það reyna hvort A-flokkarnir geti náð saman um málefni, en skoðanir eru mun skipt- ari um sameiginlegt framboð. Fyrir fundinum liggja nokkrar tillögur um samfylkingarmál, sem ganga mislangt. Eins og fram kom í Degi í gær hefur hóp- ur verkalýðsforingja í flokknum lagt fram tillögu um að fela for- ystunni að Ijúka viðræðum um sameiginlegt framboð í næstu kosningum. Þessi tillaga gengur skrefi lengra en tillaga fram- kvæmdastjórnar flokksins, sem kveður á að unnið verði að gerð málefnasamnings og síðan verði boðað til aukalandsfundar næsta sumar sem taki afstöðu til hans og formsins á samstarfi flokk- anna. Þriðja tillagan sem liggur fyrir á landsfundinum er um að efla Alþýðubandalagið sem rót- tækan vinstri flokk og um aukið samstarf stjórnarandstöðuflokk- Sjávarútvegsdeild Háskólans á Akureyri verður með sérstakan matvæladag í dag, þar sem mat- vælaframleiðslubraut skólans verður í sviðsljósinu. Matvæla- dagurinn hefst með kynningu í Oddfellowhúsinu klukkan 13.00, síðan taka \ið erindi um matvælarannsóknir og síðan pallborðsumræður um menntun anna. Þar er talað um að vinna málefna- og samstarfssamning félagshyggjuflokkanna, sem lagður yrði fram fyrir alþingis- kosningar 1999, en ekki að flokkarnir bjóði fram saman. Ágreiningur um form Eins og fram kom í Degi í gær vill Hjörleifur Guttormsson, al- þingismaður, slíta viðræðum A- flokkanna, en hann virðist mjög einangraður í afstöðu sinni á Iandsfundinum. Ágreiningurinn er ekki um það hvort halda eigi viðræðum um samfylkingu á vinstri væng áfram. Það vill mik- il meirihluti landsfundarfulltrúa. Margir vilja stefna á sameigin- legt framboð, aðrir, þar á meðal úr þingliðinu, að flokkarnir bjóði fram í eigin nafni, en myndi blokk gegn ríkisstjórninni með samstarfsyfirlýsingu. Nær fullvíst má telja að ekki verði tekin afstaða til sameigin- legs framboðs á landsfundinum nú. Sá höfuðverkur verði látinn bíða aukalandsfundar á næsta ári. Líklegast þykir að málamiðl- un í anda tillögu framkvæmda- stjórnar verði samþykkt. -\'| og rannsóknir £ matvælaiðnaði sem Sigurgeir Þorgeirsson, fram- kvæmdastjóri Bændasamtak- anna, stjórnar. Að lokum verður k\nning á matvælafyrirtækjum á Eyjafjarðarsvæðinu og segist Jó- hann Örlygsson lektor reikna með að þar verði kynntar ýmsar athyglisverðar nýjungar. — GG Sameiningarsinnar virðast eiga mikinn hljómgrunn á lands- fundi Alþýðubandalags. Matvæladagur hjá H.A.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.