Dagur - 08.11.1997, Blaðsíða 2

Dagur - 08.11.1997, Blaðsíða 2
Ða^ttir LAUGARDAGUR 8 . NÓVF.MBER 19 9 7 FRÉTTIR Áhorfendur fylgjast spentir með nokkrum kokkum í keppni á Ólympíuleikunum í St. Gallen í Sviss. mvnd: bfuánn júnsson. Stefnaá ólympíuleika ungra iðnaðarmauna íslenskir iðnaðarmenn hafa hug á að keppa á næstu ólympíuleikum ungra iðnaðarmanna í Kanada næsta haust. „Ég held að það sé engin spurning að við eigum eftir að taka þátt í Olympfu- leikum ungra iðnðarmanna, fremur hversu marga keppendur við sendum og hvenær. Já, við stefnum á Montr- eal haustið 1999 - en tíminn er að vísu ansi stuttur," sagði Bijánn Jónsson hjá Iðnnemasambandinu, sem slóst í hóp- inn með sendinefnd frá Danmörku, sem einnig er að íhuga þátttöku, á leikana sem haldnir voru í Sviss í júlí í sumar. Þar kepptu um 540 manns, frá 33 þjóðum, í 40 iðngreinum. Ólympíuleikar ungra iðnaðarmanna hafa verið haldnir annað hvert ár frá 1950. Brjánn sagði undirbúning og þátt- töku í leikunum kosta töluverða pen- inga, svo finna þurfi styrktaraðila. Skilyrði fyrir þátttöku er að land- skeppni hafi farið fram heima og að keppendur séu 22ja ára eða yngri. „Við erum að vísu þegar með Iandskeppni í einhverjum keppnisgreinum, eins og hársnyrtingu, matreiðslu og fram- reiðslu." Og erkannski mögulegt að gera hár- greiðslu jafn spennandi og handbolta? Brjánn sagði 155.000 áhorfendur hafa sótt leikana. Þar sem keppni í hverri grein taki yfirleitt þrjá daga sé auðvitað ekki mikið um að vera allan tímann. „En það er samt gaman að fylgjast með. Enda sýndi sjónvarpið í Sviss frá leikunum og ég sá lið frá mörgum öðr- um löndum við upptökur." Ég held líka að það sé mikilvægt fyrir okkur að komast inn á þennan al- þjóðlega mælikvarða og bera okkur saman við aðra. Það mundi leiða til framfara og i án efa auka áhuga lands- manna á iðnmenntun.“ Brjánn sagði það samdóma álit fulltrúa atvinnulífs- ins frá Svíþjóð, írlandi og Noregi, sem hann hitti að máli, að Ieikarnir væru lyftistöng fyrir almenna starfsmennt- un. Og að öll umfjöllmi um þátttöku Iands og iðngreinar í Ólympíuleikun- um yki áhuga ungs fólks og aðsókn að viðkomandi grein. Vonandi lendum við þó ekki í nýju „gleöibankadæmi" líkt og Norðmenn á sínum fyrstu leikum. Þeir sendu 8 keppendur og reiknuðu jafnvel með sigrum, en enduðu óvart í neðsta sæti í öllum 8 riðlunum. A síðustu leikum voru 3 Norðmenn í efstu sætum. - HEl Jólabókaflóðið er tim það bil að skella á og taugatitringur er farinn að gera vart við sig hjá forsvarsmönnum forlaga. Þannig skrifaði Hild- ur Hermóðsdóttir, ritstjóri bama- og unglinga- efnis hjá Máli og menningu, grein í Morgunblað- ið á dögunum þar sem hún kvartaði sáran undan ritdómum Sigrúnar Klöru Hannesdóttur um bamabækur og sagði þá einkennast af sleggju- dómum. Bókaforlögin eiga mikið midir því að bækur seljist og góð gagruýni hjálpar oft upp á söluna á sama hátt og slæm gagmýni kann að draga úr henni. í Heita pottinum fmnst'mönn- um hins vegar að þeir sem starfi að útgáfumál- um eigi að finna sér eitthvað þarfara að gera en agnúast og skammast út í gagnrýnendur sem era jú ráðnir til að lýsa skoðunum sínum, óháð því hvort þær komi forlögunum vel eða ifla. Akureyrarlistinn hefur vakið mikla athygli pottverja, ekki síst sú staðreynd að Sigríður Stefánsdóttir, sem er að draga sig út af framboðslista, virðist binda miklar vonir við að list- inn nái meirihluta. Nú segja stjómmálaáhugamenn á Akureyri í fullri alvöra að innan Akureyrarlistans séu margir sem gætu hugsað sér Sigríði sem bæjarstjóra ef það gengi eftir að listimi næði meirihluta... Samsæriskenningamar eiga sitt blómaskeið þessa dagana, enda mikil átök milli sameiningar- sinna og hinna í A-flokkunum. T.d. velta menn því fyrir sér hvcrs vegna Kristinn H. Gunn- arsson sé orðinn svo ákafur sam- einingarsinni. Ekki skortfr skýringar og ein sem heyrðist í pottinum er svona: Sameiningarshm- ar bentu Kristni á að Össur myndi draga sig í hlé í huggulegan ritstjórastól. Þá gæti Sighvatur flutt sig suður til Reykjavíkur og Kristinn verið einn kóngur í jafnaðarmannaríki sínu fyrir vest- an... Línuritin sýna fjögurra daga veðurhorfur á hverjum stað. Línan sýnir hitastig, súluritið 12 tfma úrkomu en vindáttir og vindstig eru tilgreind fyrir neðan. Norðan- og norðaustanátt, víða allhvasst eða hvasst um norðvestanvert landið, en mun hægari í öðrum lands- hlutum. E1 og vægt frost um norðanvert landið, en úrkomulaust og hiti 0-3 stig vestra. Færd á vegum Hálka er í Þrengslum og flughált er á Hellisheiði. Einnig er hálka á Fróðárheiði, Holtavörðuheiði og Öxnadalsheiði. Hálka og skafrenningur er víða á Vestfjörðum og flughált á Steingrímsfjarðarheiði. Á Norðausturlandi og Austurlandi er hálka og hálkublettir á heiðum. Greiðfært er um aðra þjóðvegi landsins.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.