Dagur - 08.11.1997, Blaðsíða 6

Dagur - 08.11.1997, Blaðsíða 6
6- LAUGARDAGUR 8.NÓVEMBER 1997 -Ttagut- ÞJÓÐMÁL Útgáfustjóri: eyjólfur sveinsson Ritstjórar: stefán jón hafstein eli'as snæland jónsson Adstoðarritstjóri: BIRGIR GUÐMUNDSSON Framkvæmdastjóri: MARTEINN jónasson Skrifstofur: strandgöru 3i, akureyri, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK Símar: 460 6ioo OG soo 7080 Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is Áskriftargjald m. vsk.: í.eso kr. Á mánuði Lausasöluverð: íso kr. og 200 kr. helgarblað Grænt númer: 800 7080 Simbréf auglýsingadeildar: 460 6161 Simbréf ritstjórnar: 460 6i7i(AKUREYRi) 551 6270 (reykjavík) Byggðastofnun flutt í fyrsta lagi Byggðast°fnun hefur mikla sérstöðu meðal ríkisstofnana. Engin önnur stofnun er með jafn afgerandi hætti tengd pólitískri stefnumörkun. Þetta er pólitísk stofnun sem vinnur að ákveðnum skilgreindum pólítískum markmiðum, sem eru að efla byggð út um land þar sem það er „þjóðhagslega hagkvæmt". Um þessi markmið hefur verið nokkuð víðtæk samstaða í þjóðfélaginu og það er vegna þessarar samstöðu sem Byggðastofnun er yfirleitt ennþá til. Útfærslan á þessari grundvallar byggðastefnu hefur hins vegar verið umdeild enda má margt að henni finna, sem og fjölmörgum aðgerðum Byggðastofnunar sjálfrar. í ödru lagi Eitt lítið brot byggðastefnunnar felst í flutningi stofnana út á landsbyggðina. Slíkt getur vissulega skipt sköpum í einhverjum tilfellum, en verið til skaða í öðrum. Byggðastofnun hefur sjálf markað þá stefnu að ekki sé heppilegt að kippa ríkisstofnunum upp með rótum og flytja út á Iand. Nær væri að staðsetja nýjar stofnanir á landsbyggðinni og leyfa þeim að vaxa þar úr grasi, efl- ast og þroskast með sjálfbærum hætti. Þetta er skynsamleg stefna því hreppaflutningar fólks í nafni byggðastefnu eru til þess fallnir að skemma gamalgrónar stofnanir og skapa byggðastefn- unni neikvæða ímynd og grafa undan henni. Þá er vegið að sjáif- um grundvellinum - hinni almennu pólitísku samstöðu um að hafa sem stærstan hluta landsins í byggð. í þriðja lagi Byggðastofnun sjálf er hins vegar mikilvægur hluti byggðapólitík- urinnar í landinu. Þess vegna gildir ekki það sama um hana og aðrar ríkisstofnanir þegar kemur að staðsetningu eða flutningi út á land. Það að starfsmenn Byggðastofnunar með forstjórann í far- arbroddi telja stofnunina einungis geta starfað í Beykjavík, er stórpólitísk yfirlýsing, til þess fallin að skaða stofnunina sjálfa og grafa undan brothættri þjóðarsátt um byggð sem víðast og frétt- ir um að forstjórinn sé að íhuga stöðu sína ættu ekki að koma á óvart. Hinu ber að halda til haga að stjórn stofnunarinnar stóð sérstaldega klaufalega að ákvörðun um flutningana á Krókinn og á sinn þátt í þvf uppnámi sem menn nú standa frammi fyrir. Birgir Guðmundsson. Rykíð, það er ég! Landsfundir Alþýðubanda- lagsins eru einhverjar skemmtilegustu samkomur sem hér eru haldnar, nema ef vera skyldi kirkjuþing. Það hlýtur að vera skemmtilegt að vera í flokki þar sem allir eru meira og minna í fýlu út í alla. Ennþá skemmtilegra er að vera í flokki þar sem meiri- hluti flokksmanna er hjartan- Iega ósammála meirihluta þingflokksins. Alla þessa kosti hefur Alþýðubandalagið og Garri getur ekki annað en ver- ið sammála Hjör- leifi Guttorms- syni að skelfileg- ur sjónarsviptir yrði af því að Al- þýðubandalagið sameinaðist í stóran félags- hyggjuflokk. I huga Garra yrði það svipað klúður og þegar Sturl- ungaöldinni lauk, eina tímabil ís- landssögunnar sem eitthvert fútt var í. Með sjálfum sér Það sem Garri hins vegar skil- ur ekki er að Hjörleifur skuli allt í einu telja það skipta sig einhverju að vera í flokki með skoðanasystkinum sínum. Hann hefur aldrei verið í slík- um flokki og mun aldrei verða í slíkum flokki, nema ef vera skyldi að flokkur Hjörleifs Guttormssonar yrði stofnaður og engir í honum nema hann sjálfur. Forsenda slíks flokks væri prinsippið; einn maður, öll atkvæðin. Andstaða Steingríms J. er mun skiljanlegri, enda stend- ur honum næst að sameinast V____________________________ Framsóknarflokknum, efla Góðtemplararegluna og end- urreisa SIS. Aðrir þingmenn flokksins óttast um stöðu sína við breytingar, enda hætta á því að stór flokkur geri meiri kröfur til fulltrúa sinna, en smáflokkur. Svavar slær úr og í, veit ekki í hvorn fótinn hann á að stíga og telur væn- legast að herma eftir véfrétt- inni í Delfí. Allir í fýlu og fara á brott Enginn þessara manna gerir sér grein fyrir því að ný kyn- slóð er komin í flokkinn og löng seta á þingi hef- ur svipt þá til- finningu fyrir því sem er raun- verulega að ger- ast. Þeir sjá að flokkurinn ætlar að dusta af sér rykið og hugsa hver um sig: „Rykið, það er ég-“ Svona er nú rosalega gam- an að vera alþýðubandalags- maður, manni getur verið illa við alla í flokknum, ósammála þeim og algjörlega upp á það kominn að vera í félagi við þá. Svo verður gaman að fylgjast með því hvort þingmenn sem eru ósammála landsfundará- lyktunum segi af sér og stofni sitt eigið helvíti, eins og Húsavíkur Jón, þar sem þegj- andi samkomulag ríki að ei- lífu um að allir séu í fýlu við alla. Að þessu öllu hlær Mar- bendill og Garri ef því er að skipta. GARRI. Homo Institutiones reynir að einkavæða ÁSGEIR HANNES EIRÍKSSON skrifar Átakanlegt er að sjá hvernig stjórnvöldin komast alltaf í hann krappan þegar þau reyna að einkavæða rekstur íslenska ríkis- ins. Ógæfan eltir þau á röndum og gæfuleysið fellur að síðum. Sjálfsagt eru margar skýringar á hrakförum hins opinbera í einka- væðingunni og hér eru nefndar tvær ástæður: I fyrsta lagi eru einkavæðarar ríkisins allir fæddir stofnana- menn eða Homo Institutiones eins og þeir heita á frummálinu. Bæði kerfiskarlar og möppudýr. Hafa aldrei komið nærri einka- rekstri í daglega lífinu og prísa sig sæla fyrir vikið. Nenna ekki einu sinni að lesa um einkaframtakið í Viðskiptablaðinu. Skynja því ekki sjávarföll hagfræðinnar um fram- boð og eftirspum og Iáta öll hefð- bundin lögmál viðskipta og versl- unar sem vind um eyru þjóta. Enda hafa þeir aldrei þurft að herða sultarólar vegna misheppn- aðs vinnnudags og ganga jafnan að sínu launaumslagi vísu um hver mánaðamót. En limirnir dansa eftir höfðinu. Meiri hluti ríkisstjórnarinnar eru gamlir og gildir stofnanamenn og bróðurpartur Alþingis er alinn upp hjá hinu opinbera og hálfop- inbera. Fátt er því um erfðavísa einkareksturs á æðstu stöðum í stjórnsýslunni og árangurinn í fullu samræmi við aðstæður. I öðru lagi er Island ekki hluti af Vesturlöndum þrátt fyrir hnatt- stöðu í Norður-Atlantshafi og slagtog við ríki á borð við Banda- ríkin og Þýskaland. Islenskt hag- kerfi er einhvers staðar miðja vegu á milli landanna í Vestur- Evrópu og nýfijálsu ríkjanna úr gamla Sovétinu í austurhluta álf- unnar og getur í hvorugan fótinn stigið fyrir bragðið. Dveljist ís- Iendingar austan gamla járn- tjaldsins í dag hitta þeir margan kunningja úr kerfinu að heiman á hveiju götuhomi og hafa ekki undan að taka ofan fyrir þeim. Kerfið kallar á nafna sinn. Sjúkdómseinkennin eru ekki eins alvarleg hér á íslandi sem betur fer þó margt sé líkt með skyldum: Hópur manna stofnar hlutafélag og kaupir síldarverk- smiðjur af íslenska ríkinu með af- borgunum. Hluthafarnir halda strax aðalfund í hinu nýja félagi og samþykkja að borga sjálfum sér arð fyrir síðasta tímabilið sem verksmiðjan var eign ríkissjóðs en ekki þeirra. Fá þannig útborgun- ina til ríkisins endurgreidda um hæl og eignast því verksmiðjurnar án þess að leggja fram krónu af eigin fé þegar upp er staðið. Margt er líkt með skyldum og dæmin eru fleiri: Útvegsbanki Islands var seldur sömu mönnum fyrir slikk og Bæj- arútgerð Reykjavíkur fór fyrir Iít- ið. Þannig hefur myndast hópur manna sem fær ríkiseignir að gjöf í hvert skipti sem Homo Institutiones dettur í hug að einkavæða og selja eignirnar sem almenningur trúir stofnana- mönnum fyrir. Þessir nýju hluta- bréfamenn eiga sameiginlegt að hafa alla tíð stundað sinn rekstur í skjóli ríkisvaldsins. Ymist með einokun á sínu sviði eða annars konar framlögum frá þjóðinni og munar þar mestu um kvóta Ijóta, að sjálfsögðu. Þetta eru ríkiskapítalistarnir og þeir þrífast áfram á meðan ríkið skynjar ekki einkavæðinguna. Þeir líta á ríkissjóð sem eigin líf- eyrissjóð. Póstur og sími er næstur á söluskrá hjá ríkinu og þegar búið að breyta honum í hlutafélag. Menn hljóta því að spyrja hveijir eiga að fá Póst og síma í jólagjöf? Er raunhæft að Akureyr- arlistinn nái hreinunt meiríhluta í bæjarstjóm Ahureyrar? Sigrún Stefánsdóttir fiilltníi Kvennalista í samstarfslwp ttm Almreyrarlista. „Já, það er raunhæft. Það tel ég meðal ann- ars vegna 1 i ð s t y r k s Kvennalist- ans og unga fólksins úr Grósku sem nú sameinast A-flokkunum í þessu kosningabandalagi í bæj- arstjórnarkosningum að vori. Fljótlega byrjar Akureyrarlistinn að vinna að málefnastarfi, og við bindum vonir við að fá til liðs við okkur óflokksbundið fólk sem hefur áhuga á betri Akureyri." Þórarinn B. Jónsson bæjarfnlltníi Sjálfstæðisflohksins. „Nei, þeir ná engri aukn- ingu miðað við það sem þeir hafa haft. Ég myndi kalla þá góða, ef þeir næðu því. I fyrsta lagi hefur engin eining verið í gegnum tíðina með A-flokkun- um í bæjarmálum á Akureyri og í öðru lagi finnst mér þau nöfn, sem mér hefur heyrst að hafi verið í umræðunni, hjá þessum sambræðingi, ekki vera nógu sterk.“ Oddur Halldórsson bæjarfiilltrúi Framsóknarflohks. „Nei, ég hef enga trú á því. Þó þarna sé mætt fólk sem kemur að málum, eigum við eftir að sjá h v e r j i r skipar efstu sæti Akureyrarlist- ans og hverju það fólk ætlar að beita sér fyrir. Þetta getur jafnvel fælt frá það fólk sem kosið hefur A-flokkana, sem boðið hafa fram í sitt hvoru lagi til þessa. En ann- ars skipta flokkar Iitlu þegar bæj- arfulltrúar vinna af heilum hug fyrir bæinn sinn.“ Óðinn Svan Geirsson bakari og pistlahöfundur Bylgjunnar. „Það fer al- veg eftir því hverjir skipa listann. En ef við fáum alvöru fram- bjóðanda í efsta sætið, j a f n v e 1 konu, og gott fólk á listann almennt, þá held ég að möguleikarnir séu töluverðir. Ég held að fólk hér í bænum sé til- búið breyta um í stjórn bæjarins og þarna eru möguleikar til þess. Þetta er spurning um kjark kjós- enda.“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.