Dagur - 08.11.1997, Blaðsíða 12
12 - LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 1997
VERKMENNTASKÓLINN
Á AKUREYRI
Innritun
Innritun til náms á vorönn 1998 lýkur
föstudaginn 14. nóvember nk.
Þeir sem saekja um síðar geta ekki
vænst skólavistar.
Skrifstofa skólans er opinn alla
kennsludaga kl. 8.15.
ffetum
taka viðhorf Bandaríkjaforseta í
hryðjuverkamálum óvænta stefnu H
SÝNT ALLA HELGINA
AIR FORCE ONE
3 CcrGArbic
HTTP://WWW.NET. IS/BORGARBÍÓ
„Út vil ek“
Sókn íslenskra fyrirtækja á erlenda markaði
Framsögumenn:
Baldur Hjaltason, framkvæmdastjóri Lýsis hf.
Þorgeir Pálsson, forstöðumaður
sjávarútvegssviðs Útflutningsráðs íslands.
Hádegisverðarfundur
á veitingastaðnum Fiðlaranum,
Skipagötu 14, 4. hæð, mánudaginn 10. nóv.
1997, kl. 12.15-13.30.
Fundurinn er öllum opinn og skráning fer fram á
staðnum. Hádegisverð'ur og fundargjald kr. 1000,-
Upplýsingar á Atvinnumálaskrifstofu í síma 462 1701.
Atvinnumálanefnd Akureyrar,
Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar, Dagur,
Útvarp Norðurlands,
Rannsóknastofnun Háskólans á Akureyri,
Skrifstofa Atvinnulífsins.
SDggtr
ÍÞRÓTTIR
Fjórtán landsliðs-
menn í liði Celje
Islandsmeistarar KA
mæta liinu geysi-
sterka slóvenska liði,
Celje Piovama Lasko,
í KA-heimilinn í dag
kl. 16:15. Fjórtán
landsliðsmenn eru í
liðinu sem liklega er
eitt af alsterkustu fé-
lagsliðum sem hingað
til lands hafa komið.
Lið Celje er efst í slóvensku
deildinni eftir sex umferðir og
liðið tók létta æfingu í síðasta
deildarleik, á miðvikudaginn,
þegar liðið vann nítján marka
sigur á andstæðingum sínum.
„Það er formsatriði fyrir þetta lið
að klára deildarkeppnina heima-
fyrir, en ég held að þetta lið leggi
mestan metnað í að standa sig í
Evrópukeppninni. Sænsku
meistararnir Redbergslid, máttu
játa sig sigraða gegn Celje í síð-
ustu umferð, sænska liðið tapaði
með fimm mörkum úti og náði
aðeins jafntefli á heimavelli sín-
um og það segir nokkra sögu um
styrkleika Celje að f liðinu eru
fjórtán landsliðsmenn, frá Sló-
veníu, Júgóslavíu og Krótíu,“
sagði Atli Hilmarsson, þjálfari
KA-manna.
Slóvenska liðið er með sterka
bakhjarla, stærsti stuðningsaðil-
inn er Piovarna Lasko, 165 ára
gömul ölgerð og félaginu hefur
tekist að halda sterkum leik-
mönnum heimafyrir, þrátt fyrir
gylliboð annarra liða. Þekktasti
leikmaður Celje er hægri handar
skyttan Iztoc Puc, sem sæti hef-
ur átt í heimsliðinu og var
Ólympíumeistari með Króatíu í
fyrra og þá Ieikur með liðinu
landsliðsmarkvörður Júgóslava
Dejan Peric. Valinn maður er í
hverju rúmi, sem best sést á því
að liðið getur stillt upp tveimur
liðum sem eingöngu eru skipuð
landsliðsmönnum!
Ómetanleg reynsla
- En getur þjálfari KA vonast eft-
Atli Hilmarsson.
ir sigri gegn þessum andstæðing-
um, eða mun hann reyna að
sleppa með sem minnst tap á
bakinu'?
„Við gerum okkur vonir á
heimavelli og með góðum stuðn-
ingi áhorfenda getum við strítt
þeim aðeins. Ég hef ekki trú á
því að slóvenska liðið líti á okkur
sem stóra hindrun og kannski
verður um vanmat að ræða af
þeirra hálfu. Við ætlum hins veg-
ar að hafa gaman af því að kljást
við þessar stjörnur og ætlum að
njóta þess að spila í Meistara-
deildinni. Það er ómetanleg
reynsla fyrir liðið, en margir
strákanna eru að stíga sín fyrstu
spor í meistaraflokki, að kljást
við nokkra af bestu handknatt-
leiksmönnum heims, ekki síst í
útileikjunum, þar sem áhorfend-
ur skipta þúsundum.“
KA-menn munu leika án Vlad-
imir Goldin, sem ekki er löglegur
á Evrópumótunum, þar sem
hann lék Evrópuleik með fyrra
liði sínu, SKA Minsk, í haust og
þá verður Björgvin Björgvinsson,
eini Iandsliðsmaður KA, fjarri
góðu gamni í dag vegna meíðsla.
Það má því búast við erfiðum
róðri hjá KA-mönnum. Mikill
áhugi hefur verið fyrir þessum
leik sem verður fyrsti Ieikur ís-
lensks liðs í Meistarakeppninni.
Ahuginn er engu minni í Sló-
veníu, en 130 Slóvenar komu til
Akureyar í gær og leiknum í dag
verður lýst á þremur útvarps-
stöðvum ytra. — FE
Hefad Holyfields
Michael Moorer hefur legstum
staðið í skugga Tysons, Holyfi-
elds og Lennox Lewis þrátt fyr-
ir að vera sá annar af tveimur
henefaleikurum er unnið hefur
Holyfield. Riddick Bow hefur
tvisvar borið sigur af Holyfield.
Eftir sigur Moorer, 22. apríl
1994 kavartaði Holyfield sáran
undan því að hann hafi ekki ver-
ið heill heilsu þegar þeir börð-
ust. Hjartað plagaði hann sem
og öxlin og því lítur Holyfield
ekki á þá viðureign sem alvöru
bardaga hjá sér. Moorer gerir
lítið úr kvörtunum Guðsmanns-
ins, enda hirti hann af honum
bæði IBF og WBA heimsmeist-
aratitlana og erfiðir tímar fóru í
hönd hjá Evander Holyfield.
Moorer hefur haft það gott síðan
þrátt fyrir að hafa fallið fyrir Ge-
orge Foreman stuttu síðar og
tapað báðum titlunum. Það er
reyndar eini bardaginn sem
Moorer hefur tapað. Ferill hans
er mjög góður, 39 bardagar, 38
sigrar og þar af 31 á rothöggi.
Það er því alveg ljóst að baráttan
verður hörð í hringnum í kvöld.
Það er ekki aðeins tveir heims-
meistaratitlar sem barist er um
heldur er heiður þeirra beggja að
veði. Holyfield vill örugglega
ekki að Michael Moorer verði
annar maðurinn til þess að rota
hann tvisvar og hugsar sér að ná
fram hefndum. Moorer vill líka
afsanna þá kenningu andstæð-
ingsins að hann hafi aðeins unn-
ið vegna hjartveiki hans og axlar-
meiðsla. Evander Flolyfield er
óumdeildur kóngur i Ameríku
eftir að hafa haft Mike Tyson að
fífli í tvígang og tekið af honum
WBA meistaratitilinn. Nú hefur
hann tækifæri til að sameina
titlana tvo, WBA og IBF aftur og
það er nær öruggt að það og
ekkert annað er ætlun hans í
nótt.
A SKJANUM
UM
HELGINA
Laugaidagur
RÍKISSJONVARPIÐ
Þýska knattspyrnan
kl. 14.20
Gladbach - Dortmund
Handbolti - 1. deild
kvenna kl. 16.20
Grótta/KR-FH
STÖÐ 2
Enska knattspyman
kl. 14.50
Liverpool - Tottenham
SÝN
Box kl. 02:00
Evander Holyfield
- Michael Moorer
Suunudagur
STÖÐ 2
ítalska knattspyrnan
kl. 14.00
Lazio - Sampdoria
SÝN
Enska knattspyrnan
kl. 15:50
Arsenal
- Manchester United
Italska knattspyrnan Itl.
19.25
Napoli - Juventus
Mánudagur
SÝN
Enska knattspyrnan
kl. 19.50
Leicester - Wimbledon
Þriðjudagur
SÝN
Enski knattspyman
kl. 22:30
Sýndur verður heimildar-
þáttur um liðin við Stanley
Park, Everton og Liverpool.