Dagur - 08.11.1997, Blaðsíða 7
LAUGARDAGUR 8.NÓVEMBER 1997 - 7
RITSTJÓRNARSPJALL
Sunilur og sanian
Lennon-Marxistinn Heimir Már,
framkvæmdastjóri Alþýðubanda-
lagsins, var á miklum þönum,
Þorvaldur Albaníukommi ný-
kominn úr Dagsljósi þar sem
hann söng Nallann á rauðum
Lenínbol sem hann seldi í saln-
um, Guðrún Ágústsdóttir og
Helgi Hjörvar að spjalla úti í
horni; þessi eilífi samkomu-
kaffikliður í forsalnum og inni
hver ræðan á fætur annarri með
fundarstjóra sem stundi: „Það
eru 45 á mælendaskrá, ég verð
að biðja fólk að halda sig við
tímamörkin." Margrét Frímanns
með blómaskreytingu fyrir fram-
an sig á borðinu og bláa lopa-
peysu yfír öxlunum. Velkomin á
Landsfund Alþýðubandalagsins.
Vel á minnst. Lennon. „The
dream is over. What can I say?“
Það verður engin breiðfylking
allra félagshyggju- og jafnaðar-
manna fyrir næstu alþingiskosn-
ingar.
Pólitískar ástir
Fréttamiðlarnir segja að það sé
„mikil undiralda" eða „ólga“ á
fundinum, en andrúmsloftið er
bara vinalegt, þetta þjóðlega „all-
ir að heilsa upp á alla og langt
síðan sfðast“ meðan ræðumenn
tala sig heita. Það komst ekkert
annað að fyrsta umræðukvöldið
en samfylkingarmálin.
Samfylkingarmálin. Að formi
til er verkefni þessa Iandsfundar
einfalt. Margrét Frímannsdóttir
vill fá umboð til að semja í vetur
við Alþýðuflokkinn og aðra sam-
einingarsinna um eins konar
sameiginlega stefnuyfirlýsingu
fyrir næstu kosningar. Hér er
EKKI tillaga um sameiginlegt
framboð og væri almennum fjöl-
miðlanotanda vorkunn að halda
að svo væri. Um þetta sagði Mar-
grét í ræðu sinni: „Eg hef frá
upphafi sagt að formið á sam-
starfí þessara flokka ráðist af því
hver yrði niðurstaða af viðræð-
um þeirra um málefni, um verk-
efnaskrá til fjögurra ára.“ Þessu
á að ljúka í júní og þá, ekki núna,
á að ákveða formið. I tillögu
framkvæmdastjórnar fýrir fund-
inn er talað um „að kanna til
hlítar möguleika á samstarfi,
samfylkingu EÐA sameiginlegu
framboði". (leturbr.sjh.)
Margrét sagði líka að menn
mættu ekki vera hræddir við að
fara út í þetta. Það eru þing-
menn hennar eigi að síður. Hit-
inn kom frá Hjörleifi, en Stein-
grímur J. og Ragnar Arnalds voru
líka með harðar viðvaranir og
sáu mikil tormerki. Svavar, eins
og þeir, óttast um framtíð flokks-
ins. Vegna viðræðna í vetur um
„verkefnaskrá til fjögurra ára“?
Nei, það er órökrétt að ætla þeim
það. F)Tst og fremst hafa þeir
ekki trú. Og Hjörleifur var nógu
hreinskilinn til að segja það
hreint út í samtali við Dag:
„Málefnavinnan svokallaða
skiptir ekki sköpum, það sem
skiptir máli er hvort menn hafa
Halldór Ásgrímsson:..enda veit ég að
mjög stórir hópar innan allra þessara
flokka eru mjög andvígir sameiningu.
Menn sameinast ekki bara til að sam-
einast. Heiidstæða stefnu þarf um
helstu málefni. Það er ekki hægt að
bjóða kjósendum upp á svona vinnu-
brögð."
Ögmundur Jónasson: „Óháðir isam-
vinnu við Alþýðubandalag telja að
lausbeislað samstarf flokka og afmark-
aðra skoðanahópa sé hepp/legra sam-
starfsform... en samfylking mjög ólikra
afla í einum flokki eða niðurnjörvuðu
og ósveigjanlegu kosningabandalagi.“
yfirleitt trú á því að svona „nagla-
súpa“ skili árangri." Þetta er hár-
rétt greining hjá Hjörleifí - þótt
orðalagið sé hans. Málefnavinn-
an er ekki aðalatriðið, heldur
trú. Það er engin trú hjá þessum
þingmönnum Alþýðubandalags-
ins. Hin pólitíska ást er ekki fyr-
ir hendi. Og maður þröngvar
ekki öðrum til ásta. Það eiga
Lennon-Marxistar að skilja
manna best.
Mikill meirihluti?
Fréttamiðlarnir hafa verið óspar-
ir á staðhæfingar þess efnis að
„mikill meirihluti" á landsfund-
inum sé hlynntur samfylkingu.
Það er rétt, en merkingarlaust.
Steingrímur J. byrjaði sína ræðu
á yfirlýsingu um að hann vildi
samstarf, Ragnar Arnalds vill líka
samstarf á vinstri vængnum. Þeir
og aðrir eru hins vegar með
heiftarlega fyrirvara við bæði
form samstarfsins og málefni
sem til á að taka. „Mikill" meiri-
hluti er að líkindum með miklu
minni fyrirvara og sumir nánast
enga. Þegar gengið verður til at-
kvæða verður mikil eftirvænting
um það hve stór meirihluti vill
veita formanninum umboð. At-
kvæði verða greidd, því jafnvel
Davíð Oddsson: „Mér finnst ósvífni að
halda því fram að þessir flokkar eigi að
sameinast afþví þar riki enginn mál-
efnalegur ágreiningur. Ég sé ekki eitt
einasta mál sem þeir eru sammála um.
Ég hef enga trú á því að slíkur l/sti yrði
talinn hæfur kostur í stjórnarsamstarfi,
hvorki hjá Sjálfstæð/sflokki eða Fram-
sóknarflokki. Ég held að hann muni
dæma sig í eilífa útlegð og harma það
svo sem ekki.“
Margrét Frímannsdóttir: „Ég tel eðlilegt
og sjálfsagt að láta á það reyna hvort
málefnasamstaða næst milli þeirra
flokka og samtaka sem i dag eru í
stjórnarandstöðu. Ég tel einnig að það
ætti að bjóða verkalýðshreyfingunni að
koma að þessari vinnu. Ég vil sjá að
það verði mynduð breið samstaða um
baráttuna fyrir jöfnuði og réttlæti."
þótt framkvæmdastjórn vildi
hætta við að „bera menn atkvæð-
um“ eins og Svavar kallaði það,
þá liggur fyrir skorinorð tillaga
frá breiðfylkingu verkalýðsfor-
ingja sem heimta áframhald við-
ræðna þeirra „er standa vilja að
SAMEIGINLEGU FRAM-
BOÐI“. (Leturbr.)
Þrátt fyrir örlítið mismunandi
hljóm er hvorug þessara tillagna
ávfsun á klofning flokksins - efn-
isins vegna. En bingó býr að baki
óttans við þær. Óttinn sem mað-
ur skynjar af ræðum Hjörleifs,
Ragnars og Steingríms er að
áframhald samfylkingarviðræðna
færi flokkinn mun lengra en þeir
eru tilbúnir að fara. Og þeir, eins
og Svavar, sjá íyTÍr sér að á end-
anum klofni flokkurinn. Hjör-
leifur hefur sagt það beint út.
Eða hann verði einfaldlega lagð-
ur niður. Og til þess mega þeir
ekki hugsa þótt til séu aðrir í
salnum sem segi það engu
skipta.
Klofningur uni annað
Aherslan og athyglin sem sam-
fylkingarumræðan fær hefur yf-
irskyggt þá staðreynd að Alþýðu-
bandalagið er klofinn flokkur.
Eftir tveggja ára starf liggja fyrir
Kristfn Ástgeirsdóttir: „í mínum huga
var það algjörlega Ijóst að Kvennalist-
inn sem heild gæti ekki stillt sér upp
við hlið A-flokkanna (ég nota ekki orð-
ið vinstri því það er algjörlega merk-
ingarlaust fyrir mérj. Það er ekki hægt
vegna þess hvernig hann er tilorðinn
sem andófsafl gegn flokkakerfinu og
þess hvernig hann er samansettur.
Kvennalistinn er ekki vinstri flokkur."
Hjörleifur Guttormsson: „Hvern/g dett-
ur mönnum i hug að eitthvað nýtt
komi út úr því að taka tvo eða þrjá
ólíka flokka og senda fulltrúa þeirra
sameiginlega út í kosningar til Alþing-
is? Málefnasamningurinn verður lág-
marks-samnefnari, ótrúverðug má/a-
miðlun og ágreiningsefnum sópað
undir teppið."
þrjár tillögur um sjávarútvegs-
stefnu Alþýðubandalagsins. For-
maðurinn sá ástæðu til - ja, ein-
hver hefði sagt að grátbæna
flokkinn - um að afgreiða nú
stefnu. I skýrslu utanríkismála-
hóps segir: „Engin sameiginleg
niðurstaða náðist varðandi
tengsl Islands og Evrópusam-
bandsins. Þá voru líka nokkuð
skiptar skoðanir um hvað gera
ætti varðandi Atlandshafsbanda-
lagið.“ Og um auðlindamál við-
urkenndi formaðurinn hrein-
skilnislega að hún hefði orðið
undir vegna þriggja orða: „rétt-
látari skiptingu afraksturs" (auð-
lindanna). Um fiskinn í sjónum
sagði hún beint: „Ég er ósátt við
að flokkurinn minn... sem berst
fyrir jöfnum kjörum og réttlæti
og réttlátri skiptingu afraksturs
af auðlindum landsins í þjóðar-
eign, skuli ekki enn hafa komið
sér saman um skýrar tillögur til
úrbóta." Enginn misskildi skotið
á Steingrím J.: „Það er ekki
hægt að kenna sig við róttæka
vinstri stefnu en verja um leið
það fyrirkomulag sem við búum
við í sjávarútvegi og afleiðingar
þess.“
Tökum innri ágreiningsmálin,
rifjum allt það upp sem þing-
mennirnir sögðu að greindi þá
frá Alþýðuflokknum og leggjum
trúnað á að allt sé logandi í
ágreiningi hjá vinstrimönnum og
félagshyggjufólki og fráleitt sé að
starfa saman í flokki. En eigum
við samt að trúa þeim fyrir stjórn
landsins?
Meiri kröfur til annarra en
sjálfs sin
Þeir sem harðast vara við sam-
fylkingarhugmyndum eru staddir
í þversögn, sem er skiljanleg, en
órökrétt. Þeir gera meiri kröfur
um málefnalega samstöðu við
samfylkingarhópa en þeir gera til
eigin flokks. Ef Alþýðubandalag-
ið getur lifað \dð öll sín óleystu
mál (sem eru hjóm í samanburði
við Sjálfstæðisflokkinn) hvers
vegna ætti ekki samfylkingin að
geta það? Þessar úrtölur eru ekki
ósvipuð aðferð og bjartsýnustu
sameiningarofurhugarnir beita
þegar þeir halda því fram að í
raun standi ekkert í vegi fyrir
stóru öflugu framboði jafnaðar-
manna og félagshyggjufólks
nema fýlan í nokkrum mönnum.
Það sér hver sína ást. Annað
hvort „sópa menn ágreiningi
undir teppið“ eða „magna fyrir
sér óyfirstíganlega erfiðleika".
Eða eru beinlínis á móti á grunn-
forsendum: Ogmundur Jónasson
lagði fram pólitíska stefnuskrá
gegn breiðfylkingum almennt,
þessari sem menn tala um og
hinum sem eru staðreynd: Sjálf-
stæðisflokknum og Reykjavíkur-
listanum. Þær væru hættulegar
lýðræðinu.
Uppgjör
Staðreyndin er sú að samfylking-
arumræðan og krafan er orðin
svo megn, svo víða, og viljinn svo
mikill, að ekki verður aftur snú-
ið. Alþýðubandalagið mun án efa
taka næsta skref á þessum lands-
fundi og nú verður farið í „mál-
efnavinnuna" með Alþýðu-
flokknum, áhugasömum
Kvennalistakonum, Þjóðvaka,
Grósku... og svo framvegis. Vilj-
inn og trúin munu knýja þær.
Einhvern tímann á næsta ári
kemur svo ögurstundin í lífi nýju
samfylkingarinnar. Stóra vand-
anum. Vanda breiðfylkingar, sem
Hjörleifur og Ögmundur telja
helsta ágallann: finna: „lág-
marks-samnefnara og ótrúverð-
uga málamiðlun" svo allir geti
verið með. Kaldhæðni örlaganna
er sú að fyrst mun reyna á þenn-
an meinta ókost breiðlylkingar
gegn þeim sem eru á móti henni.
Vilja samfylkingarsinnar kaupa
pólitískar ástir Kristínar Astgeirs,
Ögmundar, Hjörleifs og annarra
því verði að bjóða ekki fram sam-
an í einum flokki? Fórna hug-
sjóninni um einn stóran sameig-
inlegan flokk á altari samstöðu
um „lausbeislað bandalag?" Eða
verður þeim stillt upp: „ætlið þið
að vera með eða ekki“ - og kalla
yfir sig mótframboð? Hvort held-
ur sem er verður ekki einn stór
sameinaður flokkur gegn íhald-
inu. Þetta uppgjör er óumflýjan-
legt. Og nauðsynlegt. Það er ekki
tímabært nú. En það verður
fljótt. Og enn einu sinni munu
íslenskir félagshyggju- og vinstri-
menn klofna um sameiningar-
málin. Lennon sagði það ekki,
en gæti hafa gert það: Deja vu,
all over again.