Dagur - 15.11.1997, Blaðsíða 1

Dagur - 15.11.1997, Blaðsíða 1
Reldim og kærður en síðan sýknaður Hálfdán Henrysson hefur mátt þola ýmis- legt af hálfu Slysa- vamafélagsins. Fyrst var hann rekinn fyrir- varalaust og síðan kærði félagið hann fyrir skattsvik af hótagreiðslum. Eftir nær þriggja ára mála- rekstur í skattkerfinu fékk hann uppreisn æru hjá yfirskatta- nefnd. fékk ég greítt til baka um 320 þúsund krónur sem skatturinn hafði tekið af mér af 750 þúsund króna bótagreiðslum sem ég fékk frá félaginu," segir Hálfdán Henrysson, fyrrverandi starfs- maður Slysavarnafélagsins, sem var rekinn frá félaginu árið 1994. „Slysavarnafélagið klagaði mig fyrir skattsvik og ég leitaði að sjálfsögðu réttar míns, enda afar ósáttur við þessa framkomu fé- lagsins í minn garð. Málið fór í gegnum allt skattakerfið og end- aði hjá yfirskattanefnd. Hún kvað upp úrskurð sinn fyrir tveimur til þremur vikum. Þá Niðurstaða eftir þrjú ár Hann segir að þetta mál allt hafi kostað sig mikla fyrirhöfn, ónæði og að sjálfsögðu kostnað. Þótt yf- irskattanefnd hafi sýknað Hálf- dán af kæru sem Slysavarnafé- Iagið stóð fyrir gegn honum, þá er ekki útilokað að hann muni krefja félagið um a.m.k. vaxta- greiðslur. Hann segist þó ekki vera farinn að skoða það mál með lögfræðingi sínum, enda afskap- lega feginn að vera laus frá Slysa- varnafélaginu eftir allt það sem á undan hefur gengið svo ekki sé minnst á þessa skattakæru. Hún gerði það að verkum að uppgjör á bótagreiðslunni hefur staðið yfir í nær þrjú ár, eða frá lokum árs 1994 til október 1997. Þegar Hálfdán var rekinn frá Slysavarnafélaginu á sínum tíma komulag um að bæta honum það tjón og þær hremmingar sem brottreksturinn hafði í för með sér fyrir hann. Hálfdán Henrysson er afar ósáttur við framkomu Slysavarnafélagsins. var skipuð sáttanefnd í máli hans. I þessari sáttanefnd voru af hálfu félagsins þeir Reynir Ragn- arsson, lögreglumaður í Vík í Mýrdal, og Sigurður Guðjónsson í Sandgerði. Hálfdán samdi síðan við sáttanefndina um 750 þús- und króna bætur en nefndin fundaði um málið á einum 17 fundum. Þá náðist loks sam- Sáx og hissa Hálfdán segir það hafa verið samdóma álit hans og nefndar- manna að þarna væri um bóta- greiðslur að ræða sem hann átti ekki að greiða skatta af. Slysa- varnafélagið vildi aftur á móti ekki sætta sig við að þetta væru skattfijálsar bætur, þótt það hafi sjálft samið um það á sínum tíma. I þeim efnum virtist engu skipta þótt félagið hafi aldrei sent Hálfdáni launaseðil um að bæturnar væru Iaun. Hann var því að vonum afar hissa og sár þegar félagið kærði hann fyrir að hafa ekki gefið bæturnar upp til skatts. Til að kóróna verkið þá telur Hálfdán að þáverandi skrifstofu- stjóri hafi verið rekinn frá félag- inu fyrir það eitt að skrifa upp á bótagreiðsluna í samræmi við skilning sáttanefndar. Þá er hann sjálfur engu nær um ástæður þess að hann var rekinn. — GRH Maimúðí ondvegi Forseti íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, varð fyrstur Islend- inga til að gerast hlekkur í Mann- úðarkeðju ungmennahreyfingar Rauða krossins sem 15 Iönd í öll- um heimsálfum munu mynda á næstu misserum að frumkvæði Islendinga. Myndun keðjunnar hófst í Kringlunni í gær þegar bókrolla hóf för sína með pósti frá Islandi til Kanada en þaðan fer hún til 13 annarra landa áður en hún kemur aftur til Islands í mars árið 1999. Félögin rita einkunnarorð Rauða krossins um bræðralag á bókrolluna, hvert á sína tungu, og er tilgangur verk- efrtisins að undirstrika einingu Rauða kross hreyfingarinnar og sameiginlega bræðralagshugsjón félagsmanna sem eru 122 milljónir í 171 landi. - BÞ Páll Óskar Hjálmtýsson lagði Mannúðarkeðju Rauða krossins lið og var í banastuði eins og myndin ber með sér. Ungmennin og Ólafur Ragnar Grímsson, forseti íslands, virtust einnig skemmta sér hið besta. - mynd: hilmar ■I Sonurmn x ít Fjalla- - fyrirfór 1 lambið á sér f' tímamótum Blað 2 bls. 8-9 Póstur og símibrýt- ur sam- keppnislög Samkeppnisstofnun hefur úr- skurðað að Pósti og síma sé óheimilt að bjóða félagsmönnum í Félagi íslenskra bifreiðaeigenda tilboð um kaup á farsímum gegn föstu afnotagjaldi í tvö ár. Ef fyr- irtækið hættir ekki þessum við- skiptum á það á hættu að Sam- keppnisstofnun nýti heimild sína um álagningu stjórnvaldssekta. I úrskurði Samkeppnisstofn- unar kemur fram að í tilboðinu til FIB felist misnotkun á mark- aðsráðandi stöðu þess sem hafi skaðleg áhrif á markaðinn. Þá er tilboðið til þess fallið að viðhalda eða efla markaðsráðandi stöðu P&S og hrekur keppinauta út af markaðnum og hindrar aðgang nýrra að honum. A þann hátt væri verið að koma í veg fyrir að samkeppni gæti þrifist, vakost- um neytenda fækkaði og þeir þyrftu að greiða hærra verð fyrir vöruna og þjónustuna þegar til Iengri tíma er Iitið. — GRH Vírusinn vaknar ídag Margir tölvuvírusar eru þannig gerðir að þeir verða virkir á ákveðinni dagsetningu. Einn slíkur heldur upp á afmæli sitt í dag, en það er hinn illræmdi J&M vírus. Vírus þessi skemmir efnisyfirlit harða disksins í tölv- unni svo kaila þarf til sérfræðing til að bjarga málunum og slíkt dugar eklci alltaf. Þeir sem eiga smitaðar tölvur geta bjargað málunum með ýmsu móti. I fyrsta lagi með því að ræsa ekki tölvur sínar í dag og yfirfara þær eftir helgi með vír- usvarnarforriti til að koma í veg fyrir útbreiðslu vírussins. Hinn kosturinn er að ræsa vélina með kerfisdiskettu (MS-dos) og keyra síðan Lykla-Pétur eða önnur vírusvarnarforrit til að hreinsa burt ósómann. — HH Varmaskiptar I Alfa Laval SINDRI -sterkur í verki BORGARTÚNI 31 • SÍMI 562 7222 • BRÉFASÍMI 562 1024 +

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.