Dagur - 15.11.1997, Blaðsíða 7

Dagur - 15.11.1997, Blaðsíða 7
X^IT' LAUGARDAGVR 15. NÓVEMBER 1997 - 7 RITS TJÓRNARSPJALL Auðvitað væri æskiiegast ef hægt væri að tryggja öryggi borgaranna án þess að dæma brotamenn til langrar fangelsisvistar. Forsenda þess er að samfélag/ð ráði v/ð að loka uppsprettum afbrotanna. Ekkert bendir til þess að það muni takast. Myndin er úr miðbæ Reykjavíkur. Enginn nmggiir ELIAS SNÆLAND JONSSON RITSTJÓRI, SKRIFAR „Um síðastliðna helgi átti ég er- indi í sjoppu í Kópavogi. Er ég sté úr bifreið minni voru fyrir framan sjoppuna fjórir piltar á aldrinum 18-20 ára. Tveir þeirra sýndust mér vera undir einhvers- konar áhrifum og var nokkur fyr- irgangur i þeim og lá þeim hátt rómur. Er ég hafði Iokið erindi mínum gekk ég að bifreið minni og var þá pilturinn sem mest fór fyrir að búa sig undir að setjast inn í bíl með félögum sínum. Heyrði ég hann þá segja þessi orð: „Komum að berja ein- hvern.“ Við svo búið var bifreið- inni ekið á brott." Þórir Oddsson, vararíkislög- reglustjóri, sagði þessa sögu úr daglega lífinu í ræðu á Dóms- málaþingi á dögunum. Og hann hélt áfram: „Því miður þekkjum við fjöl- mörg dæmi þar sem aflvaki óhæfuverks er ekki annar en sá sem ég var að lýsa. Það er þessi tegund ofbeldisbrota sem ég hef mestar áhyggjur af. Þar er eng- inn öruggur lengur, jafnvel þótt hann fari að með venjulegri gát og reyni að forðast vandræði, eins og mörg tiltölulega ný dæmi sanna. Vandamál í miðbæ Reykjavíkur og reyndar víðar endurspegla þetta tillitsleysi í samskiptum fólks, og illfýsi og heift eru þau orð sem oft eru notuð um slagsmál og árásir sem verða af litlu sem engu tilefni." Örygg borgaranna A Dómsmálaþinginu var Ieitast við að svara þeirri spurningu hvort refsingar á Islandi væru of vægar. Sem auðvitað vakti strax upp aðra spurningu: hvert er markmið refsingarinnar í sam- tímanum? Er tilgangurinn fyrst og fremst að tryggja öryggi borg- aranna með því að loka inni sakamenn sem hættulegir eru umhverfi sínu? Eða er það líka mikilvægt markmið að gefa saka- mönnum tækifæri til að fá þá þjálfun og endurhæfingu sem gæti hugsanlega gert þeim kleift að gerast nýtir þjóðfélagsþegnar, eins og það heitir? Því er ekki að leyna að margir úti í þjóðfélaginu leggja mesta áherslu á hið fyrrnefnda og þar með á sem lengsta fangelsis- dóma fyrir alvarlega glæpi. Þeir telja það að vísu nokkurs virði að reynt sé að endurhæfa dæmda sakamenn og gefa þeim þannig tækifæri til að bæta ráð sitt. En að öryggi borgaranna hljóti alltaf að vera númer eitt. Þetta er mjög skiljanlegt við- horf. Þótt í ýmsum tilvikum sé auðvelt að hafa samúð með þeim aðstæðum sem sakamaðurinn hefur búið við - og sem leitt hef- ur til þess að hann framdi afbrot sitt - er alveg ljóst að réttur þegnanna til að búa við öryggi, hvort sem er á heimilum sínum vinnustöðum eða götum borgar- innar, verður að skipta meira máli. Áhrif almennings Ekki eru allir á einu máli um hvaða áhrif almenningur á að hafa á refsilöggjöf og réttarfar í landinu. Dómstólar eiga að vera sjálfstæðir, segja menn réttilega. En þeir eiga að fara eftir lögum sem eru í samræmi við vilja al- mennings. Viðhorf þjóðarinnar til mikil- vægra mála eiga ekki einungis að vera eins konar óhjákvæmileg leiðindi fyrir stjórnmálamenn á íjögurra ára fresti. Þvert á móti er eðlilegt að skoðanir almenn- ings hafi eftir því sem kostur er áhrif á inntak laga almennt og framkvæmd þeirra. Þegar allt kemur til alls eru lögin frá Alþingi einungis þær samskiptareglur sem sæmileg sátt hefur náðst um að eigi að ráða hegðan manna í samfélag- inu. Þess vegna þurfa þeir sem ákveða lögin að hafa ríka tilfinn- ingu fyrir þeim grundvallarvið- horfum sem þjóðin, eða mikill meirihluti hennar, vill að fylgt sé við setningu þeirra laga sem landsmenn allir eiga að fara eftir í lífi og starfi. An slíkrar sáttar hlýtur illa að fara. Þá sitjum við til dæmis uppi með lög sem þjóðin fer ein- faldlega ekki eftir. Því miður sjá- um við of mörg dæmi um það að lög og reglugerðir séu virtar að vettugi - jafnvel í einstaka tilfell- um með svo almennum hætti að þær stofnanir sem eiga að sjá um að framfylgja Iögunum gefist hreinlega upp við það verk. Sterk réttlætiskennd En þótt virðingarleysi fyrir sum- um lögum sé vel þekkt eru ís- lendingar samt sem áður lög- hlýðnir menn. Og þeir gera kröfu til þess að eftirlitsstofnan- ir, löggæsluaðilar og dómstólar taki ákveðið á þeim sem bijóta gegn gildandi lögum. Þjóðin hefur sterka réttlætis- kennd. Enda lætur almenningur í sér heyra, einkum í fjölmiðlum, þegar honum finnst sér misboð- ið. Það á líka við um niðurstöður dómstóla. I því sambandi má minna á þau gömlu sannindi, að það er ekki aðeins mikilvægt að réttlæt- inu sé fullnægt, heldur einnig að sú staðreynd sé öllum ljós. Það réttlæti sem dómstólarnir standa fyrir á hverjum tíma þarf að vera og á að vera öllum almenningi sýnilegt. Það er forsenda þess opna réttarfars sem við eins og þegnar annarra lýðræðisríkja teljum svo mikilvægt. I nútíma samfélagi frétta landsmenn af niðurstöðum dóm- stóla í gegnum Qölmiðlana fyrst og fremst. Almenningur mætir ekki í dómsali til að fylgjast með málum, þótt um opið réttarhald sé að ræða. Fólk les, sér eða heyrir um gang mála og dóms- niðurstöðu í blöðum, útvarpi eða sjónvarpi. Þetta gerir að sjálfsögðu miklar kröfur til fjöl- miðla. Þeir standast þær kröfur vafalaust misjafnlega vel. Miðað við þann gífurlega fjölda dóma sem kveðnir eru upp í landinu er augljóst að fjölmiðlarnir hafa enga aðstöðu til að gera dómum skil með tæmandi hætti. Þeir verða að velja og hafna. Þar ræð- ur £ hveiju tilviki mat á því hvað skipti lesendur mestu máli. Dómstólamir og ofbeldið Afstaða almennings til dómstól- anna ræðst fyrst og fremst af því hvernig þeir taka á einstökum málum sem upp koma. I þeirri oft hressilegu umræðu sem fram hefur farið á opinber- um vettvangi um lögreglu- og dómsmál undanfarin ár hafa komið fram verulegar efasemdir um að dómstólarnir taki nógu hart á sumum alvarlegum af- brotum. Það á alveg sérstaklega við um glæpi sem fela í sér lík- amlegt ofbeldi af einu eða öðru tagi. Það ér algeng og skiljanleg krafa almennings að réttarkerfið í landinu - löggæslan, dómstól- arnir og fangelsisyfirvöld - sjái til þess að hættulegir ofbeldismenn séu gerðir óskaðlegir með þung- um fangelsisdómum. Sá samanburður sem kynntur var á Dómsmálaþingi um refs- ingar hin síðari ár annars vegar og á sjötta áratugnum hins vegar bendir ekki til þess að refsingar hafi þyngst fyrir alvarlegar lík- amsárásir. Þótt verulega skorti á tölulegar upplýsingar, og raunhæfan, tæmandi samanburð milli ára, virðist alveg Ijóst að á þessu langa tímabili hefur ofbeldismál- um fjölgað. Meira máli skiptir þó að ofbeldið hefur breyst. Tilefn- islaust ofbeldi af því tagi sem vitnað var til hér að framan er því miður orðið algengt. Ofbeld- ið er miskunnarlausara og hat- rammara. Það verður sífellt al- gengara að brotamaðurinn hugsi ekki hið minnsta um afleiðingar þess glæps sem hann er að fremja. Þær staðreyndir sýna að sú refsivenja sem dómstólarnir hafa markað á undanförnum áratugum virkar ekki hemjandi á ofbeldismenn. Kannski er það vegna þess að dómarnir eru of vægir til að vega upp á móti því alþjóðlega fíkniefna- og ofbeld- isumhverfi sem hefur svo sterk mótandi áhrif á ungt fólk á okk- ar tfmum? MUdl ábyrgð Auðvitað væri æskilegast ef hægt væri að tryggja öryggi borgar- anna án þess að dæma brota- menn til íangrar fangelsisvistar. Forsenda þess er að samfélagið ráði við að Ioka uppsprettum af- brotanna. Ekkert bendir til að svo verði í náinni framtíð. Þess vegna verð- ur þjóðfélagið að sjálfsögðu að takast á við afleiðingarnar og veita þegnunum nauðsynlega vernd. Það er meginhlutverk lög- gæslunnar, ákæruvaldsins, dóm- stólanna og fangelsisyfin'alda. Saman mynda þessir aðilar það öryggiskerfi sem samfélagið hefur komið sér upp til að verja líf og eigur fólks og þau gildi mannréttinda, sanngirni og jafn- réttis fyrir Iögum sem á að ein- kenna lýðræðisþjóðfélagið. Ef einn þessara hlekkja bilar þá er öryggi og velferð almennings stefnt í hættu. Abyrgð þeirra allra er því mikil. L

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.