Dagur - 15.11.1997, Blaðsíða 8
8- LAUGARDAGUR 1S. NÚVEMBF.R 1997
FRÉTTASKÝRING
LAUGARDAGUR 1S. NÓVEMBER 1997 - 9
Saudfjárrækt á tímaniótuin
BJÖRN
ÞORLAKS
SON
SKRIFAR
4000 tonna samdxátt-
ur á 13 árum.
Tekjurýmun fælir
unga fólkið burt úr
sveitunum. Nýjustu
afkomutölur benda þó
til batnandi tíma.
Það hvílir skuggi yíir framtíð
sauðfjárræktar á Islandi þótt
botninum hafi e.t.v. verið náð skv.
nýjum upplýsingum ffá Hagstofu
landbúnaðarins þar sem fram
kemur að afkoma batnaði í fyrra
samkvæmt búreikningum hrein-
na sauðfjárbúa. Sauðfjárbændur
eru þó svartsýnir, enda búa þeir
við kröpp kjör og ýmsir velta fyrir
sér hvað verði um dreifbýlið ef
sauðljárbúskapur Ieggst af, sumir
kalla stjórnvöld til ábyrgðar. Hag-
þjónusta landbúnaðarins spáir að
staða búgreinarinnar haldi áfram
að verða mjög erfið, en formaður
Bændasamtakanna sér ekki ffam
á að sauðfjárbúskapur leggist af.
Engin útleið
Þótt bataskeið sé mögulega hafið
er fortíðarvandinn mikill. Sauð-
fjárbændur hafa þurft að ganga á
eigur sínar og safna skuldum,
starfandi bændur eiga ekki greiða
útleið og kynslóðaskipti eru tor-
veld vegna Iélegrar afkomu. Slíkt
ástand er alvarlegt, þar sem sauð-
fjárrækt tryggir búsetu um landið
og hefur töluverð óbein áhrif
t.a.m. í ferðaþjónustu. Þróunar-
svið Byggðastofnunar hefur tekið
saman skýrslo um stöðu sauðQár-
ræktar og áhrif á byggðaþróun og
má lesa eftirfarandi út úr þeirri
vinnu:
* Framleiðsla og sala innan-
Iands á kindakjöti hefur dregist
verulega saman undanfarin ár.
Markaðshlutdeild kindakjöts féll
þannig úr 67% árið 1983 í 42%
árið 1996 sem er samdráttur um
tæp 4000 tonn.
* Kílóverð af lambakjöti til
bænda lækkaði um 13,6% frá
1991-1996, en smásöluverð
Iækkaði um 3,9%. Því hefur sam-
band milli markaðsverðs og verð
til framleiðenda orðið veikara.
* Lausleg áætlun Byggðastofn-
unar bendir til þess að framlag
sauðfjárbúskapar til þjóðarfram-
Ieiðslu hafí verið um 0,7% árið
1994. Lítil framleiðni og tak-
mörkuð verðmætasköpun er
verulejgt vandamál í sauðfjárrækt.
* A Iandssvæðum þar sem
sauðfjárrækt vegur þyngst fækk-
aði íbúum úr 6.438 í 5.945 eða
7,6% frá 1991-1996. Gert er ráð
fyrir að fólki hafi fækkað um 8%
til viðbótar eftir 5 ár ef svo fer
fram sem horfír.
* Arsverkum í sauðfjárrækt á
þessum svæðum fækkaði um
rúmlega 300 frá 1991-1994. Fyr-
ir hvert starf sem tapast í sauð-
fjárrækt virðist hálft starf tapast í
afleiddum greinum á svæðunum.
Reiknað er með um 2% árlegri
fækkun ársverka næstu fimm árin
á þessum svæðum.
*Á árabilinu 1986-1996 fækk-
aði lögbýlum með sauðfé úr
3.976 í 2.444 og lögbýlum með
eingöngu sauðfé úr 2.643 í
1.712. Kindakjötsframleiðslu var
hætt á 364 hreinum sauðQárbú-
um frá 1991-1996.
* Þrátt fyrir fækkun sauðfjár-
bænda hefur bústærð farið
minnkandi. Verðlagsárið
1994/1995 voru tæplega 90%
hreinna sauðfjárbúa orðin undir
300 ærgildum.
*Ráðstöfunartekjur einstakl-
inga á landinu öllu hækkuðu um
5,5% frá 1991-1996. Á sama
tímabili lækkaði Iaunagreiðslu-
geta sauðfjárbúa um 35%.
*Einn af hverjum þremur sauð-
fjárbændum telur líklegt að bú-
skapur leggist af, hætti þeir bú-
skap.
* Meðaltekjur sauðfjárbænda
eru það lágar að þeir ganga á eig-
ur sínar, jafnvel þótt þeir hafi
töluverðar tekjur utan bús.
*Árið 1994 höfðu um 600
sauðfjárbændur og makar þeirra
litlar sem engar aukatekjur utan
bús. Áætlaðar tekjur þeirra eru
mun lægri en meðalatvinnutekjur
hjóna á landinu öllu.
* Búast má við röskun búsetu
víða um land, haldi tekjur af
sauðfjárrækt áfram að minnka
með sama hætti og verið hefur.
* Framfarir í sauðfjárrækt kalla
á fækkun sauðfjárbúa. Vinna þarf
skipulega að myndun nýrra at-
Ber kvíðboga fyrir
framtíðiimi
Erlendur Eysteinsson, bóndi á
Stóru Giljá í A-Húnavatnssýslu,
varð að skera fé sitt eftir að riða
kom upp hjá honum árið 1995.
Hann mun aftur hefja sauðfjár-
búskap næsta haust. Búið á
Stóru Giljá var í hópi þeirra
stærstu á landinu, þar voru um
1200 ær þegar mest var, en Er-
lendur þurfti að skera allan stofn-
inn, um 900 ær, þegar riða
greindist í einni kind. Erlendi líst
illa á horfurnar: „Með sífelldum
niðurskurðí á framleiðslurétti
hafa tekjur bænda skerst æ meir.
Unga fólkið fráfælist landbúnað-
inn og hverfur úr sveitunum til
annarra starfa. Nú er svo komið
að víða býr háaldrað fólk á býlun-
um sem eru að koðna niður.
Bændum hlýtur að fækka þegar
þetta fólk deyr og ég óttast að
þeim fækki allt of mikið af samfé-
lagslegum orsökum í þessum
dreifðu byggðum. Hvað gerist þá?
Það eru aðens örfáir kúabændur í
hverri sveit og ef Ijárbændur týna
tölunni verður félagslíf sveitanna
orðið ansi rýrt. Eg ber kvíðboga
fyrir framtíðinni í þessum efn-
um,“ segir Erlendur.
Aðspurður segir Erlendur að
riðuveikin hafi ekki dregið kjark
úr bændum. „Nei, hugur manna
hefur verið allt of sterkur til þess.
Hins vegar gefast menn upp
vegna tekjuleysis."
Mikill samdráttur hefur orðið i framleiðslu kindakjöts undanfarin ár. Orsakirnar eru mun minni útflutningur og minni markaðshlutdeild innanlands. Salan minnkar um tæplega 400 þús. tonn frá 1983-1996 og um 1.100 tonn frá
1991-1996. Markaðshlutdeild svína- og nautakjöts hefur aukist á kostnað kindakjötsins. - mynd: gs
vinnutækifæra í byggðum sem
háðar eru sauðíjárrækt.
Þjóðhagsleg hagkvænmi
Einn athyglisverðasti punkturinn
í úttekt Byggðastofnunar er þýð-
ing sauðfjárframleiðslu fyrir þjóð-
arbúið. Hlutdeild mjólkur- og
kindakjötsframleiðslu féll úr
4,5% árið 1980 af vergri þjóðar-
framleiðslu í aðeins 1,7% árið
1994. Miðað við skiptingu eftir
veltu afurða gæti framlag sauð-
fíárbúskapar til þjóðarframleiðslu
hafa verið komið niður í um 0,7%
árið 1994. Árið 1985 var hlut-
deild almenns landbúnaðar í
vinnuafli um 5.6% en var um
3,9% árið 1994, samtals um
4.800 ársverk. Þar af eru áætluð
um 1900 ársverk í sauðfjárrækt.
Hins vegar dylst engum hugur að
sauðíjárbændur eru mikilvægur
hlekkur í að halda byggð í dreif-
býli lifandi.
Hugsanlegar úrhætur
Af framansögðu má ljóst vera að
vandi sauðfjárbænda er gífurleg-
ur. Hvað er til ráða? Byggða-
stofnun telur að verðhækkun á
lambakjöti innanlands sé varla
skynsamleg og útflutningur mæti
samkeppni bænda ( V-Evrópu
sem njóti ríkisstyrkja til að geta
keppt við stórbændur í Ástralíu
og á Nýja Sjálandi. Hægt væri að
minnka kostnað með því að efla
og stækka búin. Lágmarks bú-
stærð yrði 600-700 ærgildi. Þá
1983 1985 1987 1989 1991 1993 1995
Hlutdeild kindakjöts á innanlandsmarkaði 1983-1996.
Heimild: Framleiðsluráð landbúnaðarins.
Dagur spurði Ara hvort hann
treysti sér til að fullyrða að Islend-
ingar þyrftu ekki að leggja sér
danskt lambakjöt til munns á
sunnudögum eftir tvo áratugi eða
svo. „Nei, við flytjum út lambalæri
til Dana en ekki öfugt. Hljóðið er
vissulega dökkt í bændum en við
munum halda áfram að sjá íslend-
ingum fyrir góðu kjöti. Eg er hins
vegar ekki viss um Dani. „Og
verða örugglega einhverjir til aó
rækta Ijallalambið íslenska í fram-
tíðinni?“ Já ef þjóðin vill sauðQár-
rækt í landinu. Um það verður að
vera sátt.“
Vítahringiir
kæmi til greina að gera sauðfjár-
búskap að hreinni aukabúgrein.
Oflugt atvinnuþróunarstarf og
bættar samgöngur hafa einhver
áhrif. Auka þarf möguleika
bænda á nýsköpun í dreifbýlinu,
t.d. til menntunar. Að lokum má
benda á að núverandi fram-
leiðslu- og styrkjakerfi er umdeilt.
Til greina kemur að minnka
stuðning fyrst við þá sem stunda
sauðíjárbúskap nánast sem „tóm-
stundagaman1'. Ríkið gæti keypt
beingreiðsluréttinn og úthlutað
til þeirra sem vilja stækka.
Sérstaðan mildlvæg
Ari Teitsson fagnar bættri af-
komu sauðfjárbænda eins og
fram kom í blaðinu í gær en hann
er ósammála því að ekkert annað
komi til greina en að fækka búum
og stækka þau. „Það er nauðsyn-
legt að fullnýta aukna möguleika
sem eru f sjónmáli á erlendum
mörkuðum. Við getum ekki keppt
við ný-sjálenska stórbændur en
við eigum að Ieggja áherslu á sér-
stöðu okkar vöru. Við eigum að
selja okkar afurðir sem sérstak-
Iega vottaða sérvöru og það er
meira en Ný-Sjálendingar geta,
þeir nota t.d. lyfjagjöf í töluverð-
um mæli. Eg er ekki að spá nein-
um uppgripum en ég held því
fram að miklar líkur séu á að
hægt sé að auka tekjur með því að
fullnýta framleiðslutækin. Sauð-
fjárrækt sem aukastarf hentar
mörgum ágætlega.“
Sigurgeir Hreinsson er formaður
Búnaðarsambands Eyjafjarðar og
er með blandað bú, kýr og kindur.
Hann tekur undir þær tillögur að
stuðningur ríkisins ætti einkum
að beinast að stærri sauðfjárbú-
um. „Mér finnst þetta vel koma til
greina þótt þessar hugmyndir
kæmu e.t.v. niður á mínu búi. Það
þarf eitthvað að gera. Vandinn er
fyrst og fremst sá að búin eru of
lítil, samdrátturinn hefur verið
svo mikill á síðustu 15-20 árum
að menn hafa ekki haft undan.
Þetta er líka samfélagslegt mál,“
segir Sigurgeir.
Varðandi fullyrðingu Byggða-
stofnunar um litla framleiðni og
takmarkaða verðmætasköpun í
búgreininni, segir Sigurgeir að
það gefi auga leið að erfiðara sé að
hagræða og skipuleggja framtíð-
ina þegar menn séu,'sífellt á und-
anhaldi. Ekki sé óeðlilegt í ljósi
kringumstæðna að bústærð
Sigurgeir
Hreinsson.
minnki á sama
tíma og bændum
fækki. Bændur eru
iðulega fullorðið
fólk með tiltölu-
lega litla menntun.
Atvinnuástand
hefur verið þannig
að menn hafa ekki
haft að neinu að
hverfa og neyðast
til að éta sínar eignir til að lifa.
Kynslóðaskipti eru lítil og þetta er
því ákveðinn vítahringur. Mér hef-
ur einnig fundist sem stjórnvöld
hafi ekki tekið nægilega af skarið
til að ákveða hvaða sveitir eigi að
Iifa og hvaða sveitir ekki. Það er
allt skárra en að allar sveitirnar
drepist hægt og rólega. Hægt væri
að hugsa sér tiltekin svæði sem
stjórnvöld myndu ákveða að eigi
að vera í byggð en leggja önnur
niður, en þetta er ekki sársauka-
laus aðgerð,“ segir Sigurgeir.
Björn Bjarnason, menntamálaráðherra.
Orða-
bauki
opnaður
Björn Bjarnason, menntamála-
ráðherra, opnar nýjan banka í
dag. Þar er þó enga peninga að
hafa, heldur geymir bankinn
það sem mörgum þykir dýrmæt-
ara en peningar, en það er ís-
Iensk tunga. Orðabankinn nýi
á að safna saman hvers kyns
tækni- og fræðiheitum á ís-
lensku og veita yfírsýn yfir ís-
lenskan orðaforða í sérgreinum
og nýyrði sem eru efst á baugi.
Þar verður að finna íslenskar
þýðingar á erlendum sérfræði-
orðum og hugtökum.
Meðal þeirra efnissviða sem
fínna má í bankanum eru tölvur,
uppeldis- og sálfræði, flug, bílar,
efnafræði og stjörnufræði, en
umfang hans eykst fyrirsjáan-
lega Orðabankinn er á Internet-
inu og veffang hans
http://www.ismal.hi.is/ob/. Að-
gangur verður ókeypis fyrst í
stað.
Það er íslensk málstöð sem
rekur bankann og hún efnir til
málræktarþings í dag á Hótel
Sögu í tilefni dags íslenskrar
tungu. Þar halda þrír valin-
kunnir fræðimenn erindi sem
öll varða með einhverjum hætti
samband íslenskunnar við aðrar
tungur.
ÖGMANNSSTOFA
INGU ÞALLAR
Tilkynning um flutning
í nýtt húsnæði
Lögmannsstofan flytur um eina hæð
og opnar í nýju húsnæði á 2. hæð að
Skipagötu 14, Akureyri, þriðjudaginn
18. nóvember 1997.
Inga Þöll Þórgnýsdóttir,
héraðsdómslögmaður.
Tökum að okkur að
senda matvörur til vina
og ættingja erlendis.
Ath. vegna ESB-reglna
verður sending á ábyrgð
sendanda.
Allar bökunarvörur
á jólatilboði.
Munið
heimsendingarþ j ónustuna.
Tökum vel á móti ykkur.
Starfsfólk B-93
QlœóuUagtvt pcá
Meíén &xx£uóUie
100% u£l U. 41.5CC
Stakvc uMwtjakkwc
tvc. 25A5C
Mcvcauðvc ag came£ Cit
Tíekul ltis
Laugavegi 101 • Sími 562 1510