Dagur - 15.11.1997, Blaðsíða 10

Dagur - 15.11.1997, Blaðsíða 10
10- LAUGARDAGUR 1 S.NÓVEMBER 1997 FRÉTTIR Oxgur Breyting vatnsvega áhálendinu HALLDÓR EYJOÖ’SSON Áhugamadur um umhverfís- og samgöngumál skrifar Tillaga er fram komin um Iínu- stæði milli væntanlegrar Fljóts- dalsvirkjunar og Akureyrar, um Möðrudal vestur í Suðurárbotna með tengistöð við Sprengisands- línu sunnan Svartárkots, þá þvert yfir Bárðardal, upp Litluvallafjall og úteftir því. Þetta línustæði er í andstöðu flestra Bárðdælinga og fleiri, einnig telst það erfitt og umhverfisspillandi, vegagerð mjög dýr og óhagkvæmt vegstæði með tilliti til samgöngubóta, sem ættu þó að falla að línuvegagerð, sérstaklega í óbyggðum. Hagkvæmt línu- og vcgstæði Framtíðarstaðsetning háspennu- línu ásamt tilheyrandi vegagerð (síðar þjóðvegur): Norður um Sprengisand vest- an Fjórðungsöldu, austur yfir Skjálfandafljót um hitalaugar- drag (forn biskupavegur) að Sandmúladalsárdrögum, nv af Þríhyrningi. Þar myndi 3ja línu .tengistöð verða staðsett, þaðan til Fljótsdals um Ódáðahraun sunnan Dyngjuljalla að brú á Jökulsá á Fjöllum, síðan norðan Fögruljalla að væntanlegri stíflu sunnan Kárahnjúka, þá austur á Fljótsdalsheiði að Laugarfelli og þaðan á virkjunarstað í Fljóts- dal.Eyjafjarðarlína frá áður- nefndri línusamtengingarstöð lægi nv yfir Skjálfandafljót að Ytrimosum í Mjóadal, norður eft- ir honum að Klukkufjalli, þar upp á Litluvallafjall, út eftir því og síðar eftir Vallarfjalli að Hellugnúpsskarði en þar er kom- ið að byggðalínu sem liggur greiðustu leið til Akureyrar. Með slfkri samtengingu rafaflsins er sama hvort verksmiðjur rísa aust- an, sunnan eða norðanlands. Sjá meðfylgjandi teikningu. Hálendisvegux, suðux úr Mý- vatnssveit Slóð frá Mývatni suður á Sprengisand vestan eða austan Sellandaljalls um Suðurárbotna eftir vönduðum biskupavegi yfir Suðurárhraun í Breiðadal síðan að Sandmúladalsárupptökum norðvestan Þríhyrnings með tengingu þar við Öskjuslóð F910. Þessi slóð kæmi ferðamönnum verulega til bóta, sérstaklega ef núverandi brú á Skjálfandafljóti yrði flutt á betra brúarstæði, sem er norður við Hraunkvíslar (Stóraflæða). Þá myndi þessi braut auðvelda bændum og Landgræðslunni aðkomu að upp- blásturssvæðum á þessum slóð- um, en þarna er verið að hefta sandfok, sem veldur eyðingu Kráká í vélar Laxárvirkjunar og veldur óeðlilegu sliti á vélbúnaði stöðvanna, einnig spillir um- ræddur foksandur fiskigengd ár- innar, en Þingeyingar hafa lengi barist við sandstorma og land- eyðingu af þeirra völdum. Þórisvatnsmiðlun styrkist verulega I haust lýkur stíflugerð í Þjórsá austan Hofsjökuls og renna þá upptakskvíslar hennar suður Holtamannaafrétt um Kvísla- veituskurði til Þórisvatns, sem er aðal vatnsforðabúr núverandi orkuvera og til framtíðar, einnig stýringu vetrarrennslis til orku- veranna 1999. Vegna breyttra vatnsvega hafa eftirtaldar brýr verið reistar og uppbyggður vegur úr byggð norður að Háumýrum. 1. Yfir Þjórsárskurð við Háu mýrar. 2. Yfir Eyvindarkvíslarskurð. 3. Yfir Stóraversskurð. 4 .Yfir Þórisósskurð (úr Sauða- fellslóni í Þórisvatn). 5. Yfir Vatnsfellsskurði ofan Sigöldulóns. Þörf er á brú yfir Köldukvísl milli Búðarháls og Þóristungna, væri þá vel séð fyrir umferðarþörf afréttarnotenda (Ása og Djúp- hreppinga), og einnig þeirra er hyggja á mannvirkjagerð við Þjórsá norðan Búðarháis, svo og almennum Sprengisandsferðum. Fom biskupavegur aftur í nofkun Slóð var rudd f sumar frá Þjórs- árstíflu við Háumýrar norður eft- ir forna biskupaveginum að vaði á Fjórðungakvísl, þaðan er ágæt slóð að Nýjadal ca. 10 km 1 km vestan vaðsins er Sprengisands- línustæði ásamt kjörnu brúar- stæði. Ætla má að rudd slóð frá Fjórðungakvísl að Fjórðungs- vatni (nálægt línustæðinu) komi næsta sumar og þá fljótlega brú á kvíslina sem yrði framtíðar sam- göngubót á miðhálendinu, svo nefnd Nýjadalsleið (eða ölduleið) og Sprengisandsvegur koma sam- an við Fjórðungsvatn að norðan en að sunnan við Stóraver. Teng- islóðir eru frá Eyvindarkofaveri austur að Kistuöldu og áfram að stíflugerð við Syðri Hágöngu, einnig upp með Fjórðungakvísl að sunnan, að skála F.I. við Nýja- dal. Fyrsta ferð á bH yflr Sprengisand Mjög sterkar líkur eru á því að fyrsta ferð á bíl norður Sprengisand hafi verið farin eftir þessum forna þjóðvegi. Ferðin var farin 14. ágúst 1933. UtreUaiingur á tekjutryggingu lifeyrisþega BRAGI ^ HALLDÓRS- SON Sjálfsbnnjörg Akureyri skrifar Vegna umræðu „Um lífskjör ör- yrkja“ sem fram fór á ráðstefnu Öryrkjabandalags Islands 17. október sl., sem og til upplýsing- ar og eftirfylgni, óskar undirrit- aður að koma á framfæri eftirfar- andi: Með bréfi sínu til Umboðs- manns Alþingis (UA) dags. 31. maí 1996 bar stjórn Sjálfsbjargar, félags fatlaðra á Akureyri og ná- grenni, fram formlega kvörtun vegna ákvæða í reglugerð heil- brigðis- og tryggingamálaráð- herra nr. 485 frá 5. sept. 1995 um útreikning tekjutryggingar hjóna. í bréfinu segir svo m.a.: I 1. og 2. mgr. 17. gr. laga nr. 117/19932, sem fjallar um tekju- tryggingu, segir svo: „Ef aðrar tekjur elli- og örorkulífeyrisþega VÉLBOÐA w iCi Li D W Irn Stærðir: 4 -12 þús. lítra Flotdekk, hæöamælir, vökvadrifið iok á lúgu, Ijósabúnaöur. VÉLBOÐI HF. Sími 565 1800 Hafnarfiröi. Mjöggott verð og greiðslukjör við aiira hæfi. en bætur almannatrygginga, bæt- ur samkvæmt lögum um félags- lega aðstoð og húsaleigubætur samkvæmt lögum nr. 100/1994 fara ekki fram úr 217.319 kr. á ári skal greiða uppbót á lífeyri hans að upphæð 295.260 kr. á ári, o.s.frv.“ I 18. gr. sömu laga er síðan kveðið á um frekari skilyrði fyrir hækkun bóta samkvæmt 17. gr. og m.a. kveðið á um að frekari skilyrði fyrir hækkun bóta sam- kvæmt 17. gr. skuli breytt með reglugerð 1. sept. árlega, og að ráðherra sé heimilt að ákvarða með reglugerð að aðrar tekjufjár- hæðir skv. 17. gr. gildi um lífeyri úr lífeyrissjóðum og tekjur skv. 3. tölul. C-liðar 7. gr. laga nr. 75/1981. 18. greinin segir því mjög skil- merkilega til um hveiju ráðherra skuli breyta árlega, og einnig hvaða heimildir hann hefur til annarra frávika frá skilyrtum ákvæðum 17. greinarinnar með reglugerðarútgáfu. Með reglugerð nr 485 frá 5. sept. 1995 hafa hins vegar verið sett inn ákvæði sem hvergi eiga sér lagastoð, þar sem í 4. gr. 1. mgr. reglugerðarinnar hefur ver- ið sett inn svohljóðandi ákvæði: „Hjónum sem bæði njóta elli- eða örorkulífeyris, en hafa sam- eiginlega aðrar tekjur en bætur almannatrygginga sem fara ekki fram úr 304.246 kr. á ári, skal greiða uppbót sem nemur tvö- faldri tekjutryggingu einstaklings eftir því sem við á,“ og síðan í 2. mgr. reglugerðarinnar: „Nú nýtur aðeins annað hjóna elli- eða ör- orkulífeyris, en hitt ekki, og skal þá helmingur samanlagðra tekna þeirra teljast tekjur lífeyrisþegans og að öðru leyti farið með uppbót hans sem tekjutryggingu einstak- linga.“ Samkvæmt 17. gr. laga nr. 117/1993 kemur það skilyrt fram að bætur þessar eru einstaklings- bætur og skal grunn-frítekjumark hvers einstaklings vera 217.319 kr. og hjóna því 434.638 kr. á ári. Einnig kemur þar skýrt fram að frítekjumarkið skal miða við aðr- ar tekjur Iífeyrisþegans sjálfs og því óheimilt að deila tekjum milli hjóna sem bæði njóta lífeyr- islauna. Þá kemur það einnig skýrt Þaö er nú von Sjálfs- bjargar, aðumboðs- maður Alþingis sjái sér fært að ljúka álitsgerð sinni í mál- inu sem allra fyrst eftir lokafrestinn, þannig að botn fáist í þessa deilu. fram að hvergi í þessari lagagrein er heimild til að gera aðila, sem nýtur Iífeyrislauna vegna elli eða örorku, upp tekjur, með því að flytja helming tekna maka hans eða sambúa yfir á hann. Tilvitnaðar greinar reglugerð- arinnar eiga sér ekki lagastoð, þær brjóta skilyrt ákvæði Iag- anna, breyta ákvæðum þeirra og taka til baka, og eða, rýra skilyrt ákvæði löggjafans um rétt lífeyr- isþegans. Reglugerð á ekki að breyta lagaákvæðum. (Ath. innskot: fjárhæðir eru ekki færðar til dagsins í dag, október 1997). Undirritaður gerði kvörtun til yðar vegna sama máls með bréfi 8. ágúst 1988 og vísast hér með til þess, mál 26/1988, en málið grundvallaðist á eldri lögum og reglugerðum. Við vísum til niðurlags yðar í því máli og þess að nú hafa verið samþþykkt ný lög, þar sem, eins og að framan greinir, er skýrt af- markað hveiju skuli árlega breyta með reglugerð og hvaða heimild- ir ráðherra að öðru leyti hefur til takmörkunar á framkvæmd varð- andi tekjutryggingu. Bréf okkar framsendi umboðs- maður Alþingis (U.A.) 12. júní til ráðherra með óskum um andsvör sem loksins bárust 2. desember eftir margar ítrekanir. Við gerð- um athugasemdir, sem U.A. sendi ráðherra með bréfi 6. maí 1997, ásamt frekari óskum sín- um um upplýsingar eða skýringa. Hófst nú sama biðin, og þrátt fyrir margar ítrekaðar óskir okkar og síðan U.A. um svör, þá höfðu engin svör borist um miðjan september, en þann 16. kom bréf til andsvara, með þeirri takmörk- un, að verið gæti að Iögfræðideild ráðuneytisins óskaði annarrar framsetningar síðar. Málin standa nú þannig að U.A. hafnaði því með bréfi 15. október sl. að hægt væri að svara erindum hans með fyrrgreindum takmörkunum um síðari tíma svör og gaf heilbrigðis- og trygg- ingaráðuneytinu lokafrest til andsvara í máli þessu til 15. nóv- ember nk. Það er nú von Sjálfsbjargar, þar sem þetta mál hefur verið allt of lengi í farvatninu vegna tregðu stjórnsýslunnar til andsvara, að umboðsmaður Alþingis sjái sér fært að ljúka álitsgerð sinni í málinu sem allra fyrst eftir loka- frestinn, þannig að botn fáist í þessa deilu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.