Dagur - 15.11.1997, Blaðsíða 2
2 -LAUGARDAGUR 1 S . NÓVEMBF. R 1997
FRÉTTIR
lyagur
Guðmundur Karl Jónsson, aðstoðarforstjóri Lenka, er bjartsýnn á framleiðslu á gvervisnjó. Athuganir á veðurfari frá árinu 1993-1996 í Breiðholti í
Reykjavfk sýna að hægt er að framleiða gervisjó að meðaltali 700 klukkustundir á ári. Það gæti þýtt að að tímabilið næði frá nóvember og fram i maí.
G ervisnj ór í Breið-
holti og Hlíöíirfjalli?
Gervisnjór framtíðin í ís-
lenskum skíðabrekkum?
Kostnaður töluverður, en
vertíðin myndi lengjast
verulega...
Skíðatímabilið á íslandi gæti lengst um
þrjá mánuði ef Islendingar myndu
fylgja fordæmi fjölmargra annarra
þjóða og framleiða gervisnjó. Þetta er
mat Guðmundar Karls Jónssonar, að-
stoðarforstjóra Lenko, sænsks fyrir-
tækis sem rekur starfsemi sína víða um
heim. Guðmundur Karl sér um dagleg-
an rekstur fyrirtækisins í Bandaríkjun-
um. “Möguleikarnir eru mjög miklir á
Islandi, en þetta er alltaf spurning um
kostnað. Við erum að tala um uppi-
stöðulón, vatnslagnir og snjóbyssu sem
sett er í brekkuna," segir Guðmundur
Karl.
Töluverðux kostnaður
Tilraunir með gervisnjó fóru fram fyrir
um 25 árum og þá gekk ekki allt of vel,
enda þreifuðu menn sig áfram með allt
of heitu vatni að sögn Guðmundar.
Miklar framfarir hafa orðið síðan þá
og nefnir hann Akureyri, ísafjörð og
Reykjavík sem kjörsvæði. Guðmundur
hefur ekki nákvæma kostnaðaráætlun
á takteinum en nefnir sem dæmi að
snjóbyssa gæti kostað um 3 milljónir,
dæla um 5 milljónir og lagnir 2 millj-
ónir. Þá er annar kostnaður við uppi-
stöðulón ónefndur.
Framleiðsla 700 stuudir á ári
Akveðin veðurfarsleg skilyrði þurfa að
vera fyrir hendi til að hægt sé að búa til
gervisnjó og er sérstök formúla notuð
milli hitastigs og rakastigs sem kallast
blautstig. „Ef rakastig er mjög lágt,
segjum 30%, þá er blautstigið a.m.k.
fjórum fimm gráðum fyrir neðan hita-
stigið. Ef rakinn er lítill er hægt að búa
til snjó í t.d. 4-5 stiga hita. Athuganir á
veðurfari frá árinu 1993-1996 í Breið-
holti í Reykjavík sýna að hægt er að
framleiða gervisnjó að meðaltali 700
klukkustundir á ári. Það gæti þýtt að
að tímabilið næði frá nóvember og
fram í maí. Við erum að tala um þriggja
mánaða viðbót frá því sem nú er eða
jafnvel meira.“
Akureyri ríöi á vaðið
Guðmundur hefur kynnt þessa mögu-
Ieika á ráðstefnu sem nú stendur yfir
um vetraríþróttir á Akureyri. Viðbrögð
manna hafa verið jákvæð að hans sögn,
en engir samningar enn í hendi. Að-
spurður telur Guðmundur að kjörið
væri fyrir Vetrarmiðstöðina á Akureyri
að ríða á vaðið, enda myndu íbúar úr
nágrannabyggðalögum s.s. Dalvík hóp-
ast til bæjarins á „snjólausum" tíma.
- BÞ
Gárungar í heita
pottinum
skemmtu sér yfir
íyrirsögn og frétt-
um í Degi í gær. í
miðopnu blaðsins var frétt af dómum í fíkni-
efnamálum, en þar kom fram að einn sakbom-
inga hefði fengið „fjögurra ára dóm með hlið-
sjón af því að hann var starfsmaður Pósts og
síma hf.“ Á forsíðu mátti síðan lesa í íyrirsögn
að forsvarsmenn Pósts og súna hefðu „miklar
áhyggjur af ímyndinni". Skyldi engan undra,
sögðu pottverjar, þegar þeir höfðu sett þetta í
rétt samhengi.
Prófkjörsreglur R-listans hafa
verið mikið ræddar í pottinum.
Þar er fullyrt að fyrir nokkmm
vikum eða mánuðum hefði verið
útilokað að tíilaga inn að kjósa
flokka, en ekki bara fólk, liefði
fengist samþykkt innan listans. sigrún Magnús-
Fullyrt er að gcngdarlausar uin- dóttir.
ræður um samstarf A-flokka í
sveitarstjómum og á landsvisu, hafi hrakið
framsóknarmenn út í hom. Þeir hafi þvi lagt of-
uráherslu á að í prófkjöiinu kæmi skýrt fram að
R-listínn væri kosnhigabandalag 4 flokka, en
alls engin samsuða félagshyggjuflokka og Fram-
sóknarflokkurinn í Reykjavlk væri tíl.
En það er víðar en í Reykjavík
sein framboðsinálin eru í
hrennidepli og mikið er spáð í
spilin á Akureyri. Fyrir liggur
að miklar mannahreytingar
verða með tilkomu Akureyrar-
listans cn úr herbúðum fram-
sóknar hefur það heyrst að allir
þeir sem skipuðu efstu sætí list-
ans síðast, með Jakob Bjömsson bæjarstjóra í
broddi fylMngar, muni sækjast eftir þeim
áfram..
Jakob
Björnsson.
Línuritin sýna
ijögurra daga
veðurhorfur á
hveijum stað.
Línan sýnir
hitastig, súluritið
12 tíma úrkomu
en vindáttir og
vindstig em
tilgreind íyrir
neðan.
Austlæg átt, all-
hvöss eða hvöss
vestan til en
hægari um Iandið
austanvert, rign-
ing og hiti 2 til 7
stig á morgun.
Færð á vegiun
Allar aðalleiðir eru færar en töluverð hálka á heiðum.
Jafnframt eru víða hálkublettir á láglendi.
I