Dagur - 15.11.1997, Blaðsíða 11

Dagur - 15.11.1997, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR ÍS.NÓVEMBER 1997 - 11 T^tr i7tfT fxrna r MHKBBR i m rrr T T} ^ 11/ lY JU lu 1\ U Ix JLl X X X Xi Á Saddam Hussein telur sig hafa engu að tapa með því aö óhlýðnast Bandaríkjunum. Arabar hvetja til varfæmi Margir Arabar segja að árásir á írak myndu jafnvel styrkja stöðu Saddams Hussein. Réttara vaeri, að mati Araba, að Bandaríkin reyndu allar mögu- legar diplómatískar leiðir til þess að losna út úr því ástandi sem myndaðist við það að Irakar neit- uðu Bandaríkjamönnum þátt- töku í vopnaeftirliti Sameinuðu þjóðanna í Irak. Sumir arabískir embættismenn telja að það geti haft þveröfug áhrif þegar Banda- ríkjamenn eru að gefa í skyn að markmiðið sé að koma Saddam Hussein frá völdum, því þar með telji hann sig ekki hafa neinu að tapa með því að brjóta gegn ályktunum SÞ. „Irösk stjórnvöld virðast þeirr- ar skoðunar að hvað svo sem þau geri muni Bandaríkin alltaf beina spjótum sínum að þeim,“ sagði Osama Baz, stjórnmálaráðgjafi Hosni Mubaraks, forseta Egypta- lands. „Þeir segja því sem svo: Ef markmiðið er að kollvarpa okkur, þá værum við snarvitlausir að sýna þessum áformum nokkra samvinnu framar." Skiluingsleysi Bandarfkj auianna Baz sagði að Bandaríkin geti kippt fótunum að einhverju leyti undan þessum röksemdum með því að „gefa í skyn að markmiðið sé ekki að kollvarpa stjórninni heldur að sannfæra hana um að breyta stefnu sinni í ákveðnum máíurn." Þrátt fyrir að sum Arabaríki, svo sem Egyptaland og Sjrland, hafi stutt árásirnar á Irak árið 1991 í þvf skyni að hrekja Iraka frá Kúveit, þá eru Arabar í vax- andi mæli ósáttir við hve Banda- ríkjamenn hafa sýnt lítinn áhuga og skilning á þjáningum Iraka vegna alþjóðlega viðskiptabanns- ins sem sett var á landið fáum dögum eftir innrás Iraka í Kúveit árið 1990. Og þeir eru einnig vantrúaðir á fullyrðingar Banda- ríkjamanna um að enn stafi ná- grannaríkjum íraks veruleg hern- aðarleg hætta af Saddam Hussein og veldi hans. Leiðtogar Araba eru auk þess tregir til að ganga gegn almenn- ingsálitinu, ekki síst með hlið- sjón af þeim ógöngum sem frið- arferlið fyrir botni Miðjarðar- hafsins er komið í, en þeir kenna Bandaríkjunum að hluta til um að svo sé komið vegna tregðu þeirra til að beita þrýstingi á Benjamin Netanjahu, forsætis- ráðherra Israels. Sekir uni tvofeldni „Margir í Arabaheiminum telja að Bandaríkin séu ekki í neinni alvöru að reyna að sannfæra Israelsstjórn um að framfylgja skuldbindingum sínum gagnvart Palestínumönnum, en um leið eru þeir með aðra stefnu gagn- vart Arabaríkjum, og líða þeim engin frávik frá tilskipunum sín- um,“ segir Baz. „Bandaríkin eru þannig talin sek um tvöfeldni." Sumir embættismenn í Arabaríkjum hafa þó gefið í skyn að þótt opinberar yfirlýsingar þeirra virðist vera hliðhollar írak, þá væru leiðtogar í Persaflóaríkj- unum dauðfegnir að losna við Saddam Hussein, sem þeir telja stofna stöðugleika svæðisins í mikla hættu. En nokkuð ljóst þykir að ef rík- isstjórn Bandaríkjanna hyggst grípa til hervalds í ágreiningi sín- um við Saddam, eins og gerst hefur áður, þá yrði það í þetta sinn án nokkurs stuðnings frá Arabaríkjum á borð við Egypta- Iand, Jórdaníu og Saudi-Arabíu, sem annars hafa verið heldur vinveitt Bandaríkjunum. -The Washington Post HEIMURINN Ekkert lát á ftóðuinini SÓMALÍA - Starfsmenn hjálparstofnana telja að flóðin í Sómalíu muni kosta yfir 1000 manns lífið, en í gær var tala látinna komin hátt í 600. Gífurleg flóð hafa verið undanfarna daga í Júbadalnum, einu frjósamasta héraði landsins, og sums staðar hefur fólk þurft að ldífa upp í hæstu tré og setið þar fast í nærri viku. Leiðtogar stríðandi afla í landinu hafa beðið erlend ríki og hjálparstofnanir um aðstoð, en nokkur tregða er til þess vegna þeirrar útreiðar sem bandarískir her- menn fengu þar árið 1995. Áttu uppbyggilegan fund BRETLAND - Benjamin Netanjahu, forsætisráðherra Israels, átti í gær fund með Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands. Sagði Blair fundinn hafa verið vinsamlegan og uppbyggilegan. Á fundinum lýsti Blair yfir áhyggjum sínum af þvi sem væri að gerast í friðarferli Isra- els og Palestínumanna, en Netanjahu útskýrði á móti eínlægan frið- arvilja sinn og sagði Israelsmenn hafa staðið við Oslóarsamningana í einu og öllu. Sleppa við nýju stafsetnmguna ÞÝSKALAND - Dómstóll í Berlín hefur fallist á kröfur frá fertugum föður sem vildi ekki sætta sig \áð nýju réttritunarlögin í Þýskalandi, sem verið hafa mjög umdeild, og þurfa börn hans því ekki að fara eft- ir nýju stafsetningarreglunum í skólanum - a.m.k. ekki á meðan mál- ið hefur ekki farið fyrir Hæstarétt. Borgaryfirvöld í Berlín hafa sagst ætla að áfrýja málinu. Skólaskrifstofa Hafnarfjarðar Kennarar - Kennarar Kennara vantar nú þegar vegna forfalla við Hvaleyrarskóla í Hafnarfirði. Um er að ræða almenna kennslu. Upplýsingar gefur skólastjóri, Helga Friðfinnsdóttir í síma 565 0200. Skólafulltrúinn í Hafnarfirði. Deildarfundir KEA haustið 1997 Fnjóskdæladeild Miðvikudagur 19. nóv. kl. 14 á lllugastöðum Glæsibæjar-, Skriðu- og Öxndæladeildir Miðvikudagur 19. nóv. kl. 20.30 á Melum Arnarnesdeild og Árskógsdeild Mánudagur 24. nóv. kl. 14 í Árskógi Dalvíkurdeild og Svarfdæladeild Mánudagur 24. nóv. kl. 20.30 í Víkurröst Grímseyjardeild Þriðjudagur 25. nóv. kl. 17 í félagsheimilinu Ólafsfjarðardeild Þriðjudagur 25. nóv. kl. 20.30 á Hótel Ólafsfirði Hrafnagilds-, Saurbæjar- og Öngulsstaðadeildir Miðvikudagur 26. nóv. kl. 20.30 í Sólgarði Siglufjarðardeild Miðvikudagur 26. nóv. kl. 20.30 í Lionssalnum við Suðurgötu 4 Strandardeild Fimmtudagur 27. nóv. kl. 13.30 í Ráðhúsinu Hríseyjardeild Fimmtudagur 27. nóv. kl. 20 í Kaffistofu Snæfells hf. Höfðhverfingadeild Þriðjudagur 2. desember kl. 20.30 í Samkomuhúsnæðinu í Barnaskólanum Félagsmenn eru hvattir til að fjölmenna á deildarfundina. Kaupfélag Eyfirðinga. Kosningar Kosningar um sameiningu Staðarhrepps, Fremri-Torfustaða- hrepps, Ytri-Torfustaðahrepps, Hvammstangahrepps, Kirkjuhvammshrepps, Þverárhrepps og Þorkelshólshrepps í Vestur-Húnavatnssýslu Kosið verður um sameiningu allra sveitarfélaga í Vestur-Húnavatnssýslu laugardaginn 29. nóvember 1997. Á kjörskrá skulu þeir vera sem eru með lögheimili samkvæmt þjóðskrá í viðkomandi sveitarfélagi í Vestur-Húnavatnssýslu, fimm vikum fyrir kjördag sbr. 19. gr. I. nr. 8/1986. Kjörskrár munu liggja frammi á skrifstofum hreppanna eða hjá oddvitum, nema annað verði auglýst, eigi síðar en 18. nóvember 1997. Vegna þessara kosninga mun utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefjast föstudaginn 31. október 1997 og Ijúka 29. nóvember 1997. Hægt er að kjósa utan kjörfundar á skrifstofum sýslumanna og umboðsmanna þeirra um land allt. Þeir sem samþykkja tillöguna skrifa „Já“ á at- kvæðaseðilinn, en þeir sem ekki samþykkja til- löguna skrifi „Nei“ á atkvæðaseðilinn. Framkvæmdanefnd um sameiningu sveitarfélaga í Vestur-Húnavatnssýslu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.