Dagur - 15.11.1997, Blaðsíða 4
4- LAUGARDAGUR 1 5 . NÓVEMBE R 1997
FRÉTTIR
Iþrótta- og tómstundabraut við HA
Eiríkur Björn Björgvinsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi Akureyrar,
hefur verið tilnefndur af hálfu Akureyrarbæjar í þriggja manna vinnu-
hóp sem kanna á möguleika á íþrótta- og tómstundabraut við kenn-
aradeild Háskólans á Akureyri. Vinnuhópurinn á að móta tillögur um
uppbyggingu hennar og námsskipulag.
Ritun sögu Akureyrar haldið áfram
Jóni Hjaltasyni sagnfræðingi hefur verið falið að halda áfram ritun
sögu Akureyrar, en áður hafa komið út tvö bindi. Jón Hjaltason vinn-
ur einnig að ritun sögu Skautafélags Akureyrar, sem nýverið hélt upp
á 60 ára afmæli félagsins með viðhöfn og heiðraði marga af máttar-
stólpum þess gegnum tíðina. Aformað er að saga Skautafélags Akur-
eyrar komi út í febrúarmánuði á næsta ári.
Karlakór Akureyrar - Geysir.
Kaxlakórssöngur á sunnudag
Karlakór Akureyrar-Geysir verður með hausttónlelka í félagsheimili
kórsins, Lóni, á sunnudag klukkan 16.00. Á fjölbreyttri efnisskrá er
m.a. vínartónlist, valsar og polkar ásamt íslenskum og erlendum
karlakórslögum. Aðgangseyrir ætti ekki að fæla fólk frá, eða aðeins
500 krónur. Kórinn er nýkominn úr söngferð til Grundarfjarðar og
Stykkishólms.
Tjaldsvæði bæjarins í umsjón skáta
Bæjarráð Akureyrar hefur lagt til að haldið verði áfram uppbyggingu
tjaldsvæða að Hömrum í tengslum við útilífsmiðstöð skáta. Jafnframt
hefur bæjarverkfræðingi verið falið að ganga til samninga við Skáta-
félagið Klakk um rekstur tjaldsvæðisins við Þórunnarstræti og vænt-
anlegra tjaldsvæða að Hömrum. Skátafélagið Klakkur hefur einnig
lagt fram umsókn um tveggja milljón króna styrk til byggingar útilífs-
skála í Vaðlaheiði en félagið fékk fyrr á þessu ári einnar milljón króna
styrk frá íþrótta- og tómstundaráði til verkefnisins. — GG
Nýr svæðisstióri
Sigurður Bjarnason nefur verið
ráðinn svæðisstjóri Olíufélagsins
hf. ESSO á Norðurlandi. Hann er
vélstjóri að mennt og hefur undan-
farin ár verið vélstjóri á skipum
Samheija hf. Sigurður mun hefja
störf 1. desember næstkomandi.
Meginhlutverk svæðisstjóra er að
fylgja eftir markaðssetningu ESSO
á eldsneyti, smurolíum og rekstrar-
vörum, í sínum landshluta, í náinni
samvinnu við aðrar söludeildir.
Svæðisstjóri er aðaltengiliður Olíu-
félagsins hf. við umboðsmenn og
stærstu viðskiptaaðila á svæðinu.
Sigurður býr með Maríu Egils-
dóttur hjúkrunarfræðingi og eiga
þau tvö böm.
JllL tsssaaasí etmssssa> iir Sbmlðii Opinn fundur
með félagsmálaráðherra
Stóriðjuframkvæmdir og atvinnuleyfi útlendinga, þriöjudaginn
18. nóv. kl. 18 til 19.1.5 að Suðurlandsbraut 30.
Erindi:
Eru Samiðnarfélögin á móti atvinnuleyfum útlendinga?
Örn Friðriksson, formaður Samiðnar Stefna og áherslur í veitingu atvinnuleyfa Páll Pétursson, félagsmálaráöherra Fyrirspurnir að loknum framsöguerindum
Nánari upplýsingar í síma 533.6000
Samiðn, samband iðnfélaga
Bankaþjómistan er
27.000 á fjölskyldu
Meðalfjölskyldan
borgar orðið 27 þús-
und kr. fyrir fjármála-
þjóiiustu, fyrir utan
vextina, aðallega
bankakostnað vegna
tékka, korta, tilkynn-
inga og svo framvegis.
„Fjármálaþjónusta" sem sérstak-
ur útgjaldaliður kom fyrst inn í
vísitölu neysluverðs eftir síðustu
neyslukönnun Hagstofunnar,
1995. Niðurstaðan var rúmlega
27.000 kr. á nýju vísitölufjöl-
skylduna (2,8 manns), sem er
t.d. svipuð upphæð og sama fjöl-
skylda eyðir í skófatnað, eða allir
rafmagnsreikningar sömu heim-
ila (til annars en húshitunar).
Vakin skal athygli á að enginn
vaxtakostnaður er talinn til
gjalda vegna fjármálaþjónustu.
Dýrt að nota kort og tékka
Samkvæmt upplýsingum Hag-
stofunnar er bróðurparturinn,
eða um um 2/3 upphæðarinnar,
bankakostnaður og gjöld vegna
greiðslukorta: Fyrst og fremst
árgjöld af kerditkortum, gjöld og
færslukostnaður vegna debet-
kortanna og tékkheftanna og út-
tektargjöld af tékkareikningum
og svo framvegis. Þar við bætast
svo lántökugjöld bankanna, til-
kynningagjöld, innheimtugjöld
og vanskilakostnaður (þ.e. annar
en vextir). Opinber gjöld vegna
fjármálaþjónustu eru síðan um
þriðjungur heildarkostnaðarins;
aðallega stimpilgjöld, þinglýsing-
ar og veðbókarvottorð.
Banka/kortakostnaður
1.700 milljónir
Heildarútgjöld heimilanna vegna
þessarar fjármálaþjónustu eru
miðað við framangreindar tölur
kringum 2.600 milljónir króna á
ári, hvar af um 1.700 milljónir
eru plastkorta- og bankakostnað-
ur. Þessi útgjöld komu fyrst inn í
vísitölugrunninn sem sérstakur
liður eftir síðustu neyslukönnun
Hagstofunnar árið 1995. Enda
töluvert af þessum gjöldum ný-
lega tilkominn, t.d. debetkortin
og úttektargjöldin. Þátttakendur
í neyslukönnuninni voru beðnir
um nákvæma sundurliðun á út-
gjöldum vegna fjármálaþjónustu.
- HEI
EigiitQárstaða Krossaness
styrkst um 258 prósent
Rekstur Krossaness
hf. skilaði 85 miUj-
óna króna bagnaði
fyrstn 9 mánuði árs-
ins, sem er nokkuð
lakari afkoma en á
sama tima 1996, á
besta rekstrarári fé-
lagsins.
Rekstrartekjurnar námu 686,3
milljónum króna á fyrstu 9 mán-
uðum ársins en rekstrargjöld
511,5 milljónum króna og hagn-
aður fyrir afskriftir og íjármagns-
gjöld 174 milljónum króna.
Skattgreiðslur eru áætlaðar 23
milljónir króna, eða sexfalt hærri
en á sama tíma í fyrra, sem staf-
ar af því að félagið hefur fullnýtt
yfirfæranlegt rekstrartap fyrri ára
til lækkunar skattgreiðslna. Gert
er ráð fyrir nokkrum hagnaði í
árslok.
Á tímabilinu tóku verksmiðjur
félagsins í Krossanesi og Ólafs-
firði á móti 62 þúsund tonnum
af hráefni til vinnslu sem er Iið-
lega 11 þúsund tonnum minna
en á sama tímabili í fyrra, en þá
var eingöngu rekin verksmiðjan
á Akureyri. Þar af er um 5 þús-
und tonnum minna af síld, sem
er afleiðing af umdeildu fyrir-
komulagi veiðanna.
Hagnaður upp á rúmar 85
milljónir króna er prýðileg niður-
staða enda samsvarar hagnaður-
inn rúmum 12% af tekjum fyrir-
tækisins á þessu tímabili og
framlegð um 16% af veltu. Á
þriðja tug milljóna hefur verið
varið til viðhaldsverkefna eins og
gert var ráð fyrir í uppbyggingar-
áætlun fyrirtækisins og fjárfest
hefur verið í vélum, tækjum og
mannvirkjum.
Eiginljárstaða Krossaness hf.
hefur styrkst jafnt og þétt síð-
ustu árin og ber vott um trausta
íjárhagsstöðu félagsins. Eigið fé
nam í árslok 1995 um 179 millj-
ónum króna en var 462 milljónir
króna í lok septembermánaðar
sl. Það hefur því aukist um
258%. Eiginljárhlutfallið hækk-
aði á sama tíma úr 37,6% í
59,8%. — gg