Dagur - 15.11.1997, Blaðsíða 12

Dagur - 15.11.1997, Blaðsíða 12
12- LAUGARDAGUR 1S. NÓVEMBER 1997 Dítgur Framhaldsskólinn á Húsavík Innritun nemenda á vorönn 1998 stendur yfir og lýkur 10. desember nk. Athygli er vakin á því að laus pláss eru á heimavist. Innritun fer fram á skrifstofu skólans alla virka daga til kl. 17. Nánari upplýsingar veitir áfangastjóri í síma 464 2185. Skólameistari. AKUREYRARBÆR Búsetu og öldrunardeild Hjúkrunarheimilið Hlíð Hjúkrunarfræðingur óskast tli starfa um áramót eða eftir samkomulagi. Um er að ræða hlutastörf á nætur-, kvöld- og helgarvöktum. Laun skv. kjarasamningi Fél. ísl. Hjúkrunarfræðinga og Akureyrarbæjar. Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í síma 462 7930. Einnig veitir starfsmannadeild Akureyrarbæjar upplýsingar í síma 462 1000. Umsóknareyðublöð fást í starfsmannadeild Akureyrarbæj- ar, Geislagötu 9, og þeim á að skila á sama stað. Umsóknarfrestur er til 28. nóvember 1997. Starfsmannastjóri. JERRY FLETCER SÉR SAMSÆRI í HVERJU H0RNI. EIN KENNINCA HANS REYNIST HINSVECAR SÖNN. JERRY VEIT BARA EKKI HVER ÞEIRRA ÞAÐ ER. 0G NÚ ER SETIÐ UM LÍF HANS. MEL CIBS0N & JULIA R0PERTS Iji rdrbií U HTTP://WWW.NET. is/borgarbió ÍÞRÓTTIR Torrey sigurvegari UndanúrslitaleiMmir í eggjabikariiuin voru spennandi í meira lagi. KeflvíMngar sigruðu KR-inga í 10. leiknum af síðustu 11 leikjum og Tindastóll kom verulega á óvart með góðum sigri á UMFN í frábærum leik. Það verða Tindstóll og Keflavík sem leika til úrslita um Eggja- bikarinn í dag kl. 15:00. Kefl- víkingar sigruðu arfaslaka KR- inga, að venju, nokkuð auðveld- lega með 90 stigum gegn 80. Sá sigur hefði getað orðið mun stærri ef ekki hefði verið fyrir ein- staklingsframtak Hermanns Haukssonar og Nökkva Más Jónssonar, er hann kom inn á í síðari hálfleik. Leikur Vesturbæj- arliðsins var ráðleysislegur og KR-ingar voru ekki hressir eftir leikinn við Keflavík í undanúr- slitum Eggjabikarsins. Liðið lék mjög illa og óskipulega í þeim leik og manna slakastur var Bandaríkjamaðurinn Kevin Tuckson. Sá er mjög einhæfur Ieikmaður og gagnast liðinu Iít- ið. Dagur hefur heimildir fyrir því að KR-ingar Iosi sig við Tuckson í vikunni. Eftir því sem Dagur kemst næst vilja KR-ing- ar fá góðan leikstjórnanda í sfn- Keflvíkingar sigruðu KR í undanúrslitum Eggjabikarsins. nánast vonlaus allan tímann. Einkum tók það KR langan tíma að finna ráð við svæðisvöm Kefl- víkinga og þegar Ósvaldi Knútsen hafði tekist það var honum um- ar raðir enda hefur miðherjinn ungi, Baldur Ólafsson, leikið mun betur en Tuckson þessar fáu mfnútur sem hann hefur fengið í hverjum leik og því Iítil þörf fyrir bandarískan miðherja. Baldur og Nökkvi eru einfærir um að Ieysa verkefni fjarkans og fimmunnar. Hrannar Hólm, þjálfari KR-inga, getur óhikað tekið meiri áhættu í innáskipt- ingum sínum með þann mann- skap sem hann hefur. — GÞÖ svifalaust skipt út af. Af hverju!? Leikur Tindastóls og Njarðvík- inga var eins og leikir geta orðið skemmtilegastir. Frábær leikur. Torrey John gladdi augað og ekki síður að nú loks sýndi Teitur Ör- Iygsson hvers hann er megnugur. Haldi Teitur áfram á sömu braut og á fimmtudaginn er Friðrik Ingi í góðum málum með lið sitt. Góð- ur sprettur Teits dugði þó ekki UMFN til sigurs því senuþjófur kvöldsins, Torrey John, skoraði „aðeins“ 50 stig fyrir Stólana, stal 11 boltum og skoraði úr 9 af 19 þriggja stiga skotum sínum. Það, ásamt klaufalegum Ieikbrotum reynslumestu Njarðvíkinganna, lagði grunninn af góðum sigri Skagfirðinganna sem skoruðu 102 stig gegn 90 í framlengdum leik. Það má búast við fjörugum Ieik í dag þegar Stólarnir mæta Kefl- víkingum. Bæði liðin leika íjöl- breyttan sóknarleik og hafa Ieik- menn sem hrífa áhorfendur. Menn ættu því að Ieggja leið sína í HöIIina í dag. Þar verður enginn svikinn. — GÞö IJTLÖND Atkmson rádinn til Sheffíeld Enska úrvalsdeildarliðið Sheffi- eld Wednesday skýrði frá því í gærdag að félagið hefði ráðið Ron Atkinson sem framkvæmda- stjóra, í stað David Pleat sem rekinn var fyrir tíu dögum. Atkin- son, sem var stjóri Sheffieldliðs- ins á árunum 1991-4 mun stjórna liðinu til Ioka tímabilsins og fá tíu milljónir punda til kaupa á Ieikmönnum, Danny Wilson, framkvæmdastjóri Barnsley og fyrrum leikmaður Sheff. Wed., var efstur á óskalist- anum hjá Sheffieldmönnum og ekki er ólíklegt að honum verði boðin staðan næsta sumar. ítölsk fíð í efstu sætum Juventus er enn með sterkasta fé- lagslið heims, samkvæmt nýút- gefnum Iista evrópskra knatt- spyrnutölfræðinga, en spánska liðið Barcelona hrapaði úr þriðja sætinu og niður í það tólfta. Fjög- ur ítölsk lið eru á meðal þeirra fimm efstu. Juventus hefur 110.09 stig, Inter Milan 106.30, Parma 95.49 og Roma 87.34. Hollenska liðið Ajax er í fjórða sæti listans með 92.36 stig. Lið frá Bretlandseyjum eru ekki ofar- Iega á lista. Man. Utd. í 17. sæti og Glasgow Rangers í því 18. Góðar fréttir á Highbury Enska úrvalsdeildarfélagið Arsenal fékk góðar fréttir í vik- unni, þegár í Ijós kom að hvorki Tony Adams né Patrick Viera þyrftu að gangast undir upp- skurð. Adams sem meiddist á ökkla getur jafnvel leikið með Arsenal í næsta Ieik, en Viera verður líklega frá í 3-6 vikur og mun missa af leikjum gegn Sheff. Wed., Liverpool, Newcastle og Blackburn. Talið er að Viera, sem reyndar hefur átt við meiðsl að stríða á undanförn- um vikum, hafi teygt á liðbönd- um í hné þegar hann fagnaði marki sínu gegn Man. Utd. sl. sunnudag. — FE jfe ÞROSKAHJÁLP Á NORÐURLANDi EYSTRA Félagsfundur verður miðvikudaginn 19. nóv. kl. 20.30 í Kaupangi v/Mýrarveg. Þroskahjálp á Norðurlandi eystra Aftureldtng gegn Runar Gunnar Andrésson, miðjumaður Aftureldingar, leikur með liðinu eftir þriggja vikna hlé á sunnu- dagskvöldið kl. 20, þegar liðið leikur síðari leik sinn gegn norska liðinu Runar frá Sandefjord í Borgakeppni Evr- ópu í handknattleik. Þá hefur Þorkell Guðbrandsson náð sér af meiðslum og hann verður í liði Mosfellinga, sem þurfa að vinna upp fimm marka tap, 30:25, frá fyrri leiknum ytra. „Runar er með gífurlega sterkt hraðaupphlaupslið, en ef við náum að halda þeim í skefjum og fáum góðan stuðning frá áhorf- endum, þá eigum við mjög góða möguleika," sagði Páll Þórólfs- son, leikmaður Aftureldingar. Þeir Leó Örn Þorleifsson og Hilmar Bjarnason, sem báðir hafa átt við meiðsl að stríða voru báðir í leikmannahópi KA sem hélt áleiðis til Króatíu í gær og mun mæta Badel Zagreb í Meist- aradeild Evrópu í handknattleik á sunnudaginn. Fyrirfram er bú- ist við mjög erfiðum Ieik hjá KA sem leikur án Björgvins Björg- vinssonar og Valdimir Goldin, en sá síðarnefndi fór þó með Akur- eyrarliðinu. „Eg sá leik Badel gegn ítalska liðinu Trieste og ef mið er tekið af þeim leik, þá er króatíska liðið svipað að styrkleika og Celje. Badel náði um tíma sex marka forskoti í þeim leik, en sigraði síðan með tveggja marka mun,“ sagði Atli Hilmarsson, þjálfari KA-manna. Tuckson látinn fara

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.